Morgunblaðið - 19.04.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 19.04.2004, Síða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 25 Frændi minn og vinur, BIRGIR BALDURSSON, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 20. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Richard Hannesson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, INGÓLFUR GUÐMUNDSSON flugvirki, Mánatúni 4, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 20. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hins látna, eru beðnir að láta hjúkrunarþjónustuna Karítas njóta þess. Síminn er 551 5606, símatími frá kl. 9.00-14.00. Ásta Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Guðmundur Ingólfsson, Halla Hauksdóttir, Þorsteinn Ingólfsson, Haraldur Már Ingólfsson, Sofía Björg Pétursdóttir, Ástríður Helga Ingólfsdóttir, Kristján Valsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, PÉTUR PÉTURSSON rennismiður, Skúlagötu 20, sem lést laugardaginn 10. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. apríl kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktar- og vísindasjóð í öldrunarþjón- ustu, sími 543 9890. Lilja Hannesdóttir. Lokað Vegna jarðarfarar JÓNU BÁRÐARDÓTTUR verður lokað frá hádegi í dag. S. Árnason & Co., Ólafur Þorsteinsson ehf. Elsku besta amma mín. Mér líður illa að þú sért farin, ég sakna þín svo mikið. Ég vildi að þú yrðir hjá mér þegar ég myndi fermast. En nú líður þér betur af því að þú varðst svo veik, núna ertu hjá afa og gefur honum að borða allar kökurnar þín- ar. Þú ert ábyggilega búin að punta þig og gera þig fína. Okkur fannst báðum mjög gaman að punta okkur, setja á okkur eyrnalokka og gera okkur fínar. Ég hermdi alltaf eftir þér og vildi fá varalit eins og þú. Elsku amma, þó að þú sért farin veit ég að þú munt vaka yfir mér ásamt afa og öllum englunum allt mitt líf. Ég mun alltaf hugsa til þín og geyma minningu þína í hjarta mínu. Góði guð, passaðu ömmu mína. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín Ingunn. Elsku amma. Margar kærar minningar hafa leitað á hugann síð- ustu daga. Alla okkar ævi höfum við átt þína hlýju og ást. Það var alltaf gott að koma til þín og gista hjá þér, þú stjanaðir við okkur, færðir okkur matinn upp í rúm, nuddaðir þreytta fætur og kenndir okkur að spila m.a. Veiðimann og Olsen Olsen. Þú tókst alltaf okkar málstað ef þér fannst eitthvað að okkur vegið, það var hinum um að kenna en ekki okk- ur. Elsku amma við eigum eftir að sakna þín sárt en minning þín mun alltaf lifa í hjarta okkar. Amma kær, er horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð þér undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sig.) Takk fyrir allt sem þú varst okk- ur, elsku amma. Óli Garðar og Vilhjálmur. Elsku amma mín. Það er svo margs að minnast þegar maður hugsar um þig. Margs sem er okkur ógleymanlegt. Það sem ég hef lært af þér og þú veitt mér stuðning og hlýju í gegnum ævina. Það er mér ómetanlegt hvað þú ert búin að vera góð við börnin mín, hvað þú varst alltaf fljót til að bjóða fram hjálp þína ef ég þurfti og aldrei neitt mál. Ég kveð þig með miklum söknuði en samt finnst mér þú vera hér enn hjá mér. Fallegu stundirnar eru mér efst í minni. Þú ert hjá mér og verð- ur alltaf. Eins þegar ég set í vél og þurrka þvottinn, þá heyri ég í þér að segja mér að strauja hann, hugsa vel um heimilið og bera virðingu fyrir sjálfri mér. Þú varst alltaf vel til höfð, falleg og tággrönn. Alveg sama hvort þú varst að þrífa heima hjá þér eða öðrum, við uppvaskið eða hvað sem var, þá varst þú alltaf með lagt hárið og með rauða varalit- inn. Alltaf líka með gullið (skartið) á þér. Þú hafðir alltaf mestar áhyggjur af öðrum, að við hin hefðum það gott, þú mættir mæta afgangi. Þeg- ar ég var hjá þér lítil í Keflavík, þá barst þú mig á gullstól. Lést renna í bað, kvöldkaffi, sængin á heitan ofn- inn og breiddir svo heitu sængina yfir mig og baðst Guð að geyma mig í alla nótt. Alltaf að hugsa um að mér liði vel. Mér þótti líka rosalega spennandi að fara með þér í Að- alverktaka, horfa á þig með aðdáun- araugum afgreiða hundruð manna með mat og ég fékk að taka þátt. Vá. Eða þegar þú fórst með mig til Köben að heimsækja Tobbu frænku. Ég er enn að rifja upp þá ferð. Við vorum alltaf að lenda í æv- intýrum. Nú, svo voru álög á mér þegar ég kom til þín í Keflavík, manstu, ég var alltaf að handleggsbrotna. Þú varst að fara á taugum vegna mín. En eins og þú veist þá hefur þetta lagast. Ég hef elst og þroskast. Æ, ég gæti haldið endalaust áfram. Manstu, manstu þetta, manstu hitt? Þegar ég ætlaði mér að láta þig læra að keyra bíl heima á Geysi, svo þú gætir sjálf keyrt þig á milli staða. Ég get enn hlegið að því. Þegar þú varst alltaf að biðja mig að spila boogie-woogie, þig langaði til að tjútta. Þú náttúrlega hélst að ég væri fullkominn píanóleikari, varst alltaf með óskalög sem ég átti að spila fyrir þig og þú ætlaðir ða tjútta á meðan. Eða þegar ég fór með þig í litun og lagningu. Aldrei fórum við út með réttan rauða hára- litinn. Hahah. Það sem við gátum tuðað yfir því. Eða þegar Sigga mín átti afmæli og ég ætlaði að fara að baka, nei þá komstu með rútunni með fulla kassa af kökum, veislan klár. Þið Sigga mín voruð miklar vin- konur. Held líka að hún sé gömul sál. Þið áttuð svo vel saman, gátuð setið og sogið sleikjó, kjaftað um allt og ekkert í heillangan tíma. Þegar þú komst inn á hótel og tókst til hendinni þegar þér fannst hlutirnir ekki ganga nógu hratt fyrir sig þá sýndir þú okkur hinum hvernig átti að vinna. Þú vannst á við þrjá, þvílík orka í einni konu. Það fer enginn í þína skó, amma mín. Enginn. Það er enn verið að tala um kaffi– og mat- arpásurnar þegar þú varst með. Þú lést allt flakka og var mikið hlegið. Amma mín, það vantar mikið á staðinn þegar þú ert ekki hér hjá okkur, hér á Geysi. Ég veit við kveðjum þig öll með miklum sökn- uði og sárt að þurfa að kveðja. Mað- ur er aldrei tilbúinn til að missa ást- vin sinn. Sigga mín er samt glöð yfir að þú skulir vera komin til hennar Tátu, hún veit að þú hugsar vel um hana. Elskum þig öll. Alltaf. Mábil Gróa Másdóttir og fjöl- skylda, Geysi. Elsku Gróa frænka mín. Hinsta kveðja til þín frá bróðurdóttur þinni Sínu í Perth í Vestur-Ástralíu. Villa systir hringdi á föstudaginn langa og lét mig vita um andlát þitt. Hún sagði mér að þú hefðir verið veik í nokkra mánuði. Mig langar til þess að þakka þér fyrir gamla góða daga og minnast á góðar stundir og minningar um þig sem koma upp í hugann á þessari kveðjustund. Ég man hversu þú og pabbi voruð náin systkin. Fyrstu minningar mínar um þig og Villa eru frá þeim tíma þegar þið bjugguð í kjallaranum á Borg í Sandgerði hjá ömmu og afa, Þor- björgu Á. Einarsdóttur og Axel Jónssyni kaupmanni í Sandgerði. Seinna fluttuð þið í fallegt tveggja hæða hús á Suðurgötunni í Sand- gerði sem þið byggðuð af mestu al- úð. Það var fallegt og myndarlegt heimili sem þið áttuð með fjórum börnum ykkar. Meðan húsið var í byggingu man ég að ég fór með pabba einn morgun og Villi þinn var að vinna í húsinu. Rétt fyrir hádegi kom sólmyrkvi og allt varð dimmt á hádegi, ég gleymi því aldrei! Á þessum tíma var ekkert sjón- varp svo ættingjar og vinir hittust oft. Gróa mín, ég minnist þess þegar við pabbi komum að heimsækja ykkur nærri því á hverju kvöldi og alltaf fannst mér það gaman, ég er viss um að systurnar Tobba og Sigga muna eftir því. Þú varst svo myndarleg húsmóðir bæði í matar- og kökugerð að ég hlakkaði til að fara með Einari pabba í heimsókn til þín. Mér fannst ávallt gaman að hitta systurnar Tobbu og Siggu. Ég var með sítt hár á þessum árum og Sigga var svo viljug að bursta á mér hárið. Þetta voru ljúfar stundir með þér, Gróa mín, og þinni fjölskyldu sem ég á í minningunni um ykkur. En árin urðu ekki mörg hjá þér og fjölskyldunni á Suðurgötunni í Sandgerði. Harmafregn barst þegar báturinn „Rafnkell“ frá Sandgerði kom ekki til hafnar eftir fyrsta róð- ur nýs árs 1960, öll áhöfn var talin af. Þinn ástkæri eiginmaður, Vil- hjálmur Ásmundsson, vélstjóri frá Grundarfirði, var einn af þeim. Ung varðstu ekkja með fjögur börn, en sem betur fer áttir þú elskulega fjölskyldu og börn að sem hlúðu að þér á erfiðum stundum. Sérstaklega minnist ég hve þú og Soffa voru nánar systur og hittust oft. Soffa bjó í Keflavík með sínum manni Ingvari Oddssyni og sonum. Þangað fluttir þú með börnin fjögur seinna. Í Keflavík áttir þú líka fal- legt heimili og alltaf var ánægja að heimsækja þig þar, gestrisin varst þú ávallt, eins og fjölskyldan öll reyndar. Árið 1974 vannst þú á Laugar- vatni hjá Axel frænda Jónssyni, við mamma, Tobba, Mike, Einar og Óð- inn heimsóttum ykkur þar. Ég man að Axel frændi var frábær kokkur og er enn. Seinna unnuð þið Soffa hjá Axel frænda á „Glóðinni“ í Keflavík og síðar í nýju fyrirtæki hans. Þér var líka kært að fara austur á Hótel Geysi í Biskupstungum, Haukadal, til þess að hjálpa Siggu dóttur þinni og eiginmanni hennar með rekstur hótelsins. Þau hjón hafa rekið Hótel Geysi í áraraðir með miklum glæsibrag. Þann stað hafa bæði innlendir og erlendir gestir kosið að heimsækja í fjölda- mörg ár, þannig að oft var margt um manninn á góðum stað, alltaf mikið að gera. Mér verður sérstaklega hugsað til ættarmótsins sem haldið var sumar eitt fyrir nokkrum árum að Geysi í Haukadal. En það var einmitt yngsta barnið þitt, Axel, sem að- allega sá um að stjórna því og láta alla ættingja vita. Ég er Axeli þakk- lát fyrir það. Föðurfjölskylda mín kom mest öll þangað. Allir sem vettlingi gátu valdið mættu og glatt var á hjalla þessa helgi. Mikið var spjallað, hleg- ið og leikið. Kvöldvakan var sérstök á laugardagskvöldinu. Frændur og frænkur tróðu upp og skemmtu okkur hinum. Við eigum marga listamenn í okkar fjölskyldu á ýms- um sviðum á tónlistar- og myndlist- arsviðinu ásamt landsins bestu kokkum og að ótöldum Steina Jóns frænda sem innréttaði Hótel Geysi með sínum listahöndum svo að unun er að sjá. Enda líka erum við öll af „Járngerðarstaðaættinni“ frá Grindavík. Á sunnudagseftirmiðdegi buðu hjónin á Hótel Geysi okkur öllum í kaffihlaðborð af mikilli reisn. Við vorum aðeins u.þ.b. 80 manns! Þá voru rifjaðir upp gamlir dagar, mik- ið spjallað, hlegið og myndir teknar. Gróa mín, ég veit að börnin þín, Tobba, Sigga, Ási og Axel, hafa litið vel eftir þér síðustu árin og hlúð að þér. Börnin þín voru þinn fjársjóð- ur. Jæja, frænka mín, þá er kominn tími til að kveðja þig og þakka þér fyrir allt og allt. Ég bið algóðan Guð um að geyma þig, blessa, varðveita og vernda. Ég veit þú ert á góðum stað með eig- inmanni, foreldrum og systkinum sem á undan fóru. Minningin lifir um þig í hjörtum þinna ástvina. Elsku Tobba, Sigga, Ási, Axel og fjölskyldur, ég veit það er erfitt að sjá af elskulegri móður og ömmu. Ég sendi mínar innilegustu samúð- arkveðjur og bið Guð að styrkja ykkur öll á þessari sorgarstund. Elsku Soffa frænka, sú eina eft- irlifandi af fimm systkinum, ég votta þér líka samúð mína, Guð blessi þig. Far þú í friði, Gróa frænka mín. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvíl- ast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga þig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Tómasína Einarsdóttir, Perth, V-Ástralíu. Enn knýr maðurinn með ljáinn á dyr, hún Gróa frænka er dáin. Aldr- ei er hægt að nefna Gróu svo manni detti ekki í hug hún Soffía systir hennar, svo voru þær nánar, í raun búnar að vera mjög nánar alla tíð. Ég man fyrst eftir Gróu og Villa manni hennar sem dó langt fyrir aldur fram 4. janúar 1960, þá aðeins rúmlega þrítugur að aldri. Hann fórst með vélbátnum Rafnkeli, en þau bjuggu þá heima hjá foreldum Gróu þeim Þorbjörgu og Axel á Borg í Sandgerði. Þá voru Þorbjörg og Sigga dætur þeirra litlar stelpur og við Sigga lékum okkur oft saman og gerðum mörg prakkarastrik, ég bjó þá hjá afa og ömmu. Auðvitað vorum við skömmuð en ekki risti það djúpt. Ég gleymi ekki góðu fiskibollun- um í tómatsósunni sem Gróa gaf okkur stundum og ekki heldur góða hafragrautnum með saftinni út á, eða þá góða meðlætinu með kaffinu sem þá var bakað og það hún gerði allt alveg þar til heilsa hennar fór að bregðast. Þess nutu börn hennar og aðrir sem hana heimsóttu og þetta kaffimeðlæti var gott aðdráttarafl af hennar hálfu til að fá gesti í heim- sókn, sér í lagi nú síðari ár, en tíma- leysi yngra fólksins er yfirleitt mik- ið, og það gefur sér oft ekki tíma til að heimsækja nánustu ættingja, en þetta yfirvann það. Takk fyrir mig. Ég man líka þær stundir er við amma fórum á hverju kvöldi í heim- sókn til Gróu og Villa á Suðurgöt- una. Villi og amma rifust mikið um pólitík en þar voru þau ekki sam- mála en góðir vinir þessi í milli. Ég minnist líka með þakklæti góðra stunda sem við Gróa áttum er hún vann hjá mér á Laugarvatni en þar hafði ég tekið að mér mötuneyti fyrir nemendur Héraðsskólans. Það var gott að hafa Gróu til að segja sér til og aðstoða. Ég man alltaf hvað hún var bíl- hrædd. Fyrir kom er við vorum á leið suður með sjó, að hún vildi held- ur labba niður brekkur ef hálkan var mikil, en það snjóaði meira þá en gerir í dag, ég náði alltaf að tala hana til. Gróa og Villi bjuggu fyrst á Borg í Sandgerði eins og áður sagði og síðar byggðu þau sér hús að Suð- urgötu 6 í Sandgerði. Eftir að Villi dó flutti Gróa til Keflavíkur og bjó lengst af á Hóla- braut 16. Það var alltaf gott að heimsækja hana þar. Heimili henn- ar var alltaf hreint og hlýlegt, sér í lagi í eldhúsinu við ofninn. Elsku Tobba, Sigga, Ási og Axel, við Þórunn viljum senda ykkur og börnum ykkar innilegar samúðar- kveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Axel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.