Morgunblaðið - 19.04.2004, Page 26

Morgunblaðið - 19.04.2004, Page 26
MINNINGAR 26 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hermína Stef-ánsdóttir fædd- ist 5. mars 1934. Hún lést á dvalar- heimilinu Hlíð 9. apríl síðastliðinn. Hún var níunda í röð tíu barna hjónanna Benediktu Ásgerðar Sigvalda- dóttur, f. 25. júní 1897, d. 25. desem- ber 1976, og Stefáns Guðjónssonar, f. 30. mars 1894, d. 26. febrúar 1978. Börn þeirra eru: 1) Hreið- ar, f. 3. júní 1918, d. 13. mars 1995, kona hans var Jensína Jensdóttir, f. 24. ágúst 1918. Syn- ir þeirra eru Ástráður og Stefán. 2) Leonard, f. 6. júní 1919, d. 2. júlí 1923. 3) Jóhann, f. 8. október 1920, d. 31. mars 1947. 4) Her- mann, f. 30. mars 1922, d. 26. september 1923. 5) Hermann Hermína gekk í hjónaband 25. október 1953 með Hreiðari Að- alsteinssyni bifreiðarstjóra, f. 22. ágúst 1931. Hermína og Hreiðar eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Stefán Haukur, tæknifræðingur, f. 7. júlí 1953, búsettur í Reykja- vík. Kona hans var Sigrún Gunn- laugsdóttir, f. 27. júlí 1951, en þau skildu. Þeirra börn eru: Sól- ey Benna, f. 21. október 1973, í sambúð með Halldóri Gíslasyni. Hennar sonur er Andri Sigurður Haraldsson, f. 9. maí 1997, Davíð Hreiðar, f. 21. janúar 1979. 2) Steinunn Benna, sjúkranuddari, f. 18. febrúar 1956, búsett á Ak- ureyri. Maki hennar er Júlíus Kristjánsson, f. 27. desember 1947. Þeirra börn eru: Gunnur Lilja, f. 5. september 1988; Berg- lind, f. 5. ágúst 1990; og Herdís Júlía, f. 6. júní 1994. Hermína bjó öll sín æviár á Oddeyrinni á Akureyri, lengst af í Ægisgötu 14. Auk húsmóður- starfa stundaði hún verslunar- og skrifstofustörf eftir því sem heilsan leyfði. Útför Hermínu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Leonard, f. 6. ágúst 1923, d. 19. júlí 1931. 6) Rósa Guðrún, f. 29. desember 1924, maki Guðmundur Sigur- geirsson, f. 27. nóv- ember 1921, d. 14. nóvember 1970. Dæt- ur þeirra eru Sóley Benna og Fjóla. 7) Oddgeir, f. 10. des- ember 1926, d. 28. júní 1927. 8) Óskírð, f. 19. ágúst 1931, d. 28. ágúst 1931. 9) Hermína, sem hér er kvödd. 10) Sigurlína Gunnfríður, f. 4. desember 1939. Fyrri maður hennar var Jón Ólafsson, f. 29. desember 1938, d. 25. ágúst 1965. Dætur þeirra eru Ásgerður Ingibjörg og Jóhanna Rósa. Seinni maður hennar er Einar Þórarinn Árnason, f. 18. janúar 1928. Börn þeirra eru Þórlaug og Jón Stefán. Látin er móðursystir mín Herm- ína Stefánsdóttir. Þessi góða kona var mér frænka eins og þær gerast bestar en ekki síður afar kær vin- kona. Stóð ávallt með mér í blíðu og stríðu. Hvatti mig áfram á hverju sem gekk. Trúði á mig og treysti. Þetta allt var mér ómetanlegt. Ofá- ar stundir hef ég dvalið hjá þeim hjónum, henni og eftirlifandi manni hennar Hreiðari Aðalsteinssyni. Var ávallt tekið á móti mér af mik- illi gestrisni og rausn. Naut ég ást- ar, hlýju og vináttu þeirra beggja. Minningarnar streyma fram. All- ar góðar. Allt frá barnæsku var Hermína mín inni í mínu lífi. Oft kom hún suður og þá helst til lækn- inga. Ég var mjög viðkvæmt barn og tók veikindi hennar mjög alvar- lega. Var mér bæði ljúft og skylt að taka þátt í erfiðleikum hennar. Heimsækja hana á sjúkrahúsin sem hún dvaldi oft á. Og hvað við gátum hlegið, spjallað og gert að gamni okkar þá sem og alltaf síðar meir. Þessu gleymdi hún aldrei og minnt- ist oft á það hversu ötult þetta litla barn var að trítla til hennar og reyna að létta henni lund. En þá voru samgöngur ekki eins greiðar og þær eru í dag. Árin liðu og alltaf var kært á milli okkar. Svo kom að því að hún kynntist Hreiðari. En hvað mér fannst það rómantískt. Ég svona á milli vits og ára. Fékk að fara með þeim á pallbílnum, sjá hestana hans og taka þátt í lífi þeirra. Og þau svo ung og ástfang- in. En fullorðinsárin komu og al- vara lífsins tók við. Og þá uppskar ég það sem ég hafði ómeðvitað sáð til. Hjá henni gat ég alltaf leitað skjóls í brimróti lífsins. Þín hlýju bros oft hafa þerrað tárin, og huggað barn er missti gullin sín. Þau gleymast ei þó áfram líði árin og ellin rati veginn – heim til þín. (G.V.G.) Hermína var eitt af tíu börnum hjónanna Benediktu Ásgerðar Sig- valdadóttur og Stefáns Guðjónsson- ar en fimm þeirra dóu í frum- bernsku. Tveir bræður af þeim sem upp komust eru látnir. Eftirlifandi systur Hermínu eru, Rósa Guðrún og Sigurlína (Góa). Ekki mun ég fara nánar út í lífs- hlaup frænku minnar og vinkonu en það var oft á tíðum mjög erfitt. Sjúkdómar herjuðu á hana allt frá fyrstu tíð og til hinsta dags. Mótaði þessi lífsreynsla að vissu marki lífs- viðhorf hennar og líf. Nú er þessi elska laus úr sínum þjáða líkama og sálin flogin á burt. Ég treysti og trúi að hún sé nú kom- in til sólfagra landsins og í dýrð Drottins. Einnig að hennar gengnu ástvinir hafi tekið fagnandi á móti henni og að henni líði vel núna. Ég mun minnast hennar með hlýju, ást, virðingu og söknuði. Ég mun sjá bjarta brosið hennar, heyra dillandi hláturinn, heyra í fjarlægð gítarinn hljóma sem hún lék svo oft á í gamla daga. Sjá hana fyrir mér brosandi á tröppunum í Ægisgötunni, umvafða sólskini, veifandi litlu höndunum sínum þeg- ar ég var að kveðja og fara suður. Ég kveð mína ástkæru frænku en umfram allt vinkonu með sorg í hjarta og tár á kinn. Tárin þorna en sorgin mun seint hverfa úr hjarta mínu. Hjartans vina. Hafðu þökk fyrir liðnar samverustundir svo og alla þína ást, umhyggju, tryggð, trú og vináttu. Hvíl í friði. Elsku Hreiðar minn, Benna, Stefán og fjölskyldur sem og allir sem syrgja. Votta ykkur innilega samúð mína. Bið góðan Guð að vernda ykkur og blessa um ókomin ár. Sóley Benna Guðmundsdóttir. Mig langar með fáeinum orðum að kveðja Hermínu móðursystur mína. Ég vil þakka henni yndisleg- ar samverustundir, allt frá því ég var barn að aldri og við mæðgur áttum skjól hjá þeim hjónum, Hermínu og Hreiðari, þegar sorgin barði að dyrum hjá okkur. Mér eru minnisstæðar þær stundir sem ég átti í Ægisgötunni sem unglingur. Ég eyddi þar mörg- um kvöldum í notalegu stofunni hjá þeim hjónum við spjall, sjónvarps- gláp og handavinnu. Alla tíð síðan hef ég verið tíður gestur í Ægisgötunni, seinna með manni mínum og börnum. Við feng- um alltaf hlýjar móttökur og mikið var hlegið og gert að gamni sínu í þessum heimsóknum. Þessar minn- ingar munu hlýja mér þegar ég hugsa um kæra frænku mína. Hreiðar, Stebbi og fjölskylda, Benna og fjölskylda, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Elsku Hermína, takk fyrir allt. Þín frænka Hanna Rósa. Elsku Hermína mín, nú ertu búin að fá hvíldina. Þú hefur afklæðst þessum líkama sem þú oftast þjáð- ist svo mjög í. Ég sé þig fyrir mér í hópi ástvinanna sem farnir eru á undan, foreldrum þínum, systkin- um og vinkonunum, Völlu, Gunni og Sollý. Þú horfir undrandi í kringum þig, aðra eins fegurð hefur þú aldrei séð nú eru öll ský horfin af augum þínum og þú finnur hvergi til. Þú dansar af gleði umvafin blómailmi og þeirri fegurstu tónlist sem þú hefur heyrt. Þú lítur niður til okkar og segir okkur að hryggjast ekki því að þú sért áfram hjá okkur. Þú býrð í brjóstum okkar sem elskuð- um þig svo heitt og þú ætlar að vera verndarengillinn okkar. Ég var sex ára þegar ég kynntist Hermínu, í smábarnaskóla föður- bróður hennar Kristfinns Guðjóns- sonar. Ég kom í bekkinn á miðjum vetri. Um vorið fórum við upp í Barnaskólann og settumst að í arn- arhreiðrinu í 5. stofu. Ég man ekki alveg hvenær kunningsskapur okk- ar Hermínu breyttist í vináttu en held að það hafi verið strax þennan fyrsta vetur. Við urðum samferða í skólann, sátum saman, lærðum saman og lékum okkur síðan meðan dagur entist. Oft fengum við líka að sofa saman. Þá þurfti að spyrja mæðurnar um leyfi. Ef við vorum búnar að fá leyfi hjá annarri mömmunni krupum við oft á hné, í kartöflugörðunum sem voru á leið okkar milli heimilanna, og báðum góðan guð að láta hina mömmuna líka segja já. Við vorum alltaf bæn- heyrðar. Þegar ég var tíu ára veiktist ég og varð að liggja í rúminu í tvo mán- uði. Þá kom hún til mín á hverjum degi á leið heim úr skólanum og sagði mér hvað hefði gerst þar og þegar ég komst á fætur var ég hjá henni meðan hún lærði heima og fékk þannig að fylgjast með því sem gerðist í skólanum. Ég var frá skóla eitt og hálft ár en fékk að setjast í bekkinn minn þegar ég kom aftur. En þá var komin ný stelpa í sætið mitt og það sem verra var, þær Hermína voru orðnar vinkonur. Við vorum afbrýðisamar hvor út í aðra, báðar vildum við eiga Hermínu út af fyrir okkur. En við vissum að henni þótti vænt um okkur báðar og án þess að þessi mál væru nokk- urntíma rædd sættum við okkur við að eiga hana saman og urðum þrjár vinkonurnar. Ég er afar þakklát og stolt yfir að við skyldum hafa þroska til að sigrast á þessum óæskilegu hvötum og uppskera í staðinn vináttu, það var heldur ekk- ert erfitt þegar á reyndi enda var Valla yndisleg manneskja sem því miður kvaddi allt of fljótt. Við fermdumst vorið 1948 og höfðum þá lokið einum bekk í Gagnfræðaskól- anum en um vorið fékk ég brjóst- himnubólgu og missti tvö ár úr skóla. Þá taldi ég að sameiginlegri skólagöngu okkar væri lokið, en það breytti engu um vináttu okkar, áfram eyddum við saman flestum frístundum. En undur geta gerst. Mörgum árum síðar, sennilega 1976, var ég í heimsókn hjá Hermínu þegar hún sagði mér að hún væri búin að láta innrita sig í öldungadeild Mennta- skólans í íslensku, dönsku, ensku og sögu. Ég starði á hana og vissi hvers vegna hún valdi sögu. Hún var að velja hana fyrir mig. Hún vissi að ég mundi fara með henni. Hvað við vorum hamingjusamar að sitja á ný saman á skólabekk, í sein- asta íslenskuáfanganum kenndi Gísli Jónsson okkur og þau Herm- ína náðu sérstaklega vel saman. Við áttum að flytja ræðu í þessum áfanga og Hermína talaði um tón- list og það gildi sem hún hafði fyrir hana. Þetta var frábær ræða og vel flutt, jafnvel var hún sjálf afar ánægð með frammistöðuna og þurfti þó mikið til því að hún var haldin fullkomnunaráráttu og fannst aldrei nógu gott það sem hún gerði. Því miður týndi hún þessari ræðu en ef hún væri til hefði hún viljað láta lesa hana í dag. Svo hittum við Hreiðar. Það varð strax ljóst hvert stefndi með þau tvö en ég fékk að fylgjast með. Áreiðanlega hefur oft verið þreyt- andi fyrir þau hversu þaulsætin ég var þegar hann var í heimsókn en aldrei létu þau mig finna það, jafn- vel ekki gamlárskvöldið sem ég sat hjá þeim sem lengst og Hreiðar með hringana í vasanum og beið bara eftir að koma þeim á réttan stað. Eins var þegar þau stofnuðu heimili. Þangað gat ég alltaf komið og létt á mér ástarsorgum mínum eða sigrum við vinkonu mína og HERMÍNA STEFÁNSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, Heiðdalshúsi, Eyrarbakka, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 10. apríl s.l., verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 24. apríl kl. 14.00. Eiríkur Sigurjónsson, Sólveig S. Sigurjónsdóttir, Steindór I. Steindórsson, Bjarni Sigurjónsson, Antonía Sveinsdóttir, Elín M. Sigurjónsdóttir, Erla S. Sigurjónsdóttir, Loftur Kristinsson, Guðbjörg Eiríksdóttir, Sveinn E. Lárusson, Vigdís V. Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSBJÖRN PÁLSSON, húsasmíðameistari, áður til heimilis á Kambsvegi 24, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík 11. apríl, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 21. apríl kl. 15.00. Sigfríður Védís Ásbjörnsdóttir, Sigurlína Ásta Antonsdóttir, Arnar Daðason, Ottó Sveinn Hreinsson, Jóhanna Ploder, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Magdalena Svan-hildur Gissurar- dóttir fæddist í Reykjavík 7. desem- ber 1952. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 10. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Gissur Karl Guðmundsson, f. 21.7. 1931, d. 4.3. 1999, og Gerda Martha Charlotta Guðmundsson, f. 19.3. 1926. Systkini Magdalenu eru Guð- mundur Hans, f. 29.10. 1951, Kristín, f. 27.3. 1956, Karl, f. 16.9. 1961, Ari, f. 21.6. 1964, og Árni Óskar, f. 20.7. 1965. Hinn 19. júní 1982 giftist Magdalena Ragnari H. Guð- steinssyni, f. 5.10. 1954. Börn þeirra eru Birgir Karl, f. 29.8. 1979, Óskar, f. 17.2. 1982, og Berg- lind, f. 31.8. 1988. Útför Magdalenu fer fram frá Garða- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er með miklum trega að ég sest niður og skrifa þessa minning- argrein um frænku mína hana Möggu Svönu eins og við ættingj- arnir kölluðum hana. Hún er í minn- ingunni sem ung kona sem ég kynnt- ist þegar við vorum ung. Einu sinni fór ég með henni heim til hennar þar sem hún bjó með foreldrum sínum og þurftum við að fara með rútu, en þau hjón keyrðu mig svo heim þar sem ég bjó með foreldrum mínum. Seinna sá ég hana og bróður hennar í ferming- unni minni. Ég hitti hana hjá ömmu hennar, Svönu frænku, þar sem hún var að læra fyrir bílprófið og hlýddi ég henni yfir spurningarnar og svörin sem hún kunni alveg reiprennandi. Sagði ég henni að hún fengi 10 í ein- kunn frá mér og vonandi fengi hún bílprófið sitt, sem hún fékk svo með glæsibrag. Magga Svana hafði smitandi hlátur þegar hún hló að fyndnum brönd- urum. Hún var glæsileg þegar maður sá hana á gangi. Ég sendi móður hennar sem og systkinum hennar og öðrum ættingj- um mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og bið guð að blessa þau. Kristinn Guðmundsson. Það var áfall að frétta að Magda- lena hefði veikst skyndilega og væri vart hugað líf. Hún lést eftir stutta legu á gjörgæsludeild. Magdalena vann við aðhlynningu á Droplaugar- stöðum. Það var gott að vinna með Magdalenu, hún var röggsöm og atorkumikil, skapgóð og hafði já- kvæða útgeislun. Vaktin var léttari og skemmtilegri því hún var ætíð svo glöð, sló hlutunum upp í grín og ýtti á eftir því sem var mikilvægt að gera. Líka þegar kominn var tími á hvíld. Alltaf kát og hress, að segja brandara og sögur af sér og sínum. Magdalena var reglusöm með eindæmum og hlógum við oft saman að því, mest hún sjálf. Hún hafði mikinn áhuga á sinni vinnu og sótti alla þá fyrirlestra og námskeið sem henni stóðu til boða, vildi vita meira í dag en í gær.Magda- lena kunni öðrum betur á tölvur og var óspör að hjálpa þeim sem minna kunnu. Fyrir nær tveimur árum ákvað hópur starfsfólks ásamt Magdalenu að fara til Prag. Til ferð- arinnar var safnað með ýmsu móti, haldinn var basar, bakaðar kökur og MAGDALENA S. GISSURARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.