Morgunblaðið - 19.04.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.04.2004, Qupperneq 28
HESTAR 28 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það er löngu ljóst orðið aðhestamennskan er ekkisíður áhugamál kvenna enkarla. Um það bera vitni mót þar sem eingöngu konur keppa á og þá kemur glöggt í ljós að keppnisáhugi þeirrra virðist síður en svo minni en karlanna. En af einhverjum ástæðum fer mun minna fyrir konunum á sameig- inlegum mótum beggja kynja þegar komið er í flokka fullorðinna Hart var barist í kvennatölti Gusts á laugardagskvöldið og tals- verðar breytingar á röðum þeirra sem þátt tóku í úrslitum. Hástökkv- ari mótsins var án efa Bára Brynj- ólfsdóttir sem keppti á Narfa frá Syðra-Skörðugili í byrjendaflokki. Hún vann í B-úrslitum og gerði sér síðan lítið fyrir og sigraði einnig í A-úrslitum og stóð þar með uppi sem sigurvegari. Góð byrjun á keppnisferli það. Einn stóri kost- urinn við kvennatöltmót Gusts í gegnum tíðina er að margar konur sem eru prýðilega hestfærar drífa sig af stað og skella sér í keppni, sem sumar þeirra hafa aldrei látið sér detta í hug. Og þar er byrj- endaflokkurinn afar mikilvægur hvati. En það voru víða sviptingar því í flokki minna keppnisvanra kvenna vann Líney Kristinsdóttir á Perlu frá Bringu sig upp í þriðja sæti eft- ir að hafa farið í gegnum B-úrslitin og sigrað þar að sjálfsögðu. Sigur vann svo Helga D. Hálfdánardóttir á Gná frá Ytri-Skógum. Rósa Valdimarsdóttir sem keppti á Heiki frá Álfhólum gerði enn bet- ur því hún lét ekki staðar numið fyrr en í annað sætið var komið í flokki þeirra sem kölluðust vanari konur. Það var hinsvegar Trine Risvang sem sigraði á hinum kunna stóðhesti Þengli frá Kjarri í þessum flokki. Í efsta flokki sem kallaðist Opinn meistaraflokkur sigraði Hulda Gústafsdóttir nokkuð örugglega á Sjarma frá Skriðuklaustri en skilin voru nokkuð skörp þar milli þriggja efstu keppenda. Þótti hestakostur í þessum flokki býsna góður og greinilegt að dómarar voru því sam- mála eftir einkunnum að dæma þótt ekki teygðu þeir sig eins hátt og á nýafstöðnum skautahallamótum. Hulda og Sjarmi læddu sér yfir áttu-mörkin í úrslitum en taka verður tillit til þess að völlurinn í Reiðhöll Gusts er lítill og því ekki um samnaburðarhæfar tölur við það við fáum að sjá á íþróttamótum komandi vors. Röð tíu efstu keppenda í hverjum flokki varð eftirfarandi: Byrjendur 1. Bára Brynjólfsdóttir og Narfi frá S-Skörðugili, 5,77 2. Eygló Gunnarsdóttir, Sörla, og Snælda frá Höfðabrekku, 5,73 3. Svandís Sigvaldadóttir, Gusti, og Bifröst frá Skógskoti, 5,49 4. Oddný Erlendsdóttir, Blakki, og Máni frá Sólvöllum, 5,48 5. Auður Jónsdóttir, Gusti, og Stelkur frá Árgerði, 5,47 6. Linda B. Bentsdóttir, Gusti, og Gulfoss frá Gerðum, 5,40 7. Sólrún Sigurðardóttir, Sleipni, og Kopar frá Selfossi, 5,16 8. Linda B. Gunnlaugsd., Gusti, og Júlí frá Þúfu 5,12 9. Anna M. Sívertsen, Andvara, og Patti frá Brún, 4,96 10. Lára Jóhannsdóttir, Fáki, og Fannar frá Hlemmiskeiði, 4,52 Minna keppnisvanar 1. Helga D. Hálfdánard., Smára, og Gná frá Ytri-Skógum, 6,76 2. Helga R. Júlíusd., Gusti, og Eldur frá Hóli, 6,57 3. Líney Kristinsdóttir, Loga, og Perla frá Bringu 6,29 4. Bryndís Jónsdóttir, Herði, og Blesi frá Skriðulandi, 6,18 5. Anne-Marie Martin, Sörla, og Fálki frá Dalsmynni, 6,14 6. Vigdís Elma Cates, Sörla, og Síak frá Þúfum, 6,04 7. Guðrún L. Kristinsdóttir, Fáki, og Íris frá Bergþórshvoli, 5,98 8. Anna Sigurðardóttir, Fáki, og Roði frá Finnastöðum, 5,78 9. Inga K. Campos, Sörla, og Blæja frá Svignaskarði, 5,52 10. Guðrún Pétursdóttir og Stefnir frá Breið, 5,26 Meira keppnisvanar 1. Trine Risvang, Smára, og Þengill frá Kjarri, 7,28 2. Rósa Valdimarsdóttir, Fáki, og Heikir frá Álfhólum, 6,94 3. Anna K. Kristinsd., Fáki og Háfeti frá Þingnesi, 6,76 4. Maria G. Rasmussen, Gusti, og Glaður frá Skipanesi, 6,45 5. Helle Laks, Herði, og Spaði frá Kirkjubæ, 6,45 6. Elka Halldórsdóttir, Gusti, og Krummi frá Kollaleiru, 6,36 7. Hulda G. Geirsdóttir, Gusti, og Dimma frá Skagaströnd, 6,51 8. Signý Á. Guðmundsd., Fáki, og Fiðla frá Höfðabrekku, 6, 33 9. Þórdís A. Gylfadóttir, Andvara, og Smyrill frá Stokkhólma, 6,25 10. Linda H. Reynisdóttir, Gusti, og Stormur frá Ármóti, 6,08 Opinn meistaraflokkur Hulda Gústafsdóttir, Fáki, og Sjarmi frá Skriðuklaustri, 8,07 Marjolijn Tiepen, Geysi, og Vígar frá Skarði, 7,71 Sara Ástþórsdóttir, Fáki, og Þyrni- rós frá Álfhólum, 7,18 Berglind Ragnarsdóttir, Fáki, og Ögri frá Laugavöllum, 7,13 Erla G. Gylfadóttir, Andvara, og Brúnka frá Varmadal, 7,0 Ásta D. Bjarnadóttir, Gusti, og Þór frá Litlu-Sandvík, 6,87 Anna B. Ólafsdóttir, Sörla, og Vaka frá Hafnarfirði, 6,69 Birgitta D. Kristinsd., Gusti, og Dröfn frá Höfða, 6,64 Ólöf Guðmundsdóttir, Fáki, og Hrafn frá Berustöðum, 6,58 Lena Zielinski, Fáki, og Villirós frá Hvítárholti, 6,58 Kvennatölt Gusts í reiðhöllinni í Glaðheimum í Kópavogi einn af vinsælustu viðburðum vorsins Sviptingar í flestum flokkum Morgunblaðið/Vakri Hulda Gústafsdóttir og Sjarmi frá Skriðuklaustri eru í góðum gír þessa dagana og höfðu nú góðan sigur í opnum flokki í kvennatölti eftir góða frammistöðu í keppni við karlpeninginn í ístöltinu í Egilshöll á dögunum. Kvennatölt Gusts, sem að venju var haldið í reiðhöll Gusts í Kópavogi, er orðið einn af vinsælu viðburðum vorsins á sviði hesta- mennskunnar. Alls voru níutíu konur skráð- ar til leiks að þessu sinni en keppt var í fjór- um flokkum og B-úrslitum í öllum flokkum. Baráttuglaðar konur að loknum spennandi úrslitum, frá vinstri talið: Elka og Krummi, Helle og Spaði, Maria og Glaður, Anna og Háfeti, Rósa og Heikir og sigurvegarinn Trine og Þengill. Sigurinn er sætur. Helga Dís hamp- ar sigurlaununum að loknum úrslit- um hjá minna vönum konum á Gná frá Ytri-Skógum. SKEIFUDAGURINN verður hald- inn hátíðlegur á Hvanneyri sumar- daginn fyrsta að venju en meira verð- ur umleikis nú en oft áður þar sem fagnað verður fimmtíu ára afmæli hestamannafélagsins Grana á Hvann- eyri, sem er félagsskapur nemenda sem stunda nám við Landbúnaðarhá- skólann þar og leggja stund á hesta- mennsku. Dagskráin hefst síðdegis á miðvikudag með keppni barna og unglinga og í framhaldinu keppni í A- og B-flokki gæðinga. Sumardaginn fyrsta hefst dagskrá með opinni forkeppni í tölti en úrslit í gæðingakeppni hefjast klukkan tíu. Hátíðardagskráin hefst svo klukk- an 13.30 með fánareið og í framhald- inu úrslitum í töltkeppninni en sjálf skeifukeppnin hefst klukkan 14.30. Þar er meðal annars keppt um Morg- unblaðsskeifuna sem alla tíð hefur verið veitt á skeifudaginn. Að keppni lokinni verður boðið til hátíðarkaffis í matsal Landbúnaðarháskólans og þar verða verðlaun afhent. Skeifudagurinn á Hvanneyri Haldið upp á 50 ára afmæli Grana VONIR um að fersksæðingar verði stundaðar í Gunnarsholti í vor og fram á sumar hafa glæðst en forráðamenn Sæðingastöðv- arinnar í Gunnarsholti hafa sent Orrafélaginu nýtt tilboð um verð á fersksæðingum. Ekki fékkst upp gefið hvað verðhugmynd væri í þessu tilboði en formaður Orrafélagsins, Sigurður Sæ- mundsson, staðfesti að haldinn yrði fundur í stjórn félagsins á morgun og í framhaldinu vænt- anlega félagsfundur þar sem tekin yrði afstaða til þess hvort tilboðinu yrði tekið. Ekki hefur tekist að fá aðra stóðhesta í fersksæðingar enn sem komið er og því ljóst að ef af verður mun Orri frá Þúfu verða einn á Sæðingastöðinni. Sagði Sigurður að vissulega mætti orða það svo að vonar- glæta hefði kviknað um að samningar næðust um sæðing- ar. Ef svo fer munu væntanlega 120 hryssur verða leiddar ýmist undir Orra eða í sæðingar. Vonar- glæta um sæðingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.