Morgunblaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk VEISTU HVAÐ ÉG VAR AÐ HUGSA? ÉG VONA AÐ ÉG VITI ÞAÐ EKKI! HMM ÉG HELD AÐ TÆRNAR MÍNAR SÉU AFBRÝÐISAMAR ÚT Í FINGURNA Á MÉR, VEGNA ÞESS AÐ ÞEIR FÁ AÐ BENDA Á HLUTI... ÉG VERÐ AÐ MUNA AÐ FÁ MÉR ALDREI GÖNGUTÚR Í ÞESSU HÚSI FRAMAR ÉG ELSKA LAUF! Leonardó © LE LOMBARD HVERNIG VÆRI AÐ... ? ÉG SKAL OPNA HVAÐ Á ÞETTA AÐ ÞÝÐA LÆRLINGUR? HVER RÆÐUR HÉRNA? JA... ÞÚ ÉG HELD ÞAÐ HVER HELUR ÞÚ AÐ GEFI SKIPANIRNAR HÉR Á ÞESSU VERKSTÆÐI? ÉG VISSI ÞAÐ... ÞAÐ ERT ÞÚ! ER ÞAÐ EKKI? JÚ! ÞANNIG AÐ ÉG GEF SKIPUNINA UM ÞAÐ AÐ OPNA HURÐINA. EKKI REYNA AÐ OPNA HANA FRAMAR ÁN ÞESS AÐ ÞÉR SÉ SKIPAÐ AÐ GERA ÞAÐ! ÉG SKIL EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ REYNA AÐ SEGJA. ÉG ÆTLAÐI AÐ OPNA HURÐINA EN ÞÚ STOPPAÐIR MIG, EN NÚNA... OPNAÐU!! HRAÐSKEYTI TIL ALBERTS KLAUFA ÞAÐ ER ÉG HVER VAR ÞETTA? ÞAÐ VAR MAÐUR AÐ KOMA MEÐ BRÉF TIL MÍN FRÁ FRÆNDA TENGDARSONAR AFADÓTTURSONAR BRÓÐUR MÍNS, HANS ALLA RICHTER RICHTER! FALLEGT NAFN FYRIR UPPFINNINGU. ÉG VERÐ AÐ FINNA EITTHVAÐ UPP, EN HVAÐ? framhald ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EINAR Sveinbjörnsson skrifar um vetrarfrí í Mbl. 8. mars sl. og hallast ég helst að því að hann hafi verið einn af þeim sem hlupu á sig og sömdu um vetrarfrí við kennara án þess að hafa lagt það fyrir foreldra hvort þeir vildu það. Ég var starf- andi í foreldraráði við skóla í Kópa- vogi þegar vetrarfríin voru sett á. Þetta var lagt fyrir fund í foreldra- ráði og lagt til að við segðum til um hvernig vetrarfrí við foreldrar vildum en ekki hvort, þar er mikill munur á, en ég vil taka það fram að ég sagði á fundinum að allir kostir við vetrarfrí væru slæmir og vildi fá að hafna vetr- arfríi en það var ekki í boði. Það má vera að Einar Sveinbjörns- son hafi nóg af orlofsdögum og kannski vetrarfrí líka en hinn „al- menni“ starfsmaður hefur um 24 or- lofsdaga. Taktu nú vel eftir, Einar, 24 daga. Það er ekki eins og það sé bara vetrarfrí í skólum, það er öðru nær, starfsdagar kennara, páskafrí og jólafrí og leggið nú saman foreldrar í hverju bæjarfélagi fyrir sig. Mitt álit er að það eigi að vera sumarfrí í skól- um í júní, júlí og ágúst til að njóta sumarsins í heild sinni og koma til móts við þarfir vinnuveitenda, for- eldra og barna. Hægt er að hafa sum- arfríin 3 tímabil, starfsmaður sem er í fríi í júní í ár fær júlí á næsta ári o.s.frv. Það er ekkert nema sjálfsagt að t.d. leikskólar fylgi þessum tíma- bilum eins að aðrar stéttir. Það væri óskandi að þið nýttuð krafta ykkar í að breyta sumarfríum í leikskólum til að ekki verði þessi mannfæð úti á vinnumarkaðnum í júlí, eins og þú segir, það hefur verið á óskalistanum hjá flestöllum sem nýta þjónustu leik- skólanna. Það er verið að tala um fjöl- skylduvæna stefnu en það er ekki hægt að fylgja henni þegar foreldrar lítilla barna þurfa alltaf að taka frí í júlí sem gengur ekki gagnvart sam- verkafólki og vinnuveitendum. Það er örugglega hægt að skipuleggja íþrótta- og tómstundastarf fyrir grunnskólabörnin allt sumarið, líka út ágúst, þannig að þau börn sem eru í fríi með foreldrum sínum í júní eða júlí geti nýtt sér það. Það verður að halda kostnaðinum í lágmarki því sumir foreldrar hafa ekki efni á að leyfa börnum sínum að stunda íþrótt- ir, ég gef mér að þú vitir það ekki. Það er talað um að hvíla börn, gefa þeim frí frá námi, það er hægt til dæmis með þemaviku í skólanum fyr- ir jól og páskafríið gefur frí á vorönn. Foreldrar eru sumir hverjir líka með börn í leikskóla sem er ekki endilega í sama hverfi og grunnskólinn er og þá eru aðrir starfsdagar sem þarf að taka tillit til. Þetta með að skipta upp vetrarfríum eftir búsetu til að koma t.d. til móts við atvinnulífið, hvernig dettur þér þetta í hug þótt þú vinnir á sömu þúfu og þú býrð á? Það verður aldeilis gósentíð hjá vissum hópi manna sem stunda það að fylgjast með hvort fólk sé heima eða ekki, til að gera sig heimakomna og jafnvel ná sér í sitthvað sem þá vanhagar um eða geta selt, þegar bú- ið er að gefa út að heilt hverfi sé í vetrarfríi og kannski enginn heima. Allir að skíða, ferðast, setjast upp hjá ættingjum og vinum úti á landi eða utanlands. Fyrir utan það að ekki nema lítið brot af þessum foreldrum hefur efni á að „skíða norðanlands“. Mér hefði fundist eðlilegt að þú hefðir í grein þinni tekið fram hve marga daga for- eldrar þurfa að geyma vegna allra fría í skólanum og ekki þá gleyma þeim dögum þegar kennsla er skert, það þarf að taka hálfs dags frí vegna þeirra daga líka. Það stóð kona upp á fræðslufundi sem skólanefnd Kópa- vogs hélt um skólamál í Kópavogi og tjáði okkur að hún hefði þurft að nota 10 daga bara vegna vorannar. Ég vonast til að fleiri tjái sig um þessi mál. ÓLÖF BJÖRNSDÓTTIR, móðir og bankastarfsmaður. Vetrarfrí í grunn- skólum – slæmt fyrirkomulag Frá Ólöfu Björnsdóttur: Í RITSTJÓRNARGREIN 14. apríl er fjallað um færslu Hringbrautar og skipulagsmál almennt og hvernig nauðsynlegt er að taka tillit til óska almennings í þeim málaflokki. Ritstjóri fjallar ekkert um ástæðu þess að verið er að flytja Hringbraut. Þar er auðvitað átt við uppbygg- ingu Landspítala á þeirri lóð sem skapast við þessar framkvæmdir. Rit- stjórnin hefur í gegnum árin stutt sameiningu spítalanna. Það er því nauðsynlegt að spyrja nokkurra spurninga. Umrædd uppbygging mun taka langan tíma og kosta mikið fé. Gert er ráð fyrir byggingu 85–90 þúsund fer- metra af nýju húsnæði og kostnaður gróflega áætlaður 30–40 milljarðar króna. Telur ritstjórn að nauðsynlegt fé til þessa verks muni fást á næstu árum? Ráðgjafar Ementor lögðu til að bráðaþjónusta yrði færð í Fossvog. Það þýðir byggingu u.þ.b. 30 þúsund fermetra húsnæðis við núverandi byggingu í Fossvogi. Kostnaður um 10–12 milljarðar króna. Núverandi og fyrrverandi heilbrigðisráðherrar hafa báðir hafnað því að skoða þessa leið. Er ritstjórn sammála ráðherrunum eða telur hún rétt að skoða málið áður en lagt er í umræddar framkvæmdir? ÓLAFUR ÖRN ARNARSON, læknir. Færsla Hringbrautar og Morgunblaðið Frá Ólafi Erni Arnarsyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.