Morgunblaðið - 19.04.2004, Side 31

Morgunblaðið - 19.04.2004, Side 31
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 31 Fyrirtæki Skemmtistaður í þekktum kaupstað úti á landi með stórri og skemmtanaglaðri sveit bak við sig, stórt íþróttamót í sumar. Aðalskemmtistaðurinn á staðnum, miklir möguleikar, eigið húsnæði. Skipti möguleg á eign í bænum. Smurbrauðstofa Frábært tækifæri fyrir hjón eða samheldnar konur, öll tæki til alls og fastir samningar, frábær aðstaða. Verð 3,5 millj. Höfum fjársterka kaupendur að góðum og vel reknum fyrirtækjum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Unnt er að skoða fyrirtækjaskrá okkar á www.fyrirtaeki.is Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I    !" #  $ %# &# $ '&(#)*+,#   !" -.  $ *. /- $ +  0 (( # '+12 3.+&"1 * '"+ 5  # 67 ('"#(""  , #0   8 .+&"1 0 +.# ($ ."69:: ;9:: *  '+/ '" ($ ." 9:: ;9::  (  .. '#  #.+ <."# "1# 8: $ * "1 -.(#  " *  = >0" . /-  (# '(# " -1- '/$ #. -.# ." ." $ ???"1#. ,(.&(#9       (+9                HEKLA 6004041919 IV/V Lf. I.O.O.F. 19  1844198 I.O.O.F. 10  1844198  RAÐAUGLÝSINGAR Ekki aðili að undirskrifta- söfnun með frumvarpi Þau leiðu mistök urðu við vinnslu á frétt, sem birtist á síðu 50 í Morg- unblaðinu í gær, að Bjarni Ólafsson var sagður standa fyrir undirskrifta- söfnun til stuðnings frumvarpi um innflytjendamál á www.skynsemi.net. Þetta er ekki rétt, heldur er Bjarni Ólafsson einn af þeim sem standa að undirskriftasöfnun gegn téðu frum- varpi á deiglan.com. Nafni Bjarna hafði fyrir misskilning verið skeytt aftan á tilkynninguna, sem annars var nafnlaus. Morgunblaðið harmar þennan misskilning. LEIÐRÉTT Fyrirlestur Sagnfræðingafélags- ins verður á morgun, þriðjudaginn 20. apríl kl. 12.05–13, í Norræna hús- inu. Halldór Bjarnason sagnfræð- ingur heldur lokaerindið í hádegisfyr- irlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, Hvað er (um)heimur? Erind- ið nefnist: Ok eða aðstoð? Ísland sem nýlenda Dana á nítjándu öld. Í erindinu verður rætt um samband Íslands og Danmerkur, einkanlega á 19. öld, og ýmsum hliðum á málinu varpað til umhugsunar og umræðu. Lýst verður ákveðinni aðferð til að nálgast viðfangsefnið o.fl. Aðalfundur Félags CP á Íslandi verður haldinn á morgun, þriðjudag- inn 20. apríl kl. 20, á Háaleitisbraut 11–13, (í húsi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra). Að aðalfundi loknum mun Sigrún Jóhannsdóttir, for- stöðumaður Tölvumiðstöðvar fatl- aðra, kynna starfsemi stöðvarinnar og nýjunar í tölvumálum fatlaðra. CP er skammstöfun fyrir cerebral palsy (einnig nefnt heilalömun) sem vísar til skaða sem verður á heila á meðgöngu, í fæðingu eða rétt eftir fæðingu. Á MORGUN LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upp- lýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helg- ar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trún- aði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. KVENNAATHVARF: Athvarf og viðtalsþjónusta fyrir kon- ur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Opið allan sólarhringinn, 561 1205. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 ÞJÓNUSTA SIGURÐUR Ásgeirsson, þyrlu- flugmaður hjá Landhelgisgæslunni, flaug sitt fyrsta flug sem flugstjóri nú fyrir helgina og slóst Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri með í för. Sigurður hefur starfað hjá Land- helgisgæslunni frá því í apríl 1997 en hefur að undanförnu verið í flugstjóraþjálfun, meðal annars í Marseille í Frakklandi. Sigurður Ásgeirsson flugstjóri og Björn Brekkan Björnsson flugmaður. Nýr flugstjóri LHG SAMTÖK sem kallast Slow Food, og hafa m.a. á stefnuskrá sinni lífræna ræktun matjurta gangast í dag fyrir námskeiði um lífræna ræktun mat- og kryddjurta. Verður farið þar yfir grunnatriði í ræktun þeirra innan- húss sem utan. Námskeiðið verður haldið að Skútuvogi 5 í Reykjavík á 4. hæð og hefst kl. 20. Það kostar 1.500 kr. fyrir félagsmenn en 2.000 kr. fyrir aðra. Leiðbeinandi verður Heiður Björns- dóttir sem deilir þar reynslu sinni af lífrænni ræktun mat- og kryddjurta í borg og sveit. Í frétt frá aðstandendum nám- skeiðsins segir m.a.: Íslenska sumarið er stutt og margir halda að því sé ekki hægt að rækta hér neitt af viti nema með mikilli fyrirhöfn. En með einföld- um aðferðum má ná góðum árangri s.s. með ferskt lollo rosso, eikarlauf- salat, rucola“ – og fleiri jurtir eru einnig nefndar. Námskeið um lífræna rækt- un matjurta MENNTASKÓLINN Hraðbraut er fluttur í nýtt húsnæði í Faxafeni, en skólinn hefur hingað til verið starf- ræktur í Hafnarfirði. Opið hús var í skólanum á laugardag þar sem for- eldrar og tilvonandi nemendur gátu kynnt sér skólann. Ólafur Haukur Johnson, skóla- stjóri, segir að upphaflega hafi hug- myndin verið að skólinn flytti í hús- næðið þar sem Iðnskólinn í Hafnarfirði var áður til húsa, en af því hafi ekki orðið þar sem nauðsyn- legar breytingar hafi verið of dýrar. Ólafur segist mjög ánægður með nýja húsnæðið. „Hér er toppaðstaða fyrir nemendur, kennslustofurnar eru glæsilegar, rúmlega 70 fermetr- ar.“ Hefðbundnar kennslustofur eru gjarnan um 50 fermetrar, og segir Ólafur að mikill munur sé að hafa meira pláss í stofunni. Hann segir að ekki spilli fyrir að staðsetningin sé svona miðsvæðis, enda hafi hann heyrt að mörgum finnist langt til Hafnarfjarðar. Hann segir það vissulega lítið ham- ingjuefni fyrir nemendur sem búi í Hafnarfirði, en samgöngur við Faxafenið séu góðar og enginn þurfi að örvænta. Þeir nemendur sem óskað hafa eftir því hafa fengið strætókort. Hraðbraut flytur í Faxafenið Morgunblaðið/Árni Sæberg Nemendur og forráðamenn þeirra kynntu sér starfsemi skólans á opnu húsi á laugardag. Á AÐALFUNDI Félags íslenskra nuddara, sem haldinn var í mars á þessu ári, var ákveðið að breyta nafni félagsins í Félag íslenskra heilsunuddara. Ástæða fyrir breyt- ingu á nafni félagsins er einkum sú að leggja áherslu á það, að fé- lagsmenn eru heilbrigðisstétt, segir í fréttatilkynningu. Félagið rekur Nuddskóla Íslands í samvinnu við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Í stjórn félagsins eru: Guð- brandur Einarsson formaður, Kristjana V. Jónatansdóttir vara- formaður, Ásrún Jónsdóttir gjald- keri, Laufey Sigurðardóttir ritari, Jóhann Daníelsson meðstjórnandi og varamenn þær Elín Hrönn Geirsdóttir og Margrét Unnur Sig- tryggsdóttir. Stjórn Félags íslenskra heilsunuddara. Nuddarar breyta nafni félags síns

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.