Morgunblaðið - 19.04.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 19.04.2004, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 STAÐFEST hefur verið í skýrslu frá Matvælaeft- irlitinu að fjórir menn sem veiktust eftir að hafa borðað samloku með túnfiski á veitingastað í Reykjavík fengu histamíneitrun af fiskinum. Ekki er vitað til að hún hafi komið upp hér á landi áður. Fólkið borðaði á veitingastaðnum 20. febrúar sl. og leitaði fljótlega til læknis eftir máltíðina. Mat- vælaeftirlitið tók sýni úr túnfiskstykkinu sem notað var í samlokurnar, og kom í ljós að histamíninnihald var yfir 1.200 milligrömm í hverju kílói, en einkenni eitrunar geta komið fram sé histamíninnihaldið 200 mg/kg, segir Rögnvaldur Ingólfsson, deildarstjóri matvælaeftirlits Umhverfis- og heilbrigðisstofu. „Ég held að fólk þurfi að hafa það í huga að þegar kemur svona ný vara á markaðinn þarf að kanna hvort það séu einhver sérstök vandamál sem teng- ist þeirri vöru. Ég er mjög hræddur um að fólk al- mennt, almenningur og hugsanlega matreiðslu- menn, geri sér ekki grein fyrir því hversu viðkvæm vara túnfiskurinn og skyldar fisktegundir eru,“ seg- ir Rögnvaldur. Hann segir þó ekki ástæðu til að hætta að borða túnfisk, enda sé hann að mestu flutt- ur inn frystur, heldur þurfi fólk einfaldlega að læra að meðhöndla túnfisk, sverðfisk og aðrar skyldar fisktegundir sem eru nýlegar á íslenskum markaði. Fiskar af makrílætt, þ.á m. túnfiskur, innihalda mikið magn af amínósýrunni histidin, sem breytist í histamín við niðurbrotsferlið eftir dauða fisksins. Histamín er efni sem losnar í líkamanum við bólgu og ofnæmisviðbrögð, og eru einkenni eitrunarinnar svipuð svæsnu matarofnæmi. Fram kemur í loka- skýrslu um atvikið að fyrstu einkenni eru roði í and- liti, sviti, sviði í munni og hálsi, svimi, flökurleiki og höfuðverkur. Þessi einkenni geta síðan þróast í það að húð hlaupi upp með kláða, bjúgur getur mynd- ast, svo og niðurgangur og kviðverkir. Alvarleg til- felli geta haft sjóntruflanir, öndunarörðugleika og kyngingarörðugleika í för með sér. Einkenni vara í flestum tilfellum ekki nema 4–6 klukkustundir og flestir eru orðnir góðir eftir tvo daga. Túnfiskurinn sem fólkið borðaði var fluttur frá Sri Lanka til Þýskalands um miðjan október 2003, kældur í plastkössum með þurrís. Þaðan var hann sendur með flugi til Íslands. Rögnvaldur segir þetta varasamt, túnfiskur og aðrar skyldar tegundir séu mjög viðkvæmar og betra sé að flytja þær til lands- ins frystar því þær þoli ekki að vera geymdar í kæli í langan tíma. Fiskurinn var ekki prófaður við kom- una til landsins, og því óvíst hvort histamíninnihald- ið var svo hátt eftir ferðalagið frá Sri Lanka eða hvort hann var geymdur of lengi í kæli á veitinga- staðnum. Ekki verður um nein eftirmál að ræða. Fengu matareitrun af túnfiski SÍMAFYRIRTÆKIN bjóða nú þráðlaust netsamband fyrir fartölvunotendur á tutt- ugu stöðum á höfuðborgarsvæðinu, eink- um á veitinga- og kaffihúsum. Boðað er að stöðunum fjölgi mjög á næstunni. Síminn býður nú upp á þráðlaust sam- band á fimm stöðum á höfuðborgarsvæð- inu og boðar að staðirnir verði 20–30, um allt land, í árslok. Og Vodafone býður upp á svokallaða heita reiti á 15 stöðum á höf- uðborgarsvæðinu og þremur stöðum á landsbyggðinni. Fyrirtækið segir að stöð- unum fjölgi á næstunni. Nokkur munur er á þjónustu símafyr- irtækjanna. Síminn býður þjónustuna ókeypis í kynningarskyni en hyggst inn- heimta gjald fyrir hana síðar. Hjá þeim stöðum, sem eru í samstarfi við Og Voda- fone, verður þjónustan hins vegar ókeypis til frambúðar en viðkomandi fyrirtæki greiða símafyrirtækinu fyrir netsamband- ið. Þá er lokað fyrir svokallaða niðurhals- freka þjónustu hjá Og Vodafone, þar sem hlaða þarf niður miklum gögnum af Net- inu, en Síminn hyggst innheimta sérstak- lega fyrir niðurhal frá útlöndum. Boða þráð- laust samband á tugum staða  Þráðlaust/11 Morgunblaðið/Sverrir ÞRÍR menn fóru í sjóinn rétt utan við innsiglinguna í Vestmannaeyj- um um kl. 17 í gær þegar gúmmí- bát sem verið var að hífa frá borði á Snorra Sturlusyni VE hvolfdi. Mönnunum var bjargað eftir að hafa verið um 15 mínútur í sjónum, og segja björgunarmenn þá hafa verið hætt komna. Atvikið varð þegar ferja átti einn af skipverjunum í land þar sem kona hans var að fara að fæða barn. Var faðirinn verðandi ásamt tveim- ur mönnum um borð í gúmmíbát sem verið var að hífa frá borði. Bátnum hvolfdi þegar verið var að hífa hann og mennirnir enduðu í sjónum, segir Magnús Guðmunds- son, skipstjóri á Snorra Sturlusyni. Þegar var kallað eftir aðstoð frá Vestmannaeyjum. Pétur Stein- grímsson, varðstjóri lögreglunnar í Vestmannaeyjum, fór út á hrað- bátnum Bárunni ásamt Guðjóni Pálssyni frá Björgunarfélagi Vest- mannaeyja. Pétur segir útkallið ekki hafa tekið langan tíma, komið hafi verið með mennina að landi um 20 mínútum eftir að kallið kom. „Það var bara guðslukka að þetta gekk svona vel,“ segir Pétur. „Þegar við komum út fyrir var Snorri Sturluson þarna austan við Klettinn og þar voru þrír menn í sjónum, þrjá til fjóra metra frá bátnum. Við gerðum bara skyldu okkar og náðum að taka tvo upp í bátinn hjá okkur, og einn komst um borð aftur í Snorra.“ Voru hætt komnir Hann segir mennina vissulega hafa verið hætt komna. Einn þeirra hafi verið mjög kaldur og þrekaður og búinn að drekka sjó, og hafi hin- ir tveir haldið honum á floti þegar björgunarmenn komu að. Maður- inn var þó með fullri rænu þegar hann náðist um borð en skalf mikið. Farið var með mennina tvo í land og fóru þeir báðir á Heilbrigðis- stofnunina í Vestmannaeyjum. Pétur segir mennina vissulega hafa verið í hættu, sérstaklega þann sem kaldastur var orðinn. voru að slaka bátnum niður. Hann segir þá þaulvana og hafa gert þetta margoft við mun verri að- stæður en voru í gær. „Ég var á dá- lítilli ferð með skipið og var að stoppa, og þá gef ég þeim leyfi til að fara. Venjulega er einn maður á krananum sem hífir bátinn út, og annar sem stendur fyrir framan kranann og segir til, en þarna var enginn maður að segja til,“ segir Magnús. Mennirnir voru allir í flotgöllum, en einn þeirra, faðirinn verðandi, var í vinnuflotgalla. Magnús segir að munurinn á þeim sé að vinnu- flotgalli hleypi inn á sig vatni en venjulegur flotgalli geri það ekki. Guðjón Pálsson björgunarsveit- armaður segir að skipverjar á Snorra Sturlusyni hafi verið búnir að koma böndum í mennina þrjá svo þá myndi ekki reka í burtu og hafi björgunin því verið auðveld. Magnús Guðmundsson skip- stjóri segir ljóst að mennirnir hafi gert ákveðin mistök þegar þeir Þremur mönnum bjarg- að úr sjónum við Eyjar Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Komið var með tvo af mönnunum í land og voru þeir kaldir og þrekaðir eftir vistina í sjónum. „MAÐUR var skíthræddur þarna á tímabili, mér var orðið svo kalt,“ segir Sigfús Unnarsson, skipverji á Snorra Sturlusyni VE, eftir að hann og tveir fé- lagar hans lentu í sjónum við Vestmannaeyjar í gær. Sigfús hafði fengið fréttir af því að konan hans væri að fara að eiga barn, og var á leið í land þegar óhappið varð. Hann segir að allar sínar hugsanir þar sem hann beið hjálpar í sjónum hafi snúist um fjölskyldu sína. Þegar Morgunblaðið náði tali af honum á Heilbrigðisstofnuninni í Vest- mannaeyjum var barnið enn Þremenningarnir voru um 15 mínútur í köldum sjónum áður en hjálpin barst og voru mínúturnar lengi að líða þar til þeir voru dregnir upp í björgunarbátinn. „Ég skalf og nötraði úr kulda, gat ekki komið upp einu einasta orði, svo ég var mjög feginn að sjá þá koma og leyfa þessari þrekraun að ljúka,“ segir Sigfús. Sigfús segir að þar sem margir menn hafi verið ferjaðir í land þennan daginn, og allir tekið flotgalla með sér, hafi einfald- lega ekki verið hefðbundinn flot- galli eftir fyrir hann þegar hann var að undirbúa ferðina. ófætt, en hann lá um tíma við hlið konu sinnar á spítalanum. Hann segir að fæðingin verði eflaust eftirminnileg, en fyrir eiga þau hjónin rúmlega tveggja ára son sem vissi lítið af þrekraunum foreldra sinna þennan daginn. „Þeir voru að slaka okkur nið- ur úr Snorra og utanborðsmót- orinn fór ekki í gírinn þegar það var búið að slaka okkur niður. Kranamaðurinn hélt áfram að slaka svo við toguðumst með skipinu þar til bátnum hvolfdi hjá okkur, við fórum í sjóinn og báturinn fór frá okkur,“ segir Sigfús. Hugsaði bara um fjölskylduna „Guðslukka að þetta gekk svona vel“ HJÁLMAR Árnason, þingmað- ur Framsóknarflokksins, veltir því fyrir sér í grein sinni í Morg- unblaðinu hvort ekki eigi að endurvekja samvinnufélögin. „Ég trúi því að almenningur vilji sjá hér a.m.k. þann möguleika að samvinnufélög starfi í sam- keppni við einkafélög. Varpað hefur verið fram þeirri athygl- isverðu hugmynd að samvinnu- félög taki að sér rekstur ýmissa þátta í velferðarkerfinu, auk matvöru o.s.frv.,“ segir Hjálmar m.a. í greininni. Samvinnu- félög end- urvakin  Fákeppni mun/20–21 BALDVIN Þorsteinsson EA, fjölveiðiskip Samherja sem strandaði í Skálafjöru á Meðallandssandi í mars síðastliðnum, lagði af stað úr viðgerð í Noregi um helgina og er væntanlegt til Akureyrar á miðnætti í kvöld. Að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, gekk viðgerðin við Ála- sund í Noregi samkvæmt áætlun en tjón á stýrisbúnaði tafði verkið um nokkra daga. Þorsteinn Már sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að siglingin frá Noregi hefði fram að því gengið vel og skipið látið vel að stjórn. Baldvin Þorsteinsson hefur nokk- urra daga viðdvöl á Akureyri til að skipta um veiðarfæri og undirbúa veiðar á ný, annaðhvort á kolmunna eða karfa. Baldvin Þorsteins- son á heimleið ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.