Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Side 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JANÚAR 2001 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýn- ing opin þri. – fös. kl. 14–16. Til 15. maí. Borgarbókasafnið, Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15.: Handrit og bækur Tómasar Guðmundss. Til 27. jan. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Íslensk myndlist um aldamót: Bragi Ásgeirs- son, Daði Guðbjörnsson, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Karólína Lárusdóttir, Pétur Gautur Svavarsson, Soffía Sæmundsdóttir, Tryggvi Ólafsson og Þorgerður Sigurð- ardóttir. Guðrún Halldórsdóttir, Ingi- björg Styrgerður Haraldsdóttir, Krist- ín Guðjónsdóttir og Magnús Þorgríms- son. Til 28. jan. Gallerí Reykjavík: Myndbönd mánað- arins. Til 28. jan. Gallerí Sævars Karls: Helgi Þorgils Friðjónsson. Til 25. jan. Gerðarsafn: Samsýning sex málara: Birgir Snæbjörn Birgisson, Ed Hodgk- inson, Jóhann Ludwig Torfason, Peter Lamb, Sigríður Ólafsdóttir og Þorri Hringsson. Til 21. jan. Gerðuberg: Eggert Magnússon næf- isti. Til 18. feb. Hallgrímskirkja: Kristín Gunnlaugs- dóttir. Til 19. feb. Kooks 00. Bankastræti 0: Finna B. Steinsson. Til 31. jan. Listasafn Akureyrar: Margmiðlunar- sýningin DETOX. Til 2. mars. Listasafn ASÍ: Ásmundarsalur og Gryfja: Anna Jóa. Arinstofa: Kristján Davíðsson. Til 28. jan. Listasafn Íslands: Gerhard Richter, Jón Stefánsson, Rúrí. Til 20. febr. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Páll Guðmundsson og Ásmundur Sveinsson. Til 29. apr. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Ísland öðrum augum litið. Til 21. jan. Höggmyndnir Roberts Dell í úti- protinu. Til 20. mars. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstað- ir: Gullpensillinn – samsýning 14 lista- manna. Til 24. mars. Austursalur: Jó- hannes S. Kjarval. Norræna húsið: Kirkjuteikningar fær- eyska arkitektsins J.P. Gregoriussen. Til 12. feb. Nýlistasafnið: Samræður við safneign. Til 18. feb. Skálholtskirkja: Teikningar Katrínar Briem. Til 1. feb. Stöðlakot: Hörður Jörundsson. Til 28. jan. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Salurinn, Kópavogi: Hrólfur Sæ- mundsson baríton og Ólafur Vignir Al- bertsson píanó. Kl. 17. Sunnudagur Bústaðakirkja: Kammermúsíkklúbbur- inn. Gunnar Kvaran, Guðný Guðmunds- dóttir, Helga Þórarinsdóttir og Gerrit Schuil. Kl. 20. Listasafn Íslands: Íslenskir einleikarar – 20. aldar einleiksverk: Áshildur Har- aldsdóttir, Sif Tulinius, Arnaldur Arn- arson og Einar Jóhannesson. Kl. 20. Neskirkja: EÞOS kvartettinn. Kl. 15. Salurinn, Kópavogi: Vigdís Klara Ara- dóttir og Guido Bäumer. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Antígóna, lau. 20., fim. 25., fös. 26. jan. Blái hnötturinn, sun. 21. jan. Með fulla vasa af grjóti, lau. 20., sun. 21., fim. 25., fös. 26. jan. Borgarleikhúsið: Öndvegiskonur, lau. 20., fim. 25., fös. 26. jan. Móglí, sun. 21. jan. Loftkastalinn: Sjeikspír..., lau. 20., fös. 26. jan. Iðnó: Sýnd veiði, lau. 20., fös. 26. jan. Hafnarfjarðarleikhúsið: Vitleysing- arnir, lau. 20. jan. Kaffileikhúsið: Háaloftið, lau. 20., fös. 26. jan. Stormur og Ormur, sun. 23. jan. Eva, þrið. 23. jan. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Leik- lestur: Listin, lífið og ástkonurnar. Helga Bachmann og Tristan E. Gribb- in. Kl. 20.30. Möguleikhúsið: Lóma, sun. 21., mán. 22. jan. Völuspá, mán. 22., þrið. 23., mið. 24., fim. 25., fös. 26. jan. Tónleikasalur Söngskólans, Veghúsa- stíg 7. Nemendaópera. Gondólagæjarn- ir, mið. 17., fös. 19. jan. MENNING/ LISTIR N Æ S T U V I K U GERRIT Schuil píanóleikari, Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari, Helga Þórarinsdótt- ir víóluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari koma fram á tónleikum Kammermúsík- klúbbsins í Bústaðakirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Munu þau leika Kvartett K. 478 eftir Mozart og Kvartett í g-moll, op. 25 eftir Brahms. Fyrir um tveimur árum heyrðu tveir stjórnarmenn Kammermúsíkklúbbsins þessa sömu listamenn flytja kvartettana á Kamm- ertónleikum í Garðabæ og heilluðust svo mjög af þeim flutningi að ákveðið var að fá þá endurtekna fyrir félaga Kammermúsík- klúbbsins. Mozart lét eftir sig tvo píanókvartetta og Brahms þrjá. Þessir kvartettar teljast allir meðal fremstu kamm- erverka höfunda sinna, ekki síst þeir tveir sem fluttir verða á sunnudag, en þeir eiga það sammerkt að hafa vakið með fræði- mönnum minni úr tröllauknum sinfóníum Beethovens. Upphafi g-moll kvartetts Mozarts K. 478 hefur verið líkt við örlagastefið úr fimmtu sinfóníunni og um g-moll kvartett Brahms, op. 25, var skrifað: „Fyrsti kaflinn er meðal frumlegustu og áhrifamestu tónsmíða sem samdar hafa verið frá því Beethoven skrifaði upphafsþátt 9. sinfóníu sinnar.“ Þegar Moz- art samdi píanókvartettinn, 1785, lét hann kröfur tónlistarinnar sjálfrar ráða ferðinni – braut gegn markaðslögmálinu, því hinn breiði massi nótnakaupenda, áhugaspilarar, réð ekki við að spila verkið, nóturnar seldust ekki og útgefandinn gafst upp við að gefa út þann flokk kvartetta sem sendibréf sýna að þeir Mozart höfðu ráðgert. Píanókvartettar Brahms töldust á sínum tíma til stórmerkja í kammertónlist og gagn- rýnandinn frægi Eduard Hanslick, áleit þá vera hvorki meira né minna en „kjarna, mið- punkt og hornstein verka meistarans“. KVARTETTAR LEIKNIR Í KAMMERMÚSÍKKLÚBBNUM Morgunblaðið/Ásdís Gunnar Kvaran, Guðný Guðmundsdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Gerrit Schuil. MEIRI breytingar verða á listaverkaeign sænska ríkisins en sem nemur kaupum á nýjum verkum. Ástæðan er slaklegt eftirlit með listaverkum í opinberri eigu sem hefur orðið til þess að mörg verkanna hafa horfið eða skemmst. Til marks um þetta má nefna að þjóðminjasafnið sænska neyddist nýlega til þess að greiða yfir tvær milljónir ísl. kr. fyrir skrifborð sem hafði glatast. Enginn hefur yfirsýn yfir verðmæti lista- verkanna sem eru í eigu sænska ríkisins, að því er segir í Dagens Nyheter. Yfirvöld hunsa algerlega reglur um eftirlit með lista- verkum sem hverfa þar af leiðandi í stórum stíl. Einn maður hefur umsjón með öllum op- inberum listaverkum og þar sem opinberar stofnanir veita í fæstum tilfellum upplýs- ingar um hvaða listaverk þær hafi undir höndum veit hann ekki hversu mörg þau eru, giskar á milli 600-700.000. Tilkynningar berast mánaðarlega Starfsmaðurinn, Stellan Ellboj, segir að gríðarlegar fjárhæðir tapist með listaverk- um sem hverfi á einn eða annan hátt, í hverjum mánuði berist inn fjöldi tilkynninga um slík tilfelli. Sem dæmi má nefna að árið 1941 keypti Listanefnd ríkisins olíuverkið „Alfred“ eftir málarann Sven Ljungberg og kom því fyrir hjá Handiðnaðarstofnuninni sem aldrei gerði nokkra grein fyrir verkinu. Stofnunin var síðar sameinuð Iðnaðarstofnuninni og sú aftur Atvinnu- og tækniþróunarstofnun- inni árið 1991. Þá loks var gerður listi yfir verk í eigu stofnunarinnar og kom í ljós að „Alfred“ var horfinn. Enginn veit hvenær það gerðist. „Alfred“ skaut svo upp kollinum fyrir tæpum tveimur árum á málverkauppboði í Stokkhólmi þar sem listanemi keypti hana fyrir um 60.000 ísl. kr. Hvorki seljandinn né kaupandinn gerðu sér grein fyrir að nokkuð væri athugavert við söluna og verkið er gengið úr greipum hins opinbera. Mönnum gengur alls ekki alltaf illt til. Dæmi um það er starfsmaður sænsku járn- brautanna sem spurði yfirmann sinn hvort hann mætti eiga listaverk sem var geymt inni í kompu. Það þótti sjálfsagt mál, starfs- maðurinn fékk verkið, seldi það og gaf and- virðið í söfnun fyrir bágstadda í Eystra- saltsríkjunum. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hafa fæstar stofnanir tekið sig á, engin yfirsýn er yfir ástandið og menningarmálayfirvöld hafa ekki vald til þess að sækja stofnanir til saka fyrir embættisafglöp. LISTAVERK GLATAST VEGNA SLÆLEGS EFTIRLITS Í SVÍÞJÓÐ Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. PEGASUS, vængjaða hestinn úr grísku goða- fræðinni, ber hér við himin er nýlegur tungl- myrkvi átti sér stað. Pegasus er einn þeirra skúlptúra er skreyta þak gamla óperuhússins í Frankfurt í Þýskalandi, en myndin var á dögunum valin mynd vikunnar af AP-fréttastofunni. AP PEGASUS BER VIÐ HIMIN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.