Vísir - 19.05.1978, Qupperneq 3
3
VISIR
Föstudaeur 19. mal 1978
;7f> í'-'* \*% 4f-\ jk ^
Stjórnandinn Jón Stefánaion
Jón sem eru á efnisskránni á tón-
leikunum um helgina.
„Við höfum æft nokkuð mikið
undanfarið en fólk hefur lagt hart
að sér, þar sem stór hluti félag-
anna er ungt fólk sem stundar
nám i menntaskóla, eða háskóla
og er einmitt nú i prófum”, sagði
Jón.
Kórfélagar fá sérstaka tima i
raddþjálfun og er það Ólöf
Harðardóttir sem annast þann
þátt starfsins.
„Við höfum skipt kórnum niður
i fimm hópa og skiptumst á við að
syngja við messur, en einu sinni i
mánuöi syngur allur kórinn. Við
breyttum þessu fyrir nokkrum
árum. Aður hafði kórinn þegið
laun en nú rennur sú upphæð til
hljóöfærakaupa, og til að greiða
einsöngvurum svo eitthvað sé
nefnt”, sagði Jón.
Kór Langholtskirkju hefur
haldið fjóra tónleika I vetur en
einnig skemmtu þeir vistmönn-
um á Reykjalundi með söng sln-
um. —KP
Signý Scmundsdóttir syngur
einsöng með kórnum.
„Skemmtilegt
að syngja
verkið hans
Þorkels"
„Þetta er nú dálitið strembið
hjá mér þessa dagana þvi ég er i
stúdentsprófum og fer i siðasta
prófið sama dag og tónleikarnir
verða”, sagði Signý Sæmunds-
dóttir en hún syngur m.a. ein-
söng með kórnum I kvöld.
Signý er aö læra söng hjá
Elisabetu Erlingsdóttur, en
hefur verið i kórnum i tvö ár.
„Það er afskaplega skemmti/
legt að syngja verkið hans Þor-
kels en takturinn er dálltið
erfiður,” sagði Signý.
—KP
„Meðalaldur
er 25 ár"
,Gáfum ót blað
til að safna
fyrir ferðinni'
„Ég hef veriö i kór hjá Jóni
Stefánssyni frá þvi ég var niu
ára. Hann er mjög skemmtileg-
ur stjórnandi og drifur fólkið
áfram”, sagði Dagbjört Jóns-
dóttir en hún hefur verið i Kór
Langholtskirkju siðan árið 1973.
„Hér er mikið af ungu fólki og
ég held að meðalaldur kórsins
sé um 25 ár. Við höldum einnig
mikið hópinn, förum t.d. i
æfingarbúðir og syngjum þá frá
morgni til kvölds”, sagði
Dagný. '
Nú fyrir tónleikana er æft á
hverju kvöldi minnst i tvo tima i
senn.
—KP
Daghjört Jónsdóttir.
Iagt Viðar Arnason.
—Myndir Björgvin.
Ingi Viðar Arnason hefur ver-
ið i kórnum i fimm ár. „Viö fá-
um að kynnast mörgum
skemmtilegum verkum I þessu
starfi með kórnum. Við höfum
einnig farið tvisvar i tónleika-
ferðirtil útlanda og þaö er alltaf
skemmtilegt að vinna að undir-
búningi slikra ferða.
Nú er næst á dagskrá hjá okk-
ur Finnlandsferð en styrktar-
félagar okkar hafa haldið t.d.
kökubasar og bræðrafélagið
hélt þorrablót I vetur en þessir
aðilar styrkja okkur mjög mikiö
og létu allan ágóða renna til
okkar”, þessi stuðningur er
okkur mikils virði”, sagði Ingi.
Hann sagði að kórfélagar heföu
einnig ráðist i að gefa út aug-
lýsingablað til að safna fyrir
utanlandsferðinni.
„Mér finnst ákaflega
skemmtilegt að starfa með Jóni
Stefánssyni hann laðar fólk til
sin, vegna hæfileika sinna og
drifur starfið áfram”, sagði
Ingi. —KP
Nýtt hraðamœlingartœki hér ó landi:
Radarbyssan á að vera öllu hentugri i notkun við hraðamælingar sér-
staklega þar sem svo mikiil fjarskiptabúnaður er eins og á Keflavikur-
velli. Visismynd: GVA
RADARBYSSA
Á VALLARVíGINUM
„Radarbyssa” er það kallað nýja hraðamæiingartækið sem nú
verður tekið I notkun hjá lögreglunni á Keflavlkurvelli. Radarbyssan
hefur aldrei áður verið notuð hér á landi en þykir öllu hentugri en þau
tæki sem notuð hafa verið: miðað við allan þann fjarskiptabúnað sem
er á vallarsvæöinu.
Nýja tækið var sýnt blaða-
mönnum i gær og sagði Þorgeir
Þorsteinsson lögreglustjóri á
Keflavikurvelli, að tækið yrði tek-
ið I notkun I næstu viku og tók
hann fram að þeir vildu að fólk
vissi af þvl, svo það gæti hagað
akstri sinum samkvæmt þvi.
Tækið verður notað á flugvallar-
svæðinu i samvinnu við varnar-
liðið en það fjármagnar tækið.
Benedikt Þórarinsson yfirlög-
regluþjónn sagði radarbyssuna
mjög handhægt tæki og þægilegt i
notkun. Tók hapn það sérstaklega
fram að radarbyssan væri öllu
heppilegra þar sem svo mikil
flugumferð er, vegna þess að
siöur er hætta á að hún geti valdið
truflunum i viðkvæmum tækjum
flugvélanna en önnur hraða-
mælingartæki. Hins vegar hafa
lögreglumenn fyrirskipun um að
staðsetja tækið þannig, að þau
eigi ekki á nokkurn hátt að geta
haft áhrif á tækjabúnað flugvéla.
Radarbyssan er mjög nákvæm
og er t.d. hægt að „loka” tækinu á
þeim hraða sem mældur er i
hvert skipti svo hægt er að sýna
það svart á hvitu að ekið hafi ver-
ið á þeim hraða.
Yfir sumartimann eykst um-
ferð mjög um Keflavikurvöll og
fara þá stundum allt upp i 10-12
þúsund bilar um bæði hliðin á ein-
um sólarhring. —EA
Með JÓMí-SÓLUM getið þér flutt sólar-
löndin inn á heimili yðar.
JÓMí-SÓLIN sendir frá sér ljós sem hefur
sömu áhrif á húðina og sólarljósið.
JÓMí-SÓLIR eru til i mörgum stærðum
einnig framleiðir JÓMÍ nuddpúða og hita-
teppi.
JOMl- sólin er byggð samkvœmt kröfu
framtíðarinnar.
Hún er með 3-4 kvartsljós og 6-8
últra rauð Ijós.
Þig getið verið brún ó kroppnum allt órið,
því það eru til fleiri en ein sól milli himins
og jarðar.
/ ,
íimittí
etWÆi
SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200