Vísir - 19.05.1978, Page 4
4
Föstudagur 19. maí 1978 VISIR
Alþingishverfi í stað
nýrrar stórbyggingar?
Tillögur storfshóps á vegum embœttis húsameistara ríkisins kynntar
Verður hætt við hugmyndina
um að byggja eitt stórt Al-
þingishús, og þess i stað byggð-
ar nokkrar byggingar i áföngum
á lóöunum umhverfis núverandi
þinghús —■ eins konar Alþingis-
hverfi?
Það eru tillögur starfshóps,
sem húsameistari rikisins skip-
aði á sinum tima eftir að forset-
ar Alþingis fólu embættinu að
gera úttekt á byggingarmögu-
leikum Alþingis á lóðum þess á
milli Kirkjustrætis og Vonar-
strætis i Reykjavik. Forsetar
þingsins og starfsmenn emb-
ættisins kynntu þessar hug-
myndir á fundi með blaðamönn-
um i gær.
Tillögurnar
Tillögurnar taka mið af
verndunar-, umhverfis- og
skipulagssjónarmiðum Reykja-
vikurborgar, og eru eftirfar-
andi:
1. Viðgerð farifram á húsakosti
Alþingis á athugunarsvæðinu
og húsnæðið veröi sem best
aðlagaö starfsemi þingsins.
2. Ef nýbyggingar risa siðar á
lóðunum Kirkjustræti 8, 8a og
10, þá verði byggingarlinu
Kirkjustrætis i aðalatriðum
haldið, þannig að rýmis-
myndun Kirkjustrætis breyt-
ist ekki.
3. Nýbyggingar veröi fremur
lágar, einkum hið næsta Al-
þingishúsinu (1-2 hæðir).
Þegar nær dregur Tjarnar-
götu ætti húsahæö að fara i 3-5
hæðir.
4. Tengsl við Alþingishúsið eru
vandmeðfarin og fer senni-
lega best á, aö þau verði ekki
gerð ofan jarðar. Ef tengsl
verða talin nauösynleg, þá
verði þau um kjallara.
5. Fyrstu áfangar nýbyggingar
risi meðfram Tjarnargötu, og
verði þar til húsa skrifstofu-
hald Alþingis og þingmanna-
aöstaða. Tjarnargata 3C yrði
að vikja.
6. A horni Tjarnargötu og
Vonarstrætis og allt að
vesturgafli Oddfellow-hússins
verði siðar áframhald þeirrar
/ \
4 h 0
\ Ci
/- "Pl
D {
\
fj s j
1h <0
j
Þetta yfirlit sýnir þann byggingarmáta, sem embætti húsameistara telur heppilegastan. Dökku húsfletirnir á milli Tjarnargötu, Kirkju-
strætis, Templarasunds og Vonarstrætis sýna þær byggingar, sem risa myndu alls samkvæmt þessari tiliögu — en gert er ráð fyrir, að
þær verði byggöar i áföngum. Þessi tillaga mun væntanlega fullnægja þörfum Alþingis fram til aldamóta.
skrifstofubyggingar, en þá
yrðu húsin Tjarnargata 5a og
Vonarstræti 12 að vikja. Val-
kostur er, aö halda Vonar-
stræti 12 á núverandi stað,
eða hugsanlega flytja það hús
á horn Kirkjustrætis og
Tjarnargötu.
7. Stefna ber aö þvi, að gömlu
húsin, sem koma til með að
vikja fyrir nýbyggingum,
verði flutt á aðrar lóðir i
gamla miðbænum, t.d. i
Grjótaþorp, ef slikt þætti já-
kvætt af þeim sem um þá
uppbyggingu munu fjalla.
8. Vonarstræti 8 veröi um næstu
framtiö látið standa, en aust-
ur af þvi og sunnan Alþingis-
hússins verði óbyggt. Siðar
skal að þvi stefnt, að bifreiða-
stæðunum.sem þar eru, verði
komið fyrir á svæöinu. Yrði
það i bifreiðageymslum
neðanjaröar, eða I ný-
byggingum við Tjarnargötu.
Mætti þá að hluta opna gamla
Alþingisgarðinn til suðurs eða
vesturs. Þótt varlega verði að
fara með skerðingu á stein-
garðinum.
9. Um næstu framtið yrði að þvi
stefnt, að þingfundir verði
áfram i gamla Alþingishús-
inu, sem hugsanlega yrði
tengt um kjallara við skrif-
stofusvæðið. Möguleikar á
byggingu nýrra þingsala eru
þó fyrir hendi á baklóöum
Kirkjustrætis 8b og 10.
Ákvörðunin Alþingis
A fundinum kom fram, aö það
væri Alþingis að taka allar
ákvarðanir um framkvæmdir.
Þingforsetar töldu, aö sú itar-
lega greinargerð, sem starfs-
hópur embættis húsameistara
hefur gert, myndi mjög auð-
velda þingmönnum
ákvörðunartöku.
1 greinargerðinni er auk til-
lögugerðarinnar nokkuð itarleg
úttekt á núverandi stöðu i hús-
jiæðismálum Alþingis og lóða-
málum, og söguleg minnisatriði
er málið snerta.
— ESJ.
VERKALÝÐSFÉLAGINU GEFIÐ
BÓKASAFN ÞINGMANNSINS!
Verkalýösfélagið Vaka á nýtt húsnæöi fyrir félagsstarf-
Siglufiröi tók nýlega i notkun semi sfna að Suðurgötu 10 á
i bókasafni Vöku: Svanhildur óladóttir, Stelnþóra Einarsdóttir og
Pétur Gunnarsson. Mynd: Július Júlfusson.
Siglufirði. Er þar skrifstofa,
fundarsalir og bókasafn og hús-
næðið allt hið vistlegasta.
Við þetta tækifæri var Vöku
afhentur formlega til eignar
bókakostur sá, sem Gunnar
Jóhannsson, alþingismaður átti.
Þetta gerði Steinþóra Einars-
dóttir, ekkja Gunnars, sonur
hans og tengdadóttir. Frú Stein-
þóra sem nú er 87 ára afhenti
bókasafnið með skörulegri
ræðu. Safnið er nú um 2000
bindi, ef með eru taldar gjafir
ýmissa velunnara þess, en hjón-
in Svanhildur óladóttir og Pétur
Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri, sonur Gunnars heitins,
gáfu safninu i þessu tilefni hina
stórfögru bók Dýrariki Islands
eftir Benedikt Sveinbjarnarson
Gröndal, skáld og listamann.
Gunnar Jóhannsson alþingis-
maður, var i fjölda ára for-
maður verkalýðsfélagsins
Þróttar. en það félag sameinað-
ist verkakvennafélaginu Brynju
fyrir nokkrum árum undir nafn-
inu Vaka.
—ÞRJ, Siglufirði.
HALDA FERÐA-
MÁLARÁÐSTEFNU
Ferðamálaráð tslands hefur
ákveðið að boða til Ferðamála-
ráöstefnu, sem hefst á Hótel
Esju föstudaginn 26. mai, kl.
9.00 f.h., en verður slitið kl. 17.00
iaugardaginn 27. mai.
Dagskrá ráðstefnunnar er ekki
endanlega ákveðin, en fyrir-
komulag verður með svipuðum
hætti og á fyrri ráðstefnum,
þannig aö fyrri fundardaginn
verða flutt erindi, siðan skipa
menn sér í starfsnefndir, sem
skila áliti og tillögum til um-
ræðna og ályktana á ráöstefn-
unni.
Það er von Ferðamálaráðs Is-
lands að Ferðamálaráðstefnan
1971 veröi vel sótt og marki spor
i framtiðarskipan ferðamanna-
þjónustunnar i landinu fyrir is-
lenska og erlenda feröamenn.
Ráðstefnan er opin öllum sem
áhuga hafa á ferðamálum.
Það eru vinsamleg tilmæli aö
þátttaka i ráðstefnunni verði til-
kynnt sem fyrst til skrifstofu
Ferðamálaráðs Islands, Lauga-
vegi 3, simi 27488.
Vilja fá sfitlag á vegina
„Allar þær álögur sem lagðar
eru á bifreiðaeigendur og um-
ferö og teljast umfram það sem
almennt tiðkast að leggja á aðr-
ar samgöngur og samgöngu-
tæki, renni til vegasjóös. Ef ekki
veröi þær skilyrðislaust felldar
niður”.
Þannig er komist að orði i
ályktun almenns fundar bif-
reiöaeigenda, sem haldinn var
að Höfn i Hornafirði i vikunni að
frumkvæði Félags islenskra bif-
reiðaeigenda.
Þá var þar einnig fjallað um
þörfina á lagningu bundins slit-
lags á þjóðvegi, og talið brýnt aö
nú þegar yrði lagt slikt slitlag á
þá vegi, sem þyldu það. Þeir
vegir væru margir en lægju nú
undir skemmdum sökum þess
að slitlagið vantaði.