Vísir - 19.05.1978, Qupperneq 6

Vísir - 19.05.1978, Qupperneq 6
6 BERGMAN ARGUR ÚT í DÓTTURINA Anna Bergman heitir hún á þessari mynd, og er reyndar dóttir Ing- mar Bergman. Anna er leikkona og hefur lengst af búið í London. AAest megnis hefur hún feng- ist við það að fækka föt- um á hvíta tjaldinu og leika í djörfum mynd- um. Fyrir nokkru var sýnd ný slík mynd, en Ingmar frétti af því fyr- ir frumsýninguna. Hann er sagður langt frá þvi ánægður með fatafellu- æði dóttur sinnar, og hringdi þegar til hennar og lét i Ijósi óánægju sína. Hann vildi ekki hafa það að hún léki i svo einfaldri og ómerki- legri klámmynd. En Anna lét sig ekki og kvaðst reyndar hafa náð föður sínum niður á jörðina fljótlega. En út af þessu öllu varð hið mesta umstang. Þeir sem að myndinni stóðu mótmæltu þvi að mynd- in væri ómerkileg og létu eitthvað frá sér i blöðin, en alla vega fengu þeir þarna ágæta ókeypis auglýsingu. AFAR ILLA KLÆDDAR! Þegar bandaríski tlskuhönnuðurinn Rich- ard Blackwell sem sagð- ur er mjög frægur var beðinn um að velja fimm best ktæddu og fimm verst klæddu kon- ur sem viðstaddar voru Óskarsverðlaunaaf- hendinguna f yrir nokkru, viðurkenndi hann að hann gæti þvi miður ekki nefnt nokkra konu sem hefði verið vel klædd. Og það endaði með því að hann gaf stjörnunum öllum slæma einkunn fyrir klæðaburðinn. Diane Keaton, sem fékk Osk- arinn að þessu sinni, var ein af þeim (meðfylgj- andi mynd). Um hana sagði Blackwell m.a.: ,,Hún sýndi mikið hug- rekki þegar hún lét sjá sig í þessum fatnaði. Hún hefur valið úr það „besta" af öllu þvi versta sem hún hefur getað fundið og skellt því utan á sig. Hún hafði greinilega ekki nokkra tilfinningu fyrir þvi hvað fór vel saman og hvað ekki. Þetta var hræðilegt". Umsjón: Edda Andrésdóttir /Hann vill gera lýöræöift meira virkt. Þaö eiga fleiri aö fá aö segja skoöu sina en þeir sem koma V I sjónvarpssal.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.