Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Page 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JANÚAR 2001 Á 19. ÖLD störfuðu alls 19 danskir læknar á Íslandi um lengri eða skemmri tíma þar á meðal tveir landlæknar. Þessir menn hafa sumir hverjir fengið hin verstu eftirmæli og taldir ónytjungar sem ekki komu að neinum notum í heimalandi sínu og þess vegna verið sendir hingað. Á tímum þjóðfrelsisbaráttunnar voru slík við- horf skiljanleg og þótt ekkert bendi til þess að þau eigi við rök að styðjast lifa þau góðu lífi í sögubókum. Fyrstur danskra lækna til að fá embætti á Íslandi var Tómas Klog (1768–1834) en hann var landlæknir á árunum 1804–1815. Tómas var fæddur í Vestmannaeyjum árið 1768 þar sem faðir hans var kaupmaður. Þar ólst hann að mestu upp og var útskrifaður úr heimaskóla hjá Hannesi Finnssyni í Skálholti 1785. Tómas lauk læknispróf árið 1804 og var skipaður skömmu síðar í emb- ætti landlæknis en því hafði Sveinn Pálsson gegnt til bráðabirgða frá því árið áður er Jón Sveinsson lést. Tómas var vel hæfur til að taka við embættinu og hafði meiri og betri menntun en þeir Ís- lendingar sem hugsan- lega hefðu komið til greina. Hann rækti starf sitt með sóma og sérstaklega reyndi hann að bæta ástand heilbrigðismála í Vest- mannaeyjum en þar var ungbarnadauðinn gífurlegur. Þegar hann lét af störfum hérlend- is var hann skipaður stiftslæknir á Lálandi og Falstri. Tómas Klog er eini útlendingurinn sem er skráður undir fæðingarnafni en ekki fjölskyldunafni í bók- inni Læknar á Íslandi eftir þá Lárus H. Blön- dal og Vilmund Jóns- son. Á næstu árum komu fleiri danskir læknar til starfa hér- lendis. Þeir sátu nær samfleytt á Vestfjörð- um frá 1817 til 1858, í Stykkishólmi 1840– 1864, fyrir austan 1819–1844 og í Vest- mannaeyjum frá því að embætti læknis þar var stofnað 1827 til ársins 1860. Eru þó enn nokkrir ótaldir og er Hans Schierbeck (1847–1911) sem var landlæknir á árunum 1883 til 1895 líklega þeirra þekktastur. Þegar alþingi kom saman í fyrsta sinn sumarið 1845 lágu fyrir ýmsar tillögur og þar á meðal frá Jón Sigurðssyni um lækna- skipun og fleiri mál því tengd. Tillagan mið- aði að því að byggður yrði spítali í Reykja- vík og að þar störfuðu tveir læknar sem ásamt landlækni skyldu kenna læknanemum þannig að innan hóflegs tíma væru nægilega margir læknar í landinu til að manna öllu héruð landsins. Þegar tillaga Jóns hafði far- ið í gegnum nefnd var niðurstaðan sú að gömlu holdsveikraspítalarnir skyldu lagðir niður og tekjur af spítalajörðunum notaðar til að bæta læknaskipunina. Læknum yrði leyft að kenna mönnum blóðtökur og frum- atriði varðandi umbúnað á sárum og þess háttar þannig að þeir gætu orðið nokkurs konar aðstoðarlæknar og að síðustu að stofnaður yrði spítali í Reykjavík. Fjölgun innlendra lækna var talin forsenda þess að ástandið í heilbrigðismálum batnaði og þess vegna miða allar tillögur að því meginmark- miði en hún var ekki talin gerleg nema mennta þá hér á landi. Í nefndarálitinu seg- ir meðal annars, „Reynsla hefir sýnt og sýnir enn að fáir Íslendingar verða til að stunda læknisfræði við háskólann í Kaupmannahöfn, svo að ís- lenskir læknar hafa ei verið til þegar lækna- embætti hafa losnað. Hefur þess vegna orð- ið að setja danska lækna í þessi embætti. Þessir menn sem óvanir eru lifnaðarháttum Íslendinga og ferðalögum hér á landi verða trauðlega eins hagfelldir almenningi eins og innlendir læknar. Því bæði er það að þeim veitir oft erfitt að læra mál landsmanna svo til hlítar að þeir geti spurt og talað við sjúk- linga og gjört sig aftur fullskiljanlega fyrir þeim. Fara þannig hvorir tveggju á mis við þá fyrstu undirstöðu til allrar læknishjálpar að geta kynnti sér eðli sjúkdómsins af lýs- ingu hins sjúka. Þessum mönnum er einnig fyrst í stað varla ætlandi að geta tekist á hendur jafn örðugar ferðir sem innlendur maður sem vanur er slíku frá barnsbeini.“ Tekið hafði verið á tungumálavandanummeð því að skylda danska menn semvildu fá embætti hérlendis að kunnaíslensku, sbr. konungsúrskurður 8. apríl 1844 „en úr hinu verður ei bætt“ segir í nefndarálitinu og er þá átt við vanhæfni danskra manna til ferðalaga. Rétt er að geta þess að það var venja að danskir læknar þyrftu ekki að ferðast lengra frá heimili sínu en sem næmi dagleið. Því var almennt haldið fram hérlendis að Danir væru óhæfir til ferðalaga á íslenskum hest- um og segir Konrad Maurer frá því í Ferða- bók sinni (Íslandsferð 1858) hvernig Íslend- ingar höfðu það á orði að Danir gætu ekki eitt og annað sem þeir gætu. Ennfremur er það notað sem röksemd gegn dönskum læknum að þeir geti orðið konungssjóði næsta dýrir. Stjórnvöld höfðu tekið upp á því, til þess að manna læknishéruðin, að bjóða dönskum læknum eftirlaun þar til þeir fengu annað embætti í Danmörku ef þeir vildu þjóna að minnsta kosti sex ár á Ís- landi. Alþingismenn álitu þetta ekki góðan kost því alls væri óvíst að hægt væri að út- vega þeim embætti og þess vegna gæti fjöldi danskra uppgjafalækna setið í mak- indum heima og þegið eftirlaun fyrir að gera ekki neitt. Segja má að niðurstaða al- þingis í þessu máli hafi verið sú að Danir væru ekki hæfir til að vera læknar á Íslandi jafnvel þó þeir kunni íslensku og það gæti stefnt fjármálum konungssjóðs í framtíðinni í voða ef reynt væri að fá hingað danska lækna með kostaboðum. Þessi mikla um- hyggja fyrir afkomu konungssjóðs kemur á óvart en hugsanlega er þetta einungis lymskuleg aðferð til að auka stuðning stjórnvalda við hugmyndir um innlenda læknakennslu. Það er að segja af þessum tillögum að vegna tímaskorts var málið ekki rætt á alþingi árið 1845 en þær lagðar fram óbreyttar næst þegar þing kom saman. En hvaðan komu hugmyndir að þessum tillög- um og upplýsingar um vanhæfni danskra lækna? Líklegast eiga hugmyndir um breytingar á heilbrigðismálum ættir að rekja til skrifa Jóns Hjaltalíns (1807–1882) sem þá var starfandi læknir í danska hernum en varð síðar, 1855, landlæknir. Grein hans „Um læknaskipun á Íslandi“ birtist í tímaritinu Ný félagsrit árið 1844 og „var hin víðtæk- asta hernaðaráætlun“ um nýskipan læknis- og spítalamála sem lengi var byggt á. Hann hefur sennilega haft samráð við Jón Sigurðsson um tillögu- gerðir enda kom það í hans hlut að flytja mál- ið fyrir alþingi. Tillög- ur Jóns Hjaltalíns ein- kenndust af mikilli bjartsýni og um leið óraunsæi sem hugsan- lega hafa átt sinn þátt í því að þær náðu ekki fram að ganga, að mati Vilmundar Jónssonar sem fjallað hefur ítar- lega um baráttuna fyr- ir uppbyggingu inn- lendrar heilbrigðis- þjónustu í bók sinni Lækningar og saga. Rekja má þau nei-kvæðu ummælisem höfð hafaverið um dönsk heilbrigðisyfirvöld og danska lækna hér á landi til þessarar greinar Jóns. Þau hafa verið margtuggin í hin- um ýmsu ritum þótt ekki sé ætíð vísað til heimilda þá er orðalag og áherslur með svo líkum hætti og í áð- urnefndri grein Jóns að með ólíkindum væri ef svo væri ekki. Í greininni fjallar Jón meðal annars um land- læknana og eftir að hafa greint frá kostum nafna síns Sveinssonar segir: „Eftir Jón Sveinsson kom landlæknir Tómas Klog, danskur maður að ætt og lítt fallinn til að vera læknir á Íslandi. Ekki veit ég til að hann hafi kennt neinum læknisfræði enda eru danskir menn ekki vel fallnir til slíkra hluta úti á Íslandi. Ber það til þess að hvorki vita Danir svo gjörla hvað Íslend- ingum best hagar enda eru þeir og að mestu ókunnir kvillum þeim er þar ganga og hafa sjaldan þolinmæði á að ígrunda þá til hlýtar. Þar að auki stendur hugur þeirra jafnan til Danmerkur og er því eigi við að búast að þeir leggi mikla stund á að verða Íslandi að liði. Eftir að læknarnir Jón Pétursson (1733– 1801), Jón Einarsson (1747–1816) og Ólafur Brynjólfsson (1777–1813) voru dauðir vant- aði íslenska lækna að setja í stað þeirra. … Stjórnin varð þess vegna að senda danska lækna til landsins og voru þeir þessir: Hvít- steinn fyrir vestan, Hoffmann fyrir norðan og Kjerulf fyrir austan. Nú með því að þeir voru menn laklega að sér í læknisfræði og áttu ekki við Ísland þá er ekki kyn þó lands- mönnum brigði við þá og þætti lítið til þeirra koma.“ Hvergi er að finna upplýsingar um að þessir menn hafi verið lélegir læknar en Kjerulf og Hoffmann voru kírúrgar en Hvít- steinn var lyfjafræðingur. Til samanburðar Teikning: Andrés Því var almennt haldið fram hérlendis að Danir væru óhæfir til ferðalaga á íslenskum hestum og segir Konrad Maurer frá því í Ferðabók sinni (Íslandsferð 1858) hvernig Íslendingar höfðu það á orði að Danir gætu ekki eitt og annað sem þeir gætu. „DANSKUR AÐ ÆTT, SÆLLÍF- UR OG VÆRUKÆR MJÖG“ E F T I R J Ó N Ó L A F Í S B E R G „Eftir Jón Sveinsson kom landlæknir Tómas Klog, danskur maður að ætt og lítt fallinn til að vera læknir á Íslandi. Ekki veit ég til að hann hafi kennt neinum læknisfræði enda eru danskir menn ekki vel fallnir til slíkra hluta úti á Íslandi,“ sagði Jón Hjaltalín í Nýjum félagsritum og hefur sennilega haft talsverð áhrif á viðhorf Íslendinga til danskra lækna fyrr á tíð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.