Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JANÚAR 2001 15 skal þess getið að Jón Hjaltalín hafði fyrst tekið próf frá Kírúrgíinu en síðan lokið doktorsprófi frá háskólanum í Kiel. Jörgen Kjerulf (1793–1831) bjó í Brekku í Fljótsdal eins og fyrirennarar hans, kvæntist ís- lenskri konu, Arnbjörgu Bjarnadóttur, og eignuðust þau fjögur börn. Hann lést ein- ungis 38 ára gamall og hafði þá verið læknir í Austfirðingafjórðungi í tólf ár. Hoffmann var fyrsti og lengi vel eini embættismað- urinn sem bjó á Akureyri en af honum sem lækni fara fáar sögur eins og Kjerulf. Þó er minnst á hann í umræðum á alþingi árið 1849 en þá segir Stefán Jónsson í Fagra- skógi í umræðum um aukatekjur lækna að danskir læknar þekki ekki nógu vel að- stæður hér á landi. Þá hafði borist kvörtun frá Ísfirðingum varðandi verðlagningu á læknisþjónustu fyrir vestan en Stefán benti á að það „lítur svo út sem fleiri hafi ekki haft orsök til þess (þ.e. að kvarta undan verðinu) en það er athugandi að þessir menn hafa danskan lækni og má því valda venja hans úr öðrum löndum og ókunnug- leiki á högum fólks hér á landi. Ég kannast við að svo gekk líka til í umdæminu fyrir norðan meðan þar var danskur læknir, að nafni Hoffmann.“ Um lyfjafræðinginn Hvít- stein gegnir öðru máli en í tímaritinu Gest- ur Vestfirðingur er honum lýst þannig í samanburði við fyrirrennara sinn, „Jón Ein- arsson var fyrstur fjóðungslæknir í hinu nyrðra umdæminu (þ.e. Barðastrandar-, Ísafjarðar- og Strandasýsla) … og gegndi hann embætti sínu með atorku mikilli og víl- aði aldrei fyrir sér þegar á þurfti að halda að takast örðugar ferðir á hendur um um- dæmi sitt. Eftir hann kom Hvítsteinn þóttu þá mikil umskipti á orðin, var hann að öllu ólíkur Jóni. Hann var danskur að ætt, sæl- lífur og værukær mjög, sat hann jafnan heima og ferðaðist aldrei urðu því næsta lítil not af lækningum hans. Hvítsteinn lést hér og varð engum harmdauði.“ Þegar Jón Hjaltalín skrifaði grein sínavar hann starfandi læknir í danskahernum og hafði ekki komið til Ís-lands síðan hann sigldi utan til náms árið 1837 fyrir utan sumardvöl við holds- veikirannsóknir árið 1840. En hvers vegna hafði Jón allt á hornum sér varðandi Dani og hvaðan komu honum upplýsingar um gagnleysi danskra lækna? Kannski er ein skýringin sú að hann fékk ekki embætti á Íslandi? Hann segir að læknarnir Skúli Thorarensen (1805–1872) á Móeiðarhvoli og Eggert Jónsson (1798–1855) á Akureyri hafi verið heppnir því embætti hafi losnað um leið og þeir luku prófi en „óheppnari urðu þeir Jósep Skaftason (1802–1875) og Jón Hjaltalín… því þegar þeir voru búnir voru danskir læknar komnir í hin embættin“. Að vísu losnaði embættið í Stykkishólmi 1840 en þeir vildi ekki sækja um það vegna þess að apótekari var komin í plássið og það rýrði tekjur læknisins verulega þannig að Koefoed hinn danski fékk starfið. „Hann eirði illa veru sinni hér í landi eins og flestir aðrir landar hans enda var hann lítt hæfur til að vera læknir á Íslandi. Nú er í hans stað kominn Eðvarður Lind er hann dansk- ur að ætt en ötull til ferða og skjótur og lík- ist því mjög Íslendingum,“ segir í Gesti Vestfirðingi. Edvard Lind er eini danski læknirinn sem fær vinsamleg ummæli í þeim ritum sem hér hefur verið vitnað til. Og í Ferðabók Konrads Maurers segir um Lind lækni og Jakobsen apótekara í Stykk- ishólmi að „sá fyrrnefndi var álíka vel menntaður og hinn var illa menntaður“. Jósep Skaftason sóttist ekki eftir emb-ætti því Húnvetningar höfðu styrkthann til læknisstarfa og síðar konungs-sjóður án þess að um formlegt héraðs- læknisembætti væri að ræða. Er þá Jón Hjaltalín einn eftir en þau embætti sem hann hlýtur að vísa til eru á Vestfjörðum og fyrir austan en ekki er vitað til að hann hafi sóst eftir að komast til Vestmannaeyja. Austfirðingar fengu Hans Peter Johan Beldring en hann hafði fyrst lært til prests og verið trúboði á Grænlandi um fimm ára skeið áður en hann héraðslæknir frá árinu 1832 til æviloka 1844. Þá kom Gísli Hjálm- arsson (1807–1867) sem var fjórðungslæknir í tæplega tvo áratugi en hann var fyrstur Íslendinga til að ljúka cand. med. et chir. prófi eftir að Kírúrgíið og læknadeildin höfðu verið sameinuð. Vestfirðingar fengu 25 ára gamlan danskan lækni að nafni Andr- eas Peter Jensen árið 1835 og settist hann að á Ísafirði fyrstur lækna. Í Gesti Vestfirðingi er honum lýst þannig: „Maður ófær til ferðalags fyrir fitu sakir enda hefur hann verið langþaulsætnastur heima. Mælt er að hann hafi nú (1846) feng- ið lausn frá embætti þessu og tjást margir fúsir á að óska honum því greiðlegri burt- farar sem hann bar síðar að þó menn viti ekki hvað viðtekur þar sagt er að einhver danskurinn eigi að setjast í sæti hans.“ Það reyndist rétt vera því enginn Íslendingur sóttist eftir embættinu og fengu Ísfirðingar þá Johann Peter Weywadt. Sagt er að hann hafi verið betri læknir og ólatur til ferða- laga en fljótlega magnaðist upp mikil and- staða gegn honum enda þótti hann dýrseld- ur og gekk fast eftir greiðslum. Slíkt háttarlag þoldu Vestfirðingar ekki og á Þorskafjarðarfundi árið 1849 sendu þeir al- þingi bænaskrá þar sem óskuðu eftir að það sendi konungi bænaskrá um að sett væri gjaldskrá fyrir læknisverk. Í umræðum um þetta mál á alþingi voru menn sammála um að ókunnugleiki danska lækna ylli því að þeir væru að rukka fólk óhóflega. Sam- kvæmt erindisbréfum landlæknis og ann- arra lækna átti læknisþjónusta við fátækt fólk að vera því að kostnaðarlausu en hins vegar átti læknirinn að fá greitt fyrir ferðir og uppihald. Ekki var kveðið á um greiðslu til handa læknum fyrir einstök verk í þess- um bréfum en hins vegar var að einhverju leyti hægt að styðjast við tilskipum frá árinu 1672. Landlæknir, Jón Thorstensen, sagði að „þeir bláfátæku ættu eftir minni meiningu aldrei að borga læknum neitt. Þeir sem mér hafa borgað nokkuð fyrir embættisstörf hafa flestir borgað meira en ég hefði viljað krefja þá um en af þeim fátæku hef ég aldrei ætlast til borgunar, líka ákveður er- indisbréf frá 21. sept. 1787 að læknar líti til fátækra manna ókeypis.“ Nú höfðu menn órækar sannanir fyrir því að Weywadt hafði krafist „ósanngjarns endurgjalds fyrir störf sín“. En hvað var sanngjarnt í þessum efn- um? Umræðurnar á alþingi snerust einkum um skilgreininguna á því að vera fátækur og bændur í röðum alþingismanna börðu lóm- inn og töldu flesta bændur bláfátæka. Þess vegna áttu þeir ekki að borga heldur ein- hverjir aðrir sem gátu borgað en þegar þeir vildu ekki borga þá var illt í efni. Sennilega hefur Jón Guðmundsson, alþingismaður og ritstjóri, hitt naglann á höfuðið þegar hann benti á að „Læknar flestir hér á landi hafa lítil föst laun, ef þeir fá lítið eður svo að segja ekkert fyrir verk sín hjá þeim sem geta launað þau, þá mun fyrir þeim fara sem öðrum að þeir þreytist og letjist á að gegna köllun sinni svo að segja ókeypis. Því má engan veginn skera við upp á neglur sér borgun fyrir aukaverk læknanna“. Johann Peter Weywadt hætti störfum í árslok 1850 og fór af landi brott fullsaddur af umkvörtunum Vestfirðinga en varð síðar bæjarlæknir í Kaupmannahöfn. Ekki var embættið eftirsótt því það liðu rúmlega tvö ár áður en næsti læknir lét sjá sig og var hann einnig danskur. Sá hét Claus Johannes Clausen en hann lést á Ísafirði eftir fimm ára starf og þá liðu önnur fimm ár þar til nýr læknir kom til starfa, Þorvaldur Jóns- son (1837–1916), og hefur ekki verið lækn- islaust þar síðan. Ummæli Jóns Hjaltalíns um danskalækna árið 1844 og alþingismennnotuðu á nokkuð settlegri hátt árisíðar og loks frásagnir í Gesti Vestfirðingi hafa verið notaðar sem alhæf- ingar um danska lækna hér á landi. Þegar litið er á málið í heild er ljóst að danskir læknar verðskulda ekki hin hraklegu um- mæli sem hafa verið viðhöfð um þá þótt ein- hverjir þeirra hafi ekki staðið sig sem skyldi. Flestir læknanna störfuðu lengur en hið sex ára lágmark kvað á um og undu hag sínum vel en nokkrir dóu í embætti. Ein- ungis einn kvæntist íslenskri konu, Jörgen Kjerulf, og eru afkomendur hans fjölmargir en þeim sem sneru aftur til Danmerkur farnaðist flestum vel. Í riti Vilmundar Jónsonar og Lárusar H. Blöndal, Læknar á Íslandi segir meðal ann- ars: „Vegna skorts á innlendum læknum varð veitingavaldið að grípa til danskra kír- úrga og jafnvel eins lyfsala til þess að fylla skörðin, jafnóðum og hinir gömlu, innlendu læknar hnigu í valinn. Landmönnum gazt yfirleitt miður að þessum dönsku læknum. Þeim veittist og læknisstarfið að vonum erf- itt hér á landi og undu lítt hag sínum.“ Áð- urnefnd skrif hafa því dregið dilk á eftir sér og hugsanlega er svo um fleiri staðhæfingar um Dani og dönsk stjórnvöld sem gengið hafa ljósum logum í sögubókum. Höfundur er sagnfræðingur.  BELDRING, Hans Peter Johan (1800- 1844). Ex. theol. 1823 og trúboði á Græn- landi 1823-1828. Ex. chir. frá Kírúrgíinu í Kaupmannahöfn 1832 og síðan héraðs- læknir í Austuramti til æviloka. Bjó á Brekku  Bolbroe, Carl HansUlrik (1804-1888). Ex. chir. frá Kírúrgíinu í Kaupmannahöfn 1830. Læknir í Vestmannaeyjum 1832- 1839, í Halse 1840-1846 og 1862-1877 og í Aakerby 1846-1862.  Clausen, Claus Johannes (1821-1858). Cand. med. frá Kaupmannahafnarháskóla 1848. Læknir í danska hernum 1848 og skipslæknir 1849 en læknir í Bandholm 1850-1853. Héraðslæknir í nyrðri hluta Vesturamts 1853 til dauðadags. Bjó á Ísa- firði.  Davidsen, Philip Theodor (1818-1860) Cand. med. frá Kaupmannahafnarháskóla 1849. Læknir í Slésvíkurstríðinu 1849-1850 en síðan í Kaupmannahöfn 1851-1852 og loks héraðslæknir í Vestmannaeyjum 1852 til dauðadags.  Haalland, Andreas Steener Iversen (1814-1855). Ex. med. et chir. frá Kaup- mannahafnarháskóla 1839. Læknir í Vest- mannaeyjum 1840-1845, á Amager 1845- 1851 en síðan í Julienehåb á Grænlandi til dauðadags.  Hoffmann, Jörgen Wichmann (1774- 1836). Ex. chir. frá Kírúrgíinu í Kaup- mannahöfn 1817. Her- og herspítalalæknir 1807-1820, héraðslæknir í Norðuramtinu 1820-1831 og bjó á Akureyri. Læknir í Saxköbing 1831-1833 og í Nyköbing frá 1833.  Hvidsteen, Lars Christian (1784-1829). Ex. pharm. frá Kaupmannahafnarháskóla 1807. Héraðslæknir í nyrðri hluta Vest- uramts frá 1817 til dauðadags. Bjó á Þing- eyri.  Jensen, Andreas Peter (1810-1863). Ex. chir. frá Kírúrgíinu í Kaupmannahöfn 1832. Héraðslæknir í nyrðri hluta Vest- uramts 1835-1846, bjó á Ísafyrði. Læknir í Kaupmannahöfn 1846-1848, herlæknir. 1848-1849, læknir í Nörborg 1849-1857 og héraðslæknir í Brændstrup frá 1857.  Kjerulf, Jörgen (1793-1831). Ex. chir. frá Kírúrgíinu í Kaupmannahöfn 1818. Herlæknir í Slagelse 1819 en síðan héraðs- læknir á Austurlandi til dauðadags og bjó á Brekku.  Klog, Thomas (1768-1824). Ex. med. frá Kaupmannahafnarháskóla 1804. Land- læknir á Íslandi 1804-1815 og stiftslæknir á Lolandi og Falstri frá 1816.  Koefod. Georg Victor (1812-1880). Ex. med. et chir. Kbh. 1839. Héraðslæknir í syðri hluta Vesturamts 1840-1845 og bjó í Stykkishólmi. Herlæknir í Fredrecia, Schwansen, Itzehoe og Nyborg 1845-1864. Læknir í Nyborg 1864-1874.  Lind, Edvard Constanin (1821-1864). Ex. med. et chir. frá Kaupmannahafnarhá- skóla 1842. Læknir í Uggelöse 1842-1845 og síðan héraðslæknir í syðri hluta Vest- uramts til dauðadags. Bjó í Stykkishólmi.  Lund, Carl Ferdinand (1786-1831). Ex. chir. frá Kírúrgíinu í Kaupmannahöfn 1818. Læknir í Nyköbing 1820-1828 en síð- an í Vestmannaeyjum til dauðadags.  Schierbeck, Hans Jacob George (1847- 1911). Cand. med. frá Kaupmannahafn- arháskóla 1876. Læknir í Kaupmannahöfn 1879-1882, landlæknir á Íslandi 1883-1895, stiftslæknir á Norður-Sjálandi frá 1895 og bjó í Charlottenlund.  Schleisner, Peter Anton (1818-1900). Cand. med. frá Kaupmannahafnarháskóla 1842 og Dr. med. 1849 (Forsög til en Nosographie af Island, fyrsta doktorsrit- gerð sem var skrifuð á dönsku). Læknir í Vestmannaeyjum 1847-1848 og sérstakur erindreki stjórnvalda til að kanna ástand heilbrigðismála, læknir í Kaupmannahöfn 1851-1853, í Flensborg 1853-1864 og aftur í Kaupmannahöfn 1865-1886.  Schneider, August Ferdinand (1815- 1852). Ex. med. et chir. frá Kaupmanna- hafnarháskóla 1840 og Cand. med. frá sama skóla 1845. Læknir á hvalveiðiskip- um 1841-1843, læknir í Vestmannaeyjum 1845-1848, í Allinge 1848-1851 og í Æbel- toft frá 1851.  Weywadt, Johan Peter (1820-1881). Cand. med. frá Kaupmannahafnarháskóla 1845. Héraðslæknir í nyrðri hluta Vestur- amts 1847-1850 og bjó á Ísafirði. Bæjar- læknir í Kaupmannahöfn frá 1851.  Zeuthen, Fritzt (1837-1901). Cand. med. frá Læknaskólanum í Reykjavík 1867. Læknir í Gulbringusýslu 1867-1868, héraðslæknir á Austurlandi 1868-1898. DANSKIR LÆKNAR Á ÍSLANDI Á 19. ÖLD Á miðnætti nú kveðjum við maka- lausa öld; svo margbrotna og eftirminnilega. En eftirvænting ríkir um alla jörð í kvöld þótt öldin verði víða kvödd með trega. Öll tuttugasta öldin var talsvert ólík því sem tíðkaðist um aðrar aldir forðum. Því framtíðin mun vafalaust fáu botna í sem fráleitt verður hægt að tjá með orðum. Tvær heimsstyrjaldir koma víst mörgum fyrst í hug og hörmungar sem yfir veröld dundu, en einnig tókst að vinna á ýmsu böli bug og bráðsnjöll tæki ýmsir menn upp fundu. Þá bílar leyst’ af hesta, svo breyttist tískan ört er bíómyndir urðu hvers manns gam- an. Fram kom þá Charlie Chaplin og djasskynslóðin svört með Charleston kom ótal pörum saman. Svo fóru menn að fljúga um him- inhvolfin há og hálfr’ öld síðar flogið var um geim- inn. Já, sími, útvarp, sjónvarp flest heim- ili komst á og síminn strekkti net um allan heim- inn. Í tónlistinni fengu menn twist og rokk og sjeik og Tamla Motown, Caruso og Elvis og Armstrong, pönk og diskó og Bítlana og breik. Og Björk fór næstum upp til him- inhvelfis. Þá óttuðust menn berkla og at- ómvopn og AIDS en alltaf var þó bjartsýni til staðar, því gervöll veröld breyttist er Billy nokkur Gates með gervigreind lét tölvur vinna hraðar. Þá ýmsir urðu frægir, jafnt Einstein eða Brecht og Atatürk, de Gaulle og Maja Callas og kóngafólkið breska og Karl og allt hans slekt og Kennedy sem myrtur var í Dallas. Með ólíkindum er það hvað endalaust var hægt að efla tækn’ og náttúrun’ að beisla. Í framtíðinni verður það eflaust lengi frægt er farið var að nota leysigeisla. Já, tuttugasta öldin var tímamótaöld. Að túlka hana verða margir pennar. Því skulum við að lokum, er líða fer á kvöld, öll lyfta glösum er við minnumst hennar. ÞORSTEINN EGGERTSSON TUTTUGASTA ÖLDIN KVÖDD Höfundur er söngvaskáld og rithöfundur í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.