Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Page 17

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Page 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JANÚAR 2001 17 P ÁLL byrjar á því að sýna blaða- manni forláta steinhörpu sem hann hefur búið til og er án efa eitt af nýstárlegustu verkum sýningarinnar. Harpan er eins og risavaxið nótnaborð frá stein- öld, en það er unnið úr líparít- hellum sem lagðar eru yfir hola trjálurka. Harpan nær yfir tæpar fjórar átt- undir og hljómar vel hvort sem er í dúr eða moll. Páll naut aðstoðar systurdóttur sinnar, Ástríðar Öldu Sigurðardóttur, við gerð hljóð- færisins en það tók hann langan tíma að safna öllum tónunum í hörpuna. ,,Ég gafst ekki upp fyrr en ég var búinn að finna hreinu tónana í allt verkið. Besta h-ið sem ég gat fundið reynd- ist til dæmis vera ein af steinmyndunum mín- um þannig að ég notaði hana í hörpuna. Þetta er mjög fínt h,“ segir Páll og leikur tóna úr Ní- undu sinfóníu Beethovens máli sínu til stuðn- ings. Áskell Másson tónskáld hefur samið tónverk fyrir steinhörpuna og víólu sem verður frum- flutt á opnuninni sem hefst kl. 14, en á sýning- artímanum mun gestum gefast kostur á að leika á hljóðfærið. Fjöllin og náttúran Sýningin ber heitið „Fjöll rímar við tröll“ og eru öll verkin sótt í fjöllin og bæjargilið í kring- um heimahaga Páls, hvort sem er í efnislegri eða innblásinni mynd. Er þar um að ræða stór- ar og smáar höggmyndir, mósaíkmynd, og tíu metra langa vatnslitamynd sem sýnir fjalla- hringinn eins og hann blasir við Páli út um gluggann á vinnustofu hans að Húsafelli. Verk Páls eru valin saman við verk eftir Ásmund Sveinsson, „en hann leitaði mjög til náttúrunn- ar í verkum sínum, sérstaklega fjallanna,“ seg- ir Páll. Hann hefur auk þess valið nokkrar skissur og teikningar eftir Ásmund til sýning- ar en þar gefur m.a. að líta myndir af hljóð- færaleikurum. Þjóðsögur og sagnir hafa einnig orðið lista- mönnunum drjúgt viðfangsefni. Eitt af stærstu verkum Páls er steinskúlptúr sem ber heitið „Sörli er heygður Húsafells í túni“, og er mikill grjóthnullungur þar sem mótar fyrir hestshausi öðrum megin og mannsandliti hin- um megin. „Við bróðir minn vorum að stækka farveginn í bæjargilinu þegar þessi steinn kom upp. Hann vegur rúm sjö tonn og í honum eru Skúli og Sörli úr kvæðinu Skúlaskeið.“ Auk þess gefur að líta ýmsar kynjaverur á borð við marbendil og ísbjörn. Myndir í berginu Páll hefur ekki eingöngu fundið hreina tóna í líparíthellunum, heldur eins konar leynimynd- ir sem hann hefur gert úr listaverk sem hann kallar „steinsamlokur“. Þar er um að ræða klofna steina með myndum sem koma í ljós sín hvorum megin þegar þeir eru opnaðir. Í einu verkinu er að finna portrettmynd af Halldóri Laxness og á móti honum er sjálfur Snorri Sturluson. ,,Þetta er alveg náttúrulegt,“ segir Páll og vísar þannig til þeirrar miklu visku sem býr í náttúrunni. Í einni líparíthellunni fann Páll síðan vísi að sjálfsmynd, sem hann hefur dregið fram. Hann bendir á mosann í berginu sem myndar skeggbrodda á andliti hans í verk- inu. Að lokum bendir Páll á tenginguna við Ás- mund Sveinsson sem honum þykir einna vænst um. ,,Hallsteinn bróðir Ásmundar bjó í Borg- arnesi og við vorum miklir vinir. Hann var mikill listunnandi og kom oft heim að Húsafelli og skoðaði myndirnar mínar. Ég gerði af hon- um höggmynd árið 1985 og vann hana í kjall- aranum hjá gamla manninum. Þessa högg- mynd hef ég á sýningunni,“ segir Páll frá Húsafelli að lokum. Morgunblaðið/Ásdís Páll frá Húsafelli við höggmyndina „Sörli er heygður Húsafells í túni“ FJÖLLIN SEM EFNIVIÐUR OG INNBLÁSTUR Í berginu sem Páll Guðmundsson frá Húsafelli notar til listsköpunar býr ekki aðeins myndræn fegurð heldur einnig tónlist og leyndardómar. HEIÐA JÓHANNS- DÓTTIR heimsótti Pál þar sem hann undirbjó sýningu sína í Ásmundarsafni sem opnuð verður í dag. Í LISTASAFNI Reykjavíkur – Hafnarhúsi verður nú opnuð í fyrsta sinn sýning í útiport- inu. Myndlistarmaðurinn Robert Dell sýnir útilistaverk sem m.a. eru unnin úr kopar, stáli og kristal. Um þau streymir heitt vatn, auk þess sem birta, vindar og úrkoma munu stuðla að því samspili ljóss, vatns og hita sem lagt er út af í verkunum. Sýningin verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16 og mun standa í tvo mánuði. Náttúruöflin gerð sýnileg Dell hefur unnið með höggmyndahug- myndir sínar allt frá 1988, þegar hann fékk Fulbright-rannsóknarstyrk til að þróa jarð- hitatengda höggmynd sem var sett upp tíma- bundið í Krýsuvík en stendur nú við Perluna í Reykjavík. Þá hefur hann m.a. aflað sér nokk- urrar verkfræðikunnáttu til þess að geta leyst tæknilegar hliðar hugmyndanna. Með högg- myndum sínum leitast hann við að gera nátt- úruöflin sýnileg og áþreifanleg, en hann telur mikilvægt að verkin vinni í sátt og samlyndi við náttúruna og gangi ekki á hana á neinn hátt. „Ein af meginhugmyndunum með verk- unum er að benda á hversu dýrmæt náttúran og efnið sem í henni finnst er. Hún er lifandi, breytileg og viðkvæm.“ Höggmyndir Dells tjá þennan breytileika, en efnið sem þær eru gerðar úr tekur á sig ólíkar myndir og liti eft- ir vind- og veðrabrigðum. Þannig ráðleggur Dell fólki að koma og skoða skúlptúrana oftar en einu sinni, því upplifunin breytist eftir því hvort það er bjart eða dimmt, heitt eða kalt. „Skúlptúrarnir hafa sitt eigið „líkamskerfi“ og það bregst við veðrabrigðum og lögmálum náttúrunnar.“ Þegar Dell er spurður hvers vegna hann velji að sýna verk sín á Íslandi segir hann hinn óskýranlega kraft landsins höfða til sín. „Þeg- ar ég kom hingað fyrst fannst mér ég vera kominn heim,“ segir hann. „Auk þess búa Ís- lendingar yfir mjög þróaðri jarðhitanýtingu en það er mikilvægur þáttur í verkum mínum, þar nýti ég jarðhitann til að gera þá orku sem býr í jörðinni sýnilega.“ Í verkunum leitast Dell t.d. við að persónu- og efnisgera þessa orku, og gera hana um leið sýnilega og skilj- anlega. „Verkin eru ekki yfirþyrmandi eða ógnandi heldur hlý, róandi og persónuleg. Ég hef t.d. séð börn ylja sér upp við höggmyndina við Perluna,“ bætir hann við. Dell notar einn- ig kopar talsvert í þeim verkum sem hann sýnir í útiporti Hafnarhússins. „Koparinn er svo lifandi, hann bregst hratt við hita- og kuldabreytingum og skiptir litum. Hann er eins og húðin.“ Þá notar hann kristalla en þeir miðla ljósi auk þess að vísa til samþjöppunar- orku jarðarinnar. Dell segir verk sín mjög vandlega unnin með tilliti til fagurfræðilegra markmiða sinna. Þannig mynda þau nákvæm, tæknileg og efnisleg kerfi sem mynda eins konar gervilífheild. ,,Þetta er fyrir mér nú- tíma goðafræði, sem nýtir nútímatækni til að tjá virðingu fyrir jörðinni sem er stoðkerfi til- veru okkar. Ég vil hins vegar ekki þröngva henni upp á neinn, tjáningin er hér og fólk getur komið og hlustað ef það vill. Það nægir mér,“ segir Robert Dell að lokum. HÖGGMYNDIR SEM HÆGT ER AÐ YLJA SÉR VIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Robert Dell vinnur með samspil vatns, ljóss og hita í verkum sínum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.