Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Síða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Síða 20
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JANÚAR 2001 U PPHAFLEGA flutti ég sög- una af Bláa hnettinum sem munnlega frásögn á upp- ákomu í Leikhúskjallaran- um í janúar 1998,“ segir Andri Snær sem svar við spurningunni hvenær og hvernig sagan hafi orðið til. Hann kímir þegar ég spyr hvort hafi komið á undan leikritið eða sagan og svarar á diplómat- ískan hátt að í sínum huga sé þetta bara ein saga, sögð á bók og í leikhúsi, hvor miðill um sig útheimti sína frásagnaraðferð. Spurningin er greinilega út í hött enda má einu gilda hvort kom á undan hænan eða eggið. „Leikritið er þó í vissum skilningi ekki tilbú- ið fyrr en á frumsýningu. Bókin er löngu komin út en leikritið kemur fyrst fyrir almennings- sjónir á morgun.“ Verðlaunaleikrit og verðlaunabók Líklega er óþarft að rekja söguþráð Bláa hnattarins, sagan kom út fyrir jólin 1999 og seldist ekki einasta upp í mörgum prentunum heldur hlaut Andri Snær íslensku bókmennta- verðlaunin, fyrsti höfundurinn sem hlýtur þau fyrir barnabók, og nú þegar hefur hún verið þýdd á 9 tungumál en útgefendur í fimm lönd- um hafa ákveðið að gefa bókina út. Nýverið hlaut sagan pólsku Janusz Korczak verðlaun- in. Þau eru veitt annað hvert ár og valið úr bók- um frá 80 þjóðlöndum. Og ekki má gleyma því að leikritið um Bláa hnöttinn hlaut 2. verðlaun í leikritasamkeppni Þjóðleikhússins í tilefni 50 ára afmælis leikhússins. „Ég fékk eiginlega þessa hugmynd strax og ég sá samkeppnina auglýsta. Mér fannst skila sér svo lítið af nýju bitastæðu efni fyrir börn í leikhúsin og þótti sem þessi saga væri kjörin til að verða leikrit. Samkeppnin fól líka í sér loforð um uppsetn- ingu, auk peningaverðlauna, og því fannst mér þetta tækifæri sem ekki mætti sleppa.“ Þetta ráðabrugg Andra Snæs með leikritið sitt gekk svo allt saman upp og nú stendur frumsýning fyrir dyrum. „Þetta var þaulhugsað plott frá upphafi, eins og þú sérð,“ segir hann og er engu líkara en honum sé alvara. „Ég lít á þessa vinnu í leikhúsinu sem skóla fyrir mig sem höf- und og hef haft geysilega mikið gagn af þessu. Reynsla mín af leikhússtarfi fram að þessu var sýning Menntaskólans við Hamrahlíð á leik- verki mínu Náttúruóperunni. Það var frábær reynsla, mikil upplifun en gjörólík vinnunni við sýninguna hér í Þjóðleikhúsinu.“ Þarf ekki stöðug skrípalæti Andri Snær segir að hann hafi lítið breytt sögunni en þó hafi hann leyft sér að fara aðrar leiðir. „Sagan er orðin það vel þekkt að hún bíður engan skaða af því þótt í leikritinu sé brugðið út af. Það var t.d. góður dagur í leik- húsinu þegar ég skar burt tveggja mínútna samtal og bað um tilfinningar og tónlist í stað- inn. Þetta er hægt í leikhúsinu en ekki í bók. Þú skrifar ekki: Tilfinningar og Tónlist í tvær mínútur! Sýningin á Bláa hnettinum á kannski eftir að koma einhverjum á óvart, þar sem ekki er farin sú leið að dúndra öllu upp í hávaða og sprelli. „Nei, þetta var bara ákvörðun sem við tókum, Þórhallur leikstjóri, Axel Hallkell, hönnuður sýningarinnar, og ég. Það hefði verið mjög auðvelt að gera úr þessu söngleik. Það er ennþá hægt. En mín skoðun er sú að það þurfi ekki alltaf einhver skrípalæti á tveggja mín- útna fresti til að halda athygli barna í leikhúsi ef sagan er nógu kraftmikil og leikritið er fullt af tónlist. Börn hafa meðfædda eiginleika til að lifa sig inn í dramatískar og hættulegar að- stæður.“ Aðalpersónur Bláa hnattarins eru þrjár, vinirnir Hulda og Brimir og svo Gleði- Glaumur, sölumaðurinn snjalli sem umturnar lífinu á bláa hnettinum og selur börnunum ótal hugmyndir fyrir æsku þeirra. Hann tryggir þeim eilífa birtu með því að negla sólina fasta á himinhvolfið og síðan húðar hann þau með töfraefninu tefloni til að fiðrildaduftið skolist ekki af þeim. Þannig geta þau flogið endalaust og skemmt sér en láta æsku sína og sakleysi að launum. Hinn hluti hnattarins býr svo fyrir vikið við eilíft myrkur og þegar Hulda og Brimir komast að því að þar búa börnin við myrkur, kulda og skort sækir að þeim efi um að þetta hafi verið eins sniðugt og þeim þótti til að byrja með. En þá hefur Gleði-Glaumur náð að snúa öllum félögum þeirra á sitt band og það reynist hægara sagt en gert að snúa atburða- rásinni við. Gleði-Glaumur stingur t.d. upp á því að börnin sendi börnunum hinum megin á hnettinum gömul föt og mat svo þau deyi ekki úr kulda og hungri og það þykir þeim þjóðráð – í fyrstu. Áreitin aukast sífellt Táknrænar vísanir sögunnar í ýmsa þætti samtímans eru marg- ar og hugvitsamlegar og Andri tekur undir það að þrátt fyrir að vera hugsuð og samin sem æv- intýri þá sé þetta í rauninni mjög raunsæ saga. „Það er reyndar alltaf hættulegt að tala á þessum nótum því sagan hljómar þá svo þurr og leiðinleg. Þá er líka eins og boðskapurinn sé aðalatriðið.“ En þér er talsvert niðri fyrir og boðskapurinn skiptir máli? „Boðskapurinn er samt svo samtvinnaður sögunni að hvorugt getur án hins verið. Hann er samofinn spennunni, sálarháskanum, plott- inu og fléttunni. Bara það að negla naglann í sólina er þungamiðja sögunnar. En sagan er opin, það er aldrei sagt hvað er rétt og hvað er rangt, hver er góður og hver er vondur, hver og einn verður að dæma fyrir sig. Gleði- Glaumur er eins og ógnvekjandi blanda af skemmtikrafti, eiturlyfjasala og siðblindum stjórnmálamanni. Hann trúir því að meirihlut- inn hafi alltaf rétt fyrir sér. Hann er líka hag- fræðilegur níhílisti. Frá sjónarmiði hagfræði- lega níhílistans er Gleði-Glaumur einmitt ekki vondur og alls ekki glæpamaður, hann er bara að veita ákveðna þjónustu, hann myndi til dæmis aldrei drepa neinn með eigin hendi, hann stelur ekki og hann stendur við það sem hann lofar. Hann er ekki beinlínis góður heldur en hann er líklega einmana. Einhver hélt því fram að hann væri einmitt góður, hann er kom- inn til að kenna börnunum lexíu, að sýna þeim hvað fyrirmyndasamfélagið þeirra var reist á veikum grunni, það er ágæt kenning. Það er sagt að ævintýri styrki börn á þroskabrautinni, lífshættan og myrkrið sem persóna ævintýris glímir við og sigrast á er einfaldlega lífsnauð- synlegt veganesti fyrir fullorðinsárin. Kannski hefur þetta ævintýri einhver slík áhrif, að búa börn undir framtíðina þar sem áreitin munu stöðugt halda áfram að aukast, töfralausnum fjölga og maðurinn mun þurfa að takast á við áður óþekkt vandamál og svara áður óspurðum spurningum og því nauðsynlegt að hafa sterk bein til að velja og hafna. Hættan er sú að fólk loki sig af í sínum markhópum og loki dyr un- um á umheiminn að öðru leyti. Við eigum eftir að fást við marga Gleði-Glauma í framtíðinni.“ Barnaleikrit fyrir fullorðna Hann brosir þegar hann bætir því við að hann viti af því að í sögunni sé pólitísk rétt- hugsun varðandi jafnrétti milli kynjanna þar sem Hulda er miklu sterkari en Brimir og stelpurnar eiga yfirleitt síðasta orðið. „Mér fannst þetta hálffúlt á tímabili. Mér fannst ég hafa látið undan pólitískum þrýst- ingi. En þetta er nú bara af því að systir mín Hulda er eldri en ég og var þarfleiðandi alltaf sterkari en ég þegar við vorum krakkar. Fleira í þessari sögu er tekið beint úr mín- um reynsluheimi. Þegar ég byrjaði að búa þá gaf amma mér wok pönnu húðaða tefloni. Eftir að hafa borðað fyrsta pastaréttinn sem ég eldaði á pönnunni tók ég eftir því að teflonið var horfið af henni. Ég var sann- færður um að ég myndi deyja eða að minnsta kosti yrði ég tilfinninga- lega teflonhúðaður upp frá þessu! “ Andri Snær segir í lokin að þó Blái hnötturinn sé fyrst og síðast barnaleikrit þá leyfi hann sér að vona að sýningin höfði einnig til unglinga og fullorðinna áhorfenda. „Húmor verksins og hugmyndaheimur, tónlistin og umgjörð er ekki síður miðuð við stálpuð börn og fullorðna, þeim á alls ekki að leiðast á sýningunni. Það er auð- vitað langskemmtilegast ef mönnum tekst að fá þrjár eða fjórar kynslóðir saman í leikhús. Þórhallur náði þeim galdri í Gauragangi sem var þó unglingabók upphaflega. Það er ekki svo oft sem ungir og gamlir upplifa eitthvað í sameiningu en nú bíðum við bara spennt eftir viðtökum áhorfenda.“ Gleði-Glaumur býður sannarlega gull og græna skóga. TILVERA TIL SÖLU Þjóðleikhúsið frumsýnir á morgun barnaleikritið Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Eins og nafnið bendir til er um sömu sögu að ræða og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ári. HÁVAR SIGURJÓNS- SON átti samtal við Andra Snæ. Morgunblaðið/Ásdís Björn Bjarnason ræðst á Huldu og Brimi. „Raunsætt ævintýri,“ segir Andri Snær. BLÁI HNÖTTURINN eftir Andra Snæ Magnason. Leikendur: Inga María Valdimarsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Kjartan Guð- jónsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Guðmundur Ingi Haraldsson, Linda Ásgeirsdóttir, Bjarni Haukur Þórsson og Marta Nordal. Einn- ig taka þátt í sýningunni þau Anna Brynja Baldursdóttir, Atli Þ. Albertsson, Árni Egill Örnólfsson, Guðjón Davíð Karlsson, Halldóra Harðardóttir, Sveinn Kjarval og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Tónlist: múm Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Leikmynd og búningar: Axel Hallkell. Margrét Sigurðardóttir sér um útfærslu á búningum. Grímur: Stefán Jörgen Ágústsson Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir Leikarar og list- rænir stjórnendur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.