Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2001, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. JÚNÍ 2001 3 H INN 5. janúar síðastliðinn birtist frétt í DV þar sem fram kemur að Gallup- könnun bendi til að 72% landsmanna telji dóma vegna fíkniefnabrota of væga og aðeins 2% telji þá of þunga. Ég hef eng- ar sérstakar taugar til þeirra sem selja fólki eiturlyf. Samt tilheyri ég þessum tveim hundraðshlutum sem álíta að dómar í fíkniefnamálum séu heldur of þungir en of vægir. Ég hef áhyggjur af þeirri dómhörku og refsigleði sem einkennir umræðu um sölu og neyslu eiturlyfja og held raunar að hún beri vott um siðferðilegt dómgreindarleysi. Í þessum efnum ættum við að láta okkur víti Bandaríkjamanna að varnaði verða. Þar heyja yfirvöld stríð gegn eiturlyfjum og dæma menn til langrar refsivistar fyrir það eitt að hafa vímuefni í fórum sínum. Fyrir vikið situr óheyrilegur fjöldi manna bak við lás og slá. Margt bendir til að stefna bandarískra stjórnvalda í fíkniefna- málum hafi beinlínis orðið til þess að fjölga glæpum og stríðið gegn eiturlyfjunum þar í landi valdi þjáningum og óhamingju sem eru jafnvel enn meiri og verri en þær hörmungar sem hljótast af neyslu efnanna. Tilgangur refsinga er bæði að draga úr líkum á að menn brjóti aftur af sér og að fæla aðra frá að fremja svipuð afbrot. Með nokkurri einföldun má segja að meg- inrökin fyrir því að samfélag hafi lögreglu, dómstóla og fangelsi séu nytjarök sem vísa til þess að tilvera slíkra stofnana dragi úr ofbeldi, ránum og illvirkjum. En þegar ákvarða skal í smáatriðum hvernig lög- regla og dómstólar eiga að starfa og meta hvað sé hæfileg refsing fyrir einstök afbrot þá skipta rök sem vísa til réttlætis og mannréttinda ekki minna máli en bolla- leggingar um nytsemi og almannahag. Þessi réttlætisrök eru einkum af tvennu tagi: Annars vegar þarf að gæta þess að enginn hljóti þyngri refsingu en réttlátt má telja og fylgja þeirri meginreglu að betra sé að nokkrir glæpamenn sleppi of vel en að einum saklausum manni sé refs- að. Hins vegar þarf að huga að virðingu þeirra sem verða fórnarlömb glæpamanna og stilla þyngd refsingar til samræmis við hve svívirðilegt, ranglátt eða ósiðlegt af- brotið er. Hvaða rök geta mælt með harðari refs- ingum í fíkniefnamálum? Eru það nytjarök sem benda til að þyngri dómar dragi úr of- beldi, ránum, illvirkjum eða öðru böli? Eru það réttlætisrök í þá veru að refsingar séu svo vægar að stríði gegn eðlilegri réttlæt- iskennd eða misbjóði virðingu fórnarlamb- anna? Harðar refsingar eru beggja handa járn og geta komið þeim í koll sem síst skyldi. Þær koma lítt eða ekki í veg fyrir fíkn í vímuefni. Hins vegar geta þungir dómar fyrir meðferð og dreifingu vímuefna aukið líkur á að sölumenn og innflytjendur beiti örþrifaráðum, eins og að drepa hugsanleg vitni, til að komast hjá refsingum. Þeir valda því líka að verð á eiturlyfjum hækk- ar og fleiri fíklar kosta neysluna með því að gerast sölumenn eða ræningjar. Ætla má að refsingar dugi best til að fæla menn frá að fremja skipulögð auðg- unarbrot en þær dragi síður úr ástríðu- glæpum eða afbrotum sem menn fremja helst þegar eitthvað vantar á að þeir hafi fulla sjálfstjórn og rænu á að hugsa um af- leiðingar gerða sinna. Bófi sem ætlar að ræna fúlgu fjár, segjum tvöföldum árs- launum, getur hugsað með sér að það borgi sig að taka áhættuna ef það eru helmings líkur á að nást og þurfa þá að sitja inni í eitt ár. Ef hann hugsar aðeins um að hámarka ávinning sinn af glæpnum þá þykir honum ekki borga sig að stela peningunum ef það eru helmings líkur á að þurfa að sitja inni í fimm ár. Hér gætu ein- föld nytjarök mælt með refsivist í fimm ár fremur en eitt. Heldur er ólíklegt að neyt- endur eiturlyfja séu upp til hópa „hagsýn- ir“ með þessum hætti. En hvað með sölu- menn og innflytjendur? Munu harðari refsingar ekki draga úr líkunum á því að menn reyni að hagnast á viðskiptum með eiturlyf? Um þetta er ekki hægt að full- yrða af neinni vissu. Harðari refsingar leiða ekki bara til þess að menn tapi meiru ef þeir nást. Þær leiða líka til þess að verð á efnunum hækkar og menn græða meira ef þeir nást ekki. Ef harðari refsingar í fíkniefnamálum verða til þess að fjölga ránum og ofbeld- isglæpum og þær duga ekki til að þeir sem þegar neita efnanna hætti því, hvaða gagn geta þær þá gert? Einhverjir halda kannski að þær verði til þess að færri hefji eiturlyfjaneyslu en ég efast um að það sé rétt. Svo virðist raunar sem samskipti yf- irvalda og eiturlyfjasala séu læst inni í vítahring. Yfirvöld beita aukinni hörku sem leiðir til hærra verðs á eiturlyfjum. Hærra verð leiðir meðal annars til þess að fíklar fjármagna neysluna með því að selja öðrum eiturlyf, einkum óhörðnuðum ung- lingum. Við þá sölumennsku er öllum brögðum beitt og hún veldur því að neyt- endum fjölgar og eftirspurn eykst og fleiri eygja möguleika á miklum og skyndilegum gróða af innflutningi eða framleiðslu. Þetta kallar aftur á harðari viðbrögð yfirvalda og ólánið rúllar annan hring og stækkar eins og snjóbolti sem veltur niður brekku. Út- koman úr öllu saman er að fjöldinn allur af ógæfumönnum breytist í glæpamenn. Þetta stríð geta yfirvöld líklega ekki unnið með því að beita harðari refsingum. Senni- lega gera þær illt verra. Ég hef nú tíundað nokkrar ástæður til að efast um nytsemi þess að herða refs- ingar í fíkniefnamálum. En hvað með rétt- lætið? Krefst það harðari refsinga? Mér virðist næsta ljóst að „fórnarlömbum“ fíkniefnasala, þ.e. kaupendum, sé ekki sýnd aukin virðing með hertum refsingum. Hitt er sönnu nær að með þungum dómi yfir sölumönnum sé gefið í skyn að kaup- endur geti ekki sjálfir séð fótum sínum forráð, það þurfi að passa þá eins og börn. Þeir eru raunar alls ekki fórnarlömb í sama skilningi og þeir sem verða fyrir lík- amsárás eða eru rændir. Það er andstætt öllu réttlæti að ólánsmenn sem selja öðr- um eiturlyf sæti jafnhörðum refsingum og þeir sem sekir eru um gróft ofbeldi. Í allri umræðu um harðar refsingar eins og fangelsisvist ber að hafa í huga að þær eru neyðarúrræði og það þarf mjög góð rök til að réttlæta að maður sé læstur inni árum saman. Leiki verulegur vafi á að það sé réttlátt að sakborningur hljóti þungan dóm, þá á hann að njóta vafans. Nauðsynlegt er að banna sölu og neyslu ýmissa eiturefna og refsa mönnum fyrir að flytja þau inn, framleiða eða selja. En það ber samt að gjalda varhug við kröfum um mjög harðar refsingar í fíkniefnamálum. Sé orðið við þeim er hætt við að afleiðing- arnar verði fleiri glæpir og meira ofbeldi. Þótt mikilvægt sé að koma í veg fyrir að fólk ánetjist eiturlyfjum er ekkert vit að stríð yfirvalda gegn þeim sé rekið af slíkri hörku að það geri illt verra. DÓMHARKA OG REFSIGLEÐI RABB A T L I H A R Ð A R S O N TÓMAS GUÐMUNDSSON Á FIMM ÁRA LÝÐVELDISAFMÆLI Kom heil til feginsfundar, íslensk þjóð! Gakk frjáls og djörf á hönd þeim óskadegi, sem eignast skal þín afreksverk og ljóð um eilífð, þó að menn og stefnur deyi. Því draumur sá, er aðeins átti sér um aldir samastað í fólksins hjarta, varð sál þess dags, er frelsið færði þér og fána þínum lyfti í heiðið bjarta. Ég veit oft seint mitt vor að sunnan fer, en vor, sem eins er fólki sínu bundið og dýpri þrá og ástúð vafið er, í öllum heimi verður naumast fundið. Og loks er frjálsir dagar gengu í garð með glæstu föruneyti þúsund vona, ég fann það best, hve auðugt Ísland varð í önn og gleði dætra þess og sona. Því vorið kom! En steðji ólög að og ógnað verði framtíð niðja þinna, mun hættan sjálf fá sagt þér til um það, hvar sannan kjark og trúnað var að finna. Á slíkri stundu er feigur sá, er flýr, en frjálsum manni verður skammt til ráða: Hann hittist þar sem þyngstur vandi knýr hans þrek og manndómslund til stærstu dáða. Svo haldi landsins heilladísir vörð um hvern þann stað, sem fáninn blaktir yfir, því þar skal frjálsu fólki heilög jörð og föðurland á meðan sál þess lifir. En vit, að öll þín arfleif, von og þrá er áskorun frá minning, sögu og ljóðum, að ganga af heilum hug til liðs við þá, sem heiminn vilja byggja frjálsum þjóðum. Ljóðið birtist í fimmtu ljóðabók Tómasar Guðmundssonar (1901–1983) Heim til þín, Ísland. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 3 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI Stjórnarskráin eins og við þekkjum hana í vestrænum lýð- ræðisríkjum telst eiga upptök sín í stjórn- arskrárgerð Bandaríkjamanna og Frakka í lok átjándu aldar. Ágúst Þór Árnason fjallar um uppruna stjórnarskrárinnar og spyr af hverju ríki ættu að vilja hafa stjórnarskrá. Skemmtigildi myndlistar er til umfjöllunar í grein Hlyns Hallssonar er nefnist Gaman að þessu. Hlynur segir að flestir geti verið sammála um að góð myndlist taki mið af því þjóð- félagi sem við lifum í og ef svo er þá hljóti skemmtanaþátturinn að skipa þar veglegan sess. Rústum diskótekinu nefnist síðari grein Úlfhildar Dagsdóttur um sæberpönk en undirtitillinn er: Stjórn- leysi í nútíð. Í greininni er fjallað um kvik- myndir sem hafa einkenni sæberpönksins, svo sem eins og The Matrix, Blade og Strange Days, Blade Runner og Videodrome. Þýðendur fagurbókmennta eru undrandi þegar styrkir til þýðinga eru fremur veittir útgefendum en þýðendum sjálfum. Skrifræðið í kringum styrkina þyk- ir líka til trafala. Sigurbjörg Þrastardóttir hlýddi á frásagnir af skilvirkari leiðum, sem sannað hafa gildi sitt, í Prag á dögunum. FORSÍÐUMYNDIN er tekin af Jóni Sen við stofnun lýðveldisins á Þingvöllum 17. júní 1944 en hann myndaði fundinn fyrir Morgunblaðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.