Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 9
ÞAÐ var fagurt útsýnið vestur eftir
Hringbrautinni þar sem þessi grafa
var að fletta grasinu ofan af um-
ferðareyjunni. Eflaust hafa margir
velt fyrir sér hvort verið væri að
vinna við að breikka Hringbrautina
á þessum stað. Svo er þó ekki því
samkvæmt upplýsingum frá emb-
ætti gatnamálastjóra var einungis
verið að fletta grasinu af til þess að
tyrfa síðan á nýjan leik. Ástæðan er
sú að með árunum safnast saman
mikið ryk, óhreinindi og önnur
mengun í grasinu og það fer að
slúta yfir kantsteininn og er því
gripið til þess ráðs að skipta um
grasið, m.a. í þeim tilgangi að
draga úr mengun. Til stendur að
gera þetta á fleiri umferðareyjum í
borginni á næstunni.
Morgunblaðið/Golli
Menguninni flett burt
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra hlutafélags í sex mán-
aða skilorðsbundið fangelsi og til
greiðslu 20,6 milljóna króna sektar
fyrir brot gegn lögum um stað-
greiðslu opinberra gjalda og lögum
um virðisaukaskatt á árunum 2000 til
2002.
Ákærði játaði að hafa svikist um að
hafa staðið ríkissjóði skil á rúmlega
4,8 milljóna króna virðisaukaskatti og
rúmum 5,4 milljónum í opinber gjöld
á umræddu tímabili.
Ákærði var stjórnarmaður og í
raun framkvæmdastjóri hlutafélags
sem varð gjaldþrota nokkrum dögum
fyrir jól árið 2002. Ásamt því að
ákæra manninn gaf ríkislögreglu-
stjóri út ákæru á hendur skráðum
framkvæmdastjóra félagsins en fallið
var frá ákæru þegar í ljós kom að
skráning hans sem slíks hjá hluta-
félagaskrá var til málamynda.
Málið dæmdi Símon Sigvaldason
héraðsdómari. Verjandi ákærða var
Tryggvi Agnarsson hdl. og sækjandi
Helgi M. Gunnarsson, fulltrúi efna-
hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.
Sex mánaða
fangelsi fyrir
skattsvik
AUGLÝSINGAR frá Landsbankan-
um munu þekja allar landgöngubrýr
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar innan
tíðar. Bankinn verður einnig kynnt-
ur á áberandi hátt víða í flugstöðinni.
Samningur um fjármálaþjónustu í
flugstöðinni sem gerður hefur verið
við Landsbankann felur ekki aðeins í
sér leigu á húsnæði undir afgreiðslur
og hraðbanka frá Landsbankanum
heldur einnig víðtæka kynningu á
bankanum, að sögn Ingólfs Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra hjá
Landsbanka Íslands.
Við flugfarþegum munu til dæmis
blasa stórar auglýsingar frá bankan-
um sem verða á hliðum allra land-
göngubrúnna. Er gert ráð fyrir að
auglýsingarnar verði á filmum og
muni ekki hindra um of útsýni úr
brúnum. Er þetta nýmæli hér en
þekkist í öðrum flugstöðvum, til
dæmis á Bretlandi. Ingólfur segir að
einnig verði stórar auglýsingar frá
bankanum á gólfum og veggjum í
flugstöðinni, sérstaklega í suður-
byggingunni.
Auglýsingar
á landgöngu-
brúm flug-
stöðvar
♦♦♦
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
15% afsláttur
Allar kápur og úlpur
á vortilboði
Bankastræti 14, sími 552 1555
Gallabuxur og
fatnaður frá
Laugavegi 4, sími 551 4473
• www.lifstykkjabudin.is
Póstsendum
Ný sending
Hágæða undirföt
Kringlunni, sími 588 1680.
Seltjarnarnesi, sími 561 1680.
tískuverslun
iðunn
Stretch
gallabuxur
Þri. 20/4: Moussaka grískur ofnréttur
m. fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Mið. 21/4: Pottur og pakoras m. fersku
salati, hrísgrjónum
og meðlæti.
Fim. 22/4: Kofftas og karrýpottur
m. fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Fös. 23/4: Linsuhleifur með sinneps
sósu m. fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Helgin 24.-25/4: Chilli og burritos
m. fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Matseðill
www.graennkostur.is
Sumarpils og -kjólar
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—16
ISO 9001 gæðastaðall er
okkar styrkur og þín trygging fyrir gæðavöru
Allar TEKNOS vörur framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli
TEKNOS hágæðamálning fæst nú
á öllum norðurlöndunum.
TEKNOS er ein vandaðasta
málningin á markaðnum í dag.
M
Á
LN
ING
ARTILB
O
Ð
frá
kr. 2 98-
lt
r.
Hágæða lakkmálning
Gljástig 15, 40 og 80
Hágæða Akrýl innimálning
Gljástig 3, 7 og 20
Kringlunni - sími 568 1822
Góð sumargjöf
Tilboð á öllum bolum
Þú borgar 2 en færð 3
Þú greiðir fyrir dýrari bolina
Tilboðið gildir til fimmtudags 22. apríl
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán. - fös. kl. 10 - 18, lau. kl. 10 - 14
Útsala - Lagersala
50% afsláttur
Tilboðsslár kr. 1000 eða 3000
Skólavörðustíg 7, sími 551 7719
Stærsta töskuverslun landsins
Skólavörðustíg 7, Rvík, sími 551 5814
Sumargjafir - sumargjafir
Íþróttatöskur, bakpokar
Verð frá kr. 1500