Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Og ef um allt þrýtur, þá hefur Dóri lofað að herinn hans taki yfir þegar hann hefur lokið hernaðarhlutverki sínu á Kabúl-flugvelli. Ferðalangur 2004 Efling ásýndar ferðaþjónustu Nýr viðburður í bæj-arlífinu verðurkynntur af Höfuð- borgarstofu á sumardaginn fyrsta, nk. fimmtudag, Ferðalangur 2004. Stefnt er að því að halda viðburð- inn árlega hér eftir. Morg- unblaðið ræddi við Dóru Magnúsdóttur verkefna- stjóra ferða- og markaðs- mála Höfuðborgarstofu. – Hvað er Ferðalangur 2004? „Ferðalangur 2004 á sumardaginn fyrsta er nýr viðburður sem ætlað er að efla ásýnd ferðaþjónust- unnar á höfuðborgarsvæð- inu. Höfuðborgarstofa vill með deginum hvetja íbúa höfuðborgarsvæðisins til að sinna enn betur gestgjafa- hlutverkinu gagnvart ferðamönn- um, erlendum sem innlendum en aðrir aðstandendur Ferðalangs eru Ferðamálaráð Íslands, Ferða- málasamtök höfuðborgarsvæðisins og Samtök ferðaþjónustunnar. Ein leiðin að því markmiði er að fá ferðaþjónustuaðila til að opna dyr sínar upp á gátt og bjóða fólk vel- komið að taka þátt í öllu því skemmtilega sem í boði er – á sér- stökum kostakjörum.“ – Tilgangurinn með deginum? „Tilgangurinn er að opna augu fólks á höfuðborgarsvæðinu fyrir þeim óendanlegu möguleikum sem ferðaþjónustan á svæðinu býður upp á. Það er einfaldlega mjög skemmtilegt að vera ferðalangur á heimaslóð og prófa eitthvað af þeirri ferðaþjónustu eða afþrey- ingu sem erlendir ferðamenn koma um langan veg til að prófa hér á landi. Með því að fá fólk til að ger- ast ferðalangar á sumardaginn fyrsta kynnist fólk betur því sem í boði er, það áttar sig á töfrum svæðisins og verður betur í stakk búið að miðla reynslu sinni til ferðamanna sem hingað koma.“ – Nefndu dæmi um það sem boðið verður uppá þennan dag. „Dagskráin er afskaplega fjöl- breytt og skiptist í fjóra flokka; 1. Skemmtiferðir á heimaslóð, 2. Af- þreying fyrir alla, 3. Menningar- tengd ferðaþjónusta og 4. Gakktu í bæinn. Skemmtiferðirnar saman- standa af sérstaklega samansett- um ferðum í tilefni Ferðalangs 2004. Sex hópbílafyrirtæki sjá um að skipuleggja ferðirnar og skipta höfuðborgarsvæðinu bróðurlega á milli sín. Farið verður um nýja og gamla borgarhluta, græn svæði á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem allar ferðirnar innifela afþreyingu og/eða safnastopp, hestaferð, gönguferð, siglingu, kajakróður og svo mætti áfram telja. Í tilefni Ferðalangs 2004 bjóða söfn upp á áhugaverða dagskrá, nokkur hótel bjóða fólk sérstaklega velkomið með því að hafa herbergi til sýnis og tilboð á veitingum, fjallatrukkur fer í nokkrar ferðir upp á Úlfars- fell, bílaleigur bjóða upp á ratleik og ökuleikni með rafmagnsbílum, borgargöngur eru í boði í Reykjavík og Hafnar- firði, hægt er að fara í útsýnisflug yfir Reykja- vík fyrir brot af raun- kostnaði og þannig mætti áfram telja. Fólk verður bara að kíkja sjálft á dagskrána, sem liggur frammi á Select-stöðv- um Shell, í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti og á vefn- um reykjavik.is og velja hvernig það ætlar að eyða deginum. Við verðum einnig með forsölu miða í skipulögðu skemmtiferðirnar í Upplýsingamiðstöðinni í Aðal- stræti og Flugfélag Íslands sér um forsölu í útsýnisflugið.“ – Eru allir í þessum greinum sammála um ágæti þessa? „Já, hugmyndin hefur fengið einróma lof og allir sem við höfum heyrt í eru sammála um ágæti þessarar nálgunar. Margir ferða- þjónustuaðilarnir bjuggu til sér- staka dagskrá í tilefni dagsins en aðrir létu duga að veita veglegan afslátt og bjóða fólk þannig vel- komið með áberandi hætti. Það eru ekki síst ferðaþjónustufyrirtækin sem átta sig á mikilvægi þess að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu meðvitaðir um mikilvægi ferða- þjónustunnar og þá gífurlegu möguleika sem hún veitir. Á sjötta tug ferðaþjónustufyrirtækja taka þátt í að skipuleggja dagskrá Ferðalangs 2004.“ – Vantar talsvert uppá að þínu mati að borgarbúar nýti sér það sem ferðamenn sækja til borgar- innar? „Já, ég held mér sé óhætt að full- yrða það. Það hafa til dæmis ekki margir farið með stálpuð börn sín í hvalaskoðun eða sjóstangaveiði þó svo að þessi þjónusta bjóðist hér nánast handan við hornið og sé jafnframt stórbrotin náttúruskoð- un og frábær leið til að gera eitt- hvað skemmtilegt með börnunum sínum. Hið sama má segja um ann- ars konar afþreyingu víðs vegar við höfuðborgarsvæðið sem mest er nýtt af er- lendum ferðamönnum en er, þegar betur er að gáð, allt eins skemmti- leg og fróðleg fyrir landann.“ – Geturðu nefnt eða mælt sér- staklega með einhverju? „Nei, ég get það ekki þó ég viti sjálf hvað ég myndi gera með minni fjölskyldu sem almennur ferðalangur á sumardaginn fyrsta! Málið er einfaldlega að smekkur manna er svo ólíkur að það sem höfðar til mín höfðar ef til vill ekki til annarra.“ Dóra Magnúsdóttir  Dóra Magnúsdóttir er fædd í Reykjavík 1965. B.Sc.-próf í landfræði við HÍ 1992 og loka- próf í hagnýtri fjölmiðlun 1995. 2000 lauk hún prófi í markaðs- og margmiðlunarfræðum frá Int- eractive Marketing and Media Academy í Danmörku. Starfaði um árabil við leiðsögn erlendra ferðamanna og blaðamennsku og sem deildarstjóri í upplýs- ingadeild Flugleiða ’95–’98 og markaðs- og kynningarstjóri Ís- lenskra ævintýraferða ’01–’03. Er nú verkefnisstjóri markaðs- og ferðamála hjá Höfuðborg- arstofu. Maki er Guðmundur J. Guðjónsson margmiðlunarhönn- uður og eiga þau tvö börn, Kára, 11 ára, og Lilju, 6 ára. Á sjötta tug fyrirtækja tekur þátt MJÖG rammt kvað að sinubrunum í gær og var Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins kallað út ítrekað vegna þeirra, einkum í Hafnar- firði. Ekki hlutust skemmdir af á híbýlum eða öðrum mannvirkjum, en slökkviliðsmenn voru meira eða minna uppteknir af sinubrunum sem voru orðnir 15 síðdegis í gær. Það sem af er vori hafa brennu- vargar oft sætt færis þegar veður er bjart og þurrt og kveikt í sinu. Sinubrunar taka drjúgan tíma frá slökkviliðinu og vill vaktstjóri slökkviliðsins brýna fyrir foreldr- um og kennurum að vara börn við þeim hættulega leik að kveikja í sinu. Afleiðingarnar geti orðið mjög alvarlegar með því að eldur berist í annan gróður og/eða mannvirki. Mörg útköll vegna sinubruna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.