Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður Jónsson, frkvstj. Samtaka verslunar og þjónustu, Ingimundur Sigurpálsson, form. Samtaka atvinnulífsins, Sveinn Hannesson, frkvstj. Samtaka iðnaðarins, og Andrés Magnússon, frkvstj. Félags íslenskra stórkaupmanna, telja rangt að ríkið stundi neyslustýringu með því að leggja vörugjald á matvæli og vilja eitt þrep virðisaukaskatts. FIMM samtök í atvinnulífinu skora á ríkisstjórnina að draga úr skatt- heimtu á matvælum. Samtökin telja að öll matvæli eigi að vera í sama þrepi virðisaukaskatts og að vöru- gjöld verði felld niður. Á fundi sem Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Sam- tök ferðaþjónustunnar, Félag ís- lenskra stórkaupmanna og Samtök atvinnulífins héldu í gær voru stjórn- völd hvött til að grípa tækifærið og hverfa frá „tvöföldu kerfi neyslu- skatta á matvæli,“ eins og það er orð- að í áskorun samtakanna. Tillögur þessara fimm samtaka, sem eru samtök þeirra sem fram- leiða, flytja inn, dreifa og selja mat- væli, snúast um tvennt. Annars veg- ar að svokallað vörugjald verði afnumið, en samtökin segja heildar- vörugjöld af matvælum nema um 1,5 milljörðum króna árlega. Gjaldflokk- ar eru 12, frá 8 krónum upp í 400 krónur á hvert kíló eða lítra af til- teknum matvælum sem teljast óholl eða til sætinda. Hins vegar telja samtökin að virðisaukaskattþrepum beri að fækka úr tveimur í eitt. Nú- verandi fyrirkomulag er þannig að 24,5% skattur er greiddur af sumum matvælum en 14% af öðrum. Fleiri matvæli falla í síðari flokkinn. Hærri skattur á kakómalt en kókómjólk Að mati Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra stórkaupmanna, er ástæða til að ætla að áætlun ríkisstjórnarinnar geri ráð fyrir að neðra þrep virðis- aukaskattsins verði lækkað úr 14% í 7%. „Við leggjumst algerlega gegn slíkri breytingu og þeirri neyslustýr- ingu sem í þessu kerfi felst. Við erum eindregið þeirra skoðunar, sem tals- menn frjálsrar verslunar í landinu, að afnema eigi allt sem heitir neyslu- stýring. Þetta tveggja þrepa virðis- aukaskattskerfi hefur þróast í hróp- legri andstöðu við annars mjög jákvæðar breytingar sem hafa orðið á síðustu 10–15 árum á skattaum- hverfi fyrirtækja,“ sagði Andrés. Hann nefndi sem dæmi að kakó- malt sem flutt er inn til íblöndunar í mjólk ber vörugjald upp á 50 krónur á hvert kíló og er í efra þrepi virð- isaukaskatts. Kókómjólk, sem er innlend framleiðsla en samskonar vara, sé hins vegar í neðra þrepi virðisaukaskattsins eins og aðrar innlendar mjólkurvörur. „Ég held að þetta sé klassískasta dæmið um þann fáránleika sem þetta kerfi get- ur tekið á sig,“ sagði Andrés. Svíar með 12% virðisaukaskatt á öllum matvælum „Þjóðirnar í kringum okkur hafa verið að hverfa frá þessu kerfi og við teljum tímabært að við hverfum frá þessu líka. Svíar til dæmis tóku þetta skref núna fyrir örfáum árum að setja öll matvæli í eitt 12% virðis- aukaskattsþrep. Þeir, eins og ég held bara allar Vestur-Evrópuþjóðir, eru með öll matvæli í sama þrepinu. Við höfum ekki getað fundið nein dæmi um það að flokka matvæli í mismun- andi virðisaukaskattsþrep. Við telj- um að það sé orðið tímabært að hætta þessu. Ástæðan fyrir því að við erum að tala um þetta núna er að það er ekki á hverjum degi sem er verið að hrófla við virðisaukaskattskerfinu. Það er búið að opna á þá umræðu og við viljum benda á þá leið sem við teljum skynsamlegasta ef á að fara að draga úr skattlagningu á matvæl- um. Við erum að reyna að koma á framfæri góðri leið í þessum efnum,“ sagði Sveinn Hannesson fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins á fundinum í gær. Spurður hvort neytendur hafi vissu fyrir að sú lækkun sem hlýst af afnámi vörugjalds og lækkun virð- isaukaskatts skili sér í lækkun vöru- verðs sagði Sveinn að samkeppni á matvælamarkaði tryggði það. Fræðslu frekar en stýringu Samtökin telja það í andstöðu við alþjóðlega þróun að nota ekki tæki- færið við fyrirhugaða breytingu á virðisaukaskattkerfi og samræma álagningu og afnema vörugjöld. Sig- urður Jónsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sagðist setja spurningarmerki við hvort stjórnvöld eigi að stýra neyslu eins og gert er með t.d. vörugjaldi á sætindi. Hann sagði dæmin sanna að fræðsla um holla lífshætti gæfist bet- ur en stýring. „Það er margbúið að sýna fram á að opinber neyslustýring með skatt- heimtu virkar ekki. Við höfum verið með þennan sérstaka skatt á vörur sem eru taldar til óhollustu og sæt- inda. Benda má á að Danir hafa til dæmis sérstakan súkkulaði- og syk- urskatt sem leggst á vörur hjá þeim. Hins vegar borða fáar þjóðir meiri sykur en Danir og Íslendingar þrátt fyrir þessa skattheimtu,“ sagði Sig- urður á fundinum. Fundur samtaka í atvinnulífinu um skattlagningu á matvæli Vilja að horfið verði frá neyslustýringu FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Einnig kynnum við heilsárs sumarhús frá Kanada Micasa lagersala Allt að 40% afsláttur Síðumúla 35, sími 588 5108 www.Bonalba.com www.micasa.is Kynnum frábært íbúðahverfi á Spáni, Bonalba www.Bonalba.com, sími 662 5941 ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að um- sögn Impregilo um þingsályktun- artillögu tíu þingmanna flokksins um erlendar starfsmannaleigur sé fáheyrð frá fyrirtæki sem „sann- arlega hefur orðið sér til skammar hér á Íslandi með því að nota ósvífnar starfsmannaleigur sem beinlínis hafa notfært sér neyð fá- tæks verkafólks“. Impregilo sendi fjölmiðlum í gær umsögn til efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis við þingsályktun- artillögunni. Fyrirtækið segist fagna innihaldi ályktunarinnar, og þeim áformum að skýra lagalegt umhverfi fyrir starfsmannaleigur, en gerir alvarlegar athugasemdir við greinargerð sem fylgir þings- ályktuninni. Impregilo segir það undrunar- efni að á þjóðþingi Íslendinga skuli vera dreift þingskjali með „marg- háttuðum, alvarlegum og röngum ásökunum“ í garð fyrirtækisins. „Rógburðurinn er einsdæmi og slíkur að tæpast er tilefni til sér- stakra andsvara,“ segir í umsögn- inni. Ómar R. Valdimarsson, talsmað- ur Impregilo, segir að í greinar- gerðinni sé m.a. vitnað nær orðrétt í fylgiskjal með ferðasögu fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar á vinnu- svæði Kárahnjúkavirkjunar. Í greinargerðinni sé því haldið fram að Impregilo hafi þverbrotið allar hefðbundnar reglur á íslenskum vinnumarkaði af starfsmannaleig- um og Impregilo. Margsinnis sé það gefið í skyn í skjalinu að fyr- irtækið hafi brotið lög hér á landi frá því að það hóf starfsemi. Þessu vísi Impregilo alfarið á bug. Össur segir það liggja fyrir skjalfest í gögnum, sem hann hafi séð, að erlend starfsmannaleiga hafi látið verkafólk skrifa undir ódagsett uppsagnarbréf fram í tím- ann, til að hægara yrði um vik að losa sig viðkomandi starfsmenn. Þetta sé ekkert annað en brot á öll- um viðteknum hefðum og almennu siðgæði. Með því að notfæra sér þjónustu leigunnar sé Impregilo jafnsekt og hún sjálf. Hér á landi hafi þessi háttsemi mætt sameig- inlegri andstöðu samfélagsins alls. Harkaleg viðbrögð verkalýðshreyf- ingarinnar hafi komið í veg fyrir að Impregilo héldi áfram „svívirðileg- um verknaði“ sem fyrirtækið hafi tekið þátt í gegnum starfsmanna- leigurnar. Átti að vera þingmönnum ljóst Ómar segir skamman tíma hafa verið til undirbúnings framkvæmda og þetta hafi þingmönnum, m.a. innan Samfylkingarinnar, átt að vera ljóst sem greiddu því atkvæði að virkjunarframkvæmdirnar urðu að veruleika. Ómar bendir á að samkomulag hafi náðst við verka- lýðsfélögin í október á síðasta ári um launauppgjör við starfsmenn. Fyrirtækið hafi alltaf greitt laun samkvæmt gildandi launatöxtum í virkjunarsamningi. Össur segir að þótt þingmenn hafi lagt blessun sína yfir fram- kvæmdirnar hafi þeir ekki verið að fallast á að verktakinn myndi fremja mannréttindabrot. Formaður Samfylkingarinnar um umsögn Impregilo um þingsályktun Fáheyrt frá fyrirtæki sem hefur orðið sér til skammar LEIÐNI í Múlakvísl minnkaði jafnt og stöðugt í gær, eftir að hún náði sögulegu hámarki á sunnudag frá því að skipulegar mælingar hófust fyrir fimm ár- um. Mest fór leiðni í 365 svonefnd míkrósímens á metra en var komin niður í 233 míkrósímens í mælingu Reynis Ragnarssonar vaktmanns í gærkvöldi. Reynir sagði vatnið í ánni einnig hafa minnkað en brennisteinsfýlan enn verið til staðar. Nokkrir smáskjálftar, allir undir tveimur stigum á Richter, komu fram á mælum Veðurstof- unnar í fyrrinótt í megin Kötlu- öskjunni en síðan stöðvaðist sú virkni í gærmorgun. Nokkrir skjálftar komu svo fram á mælum í gærkvöldi. Matthew J. Roberts, jöklafræð- ingur hjá jarðeðlissviði Veður- stofunnar, segir að skjálftahrinur af svipuðu tagi, þar sem all- nokkrir skjálftar verða á stuttum tíma, eigi sér fordæmi og verði alltaf öðru hverju. Jarðhitavatn gæti hafa orsakað skjálftahrinu Hann segir að jarðskjálfta- virknin hafi stöðvast í gærmorg- un og um líkt leyti hafi leiðni í Múlakvísl minnkað snarlega. Því sé óhætt að segja að jarðskjálfta- hrina hafi getað stafað af jarð- hitavatni frá Kötlu sem svo hafi runnið í Múlakvísl. Ljóst sé að ekki hafi verið um jökulhlaup að ræða. Skjálftar í Kötlu en leiðnin minnkaði DÓMS- og kirkjumálaráðherra skipaði 16. apríl sl. Valtý Sig- urðsson hér- aðsdómara forstjóra Fangelsis- málastofnun- ar. Valtýr tek- ur formlega við starfinu 1. maí næstkom- andi. Áður gegndi starf- inu Þorsteinn A. Jónsson, en hann var skip- aður skrifstofustjóri Hæsta- réttar 1. apríl sl. Auk Valtýs sóttu um emb- ættið Guðgeir Eyjólfsson sýslu- maður, Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari og Sigurður Gísli Gíslason yfirlögfræðingur. Valtýr yfir Fangelsis- málastofnun Valtýr Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.