Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 51 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www .regnboginn.is Sýnd kl. 5.45 og 10.40. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. (Píslarsaga Krists) HP. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Skonrokk Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta mynd allra tíma Vinsælasta myndin á Íslandi! Til að tryggja réttan dóm En það var einn sem sá við þeim... Eftir metsölubók John Grisham Með stórleikurunum John Cusack, Gene Hackman, Dustin Hoffman og Rachel Weisz Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Jimmy the Tulip er mættur aftur í hættulega fyndinni grínmynd!Kvikmyndir.is www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. „Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna“ Þ.Þ. Fbl. Sýnd kl. 4. Íslenskt tal.Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Jimmy the Tulip er mættur aftur í hættulega fyndinni grínmynd! Vinsælasta myndin á Íslandi! Laugavegi 54, sími 552 5201 Vorútsala 40% afsláttur af öllum vörum ÞRIÐJA stóra plata múmliða er komin út eftir að fólk hefur fengið að melta hina stórgóðu síðustu skífu, Loksins erum við engin sem kom út fyrir tveimur árum. Gyða Valtýsdóttir hefur sótt á önnur mið og múm er í dag tríó, ásamt góðum aðstoðar- kokkum. Hljóð- heimur þeirra er auðþekkjanlegur; taktgrunnaskrúfur, umhverfisbank og brak í bland við hlýjar gítarlínur og hljómborðsglefsur, að ógleymdri viðkvæmnislegri rödd – og í fyrstu heyrist manni vera það „sama gamla“ á ferðinni. En þetta er plata sem verður að fá að rúlla í dálítinn tíma á fóninum og vinna á, hún er ekki eins að- gengileg og melódísk og sú síðasta. Huggulegur heimilisiðnaður er orð- inn ákveðnari, grófari, hryssings- legri, það er meira óþol og myrkur hér en áður. Kannski má tengja þetta við óblítt umhverfið við Garð- skagavita og Galtarvita þar sem platan var tekin upp en múmliðar hafa svo sem áður tekið upp í vita, Loksins erum við engin var tekin upp í Galtarvita, en á meðan sú plata lét hugann reika út á tún, með smáblómum og háu grasi, er á þessari plötu gengið niður í fjöru og það er vont í sjóinn, vaxandi norð- austan og örugglega úrkoma í grennd. Hafsþemað er gegnumgangandi – lögin heita nöfnum eins og „hú hviss – a ship“, „abandoned ship bells“, „oh, how the boat drifts“, og þessu er m.a. náð fram með ýmsum sjávarhljóðum, braki í rá og reiða og blásturshljóðfærum, t.d. í „weep- ing rock, rock“ þar sem blásturinn er mjög vandlega útsettur og lagið byggt upp smátt og smátt eins og í takt við vaxandi óveður sem svo gengur niður – eitt besta lagið á diskinum. Væntanleg smáskífa af plötunni er lagið „nightly cares“, rólegt og ljúft lag þar sem gítarinn fær að vefa laglínuna saman með lágværum trompet og þar ber líka mikið á rödd Kristínar. Sumum þykir örugglega rödd hennar yf- irgengilega smábarnaleg, hún hvísl- ar og raular eins og feimið barn og stundum heyrast varla orðaskil, en í rauninni myndi engin önnur rödd passa hér inn, tæknilega skýr og skörp rödd myndi breyta algerlega andrúmsloftinu og kremja lögin, það er einmitt þessi smábarnalega viðkvæmni sem leyfir öðrum hljóð- um og hljóðfærum hér að anda og hafa sín áhrif. Fyrrnefnt lag, „nightly cares“, er einna skýrast af- markaða lagið, ásamt „weeping rock, rock“ en þegar á heildina er litið er lögin á skífunni öll samofin og standa best hlið við hlið; um leið og þau eru tekin úr samhengi tap- ast töluvert af seiðandi andrúms- loftinu, platan er flétta af stemn- ingum og smámyndum, ekki stakir smellir eða hvert lag með sínu sniði. Með því áhugaverðara á disk- inum eru smálögin, stuttar ósungn- ar hljóðmyndir eins og t.d. öldu- gangurinn og ýmsar bjaganir í „away“ og smávegis „hillbilly“ banjóútúrdúr og greiðuspil í skemmtilegu örlagi sem ber hinn minnisverða titil „small deaths are the saddest“. Platan dettur aðeins niður í seinni hlutanum, „oh, how the boat drifts“ er byggt upp á end- urteknu viðlagi sem laglínan er ekki nógu áhugaverð til að bera, og „will the summer make good“ er fremur langdreginn harmónikku- tregi. En lokalagið snýr þessu við, „abandoned ship bells“, eins konar tregasöngur draugaskipsins, sem sýnir sérlega vel hvað múm er leik- in í að framkalla lifandi hljóðmyndir með örfáum efnisþáttum, nokkrum orgelnótum, raddhvísli og undiröldu hafsins. Múm grefur dýpra á þessari plötu og sækir í sig grátt veðrið – og kemur sterk út fyrir vikið. Tónlist Úrkoma í grennd múm Summer make good Fatcat Records MÚM skipa þau Örvar Þóreyjarson Smárason, Kristín Valtýsdóttir og Gunnar Tynes. Einnig koma við sögu Eiríkur Ólafsson, Ólöf Arnalds og Samuli Kosm- inen, sem hafa leikið með múm á tón- leikum undanfarið. Upptökur í höndum Orra Jónssonar og múm. Steinunn Haraldsdóttir Ljósmynd/Orri Jónsson Múm-liðar sækja enn í sig veðrið á nýju plötunni og grafa enn dýpra. LENNY KRAVITZ kveðst enn leiður yfir því að sam- bandi hans og leik- konunnar Nicole Kidman sé lokið. Hann hefur látið í veðri vaka að lagið „Lady“, sem hann samdi, fjalli um Kidman. „Ég nefni engin nöfn, en lagið fjallar um ákveðna persónu, konu sem ég var með á ákveðnu tíma- bili. Því miður fylgdust fjölmiðlar grannt með þessu sambandi mínu og þessarar konu og sagan fékk ekki far- sælan endi…“ Aðspurður segist hann leiður yfir því að sambandi hans og þessarar konu sé lokið, að því er fram kemur í tímaritinu Gala. „Það er synd, en lífið heldur áfram…“ Hinn 39 ára gamli söngvari viðurkennir að hann sé erfiður í sambúð og kveðst vera hálfgerð „prímadonna“ í sam- skiptum við fólk. „Ég er heillandi per- sóna sem get gefið mikið af mér, en jafnframt er ég flókin tæfa“ … LEIKARINN og óskarsverðlaunahaf- inn Kevin Spacey, hefur séð ástæðu til þess að draga til baka fregnir þess efnis að veist hefði verið að honum á laugardags- morgun þegar hann var að viðra hundinn sinn í al- menningsgarði í Lundúnum. Dag- blöð í Bretlandi skýra frá því í dag að farsíma Spac- eys hafi verið rænt og að hann hafi hlotið minni- háttar meiðsl á höfði. Spacey sagði hins vegar í samtali við breska útvarpsstöð að hann hafi verið gabbaður af manni sem spurði Spac- ey hvort hann gæti lánað honum far- símann sinn. Maðurinn hafi svo stungið af með símann. Spacey sagði að hann hafi svo rekist í hund sinn og hrasað með þeim afleið- ingum að hann féll í gangstéttina. „Þessu lauk með því að ég féll og rak höfuðið í stéttina,“ sagði leikarinn. „Nú blæðir töluvert úr mér, ég er í miklu uppnámi og mér finnst ég vera algjört fífl. Ég lét gabba mig og skammaðist mín svo fyrir það að ég fór til lögreglu og sagði að ég hefði verið rændur,“ bætti leikarinn við. „Það er munur á árás og þjófnaði og best að ég játi hvað gerðist þótt ég skammist mín fyrir það að hafa orðið fórnarlamb elstu brellu þjófa sem fyrirfinnst,“ sagði Spacey. Hann sagðist biðja lögreglu, lesendur og aðra sem hefðu trúað sögunni um ránið afsökunar. Spacey tilkynnti um glæpinn snemma á laugardags- morgun og fór í kjölfarið á slysavarð- stofu til þess að láta gera að sárum sínum. Þá fór hann aftur til lögreglu og sagð- ist falla frá fyrri ásökunum … FÓLK Ífréttum MÁNAR frá Selfossi eru að koma saman aftur en sveitin hefur þekkst boð um að hita upp fyrir bresku rokksveitina Deep Purple á tónleikum í Laug- ardalshöll í júní. Fram kemur í Sunnlenska fréttablaðinu að Mánar hafi ekki komið saman síðan árið 1985 þegar efnt var til dagskrár á Selfossi með lögum þeirra. Haft er eftir Ólafi Þórarinssyni í Sunnlenska fréttablaðinu að sú hug- mynd að Mánar komi saman aftur hafi á undanförnum árum verið rædd margoft en aldrei orðið að veruleika. Hins vegar hafi þeim Mánum alltaf borið saman um að rétta tilefnið væri ekki fundið en þegar rætt var um að sveitin kæmi saman sem upphitunarhljómsveit fyrir Deep Purple hafi ekki verið hægt að skerast úr leik. Haft er eftir Einari Bárðarsyni, sem skipuleggur tónleikana, að Mánar hafi verið stórveldi hér á landi á sín- um tíma og því hafi honum þótt eðli- legt að gera tilraun til að fá hljóm- sveitina til að hita upp fyrir Deep Purple. Það sé mjög ánægjulegt að þeir hafi nú þekkst það boð. Mánar störfuðu á árunum 1965 til 1975 og gáfu út tvær plötur. Hljóm- sveitina skipuðu Ólafur Þórarinsson, Smári Haraldsson, Guðmundur Benediktsson, Björn Stefán Þór- arinsson og Ragnar Sigurjónsson. Morgunblaðið hringdi í Einar Bárð- arson til að fá staðfestingu á þessari frétt. Sagði Einar að allar líkur væru á ofangreindu en þó gæti hann ekki staðfest það að fullu fyrr en eftir nokkra daga … POPPkorn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.