Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 33 ✝ Guðjón Einars-son fæddist í Norður-Ísafjarðar- sýslu hinn 9. ágúst 1913. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 12. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Einar Ein- arsson og Elín Sal- ómonsdóttir. Fóstur- foreldrar hans voru Guðbjartur Guð- mundur Jónsson og Bjarney Sigríður Guðmundsdóttir, Hrafnabjörgum í Ísa- fjarðardjúpi. Alsystkini Guðjóns voru: Guðmundur, f. 1911, d. 1979, Hrólf- ur, f. 1912, d. 2001, Hólmfríður, f. 1915, d. 1972, Jóel, f. 1917, d. 1966, Una, f. 1919, d. 1928. Bróðir samfeðra: Sigurður Einar, f. 1906, d. 1963. Guðjón Einarsson var ókvæntur og barnlaus. Útför Guðjóns fer fram frá Þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Hugurinn hvarflar aftur til tuttug- ustu aldar til harðbýlla og erfiðra ára í sögu lítils umkomulauss drengs. Við Ísafjarðardjúp slitu Guðjón og systk- ini hans barnsskónum. Sú ógæfa dundi yfir þau systkinin að missa for- eldra sína ung að árum. Hafði þá móð- irin átt við vanheilsu að stríða lengi. Þau systkinin áttu því ekki því láni að fagna að alast upp saman og hafa þannig stuðning hvert af öðru. Systk- inahópurinn tvístraðist í allar áttir og á þessum árum sem þau voru að alast upp voru samgöngur erfiðar og stop- ular og því hefur Guðjón væntanlega ekki haft miklar fregnir af systkinum sínum á uppeldisárunum. Þau hafa þó eftir bestu getu reynt að fá fréttir hvert af öðru og á fullorðinsárum höfðu þau samband hvert við annað. Guðjón lenti að því er ég best veit á flækingi fyrstu árin en var lengst af á Hrafnabjörgum í Ísafjarðardjúpi. Átján ára gamall kom hann sem vinnumaður að Laugarbóli í Laugar- dal í Ögursveit við Ísafjarðardjúp til Ólafar Ólafsdóttur og Aðalsteins Jón- assonar. Guðjón var til heimilis á Laugarbóli í hartnær fjörutíu ár. Þá fluttist hann til Hafnarfjarðar og bjó þar síðan. Síðustu árin bjó hann á Hrafnistu þar í bæ. Mér virðist að frændi minn hafi verið sem viðkvæm jurt frá fyrstu tíð. Hann hefði þurft sumar og sól í lífinu fyrstu árin til að þrífast og dafna vel en ekki þau hörðu él sem á honum buldu. Það er erfitt öllum að missa foreldra sína ungur. Viðkvæmum litlum dreng eru slík hret að morgni lífsins óbætanleg. Þegar fjölskyldan tvístrast stendur hann aleinn eftir, svo berskjaldaður og auðsærður. Hann á ekki þann fjársjóð til að leita í síðar meir sem ánægjulegar bernsku- minningar um öryggi, festu og var- anleik alls eru. Hann hafði ekki þetta bjarg sem foreldraskjólið er flestum þar sem hann þurfti að flytjast til vandalausra. Guðjón átti í raun erfiða ævi þar sem hann þjáðist af þunglyndi frá átján ára aldri. Hann sagði sjálfur að þunglyndið hefði ágerst með aldrin- um. Mér virtist hann svo innilega varnarlaus gagnvart þessum vágesti sem hélt honum heljartökum og varn- aði honum þess að taka á fullan hátt þátt í lífinu. Því miður höguðu atvikin því þannig að ég kynntist þessum frænda mínum allt of lítið. Ég man þó eftir honum er hann kom að heim- sækja móður mína til Súðavíkur. Þar sá ég að afar kært var með þeim systkinum. Á góðviðrisdegi einum í fyrravor birtist þessi frændi minn allt í einu með bróður mínum og mágkonu og settist niður í stofunni hjá mér. Mikið var þetta kærkomin heimsókn. Hann leit svo vel út, unglegur eftir aldri og svo sláandi líkur henni Fríðu systur sinni og móður minni í útliti. Hann var svo fínn í tauinu og hafði staf til að styðjast við. Hann var ræðinn og hinn glaðasti. Sagði okkur m.a. að hann ætlaði að halda upp á níutíu ára af- mælið sitt og að okkur sytkinunum yrði öllum boðið þangað. Þar langaði hann að hafa harmonikuspil og greini- legt var að hann hafði mikið gaman af því að dansa. Fram kom að hún Re- bekka Aðalsteinsdóttir frá Laugar- bóli sem var hans stoð og stytta ætl- aði að sjá um þetta fyrir hann. Greinilegt var að hann var skýr í hugsun og fylgdist vel með þjóðmála- umræðunni. Þarna kom það vel fram að hann hafði áhyggjur af lítilmögn- unum í þjóðfélaginu og óttaðist að ekki væri nógu vel að þeim búið, eink- um þeim sem hvergi áttu höfði sínu að að halla. Það er gott að þessi frændi minn hefur fengið langþráða hvíld, laus frá þeirri kvöl sem lífið oft á tíðum var honum. Hann var hetja hversdagsins. Hans hetjudáð var að þrauka þrátt fyrir allt í þessi níutíu ár. Ég vil fyrir hönd okkar systkin- anna þakka henni Rebekku Aðal- steinsdóttur allt sem hún var honum Guðjóni í gegnum tíðina, allar heim- sóknirnar og umhyggjuna sem hún bar fyrir honum. Einnig vil ég þakka Smára þá aðstoð og vináttu sem hann veitti honum og öllum þeim sem önn- uðust hann og veittu honum skjól á Hrafnistu. Guð blessi ykkur öll. Far í friði kæri frændi og líði þér vel í landi ljóss og friðar. Guð blessi minningu þína. Bjarnveig Bjarnadóttir. GUÐJÓN EINARSSON ✝ Þórunn Bjarna-dóttir fæddist í Reykjavík 22. janúar 1951. Hún lést í Reykjavík 11. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru séra Bjarni Sigurðsson, f. 19. maí 1920, d. 2. október 1991, og Að- albjörg S. Guð- mundsdóttir, f. 23. júlí 1921. Systkini Þórunnar voru: 1) Hilmir, stýrimaður, f. 6. desember 1949, d. 6. apríl 1979. 2) Bjarki, kennari og rithöfundur, f. 15. júní 1952, kvæntur Þóru Sig- urþórsdóttur leirlistarkonu, f. 7. ágúst 1958. Börn þeirra eru: Bjarni, Vilborg og Guðmundur. 3) Guðmundur, búfræðingur, f. 27. nóvember 1955, d. 22. ágúst 1986. 4) Sif, kennari, f. 2. febrúar 1958. Synir hennar eru Hilmir Þór og Ásbjörn. Dóttir Þórunnar er Ýr Þórð- ardóttir kennari, f. 10. mars 1974. Faðir hennar er Þórður Bjarna- son, f. 15. apríl 1950. Sambýlismað- ur Ýrar er Hlynur Þórisson, vélsmiður, f. 14. september 1971. Barn Ýrar með Agli Darra Brynjólfssyni er Að- albjörg, f. 12. ágúst 1996. Þórunn ólst upp á Mosfelli í Mosfells- dal þar sem faðir hennar þjónaði sem prestur. Hún gekk í barnaskóla í Mosfellssveit, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Laugarvatni 1973 og hóf þá nám í læknisfræði við Háskóla Ís- lands. Þórunn dvaldi um 25 ára skeið í Danmörku og stundaði þar meðal annars garðyrkju- og veitingastörf en flutti heim til Ís- lands vorið 2002. Útför Þórunnar verður gerð frá Mosfellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku fallega mamma mín. Ef allir væru eins góðir og þú varst, væri heimurinn betri. Því hjálpsamari og betri manneskju var ekki hægt að hugsa sér. Þú vildir allt fyrir mig, Hlyn og Aðalbjörgu gera og öll sam- vera við þig var yndisleg. Ég brosi í gegnum tárin þegar ég hugsa til þín, elsku mamma, ég á svo góðar minningar um þig sem ég mun alltaf varðveita í hjarta mínu. Minn- ingu þína hef ég í heiðri með því að reyna að vera góð og fordómalaus eins og þú. Aðalbjörg mun alltaf muna eftir elskulegri ömmu sinni sem var alltof stutt hjá okkur. Ég elska þig og sakna þín. Þín dóttir Ýr. Ó borg, mín borg, ég lofa ljóst þín stræti, þín lágu hús og allt sem fyrir ber. Og þótt tárið oft minn vanga væti er von mín einatt, einatt bundin þér. (Vilhjálmur frá Skáholti.) Fyrir tveimur árum sneri Þórunn heim eftir áralanga dvöl erlendis og sveigði líf sitt inn á nýjar brautir. Hún dvaldi þá mikið á heimili okkar á bernskuslóðum sínum í Mosfells- dal. Það var einstaklega ljúft að hafa hana hjá okkur, hún lét sér annt um alla í kringum sig, bæði menn og málleysingja. Börnin og húsdýrin hændust að henni, heimiliskötturinn hvíldi við höfðalagið og hundurinn var sjaldnast langt undan. Oft fór Þórunn niður í gróðurhúsin í Dalsgarði, sinnti þar blómarækt- inni og kom heim með nýútsprungin blóm. Sjálf var hún að blómstra og horfði bjartari augum en fyrr til framtíðarinnar. Þórunn vildi öllum vel, var hjálpfús, ósérhlífin og hörku- dugleg til allra verka. Hún elskaði lífið sjálft í öllum sínum margbreyti- leika hvar sem það bærðist. Hún sá alltaf það jákvæða í sérhverjum manni og setti sig aldrei í dómara- sæti. Nú með vorinu hugðist Þórunn flytja í nýja íbúð í Reykjavík. Þar var hún byrjuð að punta í kringum sig með fallegum hlutum, stórum og smáum, sem spegluðu fegurðarþrá hennar og smekkvísi. Dauði Þórunnar kom eins og þungt högg yfir alla ættingja og vini, okkur þótti öllum svo innilega vænt um hana. Eins og endranær er erfitt að sætta sig við dauðann en minn- ingin lifir um fallega og elskulega konu sem mátti ekkert aumt sjá. Vegferð hennar lýkur að Mosfelli, í faðmi dalsins sem fóstraði hana sem barn. Hvíl í friði, elsku Þórunn. Bjarki og Þóra. Ég var svo heppin að eiga Þórunni sem frænku og hún var engin venju- leg frænka. Þórunn hafði svo margt gott til að bera, hún var ljúf við alla, bæði menn og dýr. Hún var sérstak- lega góð við okkur systkinabörnin sín, hún gerði allt eins vel og hún gat og jólagjafirnar hennar voru ekki af verri endanum. Þar valdi hún allt vel og vandlega handa hverjum og ein- um. Allt í kringum Þórunni var fal- legt, hún hafði verulega næmt auga, hún var mjög litaglöð og gaf tilveru okkar mikinn lit. Þau voru ófá kvöldin sem við vor- um að skottast saman ég, Þórunn og mamma á vinnustofunni hjá mömmu. Þar töluðum við um lífið og tilveruna, Þórunn var alltaf að nostra við eitthvað, allt sem hún gerði var fallegt, hvort sem það var málverk eða prjónaskapurinn. Hún lagði mikinn metnað í að prjóna sokka og vettlinga handa okkur öll- um í fjölskyldunni. Þórunn mat alla jafnt, fyrir henni voru allir fallegir á sinn hátt. Það var margt í fari frænku minnar sem aðr- ir mættu taka sér til fyirmyndar. Hún var tilbúin að gefa allt sem hún átti, kvartaði aldrei og var ávallt hógvær fyrir sína hönd. Kannski var verst að hún sá ekki alltaf hversu fal- leg manneskja hún var sjálf. Mér er það minnisstætt þegar hún sat eitt kvöldið heima og horfði hugsandi á svip í lófa sinn. Hún var þá að skoða sinn víðförla veg, sem hún hafði farið, og blind- andi leiddi hún fingurinn eftir lífslín- unni sem nú er á enda. Það er mér mikill missir að kveðja Þórunni frænku mína. En þótt hún sé farin mun minningin um hana allt- af lifa með mér. Þórunn frænka, ég hefði aldrei trúað því hvað mér þótti vænt um þig enda er ekki annað hægt. Guð varðveiti þig. Vilborg Bjarkadóttir. Elsku Þórunn. Það er svo skrítið að þú sért farin frá okkur, maður er enn að átta sig á því. Það var svo gaman að fá þig aftur heim til Ís- lands og það gladdi okkur mikið að sjá hversu dugleg þú varst. Þú varst mikið hjá okkur á Hvirfli og það var alltaf jafnþægilegt að vera nálægt þér. Þú varst án alls vafa ein besta frænka sem hægt er að hugsa sér enda áttum við oft ánægjulegar stundir með þér. Við eigum eftir að sakna þín sárt og við munum alltaf hugsa til þín. Við getum samt hugg- að okkur við að þér líður vel fyrir handan hjá Bjarna afa og öðrum ást- vinum. Þínir frændur, Bjarni og Guðmundur. Kæra Þórunn. Ég vona að þér líði vel þarna uppi. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, alla hlutina sem þú hefur gefið mér, og allar næt- urnar sem þú gistir hjá okkur. Ásbjörn Ibsson. Elsku Þórunn, takk fyrir allar þær góðu stundir sem þú hefur gefið okk- ur og hlýjuna sem þú hefur veitt okk- ur. Ég vil þakka allar liðnar stundir. Hilmir Þór Ibsson. Nú er ein úr æskuhópnum í Mos- fellsdalnum fallin frá, Þórunn frá Mosfelli. Við þekktumst frá fyrstu tíð, þá var Mosfellsdalur ekki fjöl- mennur, allir vorum við krakkarnir einn vinahópur, foreldrar okkar allra góðir kunningjar og nágrannaskap- ur mikill. Þegar við, Þórunn, Signý og Sigga byrjuðum í skóla alla leið niður að Brúarlandi, þá skiptust foreldrarnir á að keyra okkur. Við vorum voða- lega mikil sveitabörn og fannst þetta mikið ferðalag. Svo kom nú að því að við urðum öll fullorðin og leiðir skildi. Eftir stúd- entspróf settist Þórunn að í Kaup- mannahöfn, þá hafði hún eignast einkadótturina Ýrr sem varð eftir í umsjá elskulegrar ömmu sinnar og afa á Mosfelli. Árin liðu og fyrr en varði var Þór- unn búin að vera í burtu í tuttugu og fimm ár. Öðru hvoru kom hún í stutt- ar heimsóknir sem öllum sem þekktu hana voru mjög kærkomnar. Engin úr vinahópnum í Dalnum sem leið átti um Kaupmannahöfn lét sér detta annað í hug en fara og hitta hana Tótu. Alltaf gladdist hún þess- um heimsóknum af einlægni og þyrsti í fréttir að heiman, stórar og smáar. Því miður vorum við alltof fá sem fengum að kynnast listakonunni í henni Tótu. Hún málaði mikið, marg- ar mynda hennar voru snilldarlega gerðar, en það var ekki í eðli hennar að koma list sinni á framfæri. Því miður. Þórunn var sérstök kona. Afskap- lega falleg, augun djúpblá og hárið svart, brosið svo sérstaklega fallegt, eitthvað leyndardómsfullt. Innri maður hennar var ekki síðri. Þórunn var afburðagreind, oft tók hún ógleymanlega til orða og kímnigáfan var mikil og eftir því góð. Nú voru um það bil tvö ár síðan Þórunn flutti heim. Hún undi sér einstaklega vel í vinnunni sinni í Gróðrarstöðinni í Dalsgarði, síðustu vikur var hún full tilhlökkunar að koma sér fyrir í nýrri íbúð með litlum garði. Það verður ekki framar spurt: „Hvað er að frétta af Tótu?“ Við kveðjum hana með trega og vottum kærri fjölskyldu hennar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Þórunnar Bjarnadóttur. Signý Jóhannsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir. ÞÓRUNN BJARNADÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, EINAR ARNALDS rithöfundur, Bugðulæk 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 18. apríl. Sigrún Jóhannsdóttir Dagný E. Arnalds, Ólöf Helga Arnalds, Klara Jóhanna Arnalds, Ásdís Arnalds. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ÞYRI NIKULÁSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 17. apríl. Ragna Þyri Magnúsdóttir, Guðný Edda Magnúsdóttir, Sigurður R. Pétursson, Nikulás Friðrik Magnússon, Svandís Hauksdóttir, Anna Stefanía Magnúsdóttir, Björn Heimir Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.