Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 14
FRÉTTIR
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Frummælendur:
Dögg Pálsdóttir, hrl.,
Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor,
Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur,
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, laganemi.
Fundarstjóri: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,
námssálfræðingur.
Vörður-fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Allir velkomnir!
Jafnrétti í fókus -
markmið, leiðir, árangur
Umræðufundur Varðar
miðvikudaginn 21. apríl
kl. 17.00 í Valhöll
ÚR VERINU
KÁRI Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, Guðfinna
Bjarnadóttir, rektor Háskólans í
Reykjavík, Gunnar Hersveinn,
blaðamaður og heimspekingur, Sig-
mar Vilhjálms-
son, sjónvarps-
maður, og
Sæunn Stefáns-
dóttir, viðskipta-
fræðingur og að-
stoðarmaður
heilbrigðisráð-
herra, verða
frummælendur á
opnu málþingi
um skóla fram-
tíðarinnar sem Framsóknarflokk-
urinn efnir til á Grand Hóteli í
Reykjavík í kvöld klukkan 20.
Aðgangur er ókeypis en mál-
þingið er liður í starfi starfshóps
sem miðstjórn Framsóknarflokks-
ins fól sl. haust að fara yfir og
undirbúa þá endurskoðun á stefnu
flokksins í menntamálum, sem ráð-
gert er að fram fari á flokksþingi
snemma á árinu 2005.
Viljum almenna umræðu
Dagný Jónsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, segir frum-
mælendurna ætla að velta fyrir sér
draumaskóla framtíðarinnar.
„Okkur langaði til að fá almenna og
dálítið markvissa þjóðfélagsum-
ræðu um þessi mál en ekki að festa
okkur í einhverri pólitík. Okkur
finnst mikilvægt að hafa umræðuna
á því plani. Fólki finnst það dálítið
fráhrindandi ef umræðan er fast-
mótuð í pólitískar skoðanir. Þannig
að það verður gaman að heyra í og
sjá áherslur frummælendanna sem
hver hefur sína reynslu af skóla-
kerfinu,“ segir Dagný.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, setur fund-
inn með ávarpi. Jónína Bjartmarz
alþingismaður verður fundarstjóri.
Málþing um
skóla fram-
tíðarinnar
Dagný
Jónsdóttir
ÍSLENZKU kolmunnaskipin héldu
mörg til veiða eftir páskana, ýmist
eftir stopp yfir hátíðarnar, eða
voru að hefja veiðar á þessari ver-
tíð. Um páskana lönduðu þrjú fær-
eysk skip kolmunna hjá Síldar-
vinnslunni. Högaberg landaði í
Neskaupstað og Trondur í Götu og
Norðborg á Seyðisfirði. Hákon EA,
sem var á kolmunnaveiðum yfir
páskana, fór til Seyðisfjarðar með
1200 tonn og Börkur NK sömuleiðis
með ríflega 800 tonn. Í gær hafði
verið landað um tæplega 38.000
tonnum af kolmunna hér á landi í
ár. Þar af höfðu erlend skip, að-
allega færeysk, landað tæplega
31.000 tonnum, en þau íslenzku að-
eins 7.100. Langmestu hefur verið
landað á Fáskrúðsfirði, 14.000
tonnum, öllu af erlendum skipum.
Til Grindavíkur hafa borizt 6.300
tonn, til Eskifjarðar 5.000 tonn og
7.100 tonn til Seyðisfjarðar.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Jón Kjartansson og Ingunn á Eskifirði taka kolmunnatrollin um borð.
Íslenzku skipin á
kolmunna á ný
ÁFORM um mesta samruna sög-
unnar í nýsjálenzkum sjávarútvegi
hafa runnið út í sandinn. Ef þau á
hinn bóginn hefðu orðið að veruleika
hefði árlega velta hins sameinaða fé-
lags orðið um 47 milljarðar íslenzkra
króna.
Það voru fyrirtækin Sanford og
Sealord, sem til stóð að sameina, en
hið síðarnefnda er nú í eigu Maora,
frumbyggja landsins og Japana.
Framkvæmdastjóri Sanford, Eric
Barrat, sem sleit sameiningarvið-
ræðunum, segir að þess í stað muni
fyrirtækið leita út fyrir landsteinana
til að auka umsvif sín.
Sanford hefur verið í samvinnu við
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og
stóð félögun meðal annars að yfir-
töku Fishery Products á Nýfundna-
landi fyrir nokkrum misserum ásamt
kanadíska fyrirtækinu Clearwater.
Eins og áður sagði hefði velta
sameinaðs félags orðið um 47 millj-
arðar króna, en það var að mati
stjórnenda þeirra nægilegur styrkur
til að verða gjaldgengur í hinni miklu
samkeppni með sjávarafurðir í heim-
inum.
Leita út fyrir landsteinana
Saman hefðu félögin verið með
45% allra veiðiheimilda á Nýja-Sjá-
landi eða um 650.000 tonn. Barrat
hefur ekki vilja segja það hafi valdið
viðræðuslitunum, en segir að um
ákveðin atriði hafi ekki náðst sam-
komulag innan stjórna félaganna
beggja. „Við gerðum það ljóst að
nokkur ljón væru í veginum fyrir
sameiningu. Það er leitt að ekkert
skyldi verða af henni, en við verðum
nú að snúa okkur að öðrum tækifær-
um. Sanford hefur þegar nokkurra
hagsmuna að gæta í öðrum löndum
og þar eru ótvíræður möguleikar til
vaxtar,“ segir Barrat.
Markaðsskýrendur hafa sagt að
líklega næðist ekki samkomulag um
það að færa yfirráð aflaheimilda til
Sanford og það gæti orðið ásteyting-
arsteinn. Þá var einnig talið að eign-
araðildin að Sealord gæti orðið til
trafala. Loks var bent á að erfitt yfði
að hafa áhrif á rekstrarumhverfið,
eins og minnkandi kvóta á hokinhala,
hátt gengi nýsjálenzka dollarsins,
hátt olíuverð og þrengingar á mörk-
uðum fyrir krækling frá Nýja-Sjá-
landi.
Hátt gengi til baga
Hátt gengi nýsjálenzka dollarsins
gagnvart hinum ameríska hefur
dregið úr útflutningstekjum um
20%, en þær hafa fallið úr 70 millj-
örðum króna í 65,4 milljarða. Haldist
gengið áfram svona hátt munu verð-
mætin lækka um önnur 20% á þessu
ári og falla niður í 47 milljarða króna.
Þetta hefur þegar leitt til verulegs
samdráttar og meðal annars hefur
skipum verið lagt eða þau seld og
mikið af störfum í sjávarútveginum
hefur tapazt.
Fallið frá sam-
einingu Sanford
og Sealords
LÖGGÆSLUMENN frá varð-
skipinu Ægi fóru um borð í skip
út af Austurlandi fyrir helgina
til reglubundins eftirlits og
komust að raun um að skipið
var vanmannað og um borð í því
voru ómerktir netadrekar.
Skipstjóra var gert að sigla til
Hafnar í Hornafirði þar sem
lögreglan á staðnum hélt rann-
sókn áfram. Sýslumaðurinn á
Höfn, Páll Björnsson, er með
málið til meðferðar. Hann segir
að skipstjóri skipsins hafi enn
ekki gefið skýrslu vegna þess
að hann hafi ekki náð sambandi
við lögfræðing útgerðarinnar
til að fá ráðleggingar um það
hvernig hann beri sig að við
skýrslugjöfina. Báturinn sem
heitir Sindri er því í farbanni
þar til skýrsla liggur fyrir að
minnsta kosti.
Skip fært
til hafnar
KUNNÁTTA íslenskra náms-
manna í dönsku sem fara í fram-
haldsnám til Danmerkur er misjöfn
og eru margir nemendur þeirrar
skoðunar að þeir hefðu átt að
leggja sig harðar fram við dönsku-
námið í íslenskum grunn- og fram-
haldsskólum. Sumir þeirra eiga erf-
itt með að fóta sig í dönsku í
upphafi náms, einkum vegna erf-
iðleika við að skilja talað mál og
tala dönsku. Þeir eiga hins vegar
almennt auðvelt með að lesa og
skrifa dönsku.
Þetta er meðal niðurstaðna í
rannsókn Auðar Hauksdóttur, dós-
ents í dönsku við Háskóla Íslands,
sem hún gerði meðal íslenskra
námsmanna í framhaldsnámi í Dan-
mörku árin 1999, 2002 og 2003.
Auður kynnir rannsóknina í fyrir-
lestri sem fer fram í Lögbergi,
stofu 101, klukkan 16 í dag og ber
yfirskriftina „Ég hefði átt að leggja
harðar að mér við dönskunámið.“
Um 1.500 námsmenn
í Danmörku
Rannsóknin var þríþætt og fór
fyrst fram vorið og sumarið 1999
þegar spurningalistar voru lagðir
fyrir íslenska námsmenn í Dan-
mörku, alls ríflega 200 talsins.
Svörun í það skiptið var um 63%.
Sömu spurningalistar voru aftur
lagðir fyrir nemendur þremur ár-
um síðar, alls 232 sem náðist til.
Svörunin þá var rúm 68%. Alls
fengust svör frá um 300 nemendum
og loks tók Auður ítarleg viðtöl við
15 nemendur
vorið 2003. Þess
má geta að sam-
kvæmt upplýs-
ingum frá LÍN
hafa um 1.500 ís-
lenskir náms-
menn sótt um lán
eða styrki í ár til
að stunda fram-
haldsnám í Dan-
mörku.
Auður segir við Morgunblaðið að
yfirskrift fyrirlestrarins endur-
spegli vel viðhorf margra nemenda
í rannsókninni. Þeir hafi ekki áttað
sig nógu vel á mikilvægi dönsku-
námsins á yngri árum og þegar til
Danmerkur sé komið skynji þeir
einkum vankunnáttu í að tala
dönsku og skilja talað mál.
Auður segir að tilgangur rann-
sóknarinnar hafi verið að átta sig á
hvað betur megi gera í dönsku-
kennslu og hvað sé vel gert. Eigi
árangur að nást verði að vanda til
kennslunnar og nemendur verði að
nýta námstímann vel, það geti skipt
miklu máli síðar í námi og starfi.
Mikilvæg sérstaða
sem má ekki glatast
Hún segir einnig mikilvægt að
hafa jákvæða umræðu um það sem
sé verið að kenna í skólunum. Nám-
ið verði að vera skilvirkt og í þessu
sambandi bendir Auður á að ís-
lenskir námsmenn hafi til fjölda ára
haft þá sérstöðu að þurfa ekki að
þreyta próf til að sýna fram á kunn-
áttu sína í dönsku, en slíkt próf sé
almenn forsenda inntöku útlend-
inga í danska háskóla. Íslenska
stúdentsprófið í dönsku hafi verið
talið fullgilt.
Auður leggur áherslu á að hér sé
um afar mikilvæga sérstöðu að
ræða. Hún bendir á að hin seinni ár
sé vaxandi ásókn erlendra ríkis-
borgara í danska háskóla.
„Ef íslenskir nemendur geta ekki
staðið undir þeim væntingum sem
til þeirra eru gerðar hvað tungu-
málakunnáttu varðar geta þeir átt
á hættu að tapa þessari sérstöðu.
Ég held að Íslendingar átti sig al-
mennt ekki á þessu. Þarna eru
hagsmunir í húfi sem við verðum að
standa vörð um,“ segir Auður.
Hún segir rannsóknina sýna að
sumir nemendur eigi í erfiðleikum í
upphafi námstímans með talmálið.
Það hafi tekið nokkra mánuði að
skilja talaða dönsku vel, allt að
hálft ár að gera sig vel skiljanlega á
málinu. Almennt gangi nemendum
vel að lesa, þeir hafi almennan
orðaforða og eigi almennt ekki í
miklum vandræðum með að tjá sig í
rituðu máli.
Hún segir þetta skiljanlegt í ljósi
svara við spurningum um hvaða
vægi einstakir þættir fengu í
dönskunámi í framhaldsskóla hér á
landi. Flestir nemendur svari því til
að hlustunar- og talþjálfun hefðu
haft lítið vægi, meiri áhersla hafi
verið lögð á lestrar- og ritþjálfun.
Auður segir þarna vera mikilvæg
skilaboð til skólakerfisins.
Rannsókn meðal íslenskra námsmanna í námi í Danmörku
Hefðu átt að leggja harðar
að sér við dönskunámið
Auður
Hauksdóttir
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær 17 ára pilt til að greiða
á þriðja hundrað þúsund krónur í
sekt, bætur og málskostnað fyrir lík-
amsárás í miðbæ Reykjavíkur í maí
2003.
Ákærði var sakfelldur fyrir að
kýla mann í andlit í Lækjargötu með
þeim afleiðingum að brotaþoli skarst
í andliti og gleraugu hans brotnuðu.
Honum voru dæmdar 86 þúsund
krónur í bætur og ákærði jafnframt
dæmdur til að greiða 70 þúsund
krónur í sekt og 60 þúsund krónur í
málsvarnarlaun.
Símon Sigvaldason héraðsdómari
dæmdi málið. Verjandi ákærða var
Jón Höskuldsson hdl. og sækjandi
Daði Kristjánsson, fulltrúi lögreglu-
stjórans í Reykjavík.
Dæmdur fyrir árás