Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 19 Velkomin í Stykkishólm! - Fjölbreytt afþreying - fjölbreytt þjónusta - í fallegum bæ! Eyjar og lífríki Breiðafjarðar - Snæfellsnesið magnað og söguríkt Hafnarfjörður | Fimm aðilar fengu í fyrradag styrki frá Húsverndarsjóði Hafnarfjarðarbæjar við hátíðlega at- höfn, sem fram fór í Góðtemplara- húsinu við Suðurgötu 7. Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðn- um, en styrkirnir eru ætlaðir til end- urgerðar eða viðgerða á ytra borði húsa sem sérstakt varðveislugildi hafa af listrænum eða menningar- legum ástæðum. Styrkir voru veittir vegna viðgerða á eftirfarandi húsum:  Merkurgata 7, byggt 1909. Styrk- ur veittur vegna glugga.  Norðurbraut 25b, byggt 1910. Styrkur veittur vegna glugga.  Hverfisgata 49, byggt 1925. Styrkur veittur vegna glugga.  Hverfisgata 11, byggt 1929. Styrkur veittur vegna glugga.  Skúlaskeið 8, byggt 1929. Styrkur veittur vegna viðgerðar á varð- veisluverðum þakkanti. Góðtemplarahúsið er sögufrægt hús, það var vígt við hátíðlega athöfn 17. desember árið 1886. Gúttó, eins og húsið er jafnan nefnt í Hafnar- firði, var fyrsta húsið sem Góðtempl- arar reistu hér á landi fyrir starf- semi sína og jafnframt fyrsta eiginlega samkomuhús Hafnfirð- inga. Var húsið lengi miðstöð allrar menningarstarfsemi í bænum. Sérstök viðurkenning var veitt fyrir vel heppnaða endurgerð á ytra borði hússins við Smyrlahraun 4, en miklar endurbætur hafa verið gerð- ar á því húsi. Enn á eftir að laga kjallaraglugga og handrið ofan á bíslagi auk þess sem handrið á tröppum hússins verður fært til upprunalegs horfs. Karl Rúnar Þórsson, sagnfræðingur hjá Byggðasafni Hafnarfjarðar, seg- ir húseigendur hafa unnið að við- gerðunum í mjög náinni samvinnu við Húsafriðunarnefnd ríkisins. „Þessi aðferðafræði sem við erum að ganga út frá er aðferðafræði Húsa- friðunarnefndar, en samkvæmt henni eru gluggarnir andlit hússins og mikil áhersla lögð á ytra byrði þess, þar sem ytra byrðið er það sem almenningur sér frá götunni,“ segir Karl. Húsaverndarsjóður veitir styrki og viðurkenningar Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhugafólk um viðhald húsa fylgdist með afhendingu styrkja og viðurkenninga fyrir húsaviðhald í Hafnarfirði. Megináhersla lögð á ytra byrði húsa Morgunblaðið/Kristinn Upprunalegt útlit hússins við Smyrlahraun 4. Morgunblaðið/Kristinn Húsið þykir til mestu prýði eftir nýjustu viðgerðir. Mosfellsbær | Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2003 var lagður fram til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæj- ar, þ. 14. apríl sl. Að mati endurskoðenda bæjar- félagsins hefur verulegur árangur náðst á árinu, bæði miðað við nið- urstöður ársins 2002 og upphaf- lega rekstraráætlun, en hún tók einungis lítils háttar breytingum innan ársins frá upphaflegri áætl- un. Rekstrargjöld A-hluta bæjar- samstæðunnar voru 0,2% hærri en rekstrartekjur, veltufé frá rekstri var jákvætt um 8,7% og fjárfestingarhreyfingar námu 5,1% af rekstrartekjum. Fulltrúar minnihluta framsókn- arflokks, samfylkingar og Vinstri- grænna benda þó á hallarekstur og skuldasöfnun bæjarins og nefna þar helst til að skatttekjur séu 47 milljónum króna lægri en fjárhagsáætlunin gerði ráð fyrir. Þá nemi halli á rekstri bæjarins um 56 milljónum króna. Fjárfest- ingar í A-hluta séu 34 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir og skuldir bæjarins hafi auk- ist um 266 milljónir króna. Í fréttatilkyningu minnihlutans segir m.a. að ljóst sé að það sé ekki „aðhald í rekstri, hagræðing eða töfralausnir sjálfstæðismanna sem skilar breyttri afkomu frá árinu 2002 heldur stórlega auknar álögur á bæjarbúa sem rýrir lífs- kjör þeirra.“ Bættur árangur í rekstri bæjarins Garðabær | Bæjaryfirvöld í Garða- bæ skrifuðu undir samning við Nýsi hf. um um byggingu og rekstur nýs leikskóla á Sjálandi á dögunum. Um er að ræða einkaframkvæmd og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt sveit- arfélag hefur farið þá leið að bjóða út í einu lagi byggingu skóla- húsnæðis, rekstur þess og innra starf skólans. Ásdís Halla Braga- dóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, seg- ist bjartsýn á verkefnið. Þar sé um að ræða enn eina viðbótina við fjöl- breytt úrval leikskóla í Garðabæ. Leikskólinn tekur til starfa í ágúst 2005, en þá tekur einnig til starfa nýr grunnskóli í Sjálandi, sem er nýtt hverfi í uppbyggingu í Garða- bæ. Í leikskólanum verða 120 heils- dagsrými fyrir börn frá 18 mánaða aldri til skólaskyldualdurs. Leik- skólagjöld verða í samræmi við gjaldskrá leikskóla Garðabæjar á hverjum tíma. Verkefnið sem samið var um felst í að Nýsir hf. hanni, byggi, fjár- magni, eigi og reki leikskóla, ásamt öllum búnaði og frágenginni lóð í 25 ár. Nýsir hefur stofnað tvö dótt- urfélög um verkið, Sjáland, sem sjá mun um rekstur leikskólans og sér- stakt fasteignafélag, Hafnarslóð ehf., sem mun eiga leikskólann, sjá um hönnun hans og byggingu og leigja Garðabæ húsnæðið allan samningstímann. Ásdís Halla Bragadóttir, bæj- arstjóri Garðabæjar, hefur mikla trú á verkefninu. „Við buðum út rekstur á leikskóla og þrír aðilar buðu í verk- ið. Tilboðið frá Nýsi fékk mjög háa einkunn, bæði faglegi þátturinn, rekstrarlegi þátturinn og húsnæð- isþátturinn. Á grundvelli þess var ákveðið að fara til viðræðna við þá,“ segir Ásdís Halla. Mjög fjölbreytileg rekstrarform eru á leikskólum í Garðabæ. „Við er- um með húsnæði sem Garðabær á og leigir út, svo eigum við húsnæði og rekum skóla sjálf. Síðan eru einkareknir leikskólar sem eru í eig- in húsnæði og við borgum með hverju barni sem er þar. Síðan erum við með leikskóladeild í barnaskóla. Þetta er í fyrsta skipti sem við bjóðum út bæði rekstur og húsnæði og erum spennt að sjá hvaða reynslu við fáum af því. Við erum bjartsýn á að það geti gengið vel. Þarna er um að ræða reynda aðila á þessu sviði sem hafa getið sér gott orð fyrir rekstur leikskóla,“ segir Ásdís Halla. Nýsir byggir og rekur leikskóla Við undirskrift samningsins við Nýsi: Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri, Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis hf., Ída Jensdóttir, væntanlegur leikskólastjóri, og Guðbjörg H. Gylfadóttir, skrifstofustjóri Nýsis. Samið um leikskóla á Sjálandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.