Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÞIÐ eruð á leið frá Herat til Kabúl. Þið voruð að vinna við hjálparstörf í Herat og eigið að mæta eftir 60 mín- útur á flugvöllinn í Kabúl þar sem þið eruð að yfirgefa Afganistan. Mikil átök hafa verið á þessari leið og má vænta sveita vopnaðra manna.“ Svona hljóðaði lýsingin á einu verkefnanna sem friðargæslu- liðarnir tilvonandi áttu að spreyta sig á. Stuttu síðar birtist ófrýnilegur maður íklæddur felulitunum, með sprengjuvörpu í höndunum. Engin hætta var þarna á ferðum, heldur stóð utanríkisráðuneytið fyr- ir verklegri þjálfun á kynningar- og öryggisnámskeiði fyrir íslenska frið- argæsluliða. Sérsveitarmenn ís- lensku lögreglunnar settu þar á svið aðstæður sem íslenskir friðargæslu- liðar eiga vonandi aldrei eftir að lenda í, en sem betra er að vera bú- inn undir ef í harðbakkann slær. Þetta var annað námskeiðið af tveimur sem haldin voru fyrir þá sem eru á viðbragðslista Íslensku friðargæslunnar og hafa þannig gef- ið kost á sér til að fara til friðar- gæslustarfa erlendis á vegum ís- lenska ríkisins. Samningatækni við skæruliða Fyrr um morguninn höfðu samn- ingamenn sérsveitar lögreglunnar frætt nemendur um samtals- og samningatækni og mikilvæg atriði lendi fólk í erfiðum aðstæðum eins og t.d. gíslatöku. Á öðrum pósti, þar sem einnig reyndi á að hugsa rökrétt undir álagi, léku sérsveitarmennirnir afg- anska lögreglumenn sem vildu fá peninga og verðmæti áður en þeir hleyptu hópnum í gegnum vega- tálma sem þeir höfðu komið fyrir. Þar var hver nemandinn á fætur öðrum tekinn út úr bílnum og látinn krjúpa með hendur á höfði á meðan grímuklæddir lögreglumennirnir heimtuðu dollara. Það var vissulega óþægileg tilfinn- ing að hafa byssuhlaup miðað að höfðinu og heyra skothljóð einhvers staðar fyrir aftan sig þar sem ég lá á grúfu ofan í grasinu, þótt ég vissi að undir grímunni væri íslenskur lög- regluþjónn og að byssan væri ekki hlaðin. Það er þó eflaust mikill kost- ur, ef maður stæði einhvern tímann frammi fyrir slíkri ógn, að hafa í huganum farið í gegnum hvernig er best að bregðast við slíkum aðstæð- um. Á stríðshrjáðu svæði er mikilvægt að þekkja hætturnar og vita hvar hægt er að leita skjóls. Sérsveitar- menn sýndu einnig mótstöðuafl járns, steinsteypu, múrsteins og timburs við mismunandi skotfærum. Sýndu þeir hvernig skot sem skotið var á bíl úr um 30 metra fjarlægð fór í gegnum bílflak sem skotið var á. Öruggasti staðurinn er á bak við vél- ina eða hjólfelgu bílsins. Í lok námskeiðsins var bílhræið sprengt í loft upp. Aðeins 400 g af dínamíti voru notuð en þakið rifnaði af bílnum og rúðan þaut einhverja tugi metra. Algengt er að hryðju- verkamenn noti tugi kílóa af sprengiefni og getur maður rétt ímyndað sér áhrifin af slíkri spreng- ingu. Hægt að koma fyrir sprengju í hverju sem er Sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar fræddu friðargæslulið- ana um sprengiefni og hættuna af jarðsprengjum, sem er mikið vanda- mál víða um heim. Sýndu þeir mis- munandi gerðir af jarðsprengjum svo nemendur viti hvernig þær líta út og geti þekkt þær og vitað hvern- ig á að bregðast við. Sprengjusérfræðingarnir sýndu að hægt er að hafa sprengju í nánast hverju sem er. „Eins og bara þessi taska hérna gæti verið sprengja,“ sagði Sigurður Ásgrímsson sprengi- sérfræðingur og beygði sig eftir tösku sem lá á gólfinu. Mikill hvellur heyrðist þegar hann lyfti töskunni þannig að allir hrukku í kút. Sig- urður sýndi nemendum m.a. heima- tilbúna sprengju í geisladiskahulstri, bréfasprengju og símsprengju. Sprengjusérfræðingarnir Jónas Þorvaldsson og Adrian King, sem dvöldu um tíma á vegum Íslensku friðargæslunnar í Írak, sýndu búnað sem menn nota við eiturefnavopnum og hvernig þeir leituðu að sprengj- um á bílnum sínum með spegli, í hvert sinn sem þeir þurftu að yf- irgefa bílinn. Það er ljóst að víða er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og tefla ekki í neina hættu. Búin undir það versta nina@mbl.is Morgunblaðið/Nína Björk Sérsveitarmenn sýndu mótstöðuafl hinna ýmsu efna við byssukúlum. Byssukúlurnar þutu jafnvel í gegnum járnplötu. Hann var ógnandi „afganski lögreglumaðurinn“ sem miðaði byssu á nem- endur sem sátu í bíl og veltu fyrir sér hvernig væri best að taka á málunum. EINAR S. Arnalds rit- höfundur lést 18. apríl sl. 54 ára að aldri. Einar var fæddur í Reykjavík 6. febrúar árið 1950, son- ur hjónanna Ásdísar Andrésdóttur Arnalds og Sigurðar Arnalds, útgef- anda. Einar lauk stúdents- prófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1970 og BA-prófi í ensku og sögu frá Háskóla Íslands árið 1980. Hann réðst til starfa hjá Bókaútgáfunni Erni og Örlygi og vann við gerð Ensk-íslenskrar orðabók- ar (útg.ár 1984) og Íslensku al- fræðiorðabókarinnar (útg.ár 1990) og var ritstjóri bókaflokksins Reykjavík – Sögustaður við Sund í samvinnu við Pál Líndal sem var höfundur fyrstu þriggja bindanna en Einar var höfundur fjórða og síðasta bindisins sem kom út 1989.Hann var einnig ritstjóri bók- arinnar Akureyri, höfuðborg hins bjarta norðurs og ritaði bókina Stýrimannaskólinn í Reykjavík í 100 ár, en þær voru báðar gefnar út af Erni og Ör- lygi. Í framhaldi af störfum Ásgeirs S. Björnssonar og Ei- ríks Jónssonar sá hann ásamt Eiríki um gerð Lykilbók- ar, nafnaskráa fyrir Annála 1400–1800, sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út 1998–2002. Hann ritaði bókina Mannslíf í húfi, sögu Slysavarna- félags Íslands sem Mál og mynd gaf út 2001. Hann var að undirbúa sögu björgunarsveita og slysavarna- starfs á vegum Slysavarnafélags- ins Landsbjargar þegar hann veiktist á síðastliðnu hausti. Árið 2001 sendi Einar frá sér ljóðabók sem nefndist Lífsvilji en kveikjan að henni var reynsla Einars af krabbameinsmeðferð fáum árum áður. Einar var kvæntur Sigrúnu Jó- hannsdóttur og eignuðust þau þrjár dætur, Dagnýju, Ólöfu Helgu og Klöru Jóhönnu. Andlát EINAR S. ARNALDS „ÞÓ AÐ búast megi við því að fæstir friðargæsluliðar lendi í að- stæðum eins og þeim sem farið var yfir á þessu námskeiði, er nauð- synlegt að menn hafi ákveðna nasasjón af því hvað gæti gerst. Annað væri óábyrgt í ljósi reynsl- unnar,“ segir Þorbjörn Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðu- neytinu, um kynningar- og örygg- isnámskeiðið á vegum ráðuneyt- isins, sem haldin voru nýlega og á sjöunda tug tilvonandi frið- argæsluliða sótti. Þorbjörn segir að það hafi sýnt sig þegar upp úr sauð í Kosovo ný- lega, þar sem Íslendingar voru að störfum, að þótt ástandið á fyrrum átakasvæðum sé talið öruggt geti fljótt skipast veður í lofti.„Það er nauðsynlegt að menn átti sig á því að þeir geta lent í óþægilegum að- stæðum og það hjálpar að hafa farið í gegnum það á æfingu hvað getur komið upp. Þó menn verði auðvitað engir sérfræðingar í þessu, hjálpar að hafa farið í gegnum svona námskeið.“ Hann bendir á að t.d. geti það reynst gagnlegt að vita hvar hægt sé að leita skjóls lendi menn í því að á þá sé skotið. Núna eru um 10 manns að störf- um á vegum Íslensku friðargæsl- unnar, en mun sú tala hækka í 25 á næstunni þegar Ísland tekur við stjórn flugvallarnis í Kabúl í Afg- anistan 1. júní næstkomandi. Á síð- asta ári voru að jafnaði um 20 manns að störfum við friðargæslu, en alls eru um 200 einstaklingar á viðbragðslista Íslensku friðargæsl- unnar. Þorbjörn segir að stefna ráðuneytisins sé að senda fólk ekki til svæða þar sem átök standa yfir. Grunnviðmiðunin sé hvort Samein- uðu þjóðirnar telji öruggt að hafa starfsfólk á svæðinu. Óábyrgt að fræða ekki um hvað gæti gerst TILLAGA að breytingu á deiliskipu- lagi við Staldrið í Breiðholti verður lögð fram í skipulags- og byggingar- nefnd Reykjavíkurborgar í vikunni. Að því búnu verður tillagan lögð fyrir borgarráð og síðan auglýst, hljóti hún samþykki. Salvör Jónsdóttir, forstöðumaður skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar, segir mikilvægt að hafa í huga, að skipulags- og bygg- ingarlög hafi ekki verið brotin þegar heimild var veitt fyrir byggingu sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir bensín. Reglurnar frá 1995 og eldri en skipulagslög „Heimildin var veitt í samræmi við deiliskipulag og því ekki verið að brjóta lög eða reglugerðir. Hins veg- ar má túlka reglur um bensínstöðva- og bensínsölulóðir sem samþykktar voru í borgarráði árið 1995 þannig, að sérstaklega þurfi að taka fram í skipulagi þegar veita á leyfi fyrir bensínafgreiðslu á verslunar- og þjónustulóðum. Þrátt fyrir að skipu- lag heimili slíkt. Þessar reglur voru samþykktar þegar Irving félagið var hér á ferðinni og áður en núgildandi skipulags- og byggingarlög voru sett árið 1997, en samkvæmt þeim er allt landið deiliskipulagsskylt, sem ekki var þá,“ segir hún. Salvör segir að bensínsala sé í sjálfu sér í samræmi við rekstur á verslunar- og þjónustulóð á þessum stað og staðsetningin því ekki óeðli- leg, eins og hún tekur til orða. Gert var ráð fyrir sjálfsafgreiðslu- stöð Essó við Staldrið, en borgarráð beindi þeim tilmælum til Olíufélags- ins hf. í liðinni viku að stöðva fram- kvæmdir meðan á endurskoðun skipulagsins stæði. „Tillaga að deiliskipulagi af svæð- inu verður gerð án tafar og síðan verður hún auglýst og kynnt með hefðbundnum hætti,“ segir hún. Íbúar fá fjórar vikur til þess að gera athugasemdir við breytingartil- löguna og segir Salvör það síðan í höndum borgarráðs að ákveða fram- haldið. Getur þetta ferli tekið allt að 14 vikur. „Borgarráð tók ákvörðun í sam- ræmi við reglurnar frá 1995, en við túlkuðum það svo að um væri að ræða verslunar- og þjónustulóð og því væri heimilt að reisa þarna bensínsjálfs- afgreiðslu. Kannski hefði átt að end- urskoða þessar reglur þegar ný skipulags- og byggingarlög tóku gildi árið 1997. Það er til nokkuð af göml- um reglum sem settar hafa verið á meðan viðeigandi lög hafa ekki verið í gildi. Í framhaldi af þessu var sam- þykkt að fara í tiltekt á gömlum sam- þykktum borgarráðs svo ekki kæmi til misskilnings, tafa og kostnaðar eins og nú hefur gerst,“ segir Salvör Jónsdóttir að síðustu. Framkvæmdir við bensínsölu geta tafist í allt að 14 vikur Breytt deiliskipulag lagt fram í vikunni Gamlar samþykktir verða skoðaðar í kjölfar þessa máls Vegfarendur sem áttu leið um Hvalfjörð á laugardaginn ráku kannski upp stór augu, en þar voru á ferð vopnaðir menn, klæddir sem skæruliðar, byssuskot heyrðust og bílhræ var sprengt í loft upp. Nína Björk Jónsdóttir var ein þeirra sem sóttu kynningar- og öryggisnámskeið á vegum Íslensku friðargæslunnar þar sem fólk var búið undir störf á átakasvæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.