Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR
46 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HINN litríki forseti ítalska knatt-
spyrnuliðsins Perugia, Luciano
Gauccis, var aðalumræðuefnið í
ítölskum fjölmiðlum í gær er hann
hótaði því að liðið myndi ekki mæta
til leiks í síðustu fjórum umferðum
1. deildarkeppninnar. Að mati
Gauccis hafa dómarar ítrekað horft
fram hjá augljósum vítaspyrnu-
dómum í leikjum liðsins í vetur og
gegn Sampdoria um helgina tapaði
liðið 3:2og segir Gauccis að dómari
leiksins hafi sleppt því að dæma
vítaspyrnu. Sjónvarpsmyndir frá
leiknum voru endursýndar í gær
þar sem Gauccis virðist hafa rétt
fyrir sér og verði honum að ósk
sinni mun liðið ekki leika gegn
Brescia, Juventus, Róma og
Ancona.
„Í þessum leik gegn Sampdoria
var dómarinn hlutdrægur. Við átt-
um að fá tvær vítaspyrnur og að
auki áttu tveir leikmenn Sampdoria
að fá rautt spjald,“ sagði Gauccis
og bætti því við að honum væri al-
veg saman ef honum yrði stungið í
fangelsi fyrir ummæli sín.
Vildi konur í liðið
Perugia er sem stendur í næst-
neðsta sæti ítölsku 1. deildarinnar
en á undanförnum misserum hefur
liðið verið í fréttum þar sem Gaucc-
is hefur sagt að hann vilji semja við
konur um þær leiki með liðinu.
Saadi Khadafi er samningsbundinn
liðinu en hann er sonur einræðis-
herrrans Moamars sem ræður ríkj-
um í Líbýu.
Forseti Perugia hótar að
draga liðið úr keppni
AGANEFND enska knatt-
spyrnusambandsins hefur úr-
skurðað miðvallarleikmann-
inn Paul Scholes í leikbann og
mun hann missa af næstu
þremur leikjum Manchester
United.
Scholes ýtti við Doriva, leik-
manni Middlesbrough, í leik
liðanna 11. febrúar sl. og er
það mat aganefndar að brotið
sé það alvarlegt að Scholes
hljóti þriggja leikja bann.
Hinn 29 ára gamli enski
landsliðsmaður mun missa af
deildarleikjum gegn Charlton,
Liverpool og Blackburn en
verður klár í slaginn gegn
Chelsea 8. maí og að auki
verður hann til reiðu í úrslita-
leik ensku bikarkeppninnar
gegn Millwall á Þúsaldarleik-
vanginum í Cardiff.
Paul Durkin, dómari í leik
Manchester United gegn
Middlesbrough, sá ekkert at-
hugavert þegar atvikið átti
sér stað en aganefndin tók
málið fyrir eftir að hafa séð
sjónvarpsupptöku frá leikn-
um.
Scholes í
þriggja
leikja bann
ÓSKAR Kemp og Jakob Hrafns-
son urðu um helgina Íslandsmeist-
arar í tvímenningi í snóker. Þeir
unnu Jóhannes B. Jóhannesson og
Jóhannes R. Jóhannesson í úrslitum.
Kristján Helgason og Konráð
Ómarsson höfnuðu í þriðja sæti.
HEIMILDIR fréttavefjar CBS
sjónvarpsstöðvarinnar herma að Le-
Bron James leikmaður Cleveland
hafi sigrað í kjöri um nýliða ársins í
NBA-deildinni í körfuknattleik en
aðalkeppinautur hans var Carmelo
Anthony hjá Denver. Úrslitin í kjör-
inu verða birt á fimmtudag. James
skoraði 20,9 stig að meðaltali, gaf 5,9
stoðsendingar, og tók 5,5 fráköst í
leik. Það var uppselt á 16 heimaleiki
Cleveland í vetur og keppnistreyja
hans seldist mest allra í NBA. Í fyrra
vann liðið aðeins 17 leiki en 35 í vet-
ur, en komst ekki í úrslitakeppnina.
ANTHONY er enn að leika þar
sem Nuggets leikur gegn Minnesota
í úrslitakeppninni. Hann skoraði 21
stig að meðaltali í vetur, tók 6,1 frá-
köst í leik og gaf 2,8 stoðsendingar.
James varð aðeins þriðji nýliðinn í
sögu NBA-deildarinnar sem nær því
að skora yfir 20 stig í leik, taka 5 frá-
köst og gefa 5 stoðsendingar í leik.
Hinir tveir eru Michael Jordan og
Oscar Robertsson.
FORSVARSMENN NBA-liðsins
Boston Celtic og fyrrverandi leik-
maður liðsins, Vin Baker, hafa kom-
ist að samkomulagi um starfsloka-
samning en félagið rifti samningi
leikmannsins sem hefur átt við
áfengisvandamál að stríða undanfar-
in misseri. Baker er nú í herbúðum
New York og hefur staðið sig vel að
mati þjálfara liðsins, Lenny Wilkens.
Ekki var gefið upp hve mikið Baker
fékk í sinn hlut frá Celtic.
EIGENDUR NBA-liðsins Toronto
frá Kanada hafa rift samningi sínum
við þjálfarann, Kevin O’Neill, einum
degi eftir að hann sagðist í blaða-
viðtali efast um að eigendur félags-
ins hefðu metnað til þess að fara með
liðið alla leið í NBA í nánustu fram-
tíð. O’Neill sagði að í Toronto væri
eina markmiðið að vera með í NBA-
deildinni og allir væru sáttir þrátt
fyrir að gengi liðsins væri ekki til að
hreykja sér af, en liðið vann 39 leiki
af alls 82 og komst ekki í úrslita-
keppnina annað árið í röð.
HÓPUR fjárfesta hefur boðið nú-
verandi eigendum NBA-liðsins
Phoenix Suns um 30 milljarða ísl. kr.
fyrir liðið. Charles Barkley og Sean
Elliott fyrrum NBA-leikmenn eru á
meðal þeirra sem standa að tilboðinu
en Suns skuldar um 15 milljarða
vegna framkvæmda á heimavelli fé-
lagsins undanfarin ár. Jerry Colang-
elo mun starfa áfram sem stjórnar-
formaður félagsins verði af kaup-
unum en hann mun samt sem áður
selja 20% hlut sinn í félaginu.
FÓLK
þekki alla leikmenn þess, en í Món-
akó töluðum við um að leikmennirnir
þekktu stuðningsmennina,“ segir
Petit um Mónakó.
„Það kom stundum fyrir, þegar
maður var meiddur, að maður ræddi
við áhorfendur og ákvað að hitta þá
eftir leikinn. Þó svo að völlurinn taki
aðeins 20.000 áhorfendur þá skapast
oft gríðarlega góð stemning á honum
og það hefur reynst mörgum
aðkomuliðum erfitt að sækja stig
þangað,“ segir Petit.
Hann lék lengi með Didier
Deschamps, þjálfara liðsins sem lék
41 leik með Chelsea 1999-2000, og
þekkir hann vel. „Hann er að gera
góða hluti þarna, eins og góður þjálf-
ari gerir hann góða leikmenn að
mjög góðum og mjög góða leikmenn
Leikmenn Chelsea héldu til Món-akó í gær og þá varð ljóst að
þeir Damien Duff og William Gallas
yrðu eftir heima, en þeir eru báðir
veikir. Eiður Smári Guðjohnsen og
John Terry eru hins vegar búnir að
ná sér af flensunni sem þeir voru
með og voru með í för. Þeir æfðu
báðir á sunnudagskvöldið og eftir
æfinguna ákvað Claudio Ranieri að
taka þá með.
Petit var einnig með í för, en hann
verður samt ekki í leikmannahópn-
um. Engu að síður hefur hann hjálp-
að til við að skipuleggja leik liðsins
enda lék hann í tólf ár með Mónakó.
„Það búa aðeins um 40.000 manns í
Mónakó og stór hluti íbúanna hefur
mikinn áhuga á fótbolta. Það er oft
talað um að stuðningsmenn liðanna
að frábærum leikmönnum. Hann er
með mjög gott og ungt lið sem á eftir
að ná langt í framtíðinni,“ segir
Petit.
Deschamps þekkir vel til hjá
Chelsea, þar sem hann lék með liðinu
áður en hann fór til Mónakó.
„Megum ekki ofmetnast“
Eftir að mörg þeirra liða sem spáð
var velgengni í Meistaradeildinni
duttu út er Chelsea nú talið einna
líklagast til sigurs. Real Madrid, AC
Milan, Manchester United og Arsen-
al höfðu verið talin líkleg til afreka
en nú er Chelsea talið líklegt. „Það
er ekki gott að vera talinn sigur-
stranglegur. Mér líkar betur að vera
minnimáttar eins og við höfum
löngum verið,“ segir Frank Lamp-
ard, leikmaður Chelsea, og varar
menn við að ofmetnast ekki við að
vera taldir líklegir til sigurs. „Það er
alltaf hætt við að menn líti of stórt á
sig þegar þeir eru taldir sigurstrang-
legri. Við verðum að passa okkur á
að það gerist ekki hjá okkur. Við höf-
um leikið vel að undanförnu og erum
fullir sjálfstrausts, en við megum
ekki gleyma því að Mónakó lagði
Real Madrid og skoraði átta mörk
hjá Deportivo La Coruna.
„Ef við höldum áfram að leika eins
og við höfum gert að undanförnu
gætum við þurft að venjast því að
vera taldir sigurstranglegra liðið.
Þetta verður erfiður leikur en hann
ætti að geta orðið skemmtilegur því
við höfum leikið vel á útivöllum og
erum með 1.500 stuðningsmenn með
okkur þannig að það verður gaman í
Mónakó,“ sagði Lampard.
Chelsea náði ekki að skora gegn
Everton í úrvalsdeildinni á laugar-
dag og því er sennilegt að Eiður
Smári Guðjohnsen og Hernan
Crespo komi inn í framlínuna á ný.
Líklegt lið Chelsea: Marco
Ambrosio, Mario Melchiot, Marcel
Desailly, John Terry, Wayne Bridge,
Jesper Grönkjær, Frank Lampard,
Claude Makelele, Scott Parker, Eið-
ur Smári Guðjohnsen, Hernan
Crespo.
Reuters
Fernando Morientes, leikmaður Mónakó, og Didier Deschamps, þjálfari liðsins, fagna eftir að
Mónakó lagði Real Madrid að velli á Stade Louis II í Mónakó, 3:1.
Chelsea varað við
of mikilli bjartsýni
EMMANUEL Petit, leikmaður Chelsea, varar félaga sína við of mik-
illi bjartsýni fyrir leik liðsins í kvöld við Mónakó. Hann segir að þó
svo að fáir búi í Mónakó þá sé áhuginn á knattspyrnu mikill og Louis
II leikvangurinn geti reynst mörgum aðkomuliðum erfiður. Þetta er
fyrri leikur liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en í hin-
um leiknum mætast Porto og Deportivo La Coruna á morgun.