Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 16
ÞEGAR strákarnir spurðu um
ástina, svaraði kennarinn því til,
að hún væri mjög göfug tilfinning
og þegar þeir spurðu hvort íslam
leyfði tónlist, sagði hann, að um
það væri deilt en tónlistin væri
samt sem áður gjöf frá guði.
Kennarinn, Mohammed al-
Suhaimi, á nú yfir höfði sér
þriggja ára fangelsi og 300 vand-
arhögg að auki. Glæpur hans er
að hafa vikið frá túlkun mestu
trúarofstækismannanna í Sádi-
Arabíu á íslam.
Þetta mál sýnir í hnotskurn þá
erfiðleika, sem sádi-arabískir um-
bótasinnar standa frammi fyrir,
en lög og reglur í sádi-arabísku
samfélagi byggjast á kenningum
klerksins Muhammads ibn Abdel-
Wahhabs, sem uppi var á 18. öld.
Sádi-arabíska konungs-
fjölskyldan gekk wahhabismanum
á hönd í því skyni einu að treysta
sig í sessi en vestrænir menn og
raunar margir Sádi-Arabar líka
segja, að þetta sé sú hug-
myndafræði, sem mótað hafi
Osama bin Laden og Sádi-
arabana 15, sem þátt tóku í
hryðjuverkunum í Bandaríkj-
unum 11. september 2001. Um-
ræða á netinu um Mohammed al-
Rasheed, menntamálaráðherra
Sádi-Arabíu, sýnir vel hve aft-
urhaldssamt sádi-arabískt sam-
félag er. Þar var því haldið fram,
að hann væri „veraldlega þenkj-
andi“ vegna þess, að hann hefði
„tekið konur með sér til Beirut“,
þeirrar borgar í arabalöndum þar
sem vestrænt frjálsræði hefur
náð að búa um sig.
Al-Rasheed er vissulega enginn
trúarofstækismaður en enginn
trúleysingi heldur. Konurnar,
sem talað er um, eru prófessorar
en svo vildi til, að þær tóku þátt í
ráðstefnu, sem menntamálaráð-
herrann sótti líka.
Hinn eiginlegi „glæpur“ al-
Rasheeds er hins vegar sá, að
hann hefur hreinsað út úr
kennslubókum allt efni, sem er
móðgandi fyrir kristna menn og
gyðinga og einnig kafla um „ji-
had“ eða heilagt stríð.
Eins og kolkrabbi
„Wahhabisminn er eins og kol-
krabbi, sléttur og felldur á ytra
borði en kyrkir hvern þann, sem
kemst í tæri við hann,“ sagði
Hasan Malki, íslamskur fræði-
maður, sem var með þeim fyrstu
til að andmæla trúarofstækinu
fyrir hryðjuverkin 11. september.
Wahhabisminn byggir á bók-
staflegri túlkun á Kóraninum og
þolir engin frávik frá henni. Af-
leiðingin er sú, að Sádi-Arabía er
nútímaríki hvað varðar ytri ásýnd
en 18. aldar ríki í samfélags-
málum, einkum hvað varðar sam-
skipti kynjanna.
Nýjustu bílarnir fylla götur og
stræti í sádi-arabískum borgum
en konurnar mega ekki stýra
þeim. Þær mega raunar ekki setj-
ast inn í bíl með karlmönnum
öðrum en ættingjum sínum og
eiga ella fangelsi yfir höfði sér. Á
veitingahúsum er um algeran að-
skilnað að ræða nema á fjöl-
skyldusvæðinu og trúarlögreglan
fylgist með því, að ekki eitt ein-
asta hár sjáist undan slæðunni.
Kona, sem kemur með flugvél til
landsins, má ekki yfirgefa flug-
höfnina nema í fylgd með karl-
manni.
Klerkarnir eru með útvarps-
þætti þar sem þeir leggja fólki
lífsreglurnar. Kona nokkur
hringdi í slíkan þátt og spurði
hvort dóttir hennar mætti snyrta
augabrúnirnar, þær væru svo
loðnar, að það drægi úr gifting-
armöguleikum hennar.
Klerkurinn var fljótur til svars:
„Guð gerði augabrúnirnar loðnar
Ástinni útskúfað í Sádi-Arabíu
Í meira en tvær aldir hefur samningur milli wahhab-
ista og Saud-fjölskyldunnar haldið landsmönnum
í heljargreipum trúarofstækis og afturhalds
AP
Sádi-arabísk kona með son sinn við einn af mörgum skólum wahhabista í
íslömskum fræðum. Margir segja, að wahhabisminn sé sú hugmynda-
fræði, sem Osama bin Laden og aðrir íslamskir hryðjuverkamenn byggi á.
Riyadh. AP.
ERLENT
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti hringdi í gær í José Luis Rod-
riguez Zapatero, forsætisráðherra
Spánar, og kvaðst harma þá ákvörð-
un hans að „tilkynna skyndilega“ að
spænsku hermennirnir í Írak yrðu
kallaðir heim. Bandarískir embættis-
menn létu í ljósi áhyggjur af því að
önnur ríki, sem taka þátt í hernámi
Íraks, færu að dæmi nýju stjórnar-
innar á Spáni.
Talsmaður Bush, Scott McClellan,
sagði að forsetinn hefði í fimm mín-
útna samtali við Zapatero hvatt til
þess að brottflutningur spænsku her-
mannanna færi þannig fram að „öðr-
um hersveitum bandalagsins í Írak
yrði ekki stefnt í hættu“.
Ávítunartóns gætti í orðum Bush
sem „lagði áherslu á mikilvægi þess
að menn íhuguðu vandlega væntan-
legar aðgerðir til að senda ekki
hryðjuverkamönnum eða óvinum
frelsisins í Írak röng skilaboð um að
þeir fengju næði“, sagði McClellan.
Viðbúin því að fleiri ríki
kalli hermenn heim
Condoleezza Rice, þjóðaröryggis-
ráðgjafi Bush, sagði að bandarísk
stjórnvöld væru viðbúin þeim mögu-
leika að fleiri ríki í bandalaginu færu
að dæmi spænsku stjórnarinnar og
kölluðu herlið sitt heim. „Við vitum að
aðrir munu þurfa að meta hættuna,“
sagði í Rice í viðtali við bandaríska
sjónvarpið ABC. „34 ríki hafa sent
hermenn til Íraks. Ég tel að það verði
einhverjar breytingar.“
Miguel Angel Moratinos, nýr utan-
ríkisráðherra Spánar, kvaðst hafa
rætt við utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, Bretlands, Póllands, Þýska-
lands og arabaríkja áður en spænska
stjórnin tók ákvörðunina. „Ég get
ekki leynt því að þetta olli Colin Pow-
ell, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, vonbrigðum. En hann kvaðst
skilja pólitísku ástæðurnar fyrir
ákvörðuninni og að hann vildi halda
góðum tengslum við mig og alla
spænsku stjórnina,“ sagði Moratinos.
Romano Prodi, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, fagnaði ákvörðun spænsku
stjórnarinnar á fundi með leiðtogum
stjórnarandstöðuflokkanna á Ítalíu í
Róm í gær.
„Með þessari ákvörðun hafa Spán-
verjar snúist aftur á sveif með okkur
og dregið hefur úr klofningnum sem
kom í veg fyrir að Evrópusambands-
ríkin gætu tekið sameiginlega afstöðu
í málinu,“ sagði Prodi. Hann er fyrr-
verandi forsætisráðherra Ítalíu og
hyggst snúa sér aftur að ítölskum
stjórnmálum þegar hann lætur af
embætti forseta framkvæmdastjórn-
ar ESB síðar á árinu.
Vinstriflokkarnir í Portúgal hafa
lagt hart að stjórn landsins að fara að
dæmi Spánverja en Jose Manuel
Durao Barroso, forsætisráðherra
landsins, sagði að 128 portúgalskir
þjóðvarðliðar, sem eru nú í Írak, yrðu
ekki kallaðir heim. „Afstaða okkar er
sú að senda ekki nein skilaboð sem
geta kynt undir alþjóðlegri hryðju-
verkastarfsemi,“ sagði Durao Barr-
oso.
Norðmenn hafa sent 150 hermenn
til Íraks og norska stjórnin kvaðst í
gær ætla að standa við þá ákvörðun
sína að þeir yrðu þar til 30. júní. Áður
hafði Thorbjørn Jagland, fyrrverandi
forsætisráðherra Noregs, hvatt
norsku stjórnina til að kalla hermenn-
ina heim þegar í stað.
Segir írösku öryggissveitirnar
þurfa aðstoð eftir 30. júní
Paul Bremer, landstjóri Banda-
ríkjamanna í Írak, sagði í gær að ljóst
væri að írösku öryggissveitirnar, sem
hernámsliðið hefur þjálfað, gætu ekki
tryggt öryggi landsins eftir 30. júní
þegar írösk bráðabirgðastjórn á að
taka við völdunum af hernámsstjórn-
inni. „Þess í stað munu Írakar og her-
menn frá mörgum löndum, meðal
annars Bandaríkjunum, vinna saman
að því að tryggja Írökum það öryggi
sem þeir þurfa,“ sagði Bremer.
Njóti írösku öryggissveitirnar ekki
aðstoðar er hætta á því að fyrrver-
andi hermenn Saddams Husseins og
vopnaðar sveitir sjíaklerksins Moqt-
ada al-Sadr „komist til valda með of-
beldi“, að sögn Bremers.
Bandaríkjamenn óttast að fleiri ríki kalli hermenn sína í Írak heim
Bush harmar ákvörðun
spænsku stjórnarinnar
!
"#$ "%&
"&$ "&$
' ((
!
) *+, -
(((
.+,#", "
#
"
! $
01, 1,2
1,3 1,451
651, 7 1,8,5-1,8+5
(
)9:, ,;:<9+
",:+=,,>>>"+? -5*@-="
((
(((
Vandar um við
nýjan forsætis-
ráðherra Spánar
Washington, Bagdad. AFP, AP.
TONY Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, hyggst í dag, þriðjudag, birta
yfirlýsingu um
nýja stjórnarskrá
Evrópusam-
bandsins og eru
líkur taldar á að
hann muni skýra
frá því að stjórn-
völd vilji að fram
fari þjóðarat-
kvæðagreiðsla
um hana. Fari svo
verður um stefnubreytingu að ræða
af hálfu stjórnar Blairs.
Talsmaður Blairs skýrði frá því í
gær að von væri á yfirlýsingu af
hálfu forsætisráðherrans. Kom og
fram í máli aðstoðarmannsins að for-
sætisráðherrann myndi boða til
fundar með fréttamönnum á fimmtu-
dag og ræða m.a. Evrópumálin.
Óstaðfestar fréttir hermdu í gær
að Blair hygðist leggja það til við rík-
isstjórn sína á fimmtudag að ný
stjórnarskrá Evrópusambandsins
verði borin undir þjóðaratkvæði.
Stefnt er að því að hin nýju stjórnlög
sambandsins verði tilbúin í júnímán-
uði.
Ákveði breska ríkisstjórnin slíka
atkvæðagreiðslu felur það í sér
grundvallarstefnubreytingu því
Blair hefur fram til þessa útilokað að
ný stjórnarskrá ESB verði lögð fyrir
almenning í Bretlandi. Var í gær
rætt um „U-beygju“ af hálfu Blairs í
breskum fjölmiðlum en þar í landi er
hefð fyrir því að lýsa meiriháttar
breytingum á stjórnarstefnu á þann
veg.
Verði efnt til þjóðaratkvæða-
greiðslu er óvíst hvenær hún fer
fram. Hugsanlegt er að það gæti
gerst í sveitarstjórnarkosningum í
haust en jafnframt var í gær talið að
ríkisstjórnin hygðist jafnvel bíða til
næsta vors þegar almennt er talið að
boðað verði til þingkosninga. Þá var
og nefndur sá möguleiki að ríkis-
stjórnin teldi heppilegra að efna til
slíkrar atkvæðagreiðslu sérstaklega
og þá eftir þingkosningarnar.
Kúvent
í Bret-
landi?
Lundúnum. AFP.
Tony Blair