Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 10
20. apríl þriðjudagur TUTTUGASTI OG ÞRIÐJI APRÍL Bókaverslanir Bókin Tuttugasti og þriðji apríl kemur út í tilefni Viku bókarinnar 2004. Í þessari bók, sem Félag íslenskra bókaútgefenda gefur út, birtast 11 nýjar sögur eftir jafnmarga íslenska höfunda. Það sem sögurnar eiga sammerkt er dagsetningin 23. apríl, auk þess sem höfundum var úthlutað ártali með það fyrir augum að bókin spannaði heila öld. Þannig hefst fyrsta sagan árið 1904 og sú síðasta tekur mið af árinu 2004. Lesendum er látið eftir að greina fleiri þræði sem geta legið á milli þessara ólíku sagna. Bókin kemur í bókaverslanir í dag og verður gefin viðskiptavinum sem kaupa bækur fyrir 1500 krónur eða meira þessa viku. SMÁSAGNAVEISLA Jón forseti Kl. 20.00 Í tilefni Viku bókarinnar efnir Skáldaspíran til sannkallaðrar smásagnaveislu á Jóni forseta í Aðalstræti. Höfundar smásagnasafnsins Tuttugasti og þriðji apríl lesa úr verkum sínum. UPPLESTUR - ÓTUKTIN Sólon Kl. 20.00 Bókaútgáfan Salka stendur fyrir útgáfugleði í tilefni af því að í dag kemur út bókin Ótuktin eftir Önnu Pálínu Árnadóttur. Anna Pálína les úr bókinni og spjallar við áheyrendur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. EDDA ÚTGÁFA Vefsíðan www.gagnasafn.is opnuð. Menningararfur Íslendinga á Netinu. 21. apríl miðvikudagur FUGLAVERKEFNI Borgarbókasafn, Kringlusafn Kl. 10.00 Svipast um í hverfinu. Fuglaverkefni frá leikskólanum Hamraborg verður til sýnis og börn þaðan, sem eru fastagestir á safninu, koma í heimsókn og skemmta gestum með fuglasöngvum. Farfuglar í formi bóka verða til sýnis, þ.e. brot úr þýddum skáldsögum tveggja rithöfunda úr hverfinu, þeirra Einars Kárasonar og Vigdísar Grímsdóttur. BARNABÓKAVERÐLAUN Höfði Kl. 17.00 Fræðsluráð Reykjavíkur afhendir í Höfða barnabókaverðlaun sín og er þetta í 32. skipti sem verðlaunin eru afhent. Veitt verða tvenn verðlaun, annars vegar fyrir frumsamda barnabók og hins vegar fyrir þýðingu á barnabók. 22. apríl fimmtudagur – sumardagurinn fyrsti BORGARBÓKASAFN - LJÓÐAGANGA Aðalsafni, Tryggvagötu 15 Kl. 13.00 Borgarbókasafn býður borgarbúum og öðrum gestum í ljóðagöngu í miðbænum til að fagna sumarkomu. Dagskráin er hluti af Ferðalangi 2004 sem er verkefni á vegum Höfuðborgarstofu. Einar Ólafsson, ljóðskáld og bókavörður, leiðir gönguna. Staldrað verður við á völdum stöðum og sviðið teiknað upp. Ljóðin verða af ýmsu tagi en tengjast öll Reykjavíkurborg og þema Ferðalangs, þ.e. að fara í ferðalag um borgina og sjá hana með nýjum augum. Lagt verður upp frá aðalsafni við Tryggvagötu 15. Gangan tekur 1 – 2 klst. Aðgangur ókeypis. EDDA ÚTGÁFA Norræna húsinu Kl. 14.00 Sigrún Eldjárn í Norræna húsinu. Opnun sýningar á teikningum úr Kuggsbókum Sigrúnar sem koma út í Viku bókarinnar. BÓKASAFN GRINDAVÍKUR Kvenfélagshúsinu Grindavík Kl. 14.00. Bókasafnið býður, ásamt bókasafns- og menningarnefnd Grindavíkur, börnum á leiksýningu í Kvenfélagshúsinu að Víkurbraut 21. Þar sýnir Möguleikhúsið Hatt og Fatt. BORGARBÓKASAFN – BÓKAVERÐLAUN BARNANNA Aðalsafni, Tryggvagötu 15. Kl. 14.30 Dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Líkt og tvö undanfarin ár hefur Borgarbókasafn staðið fyrir vali á barnabók ársins meðal 6 – 12 ára barna. Skari skrípó afhendir verðlaunin og hristir töfrabrögð fram úr erminni. Eþos, tónlistarhópur Reykavíkur, leiðir gesti inn í sumarið með léttri og skemmtilegri tónlist. Í hópnum eru þau Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Greta Guðnadóttir fiðluleikari, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. BÓKMENNTAKVÖLD BJARTS Súfistanum, Laugavegi 18 Kl. 20.30 Kynnt verða verkin Ég er ekki hræddur eftir Niccolò Ammaniti og Fimm mílur frá Ytri-Von eftir Nicolu Barker. Sérstakur gestur kvöldsins er ítalski rithöfundurinn Niccolò Ammaniti sem mun ræða um bók sína og árita hana að dagskrá lokinni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. EDDA ÚTGÁFA Bókagjöf Eddu og Hróksins - Skák og mát - í Grímsey, eyju Willards Fiske. 23. apríl föstudagur. Alþjóðadagur bókarinnar Alþjóðadagur bókarinnar og höfundarréttar, 23. apríl, er haldinn hátíðlegur víða umheim að frumkvæði UNESCO, Menningarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Dagurinn er helgaður bókinni og þeim sem vinna við bækur með einum eða öðrum hætti. Hér á landi hefur Félag íslenskra bókaútgefenda staðið að hátíðahöldum og margvíslegri dagskrá á Degi bókarinnar og í Viku bókarinnar 20. - 26. apríl eins og fram kemur í dagskránni. ÁVARP DAGSINS Linda Vilhjálmsdóttir rithöfundur Flutt og birt í fjölmiðlum. EDDA ÚTGÁFA Sigurskáldið í ljóðakeppni Eddu og Fréttablaðsins kynnt. TUTTUGASTI OG ÞRIÐJI APRÍL Bókaverslanir Bókin Tuttugasti og þriðji apríl kemur út í tilefni Viku bókarinnar 2004. Í þessari bók, sem Félag íslenskra bókaútgefenda gefur út , birtast 11 nýjar sögur eftir jafnmarga íslenska höfunda. Það sem sögurnar eiga sammerkt er dagsetningin 23. apríl, auk þess sem höfundum var úthlutað ártali með það fyrir augum að bókin spannaði heila öld. Þannig hefst fyrsta sagan árið 1904 og sú síðasta tekur mið af árinu 2004. Lesendum er látið eftir að greina fleiri þræði sem geta legið á milli þessara ólíku sagna. Sögurnar eru: Kristín Helga Gunnarsdóttir: Ljós leikur við myrkur (1904) Rúnar Helgi Vignisson: Ættartalan (1914) Gerður Kristný: Lagkaka (1924) Stefán Máni: Mein Kampf (1934) Auður Jónsdóttir: Heillaráð Ófeigs (1944) Ágúst Borgþór Sverrisson: Afmælisgjöfin (1954) Hlín Agnarsdóttir: Aprílbirta (1964) Einar Örn Gunnarsson: Dýrmætasta leyndarmálið (1974) Kristín Marja Baldursdóttir: Ásókn (1984) Sigurbjörg Þrastardóttir: Hvar, ef ekki hér? (1994) Bjarni Bjarnason: Hönnunarstofan (2004) Vika bókarinnar Íslenska skáldsagan Börn og bækur      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.