Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 12

Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 16. september 1988 Banlcaritir eiga gráa markaðinn! „Fjármálastarfsemi utan bankakerfisins(< Bankar og sparisjóðir lanclsins eru umsvifamestir þeirra aðila sem mynda „gráa markaðinn“ svonefnda, en þá er einmitt átt við „fjármálastarfsemi utan banka- kerfisins"; verðbréfasjóði og fjármögnunarleigur. Aðeins þrír verðbréfasjóðir af 18 eru „óháðir“ banka- kerfinu og þar af hafa Ávöxtunarsjóðirnir tveir verið lagðir niður. Þrjár fjármögnunarleigur eru að mestu í eigu banka og banki er stór eignaraðili í þeim fjórða. Ýmis stórfyrirtæki eru að öðru leyti ráðandi á þessum markaði: Eimskipafélagið, Sjóvá, Tryggingamiðstöðin, Brunabótafélagið og einnig Lífeyrissjóður verslunar- manna og Pétur H. Blöndal. Þetta eru þeir aðilar sem stærstir eru á „gráa markaðinum“, sem utanríkisráð- herra kallaði nýlega ófreskju sem yrði að stöðva áður en hún legði efnahagslíf landsins í rúst! VERÐBRÉFASJÓÐUM fjölgar óöfluga og skuldayfirlýsing- ar komnar í um 6 milljaröa. LEIGUSAMNINGAR fjármögnunarleiganna komnir í 5,7 milljaröa. GRÁI MARKAÐURINN samsvarar 14,4% af innlánum bankakerfisins. INNLENDIR og erlendir bankar og sparisjóöir eiga um 60% í verðbréfasjóðunum og fjármögnunarleigunum. Fjárfestingarfélag íslands. Verslunarbankinn á 30%, Eimskipafélagið 25%, Lifeyrissjóðurverslunarmanna 10%, Iðnaöarbankinn og Iðnlánasjóð- ur 4%, Tryggingamiðstöðin 4% og Lífeyrissjóður verksmiðjufólks 3%. Fé- lagiö er með yfir 60% af „veltu“ verðbréfasjóöanna og er meö eina fjár- mögnunarleiguna af fjórum, Féfang hf. Pressumyndir Magnús Reynir. begar tillit er tekið til eignar- aðildar banka, tengdra lánasjóða og sparisjóða í l'yrirtækjum „gráa markaðarins" kemur í Ijós að þeir eiga beint og óbeint 40—45% hlutabréfa sjálfir og hlutfallið fer í 55—60% þegar við bætast erlendu bankarnir Banque Indosuez í Frakklandi og A/S Nevi í Noregi. Þannig eru fjármögnunarleigurnar nær 80% í eigu banka og verðbréfa- sjóðirnir að minnsta kosti 35% auk þess sem Útvegsbankinn, Alþýðu- bankinn og Búnaðarbankinn eru nú að hasla sér völl á þeim vett- vangi. 11 MILLJARDA MARKADUR Umsvif verðbréfasjóða og fjár- mögnunarleiga halda áfram að vaxa með ævintýralegum hraða. í árslok 1987 námu útgefnar skulda- yfirlýsingar verðbréfasjóðanna alls 3.695 milljónum króna hjá 12 sjóð- um en í lok júlí síðastliðins var upp- híeðin komin upp I 5.873 milljónir króna og nam hækkunin því á 7 mánuðum nær 60% og sjóðirnir sjálfir orðnir 18 þegar þetta er ritað. I árslok 1987 námu útistandandi leigusamningar fjármögnunarleig- anna fjögurra alls um 4.200 millj- ónum króna, en i lok júní var upp- hæðin komin upp í 5.700 milljónir og hafði þvi hrekkað um 36% á hálfu ári. I lok júní stóðu verðbréfasjóð- irnir og fjámögnunarleigurnar samtals fyrir 11.143 milljónum króna — rúmlega II milljörðum króna — á móti 7.900 milljónum í árslok 1987. Sem hlutfall af heildar- innlánum allra innlánsstofnana jókst hlutur þessara aðila úr 4,3% í árslok 1986, í 11,4% í árslok 1987 og loks í 14,4% í júnílok 1988. Nú- orðið fer áttunda hver króna til þessara aðila miðað við innláns- stofnanir. Og miðað við vöxtinn það sem af er árinu stefnir hlut- fallið í 17% og heildarumfangið í 14,4 milljarða króna í árslok. Verðbréfasjóðirnir eru (að sjóð- um Ávöxtunar meðtöldum) orðnir 18. 5 þeirra eru undir rekstri Kaup- þings, 4 hjá Fjárfestingarfélaginu, 4 hjá Verðbréfamarkaði lðnaðar- bankans, Ávöxtun var með 2 og með 1 hver eru Hagskipti, Útvegs- bankinn og Alþýðubankinn. Þá er verðbréfasjóður í startholunum hjá Búnaðarbankanum samkvæmt heimildum okkar. Fjármögnunar- leigurnar eru enn fjórar: Lýsing hf., Lind hf., Glitnir hf. og Féfang hf. Á milli leiganna og sjóðanna eru síðan sterk tengsl. VERSLUNARRANKINN STÆRSTUR í FJÁRFESTINGARFÉLAGINU Fjárfestingarfélag islands er orðið 17 ára gamalt. Stærstu hlut- hafarnir nú eru Verslunarbankinn 30%, Eimskipafélag íslands 25%, Lífeyrissjóður verslunarmanna 10%, Tryggingamiðstöðin 4% og Hörður .lónsson 6%. Ofangreindir aðilar eiga um það bil 75% í fyrir- tækinu og mynda saman meirihluta og varð hlutafjáraukning Eim- skipafélagsins meðal annars til þess að SÍS fékk ekki mann í stjórn haustið 1986 og fór út. Fjárfest- ingarfélagið hefur langöflugustu verðbréfasjóðina á sinni könnu: Verðbréfasjóðinn hf., Markaðs- sjóðinn hf., Tekjusjóðinn hf. og Fjölþjóðasjóðinn hf. Hlutur þess- ara sjóða var af heildinni um 62% í árslok 1987 og samkvæmt okkar heimildum hefur markaðshlut- deildin lítið breyst frá þeim tíma, sem bendir til þess að Fjárfestingar- félagið standi fyrir um það bil 3.600—3.700 milljónum króna af útgefnum skuidayfirlýsingum í júlí- lok síðastliðins. Fjárfestingarfélagið á auk þess 66,7% hlut í fjármögnunarleigunni Féfangi hf., en eigendur á móti eru Verslunarbankinn (10,7%), Líf- eyrissjóður verslunarmanna (10,7%), Tryggingamiðstöðin (10,7%) og sparisjóður vélstjóra (1,3%). í raun eru því Féfang og Fjárfestingarfélagið í höndum sömu aðila. Sömuleiðis er ljóst að sömu aðilarnir eiga ítök i Hluta- bréfamarkaðinum hf„ sem rekur verðbréfasjóðinn Hlutabréfasjóð- inn hf. Fjölmörg landsþekkt andlit úr viðskiptum og stjórnmálum lands- ins hafa komið nálægt stjórnun Fjárfestingarfélagsins á undan- förnum árum. Þeirra á meðal eru alþingismennirnir Guðmundur H. Garðarsson og Eyjólfur Konráð Jónsson, auðmaðurinn Þorvaldur Guðmundsson í Síld & fisk, Gunnar S. Björnsson húsasmíða- meistari, Gunnar J. Friðriksson iðnrekandi og forstjórarnir Gísli V. Einarsson, Ágúst Hafberg, Árni Gestsson, Jóhann J. Ólafsson, Hjörtur Hjartarson og Gísli Ólafs- son. SPARISJÓÐIRNIR SAMEINAÐIR í KAUPÞINGI Kaupþing er nú að 51% hlut í eigu Péturs H. Blöndal, forstjóra þess, en 49% eiga hinir ýmsu spari- sjóðir landsins. í árslok 1987 var hlutur Kaupþings 27,4% af útgefn- um skuldayfirlýsingum verðbréfa- sjóðanna, sem bendir til þess að hlutur Kaupþings hafi í lok júlí verið nálægt 1.600 milljónum króna. Kaupþing er nú með fimm sjóði: Ávöxtunarsjóð Hávöxtunar- félagsins hf„ Kröfukaupasjóð Há- vöxtunarfélagsins hf„ Hag- kvæmnisjóð Hávöxtunarfélagsins hf„ Söfnunarsjóð Hávöxtunarfé- Iagsins hf. og Peninganrarkaðssjóð Hávöxtunarfélagsins. Hávöxtunar- félagið sjálft er í eigu nokkurra H. Blöndal og aðila er seidu hlut sinn til Péturs á sínum tíma — sem endurseldi síðar sparisjóðunum. Ekki er að sjá að Kaupþing sé aðili að fjármögnunarleigu. Pétur Blöndal er sem áður segir meirihlutaaðili í Kaupþingi. Spari- sjóðir landsins hafa engan verð- bréfasjóð sjálfir, en þeir öðluðust stóra markaðshlutdeild um leið og þeir keyptu hlut í Kaupþingi. I stjórn Kaupþings sitja Þorvaldur Gylfason prófessor, Þorkell Helga- son prófessor og sparisjóðsmenn- irnir Baldvin Tryggvason (SPRON), Guómundur Hauksson (Sparisj. Hafnarfjarðar) og Geir- mundur Kristinsson. í Hávöxtunar- félaginu hafa hins vegar setið í stjórn Baldur Guölaugsson lög- fræðingur, Eggert Hauksson, for- stjóri Plastprents, Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur og Ari Arnalds verkfræðingur. Til samans voru sjóðir Fjár- festingarfélagsins og Kaupþings með um 90% af skuldayfirlýsing- um verðbréfasjóðanna í lok síðasta árs. Ávöxtun þeirra Ármanns Reynissonar og Péturs Björnssonar var með 6,6% á sama tíma. VAXANDI VELDI IÐNADARDANKANS Það er síðan Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. sem er í hvað mestri sókn um þessar mundir. Hann var með„Sjóð 1“ og „Sjóð 2“ starfrækta á síðasta ári með um 3% markaðshlutdeild, en hefur nú bætt „Sjóði 3“ við. Samkvæmt okkar heimildum hefur sá sjóður rokið í 160 milljónir króna um þessar mundir, sem er meira en hinir sjóð- irnir tveir höfðu í lok síðasta árs. Eins og gefur að skilja er sjóðurinn í eign Iðnaðarbankans, þar sem hluthafar eru rúmlega 1.500. Stjórnarmenn I Iðnaðarbankanum nú eru Davíð Scheving Thorsteins- son iðnrekandi, formaður stjórnar, Sigurður Kristinsson málarameist- ari, Sveinn Valfells rafvirkjameist- ari, Kristinn Björnsson forstjóri, Guðjón Tómasson, Leifur Agnars- son framkvæmdastjóri og Ingólfur Finnbogason húsasmíðameistari (stjórnarmaður í aðalverktökum). Iðnaðarbankinn lætur verð- bréfasjóðina ekki duga heldur hefur bankinn einnig haslað sér völl á sviði fjármögnunarleigunnar. Hann er ásamt bankastjórunum Þessir hafa leyfi til verðbréfamiðlunar Alls 36 aóilar höfóu fengið leyfi frá viðskiptaráðherra til að stunda verðbréfa- miðlun i marsbyrjun á þessu ári. Leyfi til handa Stefáni M. Gunnarssyni i Alþýðu- bankanum hefur verið afturkallað og sem kunnugt er hefur Pétur Björnsson i Ávöxtun verið sviptur leyfi til bráóabirgða meðan kannað er hvort lög hafa verið brotin af fyrirtækinu. Neðangreindur listi kann að hafa breyst eitthvað fráþessum tima, en þá óverulega samkvæmt okkar heimildum. LGunnar H. Hálfdánarson, Fjárfestingarfélagió og dótturfyrirtæki. 2. Davíð Björnsson, Kaupþing og Hávöxtunarfélagið. 3. Friörik S. Halldórsson, Útvegsbankinn. 4. Guðmundur Hauksson, Útvegsbankinn. 5.Sigurður Geirsson, Útvegsbankinn. 6. Haukur Þ. Haraldsson, Landsbankinn. 7. Tryggvi Pálsson, (Landsbankinn). 8. Höskuldur Ólafsson, Verslunarbankinn. 9. Kristján Gunnarsson, Búnaðarbankinn. 10.Sigtryggur Halldórsson, Samvinnubankinn. 11.Þorsteinn Ólafsson, Samvinnubankinn. 12.Sveinn Hannesson, Iðnaðarbankinn. 13. Vilborg Lofts, Iðnaðarbankinn — verðbréfamarkaður. 14. Guðmundur Ágústsson, Alþýðubankinn. 15. Baldvin Tryggvason, Sparisjóður Rvk. og nágrennis. 16. Hallgrímur G. Jónsson, Sparisjóður vélstjóra. 17. Ólafur S. Sigurðsson, Sparisjóður Kópavogs. 18. Tómas Tómasson, Sparisjóður Keflavikur. 19. Þór Gunnarsson, Sparisjóður Hafnarfjarðar. 20. Benedikt Ragnarsson, Sparisjóður Vestmannaeyja. 21. Björn Jónasson, Sparisjóður Siglufjarðar. 22. Friðjón Sveinbjörnsson, Sparisjóður Mýrasýslu. 23. Hilmar Jónsson, Eyrarsparisjóður. 24.Sólberg Jónsson, Sparisjóður Bolungarvikur. 25.Sigurður Hafstein, Samband isl. sparisjóða. 26. Kristján Kristjánsson, Hagskipti — verðbréfasjóður Hagskipta. 27. Þorsteinn Haraldsson, Hlutabréfamarkaðurinn. 28. Guðmundur Björnsson, Póst- og simamálastofnun. 29. Jóhann Sigurjónsson, Glitnir hf. 30. Jón H. Pétursson, Kaupþing Norðurlands hf. 31. Baldvin Ó. Magnússon, Birkir Baldvinsson fjárfestingarfélag hf. 32. Benedikt Sveinsson hrl., (Sjóvá og víðar). 33. Gunnar R. Magnússon, lögg. endurskoðandi. 34. Jón Halldórsson, lögmaður (sonur Halldórs H. Jónssonar). 35.Sverrir Kristinsson, fasteignasölunni Eignamiðlun. 36.Pétur Björnsson i Avöxtun, sviptur leyfi til bráðabirgða. Bankarnir og ,,grái markaðurinn" Sjóðir og leigur Hlutur banka Áætlað umfang Fjárfestingarfélagið 34—35% 3.600 m. kr. Kaupþing 49% 1.600 m. kr. Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans 100% 300 m. kr. Glitnir hf 87% 2.500 m. kr. Lýsing hf 80% 1.200 m. kr. Féfang 36% 1.000 m. kr. Lind hf 100% 1.000 m. kr. Skýringar: Fjárfestingarfélagið, Kaupþing og Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans reka 13 af 18 verðbréfasjóðum og standa fyrir rúmlega 90% af útgefnum skulda- yfirlýsingum sjóðanna. Með bönkum er hér átt við viðskiptabankana, sparisjóðina, beint tengda lánasjóði bankanna og erlendu bankana tvo í Glitni og Lind.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.