Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 24
24
Föstudagur 16. sept'ember 1988
bridge
Suður gefur, utan hættu gegn ás,
og opnar á 1-hjarta. Norður liækk-
ar í 3-hjörtu og austur vogar sér
ekki inn á. Suður hækkar í fjögur.
Vestur kýs að spila út tígulgosa,
hógvært útspil sem gefur ekkert:
♦ D5
V KG95
♦ Á762
4* G73
♦ K983
V 83
♦ GIO
•?• K10842
♦ A10642
V 2
♦ D9843
•?• D6
N
V A
S
♦ G7
V ÁD10764
♦ K5
4» Á95
Sagnhafi byrjaði vel þegar hann
hleypti heim, spilaði tígli á ás og
trompaði tígul hátt. Þá tvisvar
tromp og síðasti tígullinn í blindum
trompaður.
Sagnhafi spilaði sig nú út á
spaða. Ætlunin var að þvinga and-
stöðuna til að hreyfa laufið. Austur
átti slaginn á ás og spilaði litnum til
baka á kóng félaga síns. Vandanum
vaxinn skipti vestur nú í lauf-10,
cina spilið sem gefur vörninni von.
í slaginn fóru tía, gosi, drottning og
ás, og með K8 yfir lauf 95 suðurs
fékk vestur óumflýjanlega tvo slagi
i viðbót. Einn niður.
Þrátt fyrir nákvæmni varnarinn-
ar átti suður að vinna sitt geim. Ef
hann sparar laufgosa í borði og
drepur á ás, og spilar sig út með
smáu laufi og geymir enn gosann, á
vörnin um tvennt að velja: Að fella
saman hámennina í litnum, eða, ef
austur fær slaginn á drottningu, að
gefa sagnhafa niðurkast og tromp-
un og spilið þar með.
skák
Fomir skákgripir
Árið 1972 fundust í sovéska sam-
bandsríkinu Usbekistan tveir smá-
gripir er gætu verið menn úr tafli:
fíll og zebú-uxi. Þessir gripir eru
taldir vera frá 2. öld f. Kr. Sovéskir
fornleifafræðingar telja þetta
benda til þess að manntaflið sé
eldra en ætlað var og hafi borist frá
Indlandi til Mið-Asíu þremur öld-
um áður en þeir sagnlræðingar sem
hér á undan voru nel ndir töldu það
hafa orðið til. Borgin þar sem grip-
irnir lundust, Dalversín-tepe, liggur
einmitt við forna samgönguæð, leið
Irá Indlandi til Kína, er var fjölfarin
allt frá tímum Alexanders mikla og
fram til mógúlanna, ef ekki lengur.
Þennan fund mætti þá einnig taka
sem vísbendingu um að skákin sé
runnin upp í Kina. En allt er þetta
mjög á huldu, erfitt að segja til um
í hvora áttina gripirnir hafa borist
— ef þeir þá hafa verið á langri leið
— og svo er ekki einu sinni öldungis
víst að þetta séu menn úr tafli, né
hvers konar tafl það hali verið.
Svipuðu máli gegnir um gripi sem
hafa fundist á Ítalíu og einnig eru
taldir frá 2. öld f. Kr. Takist mönn-
um að sanna að þessir gripir séu í
raun og veru menn af taflborði
myndi það breyta skáksögunni á
afdrifaríkan hátt. En heldur er ólík-
legt að það takist, timinn fyrir 600
e. Kr. er hulinn móðu sem erfitt er
að skyggnast í gegnum.
MANNGANGUR FYRR OG NÚ
Þær heimildir sem tiltækar eru
um gang mannanna í hinu forna
manntafli eru frá síðari tímum,
mestmegnis frá níundu öld, og
segja því ekki til um hvernig hann
hafi verið í upphafi. Eins liklegt er
að hann hafi ekki allsstaðar verið
eins meðan samgöngur voru strjál-
ar. Við könnumst við svipað héðan
frá íslandi, ýmis afbrigði voru af
manngangi, líklega mismunandi
eftir landshlutum, allt fram að síð-
ustu aldamótum. Einkanlega átti
þetta við um hina flóknari leiki, til
dæmis hrókun. Og þá getur maður
gert sér i hugarlund hvernig þetta
hafi verið að fornu þegar menn
bjuggu einangraðir og undu við sitt
án þess að gera sér áhyggjur af því
sem gerðist á fjarlægum stöðum.
Sá manngangur sem kunnur er úr
fornum heimildum er á ýmsan hátt
frábrugðinn þeim sem nú tíðkast og
skal nú drepið á það helsta.
Kóngurinn gekk eins og hann
gerir enn á okkar dögum: á næsta
reit við sig, í hvaða átt sem er. Ekki
mátti leika honum í skák, enda var
tilgangur taflsins að ná kóngi and-
stæðingsins á sitt vald, eins og nú.
Sigur var í því fólginn að máta kóng
GUÐMUNDUR
ARNLAUGSSON
andstteðingsins, en einnig var hægt
að sigra með því að fella lið hans,
svo að hann stæði einn eftir. Loks,
var það pattið: að geta ekki leikið
neinum löglegum leik en standa þó
ekki í skák. Þetta þótti allsérstakt
og var — að minnsta kosti sums-
staðar — talinn sigur fyrir þann
sem pattaður var. Hrókun var ekki
þekkt fyrr en löngu síðar, enda stóð
kóngurinn tiltölulega vel á miðju
borði, því að taflið var mjög hæg-
fara leikur þá miðað við það sem nú
er.
Drottningin hét upphaflega ráð-
gjafi (mantra eða fers) og var marg-
falt veikari en nú: Hún gat aðeins
fært sig um einn reit í senn, á ská, og
átti því aldrei nema um fjóra reiti að
velja. Þetta tryggði að hún hélt sig
alltaf í grennd við kónginn, var
honum til halds og trausts.
Biskupinn hét upphaflega fíll
eins og áður hefur verið getið og
gekk eftir skálínum, þannig að
hann hljóp yfir einn reit og settist
niður á þann næsta. Hann átti því
aldrei nema um fjóra reiti að velja
eins og drottningin. En hann mátti
stökkva yfir mann eins og riddar-.
inn. Og eitt var athyglisvert við
biskupsganginn gamla: biskuparnir.
fjórir gátu aldrei mæst, engin leið
var til að einn þeirra gæti fellt
annan, jafnvel þótt þeir gengju á
samlitum reitum. Hver biskup
komst ekki nema á fjórða hvern reit
á borðinu.
Riddari, hrókur og peð gengu
nokkurn veginn eins og nú, peðin
máttu að vísu ekki hlaupa yfir reit í
fyrsta leik sínum eins og nú tíðkast.
Enn má nefna að ekki var jafn
eftirsóknarvert að koma peði upp í
borð og nú er: Það breyttist þá í
mantra, veikasta mann á borðinu.
Af þessu má sjá að manntafl
fyrri tíma hefur verið miklu hæg-
gengari leikur en sú skák sem við
þekkjum. En það var í takt við
straum tímans sem þá leið lygnar
fram, og bjó yfir þvi listfengi sem
heillaði menn þess tíma.
Loks má nefna það að Iengi
framan af voru allir reitir borðsins
eins að lit. Sú uppfinning að hafa
annan hvern reit borðsins i öðrum
lit kom löngu síðar, en hún auð-
veldar yfirsýn yfir borðið. ■
krossgátan
FÍLAMAÐUR A FYLLERÍI
Hinn frábæri leikari John Hurt,
sem m.a. lék i „Fílamanninum",
„Midnight Express" og „The
Naked Civil Servant“, hefur lengi
átt við alvarlegt áfengisvandamál
að stríða. Fyrir fimm árum kynntist
Hurt hins vegar Donnu nokkurri,
sem hann kvæntist, og minnkaði þá
drykkjan til muna. Þau hjónin
byggðu sér stórt og mikið hús í
Kenya og allt var í lukkunnar vel-
standi. Sá draumur er nú á enda.
Leikarinn frægi er aftur farinn að
halla sér að flöskunni og vill ekkert
með Donnu sína hafa lengur. Hún
situr ein eftir í fína húsinu í Afriku,
með tveimur hundum og þjónustu-
fólki, en hann drekkur og duflar í
öðrum heimsálfum.