Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 28
28
hostudagur 16. september 1988
dagbókin
hennar
Kæra dagbók.
Ég er svo kvíðin að ég er næstum
dauð. Það á sko að „tolIera“ ntig
eftir nokkra daga! Ég bara þori alls
ekki að láta einhverja kalla úr 6.
bekk henda mér upp í loft. Það
kemur ekki til greina. En pabbi og
ntamrna segja að maður VERÐl.
Þau segja að það sé ólukkumerki
að skrópa til að losna við þetta.
Þeir, sem geri það, l'alli eða veikist
eða eitthvað. Þetta er örugglega
meiriháttar samsæri, eins og Frí-
múrarareglan. Allir, sem hafa
sloppið lifandi í gegnum þessa vit-
leysu, láta eins og þetta sé alveg
ógurlega merkilegt og ómissandi —
bara af því að þeir létu plata sig út
í þetta og þeir vilja hlæja að öðrum,
sem eru jafnmikil fífl.
Amma á Einimelnum er heldur
ekki beint hjálpleg. Hún keypti sér
myndavél um daginn og ætlar að
mæta á svæðið og taka mynd af þvi,
þegar mér verður hent upp í loft. Ég
meina það!!! Heldur þetta fólk að
mannorð manns þoli hvað sem er?
Ég er viss um að hún eyðileggur
allan séns fyrir mér það sem eftir er
vetrarins, en hún skilur það ekki
neitt. Hún röflar bara um aðjætta
sé einstakt augnablik í lifi mínu,
sem aldrei komi al'tur, og nt.a.s.
pabbi gat ekki l'engið hana ofan af
þessu. Amma er nefnilega búin að
breyta gestaklósettinu á Eini-
melnum í framköllunarkompu og
er jafnmikiðá fullu i myndatökun-
um og allir Ijósmyndarar Moggans
til samans. Og núna er hún búin að
fá leiö á að mynda trén i garðinum
og „sjávar-fílinginn" á Ægisíðunni,
svo henni finnst uppfagt að taka
MIG fyrir. Mæ gooood... Þetta
væri ekki alveg svona hræðilegt, ef
amma væri ekki búin að leggja inn
pöntun á sýningarplássi í einhverju
galleríi niðri í bæ. Svo skilja pabbi
og mamma ekkert i þessari
„historíu" i mér! Ég er búin að vera.
Ég dey. Ég lifi þetta ekki af.
Adju,
Dúlla I daaðuteygjunum.
PS
Pabbi og mamma hafa ekki talað
saman í þrjá daga. Hann keypti tvo
bjórkassaá „svörtum" til aðdrekka
á meðan hann horl'ir á næturút-
sendingarnar frá Ólympíuleikun-
um og mamma varð óð. Ekki út af
bjórnum. Hún varð bara öskureið
þegar hún fattaði hvað sjónvarpið
eyðir miklu í íþróttir í staðinn fyrir
að kaupa betri myndir og svoleiðis.
Eins og það sé eitthvað pabba að
kenna!
sjúkdómar og fólk
Eyrnabólguvandi Sigurjóns G.
Fjarskyldur œttingi ketnur í Ijós.
Gylfi B. var frændi minn og hann
kom fljótlega á stofuna, þegar ég
tók til starfa. Hann hafði verið bú-
settur í bænum um nokkurt skeið,
vann jöfnum höndum við múrverk
og fiskvinnslu og keyrði stundum
leigubíl um helgar. Hann kom til
mín vegna spennu í öxlum og herð-
; um en kannski fyrst og fremst til að
• spjalla. Þegar ég sagði að hann ætti
að vinna minna og hreyfa sig meira
og lifa heilbrigðara Iífi glotti hann
útundir eyru og sagði: Við erum
svona djöfull duglegir frændurnir.
Síðan blikkaði hann að sið sam-
særismanna, og allt í einu vorum
við orðnir miklir félagar. Á næstu
mánuðum kom hann stundum út af
einhverju smávegis en oftast til að
slúðra lítilsháttar. Hann fór alfarið
út í leiguaksturinn og varð leigubíl-
stjóralegri með hverjunt mánuð-
inum, hætti að ganga með peninga-
veski en var með samanvöðlað
seðlabúnt i brjóstvasanum. Hann
fitnaði og rassinn stækkaði og hann
var oftast bláklæddur. Einu sinni
sem oftar kom hann og bauð mér
þá í brúðkaupið sitt. Ertu að fara að
gifta þig? sagði ég. Já, við verðum
að gifta okkur, þú skilur. Á brúð-
kaupsdaginn mætti ég með eitur-
græna AEG-brauðrist undir hend-
inni en þær voru vinsælar brúðar-
gjafir á þeim árum. Brúðurin
Sigrún B. var falleg, hvítklædd og
greinilega þunguð. Allt fór vel fram
og enginn varð verulega öivaður í
freyðivínsveislunni, nema faðir
brúðarinnar, sem var veðurbitinn,
þreytulegur trésmiður á miðjum
aldri með sorg í augunum. Hann
reyndi að halda ræðu sem byrjaði á
þessum orðum: „Ja, ekki er þettað
nú glæsilegt, en svona hlaut þetta
kannski að fara.“ Þá var þaggað
niður í honum og hann settist niður
og sofnaði fram á borðið en vakn-
aði upp öðru hvoru og sagði: Ja,
ekki dugir þetta helviti, og sofnaði
svo aftur.
Tíminn líður: Eftir brúðkaupið
frétti ég litið af parinu nýgifta. Þó
heyrði ég útundan mér að Sigrún
hefði eignast son sem skírður var
Sigurjón og allt gengi nokkuð vel.
Þau keyptu sér litið raðhús í útjaðri
bæjarins tilbúið undir tréverk og
Gylfi var sagður vinna meira en
nokkrusinni l'yrr. Hann keyrði leig-
arann á nóttunni og um helgar og á
öllum háannatímum en vann í hús-
inu þess á milli. Sveinninn Sigurjón
var sagður þroskast eðlilega og
mamma sagði mér að hann væri
yndislegt barn en voða óvær.
Gylfi og Sigritn mœta á stofuna:
Tveimur árum eftir brúðkaupið
kontu þau svo á stofuna til mín eftir
langt hlé og höl'ðu með sér dreng-
inn. Hann var klæddur í Ijósblá
tískuföt úr gallabuxnaefni og með
snuð í sama lit og blágræna húfu
sem á stóð; I am a Boy. Hvernig
gengur með brauðristina? spurði
ég, svona til að slá á léttari strengi.
Hún er löngu ónýt, sagði Gylfi
stuttaralega, og ég fann samstundis
að það var eitthvað meira en Iítið
að. Hvað er að? sagði ég og reyndi
OTTAR
GUÐMUNDSSON w-
að vera sem eðlilegastur. Það er
þessi drengur, sagði Gylfi frætldi
minn, hann er að gera okkur vitlaus
og hann benti á Sigurjón litla, sem
sat i tískufötunum sínum og saug
snuðið með fýlusvip. Hvernig þá?
sagði ég. Nú, þettað sefur aldrei,
sagði Gylfi, þettað vakir nótt eftir
nótt og grætur, maður fær aldrei
frið og ró. Maður fær, hnussaði í
Sigrúnu, að heyra þetta, það er ég,
sem aldrei fæ frið og ró, þú ert alltaf
að keyra leigubílinn á nóttunni og
sefur svo hjá mömmu þinni á dag-
inn. Gylfi setti upp svip og leit konu
sína vanþóknunaraugum. Ég skoð-
aði sjúkraskrá Sigurjóns og sá að
liann hafði nokkrum sinnum verið
greindur með eyrnabólgur og oft-
sinnis verið kallað á næturlækni
vegna drengsins. Hann var nýbúinn
að fá endurtekna fúkalyfjakúra en
allt virtist koma fyrir ekki, drengur-
inn var alltaf jafnóvær og með sýk-
ingu í eyrunum.
Skoðunin: Jæja, sagði ég, ég ætla
að fá að skoða drenginn. Viljið þið
kannski klæða hann úr og koma
með hann hingað til mín. Gerð þú
það Sigrún, sagði Gylfi, það varst
þú sem vildir eiga hann. Svo kross-
lagði hann fæturna og horfði útum
gluggann með þóttasvip. Sigrún
dæsti og kom með Sigurjón til mín,
þegar hún var búin að klæða hann
úr. Einkennin sem barnið hafði
voru þessi dæmigerðu, hann var
ákaflega óvær, sofnaöi kannski
smástund á kvöldin en vaknaði svo
og var þá óhuggandi og greip um
annað eyrað eða bæði. Hann virtist
borða illa og þreifst ekki nógu vel.
Hann hafði endurtekið fengið hita
sem lækkaði strax þegar hann fékk
fúkalyf og læknar höfðu greint hjá
honum eyrnabólgur.
Drengurinn var í sæmilegum
holdum, ósköp fölur en virtist ann-
ars eðlilegur. Hann er með besta
móti núna sagði Sigrún afsakandi,
eins og til að réttlæta það, að koma
með barn sem ekki var dauðveikt til
læknis. Gylfi sagði ekkert en virtist
fylgjast af gífurlegum áhuga með
flugi tveggja snjótittlinga úti á lóð-
inni.
Þegar skoðað var í eyrun fór
drengurinn að grenja og reyndi að
verja sig. Móðirin hélt honum þá
ákveðið og var greinilega orðin vön
grátinum. — Þegar skoðað er í eyru
barna virðir ntaður fyrir sér hljóð-
himnuna og umhverfi hennar og
hlustina sjálfa. Hlustin var nokkuð
hrein hjá Sigurjóni en eitthvað um
eyrnamerg sent byrgði mér sýn.
Hljóðhimnan var langt frá þvi að
vera eðlileg. Hún var mött, rauðleit
og þrútin og bungaði út á einum
stað sem benti til þess að barnið
væri með stöðugar bólgur í eyranu.
Greiningin: Drengurinn er með
króníska eyrnabólgu sagði ég, og ég
vil helst að þið farið með hann til
hálsi nef- og eyrnalæknis. Það þarf
oft í tilvikum sem þessu aðgera eitt-
hvað meira en gefa fúkalyf aftur og
aftur. Yfirleitt miðar maður við, að
eftir 4—5 kúra með fúkalyfjum
verði að gera eitthvað róttækara. Þá
eru stundum gefin fúkalyf í einn
mánuð stöðugt, en ef það dugar
ekki þarf oft að taka nefkirtlana.
.Stundum þar að gera smágat á
hljóðhimnuna og halda þannig
miðeyranu opnu um tíma svo það
geti hreinsað sig eðlilega. Auk þess
þarf að gefa honum nefdropa og
nýjan fúkalyfjakúr núna með lyfi
sem heitir flemoxin meðan þið
bíðið eftir því að komast til sér-
fræðings. Það er mál til komið að
gera eitthvað róttækt í þessum mál-
urn. Svo má hann ekki liggja með
pelann í rúminu sínu. Nú virtist
Gylfi vakna til lífsins og missa
áhugann á snjótittiingunum. Hvað
rná hann það ekki, af hverju ekki?
Af því að börnum sem fá að liggja
út af og totta pelann sinn er mun
hættara við eyrnabólgum en
öðrum.
En hvernig gengur hjá ykkur?
Þegar við höfðunt komið okkur
saman unt þetta fór ég að spjalla við
þau hjónin og komst fljótt að raun
um að hjónabandið var alls ekki
eins og það átti að vera. Samkomu-
lagið var slæmt og mikil spenna á
heimilinu og bæði virtust kenna
Sigurjóni litla um. Kynlífið var í
molum og Gylfi sagði það vera
vegna þess að drengurinn væri allt-
af grátandi á nóttunni og svæfi
ekkert, en Sigrún sagði það vera
vegna þess að Gylfi væri aldrei
heima. Þau virtust vera í mikilli
vörn gagnvart hvort öðru og gátu á
engan hátt talað saman. Stundum
er það nú þannig, sagði ég spekings-
lega, að ástandið á miklum eyrna-
bólgubörnum er talið versna til
muna í mikilli spennu og ósam-
komulagi. Svo spurningin er hvort
Sigurjón litli er að gera ykkur vit-
laus, eða þið að gera hann vitlaus-
an. Þau litu á mig, og allt í einu virt-
ust þau sameinast gegn sameigin-
legum óvini og þau klæddu dreng-
inn þegjandi og við ræddum þessi
mál ekki frekar.
Eyrnabólgunni banað: Á næstu
mánuðum heyrði ég ekkert frá þeim
hjónum. Þau fóru með Sigurjón til
háls-, nef- og eyrnalæknis og teknir
voru úr honum nefkirtlarnir og
síðan fékk hann rör í eyrun. Honum
batnaði eitthvað en hélt áfram að
vera óvær. Spennan á heimilinu óx
og mér var sagt að Gylfi héldi stíft
framhjá Sigrúnu og einrr góðan
veðurdag heyrði ég að þau væru
skilin. Ég hitti Sigrúnu í Kaupfélag-
inu nokkru seinna og hún var hin
blómlegasta og sveinninn Sigurjón
sömuleiðiðs. Hann er allur að
koma til, sagði hún. Og þannig
læknast þau oftast þessi miklu
eyrnabólgubörn, smátt og smátt
með tímanum, fái þau góða með-
ferð. Þegar þau vaxa úr grasi verða
þau líka ekki eins næm fyrir eyrna-
bólgum og fyrr.
Gylfi frændi minn kom á stofuna
um sama leyti og var hinn hressasti.
Hann hafði fitnað til muna en var
nú kontinn úr bláa leigubílstjóra-
gallanum og í ljósgræn sumarstæl-
föt. Maður er að reyna að yngja sig
upp og verður að halda sér til, við
erum svona frændurnir, sagði hann
og blikkaði og kveikti sér í stórum
vindli og braut þar með lög um
reykingabann á læknastofum. Ég
dæsti en ákvað með sjálfum mér í
huganum að gefa aldrei græna
brauðrist aftur í brúðargjöf. Ég
hafði gert það tvisvar og bæði
hjónaböndin endað með skilnaði.
Ætli þetta hefði farið öðruvísi hefði
ég gefið þeim fondú-pott hugsaði
ég og setti upp spekingssvipinn. ■
kvikmyndir
BÍÓBORGIN
Foxtrot. ★ * íslensk spennumynd.
Sýnd 5, 7, 9 og 11.
Frantic. * ★ * Spenna og örvænt-
ing í París. Sýnd 5, 7, 9 og 11.10.
Rambo lil. ★ Enn ein Rambo-
myndin. Fáránleg atriði á færibandi.
Stalloneersprenghlægilegur. Sýnd
7, 9 og 11. Bönnuð: 16 ára.
Beetlejuice. ★ ★ Gamanmynd.
Sýnd 5.
BÍÓHÖLLIN
Góðan daginn Vietnam. ★ ★ ★
Grátfyndin mynd um útvarpsmann
sem sendur er til Víetnam til að
hressa upp á dátana með fyndnu
útvarpsefni. Vitlaus maður á vit-
lausum stað. Sýnd 4.30, 6.45, 9 og
11.10.
Skær ijós stórborgarinnar. ★ ★
Sýnd 5, 7, 9 og 11.10.
Rambo 3. Sýnd 7.10 og 11.10.
Beetlejuice. Sýnd 5, 7, 9 og 11.10.
Hættuförin. Góð spennumynd.
Sýnd 5, 7, 9 og 11.
Frantic. Sýnd 5 og 9.
Lögregluskólinn 5. ★ ★ Sýnd 5.
HASKÓLABÍO
Kiikurnar. ★ ★ ★ Löggu- og bófa-
leikur. Sýnd 5, 7.30 og 10. Bönnuð:
16 ára.
LAUGARÁSBÍÓ
Þjálfun í Biloxi. ★ ★ ★ Sýnd 5, 7, 9
og 11.10
Bönnuð: 12 ára.
Vitni að morði. ★ ★ ★ Hörkuspenn-
andi mynd um litinn strák sem
kemst í hann krappan. Sýnd 5, 7, 9
og 11.05. Bönnuö: 14 ára.
Stefnumót á Two Moon Junction.
* ★ Nakin spennumynd. Sýnd 5, 7,
9 og 11. Bönnuð: 14 ára.
REGNBOGINN:
Sér grefur gröf... Spennumynd.
Sýnd 5, 7, 9 og 11.15.
Bönnuð: 16 ára.
Hamagangur á heimavist. ★ ★
Glens og grin fyrir unglingana.
Sýnd 5, 7, 9 og 11.15.
Á ferð og flugi. ★ ★ ★ Gamanmynd
um tvo strandaglópa. Sýnd 5,7,9 og
11.15.
Leiðsögumaðurinn. ★ ★ Spennu-
mynd um lappagoðsögn, gerð í
skugga Hrafns Gunnlaugssonar.
Sýnd 5, 7, 9og 11.15. Bönnuð: 14 ára.
Krókódila-Dundee 2. ★ ★ Ágætis
framhald um krókódíla-Ástralann.
Sýnd 5, 7, 9.10 og 11.15.
STJÖRNUBÍÓ:
Sjöunda innsiglið. Ný spennandi
og dularfull mynd. Sýnd 5, 7,9og 11.
Bönnuð: 16 ára.
Breti i Bandarikjunum. ★ ★ Gaman-
mynd. Sýnd 11.
Von og vegsemd. ★★★ Úrvals-
mynd um lítinn dreng i síðari heims-
styrjöldinni. Sýnd 5, 7 og 9.
★ ★★★ = FRÁBÆR, SÍGILD
★ ★ ★ = MJÖG GÓÐ
★★ = GÓÐ
★ = SÆMILEG
S = AFLEIT