Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 16

Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 16
16 ÍSLENSKAR ORÐUVEITINGAR SÍÐUSTU 20 ÁRA Á FYRIRMANNSBRJÓST EIN KONA Á MÓTI HVERJUM FIMM KÖRLUM ORÐUNEFNDIR GEFA LÍTIÐ FYRIR ALÞÝÐU MANNA RÁÐHERRAFRÚR SJÁLFSAGÐARI Á hátíðisdögum þykir fínt að geta skreytt breitt brjóstið með svo sem einni orðu eða tveimur. Menn sperra sig í kjólfötunum og við augum blasir vitnisburð- ur um að viðkomandi hafi unnið eitthvert það starf sem talist getur hafa stuðlað að heiðri og hag fósturjarðar- innar. Þetta er svo hátíðlegt að það er næstum eins og ljóð á suddagráum 17da júní sem fýkur út í buskann og nær ekki sambandi við þjóðina, sem hímir undir regn- hlífum og reynir að snúa rassinum í veðrið. En má varla öðruvísi vera. Þetta er eitt af því sem gerir þjóð að þjóð. Og gerir þjóð að þjóð með þjóðum. Veitir íslenskum fyrir- mönnum sjálfstraust á ögurstundu, þegar þeir standa í fríðum flokki erlendra fyrirmanna sem eru með brjóstið þakið. Þess utan heppilegt tæki til að verðlauna „íslandsvini“, sem er reyndar óskiljanlegt fyrir- bæri og ætti ekki að vera sjálfkrafa nóg til að fá orðu. Og síðast en ekki síst, tækifæri til að hitta forsetann i eigin persónu. Um orðuveitingar á Islandi hafa alltaf staðið deilur. Ekki einasta um það hverjir eiga að fá orður, heldur, og ekki síður, um hvort það eigi að veita orður yfirleitt. Alþingismenn hafa í gegnum tíðina karpað um það hvort leggja eigi orðuveitingar af, sömuleiðis hafa verið fluttar um það tillögur að veita orður aðeins útlendingum. En aldrei hafa neinar ákvarðanir verið teknar á Alþingi, málinu hefur oftast verið vísað til allsherjarnefndar og þar hefur það dagað uppi. Ku það ekki vera eins- dæmi á hinu háa alþingi. Það sem menn hafa deilt um í gegnum tíðina er ekki síst eftir hverju farið er við veitingarnar. Sem kunnugt er er starfandi orðu- nefnd, í henni sitja fimm manns sem ekki taka laun fyrir vinnu sína, enda þykir það sérstakt heiðurs- starf að sitja í nefndinni. í tímans rás hafa flestir orðuþegar komið úr hærri stéttum þjóðfélagsins, gjarna verið embættismenn sem verið er að verðlauna fyrir langa starfsævi, og — auðvitað um leið, að efla heið- ur og hag fósturjarðarinnar. Opin- bera skýringin á orðuveitingunum er sú, að orðan sé veitt fyrir „vel unnin störf í þágu íslensku þjóðar- innar eða á alþjóðavettvangi". Orðunefndin metur síðan hvað telj- ist „vel unnin störf“. Hún fær til- lögur um það utan úr þjóðfélaginu hverja eigi að heiðra, eða finnur þá sjálf. Og stöku sinnum gerist það að forsetinn komi með tillögur, þó ekki sé það algengt. Það er því ekki við forsetann að sakast, ef menn eru óánægðir með orðuveitingarn- ar, hvorki hverjir fá orðu né hversu margir hverju sinni. Menn geta fengið orður fyrir að- skiljanlegustu störf í þágu þjóðar- innar, sumir fá þær fyrir „störf í þágu íslands", sem að öðru leyti er óskilgreint, aðrir fyrir að flytja út íslensk hross, halda góðum tengsl- um við Vestur-íslendinga, fyrir að hlynna að ferðamönnum, fyrir að vera eiginkonur manna sinna, fyrir að vera íþróttafréttaritarar, stuðla að starfsmenntun í bókagerð, fyrir störf í þágu barna, óskilgreint, fyrir listasaum. Það er hefð fyrir því að borgarstjórar fái orður, sumir fyrir störf í þágu borgarinnar, aðrir verða að láta sér nægja tilefnið „embættisstörf" eða „störf að sveitarstjórnarmálum“. Konur fá orður svo til eingöngu fyrir störf að líknarmálum, hjúkrunarstörf, störf að fræðslu- og uppeldismálum og svo það sem algengast er, störf að félagsmálum. Félagsmálin eru líka býsna algeng meðal karla. Þannig fá aldnir alþingismenn oft orður fyrir félagsmál og svo virðist að meðal lægri stétta þjóðfélagsins, ef nota má orðin lágur og hár; fái menr frekar orður ef þeir hafa jafnframt störfum sínum látið að sér kveða í einhverskonar félagsmálavafstri. Prestar fájorður, þá gjarna fyrir störf að'íirkjumálum og svo auð- vitað embættisstörf. En í heildina tekið virðist orðan einkum veitast nafnkunnu fólki, a.m.k. er það í meirihluta og einkum fyrir störf sem snúa mikið að almenningi. Sjó- menn, sem varla er hægt að draga í efa að vinni þjóðinni gagn, hvort heldur sem er hér heima eða á al- þjóðavettvangi, eru til að mynda sjaldséðir meðal orðuhafa, einn og einn verðlaunaður og þá gengið að því sem vísu að verið sé í raun að verðlaun heila stétt. Svo hafa sumir fengið orður fyrir að sitja í stóriðju- nefnd. Til orðunnar var stofnað 1921. Síðan hafa liðlega 25.300 manns fengið hana, þar af um 3.300 út- lendingar. Orðan er alla jafna veitt tvisvar á ári, með undantekningum þó, og auðvitað getur sami maður- inn fengið fleiri en eina orðu, byrj- að á riddarakrossi, svo stórriddara- kross, þá stórkrossriddaramerkið og að lokum er hæsta tindi náð, stórriddarakross með stjörnu. Með hann dinglandi geta menn dáið, saddir lífdaga, vitandi að hærra verður ekki komist. ■ Föstudagur 16. september 1988 Tafla yfir skiptingu kynjanna karlar konur alls 1969 28 6 34 1970 30 1 31 1971 29 7 36 1972 28 4 32 1973 31 4 35 1974 33 4 37 1975 27 7 34 1976 36 6 42 1977 30 5 35 1978 41 13 54 1979 51 10 61 1980 46 6 52 1981 39 10 49 1982 40 7 47 1983 34 7 41 1984 26 5 31 1985 22 4 26 1986 25 8 33 1987 27 7 34 1988 26 9 35 649 130 779 SKIPTING STARFSSTÉTTA Æðsta stjórn 45 (karlar 43 — konur 2) (ráðherrar, sendiherrar, alþingis- menn, dómarar o.fl.) Opinberir yfirmenn 110 (karlar 108 — konur 2) (forstjórar ríkisfyri rtækja og -stofnana, oddvitar, hreppstjórar, ráðuneytisstjórar o.fl.) Yfirmenn úreinkageira 103 (allt karlar) (forstjórar, framkvæmdastjórarog eigendur fyrirtækja) „Viröulegustu“ menntastéttir 102 (101 karl — 1 kona) (lögfræðingar, læknar, arkitektar, hagfræðingar, prófessorar, prestar o.fl.) Lægri stjórnendur 115 (99 karlar — 16 konur) (stjórnendur úr opinbera jafnt sem einkageiranum, skólastjórar, kaupmenn, iðnmeistarar, skip- stjórar, flugstjórar o.fl.) Listamenn 73 (65 karlar — 8 konur) Almennir starfsmenn ýmsir 64 (32 karlar — 32 konur) (kennarar, hjúkrunarkonur, banka- menn, skrifstofumenn o.fl.) Verkafólk 92 (54 karlar — 38 konur) (verkamenn, sjómenn, bændur, forystumenn verkalýðs, hús- mæður auk fjölda ótitlaðra kvenna, iðnaðarmenn aðrir en meistarar o.fl.) Menntun, menning 36 (26 karlar — 10 konur) (vísinda- og fræðimenn, blaða- menn, ritstjórar, ýmsir menning- arforkólfar til sjávar og sveita) Formenn félagasamtaka 24 (12 karlar — 12 konur) (formenn og forsvarsmenn ýmissa félagasamtaka, slysa- varnafélaga, líknarsamtaka, íþróttafélaga og -sambanda o.fl.) Ráðherrafrúr 9 (allt konur!) Hér má sjá tvenns konar töflur. Önnur sýnir skiptingu orðuveit- inga eftir starfsstéttum, grófiega fiokkað, og hin sýnir fjölda oröu- veitinga ár hvert, frá árinu 1969 til dagsins í dag. Auk þess má sjá á töflunum skiptingu eftir kynjum, sem segir kannski margt um eðli orðunnar. Þaö vekur og sérstaka athygli að þegar lagðir eru saman flokkarn- ir Almennir starfsmenn og Verkafólk, en þar lætur nærri að megi finna alla alþýðu manna, nær sá fjöldi aðeins um 20% af heildarfjöldanum. Konureru hinsvegar um 17% orðuþega á þeim tuttugu árum sem skoöuð voru. Það er því Ijóst að isienskir orðuþegar eru fyrst og fremst fyrirfólk, i það minnsta þekkt fólk, sem vinnur störf sem at- hygli mar.na beinist að. Ekki það að þeir hafi endilega sinnt störf- um sinum svo miklu betur en aðrir þegnar þessa lands. í þessu samhengi má efast um til- gang orðuveitinga, a.m.k. til ís- lendinga. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.