Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 26

Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 26
26 Föstudagur 16. september 1988 GET BÆTT VIÐ NIIG VERKEFNUM nýlagnir teikniþjónusta viðhald og viðgerðir LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Upplýsingar í síma 72965 HANDHENNT Simi 27644 box 1464 121 Reykiavík Handmenntaskóli Islands hefur kennt yfir 1250 Islending- um bæði heima og erlendis á síðastliðnum sex árum. Hjá okkur getur þú lært teikningu, litameðferð og skrautskrift - fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í bréfaskólafomi. Þú færð send verkfæri frá okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. Þeim, sem minni tíma hafa, bjóðum við uppá stutt hæfileikapróf á þessum sviðum. - Biddu um kynningu skólans með því að snda nafn og heimilisfang til okkar eða hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tímalengd námskeið- anna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra teiknun og skrautskrift á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú getur þetta líka. ÉG ÓSKA EFTIR AD FA’ SENT KYNNINGARRIT HMÍ MÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU NAFN. » » ^^HEIMILISF.. PRESSU MOLAR ■ isinn er raknaöur úr rotinu. Forsvarsmenn ísfilm hafa tilkynnt að þeir ætli aö hefja sjónvarpsút- sendingar einhvern tímann á næsta ári. Fréttin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, enda héldu flestir aö fjölmiðlarisinn, sem raunar aldrei varð, væri týndur og tröllum gef- inn. Öðru nær. Síðustu mánuði hafa ísfilm-menn fjárfest í full- komnum tækjum, sem talin eru geta komið að notum við sjón- varpsrekstur. Sett hefur verið upp nýtt upptökustúdíó, sem talið er hafa kostað um 12 milljónir króna. Jónas R. Jónsson er einn þeirra manna sem haft hafa veg og vanda af uppsetningu tækjanna svo og konan hans, sem er arkitekt og sögð hafa teiknað stúdíóið. Jónas R. er sonur Jóns Aðalsteins Jónssonar, Alla í Sportvali, sem er einn aðal- eigandi ísfilm. Þess má geta að Jónas var dagskrárstjóri Stöðvar 2 um nokkurra mánaða skeið, þar til hann fékk reisupassann eftir ósam- lyndi við Jón Óttar. Það er því ekki ólíklegt að innan skamms verði Jónas R. Jónsson kominn í harða samkeppni við fyrrum vinnuveit- endur sína á Stöð 2... H^Éargir eru sagðir hafa augastað á dagskrárstjórastarfinu hjá sjónvarpinu. Umsóknarfrestur um starfið rennur út i næstu viku og hafa ýmis nöfn heyrst í þvi sam- bandi. M.a. mun nafni Sigrúnar Stefánsdóttur hafa skotið upp þegar rætt er um líklega eftirmenn Hrafns Gunnlaugssonar. Einnig hefur því verið fleygt að Jónas Jónasson hyggist sækja um starfið og fleiri nöfn eru nefnd: Kryndís Sehram, Björn Emilsson, Friðrik Þór Friðriksson, Lárus Ýmir Óskarsson, Ingimar Ingimarsson og svo starfandi dagskrárstjóri til bráðabirgða; Baldur Hermanns- son... v erkalýðsfrömuðir Alþýðu- flokksins, þeir Karvel Pálmason og Karl Steinar Guðnason, eru sagðir í erfiðri klípu þessa dagana. Báðir eru þeir taldir renna hýru auga til embætta hjá Alþýðusambandinu, sem kosið verður um á þingi sam- bandsins í haust. Raunar er því haldið fram að báðir vilji taka að sér varaformannsembætti. Það er náttúrlega nógu erfitt að komast til vegs og virðingar hjá Alþýðusam- bandinu, svo ekki sétt tveir um hit- una úr sama flokki. Hvorugur þeirra kæmist í stólinn án stuðnings Alþýðubandalagsmanna og það eitt og sér veldur einnig erfiðleik- um, ekki síst þegar Alþýðuflokkur- inn stendur i stórræðum og ræðir efnahagsaðgerðir og kjaraskerð- ingar. Þeir félagar eru þess vegna sagðir hafa sig lítið i frammi þessa dagana til að forðast alla „pólitíska árekstra" við allaballa. Karvel mun t.d. hafa boðað varaformann sinn að vestan á formannafund ASÍ sl. mánudag... Alþýðuflokksfólk í Noröurlandskjördæmi vestra Fundir veröa haldnir meö Jóni Sæmundi Sigurjóns- syni alþingismanni og kjördæmisráöi sem hér segir. SAUÐÁRKRÓKUR Föstudaginn 16. sept. kl. 20.30 í Gránu félags- miöstöó Alþýðuflokksins. BLÖNDUÓS Laugardaginn 17. sept. kl. 17. SKAGASTRÖND Laugardaginn 17. sept. kl. 20.30 í Fellsborg. HOFSÓS Sunnudaginn 18. sept. kl. 14 í félagsheimilinu. SIGLU FJORÐUR Sunnudaginn 18. sept. kl. 20.30 í Borgarkaffi. Rætt verðurum stjórnmálaviðhorfió og undirbúning flokksþings. Stjórn kjördæmisráðs Nú er komin ný Bílaþrenna sem inniheldur vinninga aö heildarverömæti rúmlega 24 milljónir. Miöinn kostar nú aöeins 50 kr. OGUR STV K KTA K I'K l..\(i Bílaþrcnna Eftirvœnting • Gleöi • Spenna

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.