Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 1

Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 1
3. tbl. 1. árg. 16. sept. 1988. Verð kr. 100. Um tvö þúsund íslendingar hafa fengið orður. Öruggasta leiðin til þess virðist vera sú að sökkva sér í félagsstörf af einhverju tagi. Það skiptir líka miklu máli í hvaða starfsstétt menn eru, því fólk í sumum atvinnugreinum er líklegra til að fá orður en aðrir. Einnig virðast ákveðin embætti nánast trygging fyrir því að einstakl- ingarnir, sem þeim gegna, fái orðu á brjóstið. Karlar hafa nær ein- göngu setið í þessum embættum en þeir eru í miklum meirihluta meðal orðuhafa. Á síðustu tuttugu árum hafa 649 karlar orðið þessa heiðurs aðnjótandi, en einungis 130 konur. Undanfarin ár hafa á þriðja tug karla fengið orður á ári hverju, en fjöldi kvenna nær ekki tveggja stafa tölu. Þær, sem eiga mesta möguleika á orðu, eru konur sem starfa að líknar-, félags- eða upp- eldismálum — eða eru giftar „réttum“ mönn- um. Grein á bls. 16 0G FYRIR HVAÐ? SORGLEGASTA TÍMABIUÐ Á STJÓRNMÁLAFEBLINUM segir Steingrímur Hermannsson um ástandið á stjórnarheimilinu. Sjá bls. 9. ÓSKADRAUMUR MINN RÆTTIST ALDREI Séra Árelíus Níelsson, fyrrum sóknarprestur í Langholtskirkju, ber Morgunblaðið út í býtið á morgnana og ver síðan deginum við lestur góðra bóka. í ítarlegu viðtali lítur hann yfir farinn veg og ræðir m.a. um refsingu kynferðis- afbrotamanna, sértrúarflokka og spurninguna um það hvort Jesús hafi verið lausaleiksbarn. Sjá viðtal á bls. 5 ÞEIR EIGA GRAA Sjá bls. 12 MARKADINN! G ulltékki með mynd eykur öryggi þitt, öryggi viðtakanda og öryggi bankans þíns. Það fer ekki miili mála hver þú ert. Sérprentun án aukakostnaðar! BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS 1

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.