Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 10
10
Guðrún Fri.ðgcirsdónir cr æðstráðandi í
Bréfaskólanum, scm er yfir þúsund
marina skóli. Sjálf hcfur hún átt óvana-
lcgan námsferil og sat síðast á skóla-
bekk um fimmtugl — alcin í annarri
hcimsálfu, fjarri ciginmanni og fjórum
bórnum.
Biðja um
ómerkt
umslög
Flest höfuin við heyrt minnst á Bréfaskólann. Sum
okkar muna líka eftir lestri úr kennslubréfum í út-
varpinu á meðan ekki var til nema ein rás. Það hefur
hins vegar farið minna fyrir þessari stofnun á seinni
áru.m og hafa margir eflaust steingleymt tilvist henn-
ar. Bréfaskólinn er þó svo sannarlega enn við lýði og
þjónar mörghundruð íslendingum á ári hverju.
Skólinn er sameignarstofnun
BSRB, SÍS, Kvenlelagasambands
ístands, ASÍ, Farmanna- og l'iski-
mannasambandsins og Stéttar-
sambands bænda. Fyrst og fremst
er reynt að sinna þörfum félags-
manna, en öllunt er þó heimilt að
láta skrá sig í skólann. Það gerir
l'ólk líka óspart. Á síðasta ári voru
t.d. rúmlega ellefuhundruð nem-
endur — frá tólf ára til áttræðs —
á skrá hjá skólanum og lögðu
stund á fjölda námsgreina.
MARGIR HRÆDDIR VID
SAMKEPPNINA
Ekki hefur verið kastað ná-
kvæmri tölu á það hvernig kyn-
skiptingin er meðal nemendanna,
en vitað er að konur eru í meiri-
hluta og mun samviskusamari að
skila verkefnunr en karlar. Það er
hins vegar töluvert um að konur
haldi því leyndu að þær stundi
nám í Bréfaskólanum, ef marka
má óskir um að verkefnin séu
send i ómerktum umslögum.
Blaðamaður spurði skólastjór-
ann, Guðrúnu Friðgeirsdóttur,
hvernig hún skýrði þetta.
„Konurnar vilja kannski ekki
aðannað fólk í húsinu viti að þær
eru í bréfaskóla. Þeim finnst þetta
eitthvað skammarlegt. Eins og að
opinbera fávisku sína. Margar
hafa jafnvel ekki sagt heimilis-
fólkinu sínu frá þessu. Þetta eru
að öllum líkindum konur, sem
hafa föngun til að læra, en eru
hálfhræddar við að fara af stað.
Hræddar við dóm annarra. Þess
vegna byrja þær hjá okkur í stað
þess að fara í Námsflokkana, öld-
ungadeild eða einhvern skóla, þar
sem þær eru í samkeppnisaðstöðu
við aðra. Skólakerfið er nú einu
sinni þannig að einkunnir eru
gefnar og nemendur bera sig sam-
an og eru bornir saman.
Annars eru margar ástæður
fyrir því að fólk leitar til okkar í
nám. Það er t.d. algengt að nem-
endurnir séu að búa sig undir
ákveðna sérskóla, svo sem
bændaskóla, stýrimannaskóla
eða jafnvel samræmdu prófin.
Margir unglingar nota líka sumrin
til undirbúnings undir skólann
um veturinn. Síðan er það fólkið
í dreifbýlinu, sem ekki hefur að-
gang að öllum þeim menntastofn-
unum sem höfuðborgarbúar geta
valið úr. Aðrir búa kannski á
Reykjavíkursvæðinu, en eiga
erfitt með að komast að heiman,
eða eru í vinnu á þeim tima, sem
kennt er. Fyrir allt þetta fólk er
bréfaskóli þægiíegur kostur.
Nentendur geta farið yfir náms-
efnið á sínunt eigin hraða, prófað
sig svolítið áfram og þannig feng-
ið sjálfstraustið smám saman. Og
það er hægt að hefja nántið hjá
okkur hvenær ársins sem er.
Hvenær, sent námsþorstjnn hell-
ist yl'ir — ekki bara á haustin eða
í janúar."
í Bréfaskólanum er luegt að
velja úr nokkrunt tugum náms-
greina og sagði Guðrún að þau
væru einstaklega heppin með
kennara. Þetta væri úrvalsfólk
með góða menntun og mikla
reynslu, enda væri það nauðsyn-
legt við fjarkennslu. Kennarinn
þarf að geta séð fyrir þau vanda-
mál, sent upp konta hjá nemend-
unum við úrlausn verkefnanna,
ogsetja l'yrir alla leka — ef svo ntá
að orði komast.
Tungumál njótra mestra vin-
sælda og er enskan í efsta sæti.
Einmitt nú í haust býður skólinn
upp á hagnýtt og nútimalegt
námsefni i ensku, sem mikil
ásókn er í. Guðrún sagði, að sigl-
ingafræði væri einnig mjög ofar-
lega á blaði. Þó nokkur eftirspurn
er lika eftir námi í sauðfjárrækt
og heyverkun og töluvert er um
nemendur í þýsku, frönsku og
spænsku, en á döfinni er endur-
nýjun á því kennsluefni. Önnur
nýjung er námsráðgjöf, sem verið
er að koma i gagnið. Nemendur
geta þá hringt á ákveðnum tímum
og fengið upplýsingar og leiðbein-
ingar, sem mikil þörf virðist fyrir.
ERFIÐASTA ÁKVÖRÐUN
SEM ÉG HEF TEKIÐ
Sjálf hefur Guðrún Friðgeirs-
dóttir afskaplega óvanalegan
menntunarferil og hefur því
forsendur til að setja sig í spor
þess fólks, sem byrjar að læra aft-
Föstudagur 16. september 1988
Guðrún Friðgeirsdóttir, skólastjóri Bréfaskólans: „Starfið tengist mjög lifsviðhorfum mínum og hugsjónum.
Ég er komin af alþýðufólki og ber til þess sterkar taugar og hef þess vegna gaman af að geta stutt eitthvað
viö bakiö á þvi.“ Pressumynd: Magnús Reynir.
ur á miðjum aldri. Hún l'ór eftir
stúdentspróf til Danmerkur og
lauk fóstrunámi þar í landi.
Seinna var Guðrún í þrjú ár við
norrænunám í Osló og í Kaup-
man nahafnarháskóla.
„Árið 1968 — þegar ég var á
fertugsaldri — fluttist ég heim
með fjölskyldu minni, en þá hafði
ég búið erlendis upp undir helm-
ing ævinnar. Prófin mín að utan
voru metin hér við háskólann og
þar lauk ég BA-gráðu í Norður-
landamálum eftir stutt nám hér
heima. Ég lór síðan að kenna
dönsku við MH og tók uppeldis-
og kennslufræðina með kennsl-
unni á tveimur árum.
Það var þá, sem áhugi minn á
uppeldisfræði kviknaði aftur, og
árið 1978 fluttumst við hjónin í
eitt ár til Kanada með yngri börn-
in okkar tvö. Maðurinn minn,
Stefán Briem, var þá mennta-
skólakennari og við gátum bæði
farið í framhaldsnám þarna vestra
þar sem hann var í ársleyfi frá
kennslu.
Þetta var afar skemmtilegur
tími. Ég lagði stund á ráðgjöf í
skólum á master-stigi, en það er
tveggja ára nám þannig að ég átti
helntinginn eftir, þegar við flutt-
um heim aftur. Mér þótti auð-
vitað leiðinlegt að geta ekki lokið
þessu og átti alltaf þann draum að
komast aftur út. Hann rættist
fimm árum síðar, en það var ekki
auðvelt. Ég þurfti nefnilega að
taka þá erfiðu ákvörðun að fara
ein til Kanada og skilja fjölskyld-
una eftir. Yngri krakkarnir voru
þá þrettán og fimmtán ára og ég
var svo hrædd um að þeir kæmust
ekki af án mín. Eða ég án þeirra
og mannsins míns. En þetta bless-
aðist allt sarnan, sem betur fer.
Stefán gat líka verið hjá mér í þrjá
mánuði um veturinn og svo kom
ég heim í rúmar þrjár vikur um
jólin. Það bjargaði miklu. Núna
— þegar ég lít til baka — finnst
ntér samt óskiljanlegt að ég skyidi
geta þetta. Að ég skyldi geta far-
ið... Enda voru margir, sem höfðu
lítinn skilning á þessu uppátæki
mínu. Það voru ekki allir yfir sig
hrifnir. Sumir minntust aldrei á
þetta og óskuðu mér ekki einu
sinni til hamingju, þegar ég hafði
lokið masters-prófinu. En vin-
konur mínar samglöddust mér og
svo Stefán, sent alltaf hvatti mig
og studdi.
Það var óskaplega mikil lífs-
reynsla fyrir konu um fimmtugt
að vera ein í annarri heimsálfu eft-
ir að liafa lifað fjölskyldulífi
svona lengi. Þetta voru blendnar
tilfinningar. Ég var hins vegar
mjög heppin að því leyti að ég
kynntist mörgu indælu fólki, sem
gerði gæfumuninn. Fljótlega var
ég búin að eignast góðar vinkonur
og tíminn Ieið hratt, því námið
krafðist mikils af ntér og það var
bara að duga eða drepast."
GÖNGUFERÐIR í
ÚTLENDUM FJÖLLUM
Guðrún kenndi i MH þar til
fyrir tveimur árum og starfaði þar
einnig við námsráðgjöf fyrir
„öldungana“. Síðan réð hún sig
til Iðntæknistofnunar, þar sem
hún var í hálft annað ár við náms-
gagnagerð í Fræðslumiðstöð iðn-
aðarins. í því starfi kynntist
Guðrún ýmsu, sem kemur henni
nú að góðu gagni í skólastjóra-
starfinu, og segist hún m.a. hafa
lært mikið af Þuríði Magnúsdótt-
ur, sem veitir fræðslumiðstöðinni
forstöðu.
Nám og vinna hafa skipað stór-
an sess í lífi Guðrúnar Friðgeirs-
dóttur, en hún hefur einnig haft
tíma til að sinna áhugamálum
eins og skiðaíþróttinni. Áhugi
þeirra hjóna á gönguferðum —
sérstaklega á erlendri grund — er
líka mikill. Þau hafa gengið í
Pýreneafjöllunum, i Austurríki
og frönsku Ölpunum, svo dæmi
séu tekin. Þettaeru þó ekki klifur-
ferðir. Yfirleitt Ieigja þau sér bíl,
aka upp í fjöll, skilja farartækið
þar eftir og ganga siðan í u.þ.b.
vikutíma. Ekki gista þau þó á
sama staðnum allan timann, held-
ur í nýjum bæ á hverju kvöldi.
„Við skipuleggjum gönguna
áður en við leggjum af stað og
reynum að búa okkur skynsam-
lega. Höfum einungis lítinn bak-
poka meðferðis á göngunni með
náttfötum og nauðsynlegustu
snyrtivörum.
Þetta eru einstaklega afslapp-
andi frí og þau sameina svo
margt. Maður fær holla hreyf-
ingu, er i erlendu landi, kynnist
framandi matargerðarlist og ný-
stárlegri menningu og fær tæki-
færi til að nota málakunnáttuna,
sent við höfum bæði gaman af.
Svo er fólk í fjallabyggðum alveg
sérlega yndislegt og tekur manni
alltaf vel.
Við göngum raunar einnig tals-
vert hér heima á íslandi. Mér líður
best úti og ég hef alltaf haft gam-
an af íþróttum. Það þýðir ekkert
að ætla að ganga tugi kílómetra
einu sinni á ári, en hreyfa sig lítið
þess á milli. Við hjónin fórum t.d.
með vini okkar í dásamlega
gönguferð um Hornstrandir í
júní. Það var sérkennileg tilfinn-
ing að hafa ekkert samband við
umheiminn í marga daga. Ég náði
ekki einu sinni rás eitt á ferða-
útvarpið, þannig að við vorum
algjörlega einangruð. Þetta var
svo ánægjuleg ferð að við erum
ákveðin í því að fara þangað aftur
næsta sumar.“