Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 31

Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 31
Föstudagur 16. séptember 1988 31 sjónvarp um helgina SAGNAÞULURINN Sjónvarpið — föstudagur kl. 20.35 Fyrsta sagan sem við fáum að heyra og sjá er um Hans broddgölt. Sagnaþulurinn er nýr myndaflokk- ur sem kemur úr Ieiksmiðju Jims Henson. í þessum þáttum er leik- brúðum og leikurum blandað saman á ævintýralegan hátt, og er það gert til að gæða fornar evrópsk- ar þjóðsögur lífi. Þess má geta að kvikmyndin „Eiectric Dreams“, „Take on me“-myndbandið með Aha og „Money For Nothing"- myndbandið með Dire Straits eru einnig úr Henson-leiksmiðjunni. Skemmtilegir þættir sem eru virki- lega þess virði að horfa á. Eitthvað fyrir alla. CONVOY Sjónvarpið — föstudagur kl. 22.05 Bandarísk 1978. Leikstjóri: Sam Peckinpah. Aðalhlutverk: Kris Kristofferson, Ali MacGraw, Burt Young og Ern- est Borgnine. Þeir eru sjálfstæðir vöruflutn- ingabílstjórar. Stoltir menn þar sem þeir aka um þver og endilöng Bandaríkin á 16 gíra og 18 hjóla trukkum sínum. í þessari mynd fylgjumst við með þeim þar sem þeir aka í flutningabílalest þar sem allt getur gerst. Eins og gefur að skilja lenda bílstjórarnir í ýnisum ævintýrum og eiga að sjálfsögðu sífellt í útistöðum við lögregluna. Ágætis afþreying. ÆRSLAGANGUR Bij! ' nSL '. flða TSS IIÞROTTUM Jœja. tukið ykkitr siþðu. Þaðer komið að því. Ólympiuleikarrtir verða settir luust ej'tir miðnœtti i kvölrJ, en sjónvarpið hefttr út- sendingar sínar d slaginu tólf. Opnunarhátiðin stendur yfir í þrjdr og Itálfa klukkusttmd og verðttr hún örttgglega stór- skemmtilegl augnakonfekt að venju. Ingólfur Hannesson hjá sjón- varpinu sagði í samtali við Press- una að framundan væri um 160 klukkustunda íþróttaefni hjá þeim. Þar af cru um 115 tímar í beinni útsendingu. Síðan fara á milli 45 og 50 tíinar í endursýn- ingar. Mikið verður um sýningar á næturnar og verða þeir félagarnir þrír að skiptast standa vaktir til skiptis. Það eru auk Ingólfs þeir Bjarni Felixson og Jón Óskar Sólnes. Það verður scnnilegast nóg að gera hjá þeim næsta hálfa mánuðinn. Nú þegar er Ijóst að þrír handboltaleikir verða sýndir í beinni útsendingu. Það er auð- vitað aðalúrslitaleikurinn sjálfur og leikir íslendinga við Sovét- menn og .1 úgóslava. Að auki verða sýndir leikir okkar við Banda- rikjamcnn, Alsirbúa og Svia og fáum við þá á skjáinn ótfáum tímum eftir að þeim lýkur. Öllum leikjunum verður útvarpaö belnt. Á næstu dögum kemur i Ijós hvort við fáum alla úrslitaleikina beint, þ.e.a.s. leikina um 1. sæti, 3. 5. og svo framvegis. Sjónvarpið hefur þó lagt inn beiðni um að fá alla leiki íslendinga og vonandi að það fáist. Ingólfur sagðist einnig vera nokkuð ánægður, þvi þeir væru komnir með svo mikið efni. Þess má i lokin geta að efni frá þessum Ólympiuleikum og frá Evrópukeppni í knattspyrnu, sem var fyrr á þessu ári, er samtals tæpar 200 klukkustundír sem er svipaðog sent var út af íþróttaefni allt síðasta ár. Árið 1987 vorti nefnilega 194 timar af íþróttum i það heiia. Þetta verður þvi metár í ár. Lokaathöfn leikanna verður sjónvarpað beint sunnudags- morguninn 2. október. FÖSTUDAGUR kl. 00.00 Opnunarhátióin. LAUGARDAGUR kl. 16.00 Endursýndir kaflar úr opnunarhátíóinni. kl. 00.25 Bein útsending. Sund og dýfingar. SUNNUDAGUR kl. 16.00 Ólympiusyrpa. Ýmsar greinar. kl. 21.40 Ólympíusyrpa. Ýmsar greinar. kl. 23.20 Ólympiusyrpa. Ýmsar greinar. kl. 00.55 Bein útsending. Sundúrslit og fimleikar kvenna. DESPERATELY SEEKING SUSAN Stöö 2 — föstudagur kl. 21.45 (Stir Crazy) ★ ★ ★ Bandarísk 1980. Leikstjóri Sidney Poitier. Aðalhlutverk: Gene Wilder, Richard Pryor, Georg Stanford Brown, Jobeth Williams og fl. Sprenghlægileg kvikmynd um tvo léttgeggjaða náunga (Wilder og Pryor) sem fyrir misskilning eru dæmdir í 125 ára fangelsisvist. Þeir reyna þó að halda sönsum með léttu spaugi í steininum, innan um óða fanga sem einskis svífast. Leik- stjórn hins þekkta þeldökka leikara Poitiers er ekkert sérstök, reyndar ekki handritið heldur, en myndin einfaldlega fyndin út í gegn. Óg þá er tilganginum náð. Sjónvarpið — laugardagur kl. 21.15 Desperately Seeking Susan. Bandarísk 1985. Leikstjóri: Susan Seidelman. Aðalhlutverk: Rosanna Arquette, Madonna og Aidan Quinn. Hin 28 ára Roberta er vön að lesa einkamáladálka dagblaðanna á meðan hún situr í hárþurrkunni. Þar sér hún að einhver er í dauðaleit að Susan nokkurri. Roberta, sem lifir mjög tilbreytingarsnauðu lífi, ákveður að lifa sig inn í auglýsing- una til að fá spennu í lífið. Hún sendir inn svar og flækist þar með inn í morðmál og ástamál sem gjör- breyta lífi hennar. Madonna stígur þarna ein fyrstu skref sín í kvikmyndaheiminum. ÁN ÁSETNINGS Stöö 2 — laugardagur kl. 21.50 (Absence of Malice) ★ ★ ★ ★ Bandarísk 1981. Leikstjórn: Sydney Pollack. Aðalhlutverk: Paul Newman, Sally Field, Bob Balaban, Melinda Dillon, Luther Adler og fl. Mjög vel gerð mynd um áhrifa- mátt fjölmiðla og misnotkun á valdi þeirra. Rannsóknarblaða- maður á stórblaði í Miami (Field) kemst á snoðir um frétt sem leiðir m.a. til þess að heiðarlegur og sak- Iaus viðskiptamaður (Newman) er sagður vera í rannsókn hjá rann- sóknarlögreglunni. Fréttin Ieggur líf hans og umhverfi nær í rúst. Blaðamaðurinn og fórnarlamb hans komast að því að blaðakonan hefur verið verkfæri í höndum sak- sóknara sem misnotar blaðið til að koma gruggugum áfórmum sínum í framkvæmd. En nú er hins vegar komið að hefndum viðskipta- mannsins sem lenti í miskunnar- lausri vél blaðsins. Mynd gerð eftir handriti fréttamannsins Kurts Luedtke, og sem allir — og ekki síst blaðamenn — ættu að vera skyld- ugir að sjá. Stöö 2 — sunnudagur kl. 21.40 (Uentleman’s Agreement) ★ ★ ★ Bandarísk 1947. Leikstjóri: Elia Kazan. Aðalhlutverk: Gregory Peck, Dorothy McGuire, John Garfield, Celesta Holm, Anne Revere, Dean Stockwell og fl. Mjög vel gerð Óskarsverðlauna- mynd um blaðamann (Peck) sem þykist vera gyðingur í sex mánuði í þeim tilgangi að skrifa um gyðinga- ofsóknir í Bandaríkjunum. Hug- rökk framleiðsla á þeim tíma en þekkt efni í kvikmyndum síðari tíma. Holm hlaut Óskarinn fyrir besta aukahlutverkið sem sæt en einmana tískublaðakona, Kazan fékk Óskarinn fyrir bestu leik- stjórnina og kvikmyndin Óskarinn sem besta kvikmyndin 1947. Peck bg McGuire tilnef nd til Óskarsverð- launa fyrir leik sinn, en hrepptu ekki styttuna margfrægu í það skiptið. Góð sígild mynd í leik- stjórn eins þeirra stóru í Holly- wood.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.