Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 2
c
iVg’iW* '• >.* ' v * * í * * < ' * ' ' ' 4 * ' ' ' ’ 1 ' * 1
eecr -oeö^íc \>Qfíb<Aeci
1 * ‘PÖSflftfcí^iM4:‘óftfó6ér 1ÖÓ8
yrir fáeinum dögum mátti sjá í
Lögbirtingablaðinu auglýsingu
þess efnis að Vogur, meðferðarhús
SÁÁ, færi á nauðungaruppboð í
nóvember vegna ákveðinna van-
skila. Uppboðsbeiðandi er Stein-
grímur Eiríksson héraðsdómslög-
maður, en skuldin hljóðar upp á 6,3
milljónir króna. SÁÁ var á hinn
bóginn í góðum félagsskap á síðum
blaðsins, því þar kemur meðal
annars fram að iðnlánasjóðurer að
krefjast uppboðs á eign Kristjáns
Siggeirssonar hf. við Hestháls
vegna 11,4 milljóna króna. Gjald-
heimtan er á eftir sama fyrirtæki
vegna 3,5 milljóna króna skatt-
skuldar og Fjárheimlan lif. er á
eftir Eiríki Ketilssyni heildsala
vegna 10,3 milljóna króna. Bankar
eru duglegir uppboðsbeiðendur og
á eftir mörgum á síðum blaðsins.
Þess vegna kom það þægilega á
óvart að sjá gjaldheimtuna krefjast
uppboðs á eign Útvegsbanka ís-
lands hf. vegna ógreiddra fasteigna-
gjalda. Að vísu var skuldin bara 8
þúsund krónur, en samt...
I síðustu viku keypti Ásgeir
Hannes Eiríksson pylsusali hótel
Þóristún á Selfossi. Hyggst Ásgeir
ráðast gegn offituvandamálinu
með því að bjóða upp á sérstaka
þjónustu fyrir hina gildu sem vilja
gjarnan megra sig á heilsuhótelinu
Þóristúni. Upphaflega var það
Stcinunn Hafstað sem byggði hótel-
ið og rak það til nokkurra ára, en
tengdadóttir hennar tók svo við og
hélt því gangandi þar til í haust að
hún gafst upp á erfiðum hótel-
rekstri og seldi allt saman. Ásgeir
Hannes getur þó átt von á sam-
keppni frá Hótel Selfossi, því eftir
að það fór til gjaldþrotaskipta í síð-
asta mánuði yfirtók bærinn eignina
og hefur boðið reksturinn út á ný.
Ekki höfum við fregnað á hvaða
verði Ásgeir keypti Þóristún en
næstbjóðandi í eignina mun hafa
boðið 12 milljónir kr...
c
e^tjórnarliðar voru sem kunn-
ugt er ótrúlega heppnir við nefnd-
arkjör í neðri deild Alþingis á mið-
vikudag. Því kom ekki að sök að
huldumaðurinn hans Stefáns Val-
geirssonar bærði ekki á sér. Brátt
líður hins vegar að því að bráða-
birgðalög ríkisstjórnarinnar komi
til umræðu á þingi og bíða margir
spekúlantar sérstaklega eftir bráða-
birgðalögunum unt Stebbasjóðinn,
nánar tiltekið Atvinnutrygginga-
sjóð útflutningsgreina. Hann er
lykillinn að björgunaraðgerðum
Stefáns og um leið lykillinn að
hjálpsemi huldumannsins við
stjórnina. Búast má við því að
stjórnarliðar taki sjóðinn upp fyrst
í efri deild, þar sem meirihlutinn er
tryggður, og að þingmenn verði ein-
huga um að fleyta málinu í gegnum
fyrstu umræðu og vísa því til fjár-
hags- og viðskiptanefndar deildar-
innar. Þótt meirihluti nefndarinnar
sé skipaður stjórnarliðum er á
mönnum að heyra að þar gætu krís-
urnar byrjað, því margir stjórnar-
liðar munu vera afar ósáttir við til-
urð sjóðsins og rammann utan um
hann. Svo gæti því farið að strax hjá
þessari nefnd myndaðist meirihluti
fyrir ákveðnum breytingum á
bráðabirgðalögunum. Ef ríkis-
stjórnin getur hins vegar haldið sín-
um mönnum á mottunni reynir
fyrst á huldumanninn þegar fjár-
hags- og viðskiptanefnd neðri
deildar hefur farið höndum um
bráðabirgðalögin...
Miðbœrinn tœmist
ótrúlega fljótt eftir að
klukkan slœr fimm á
daginn, en þar er enginn
skortur á mannlífi á
skrifstofu- og verslunar-
tíma. Fólk hleypur um
strœti og torg, hendist
inn í búðir og banka,
tyllir sér örskotsstund inn
á Borgina eða Hressó og
hlerar nýjustu kjaftasög-
urnar. Fyllir jafnvel
stöðumœlana aftur af
smámynt og heldur
áfram að sinna erindum.
Ekki er þó hraðinn það
mikill að fólk festist ekki
á filmu, eins og þessar
myndir Ijósmyndara
PRESSUNNAR, Magn-
úsar Reynis, bera vitni
um.
3. Eigendur þessarar myndartelpu
eru Ingibjörg H. Kristjánsdóttir og
Kristinn Einarsson. Snótin litla
kom í helminn 8. október og var 13
merkurog 50 sm löng. Húngeisp-
aði bara og lygndi aftur augunum
þegar Pressumenn bar að garði.
4. Helgu Kristinsdótturog Ólafi B.
Kristjánssyni fæddist þessi
stælti strákur 11. október. Piltur-
inn var 17 merkur og 54 sm langur.
Eins og sjá má sýndi hann engan
áhuga á að rabba við okkur heldur
strauk sér makindalega.
5. Þau Sigrún Elíasdóttir og Logi
Friðriksson eignuðust litla
heimasætu þann 11. október. Mál-
in voru 14 merkur og 48 sm aó
lengd. Hún var djúpt hugsi þegar
okkur bar að garði en gaf sér þó
tima til að kíkja.
velkomin
1. Þau Sigþóra Vigfúsdóttir og
Karl Guðlaugsson eignuðust lít-
inn snáða 10. október. Sá stutti
var nettur, hann mældist 11 merk-
ur og 48 sm langur. Þessi mynd
var tekin sama dag og hann fædd-
ist og eins og sjá má virðist hann
vera svolitið hræddur við þennan
stóraheim.
Heimilisfangið er: PRESSAN,
Ármúla 36, 108 Reykjavik.
2. Þessi gapandi strákur er sonur
þeirra Esterar Hjaltalin og Dag-
bjarts Tómassonar. Hann leit
dagsins Ijós þann 7. októberog vó
þá 15 merkur og var 54 sm langur.
Af myndinni aö dæma mætti ætla
að hann langaöi til að verða rokk-
söngvari þegar hann verður stór.
I
Pressan minnir alla
nýbakaða foreldra á
að þeir geta fengið
birta mynd af barn-
inu sínu í b/aðinu, ef
þeir senda okkur
Ijósmynd.
i heiminn
Barna brandarinn
Besti barnabrandarinn að þessu sinni kom úr vesturbænum, frá henni
Karólínu. Þetta gerðist fyrir nokkrum árum og aðalsöguhetjan er dóttir
Karólínu. Þær fá sendan blómvönd frá Blómálfinum að launum fyrir þessa
sögu.
Þannig var að afi telpunnar var nýdáinn þegar við skruppuni í
heimsókn til önmrn hennar. Amma var á leið upp í kirkjugarð, svo
við mœðgurnar slógumst í för með henni og þeirri stuttu var sagt
að amma vceri aðfara upp í garð til að laga rúmið hans afa. Þegar
við komum í garðinn fór gamla konan að laga leiðið því hún œtlaði
að setja blóm á það. Þegar hún var búin að raka og róta til í mold-
inni góða stund heyrðist í þeirri stuttu: „Mamma, er hún amma að
leita að honum afa?“
Manst þú eftir sniöugu tilsvari frá barni I fjölskyldunni? Ef svo er skaltu
endilega skrifa það niður og senda okkur eða hringja til PRESSUNNAR og
láta okkur heyra. Þá gætirðu átt von á blómvendi I næstu viku.
Slminn er 91—681866 en heimilisfangiö er Ármúli 36,108 Reykjavlk.