Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 7

Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. október 1988 IPRESSU MOL&JR a sínum tíma létu forráða- menn Kópavogsbaejar úrtölur Reykvíkinga sem vind um eyru þjóta og festu kaup á fjórum Ikarus-strætisvögnum, sem sjálf- stæðismenn í nágrannabænum álitu vera allsendis handónýta bíla. Á sínum tíma var þetta mikið póli- tískt hitamál, en nú virðast verstu grunsemdir Reykvíkinga um al- menningsvagnana ungversku hafa ræst. Kópavogsbær hefur þegar selt tvo Ikarus-vagna, að sögn fyrir lítið verð. Hinir tveir eru ennþá í notk- un, en aðeins sem varavagnar. Þetta þykir léleg nýting á þó þetta nýjum bílakosti og álíta menn að þarna hafi sannast hrakspár sérfræðinga í Reykjavík sem töldu endingartíma Ikarus-vagnanna allt að þrisvar sinnum styttri en endingartíma ögn dýrari strætisvagna sem framleiddir eru í Norðurálfu... HÉokkuð hefur verið talað um harðnandi samkeppni tryggingafé- laganna, sérstaklega þeirra stærstu. Áhugasamur tryggingaþegi benti okkur á nokkuð sérkennilegt atriði í Gulltryggingu Sjóvár og Al- mennra trygginga. Þar er boðið upp á greiðslukortatryggingu, þannig að ef greiðslukort týnist er trygg- ingaþegi tryggður fyrir 60 þúsund króna úttekt. Gangur mála er hins vegar sá að ef kort týnist er vaninn að greiðslukortafyrirtækjunum sé strax tilkynnt um það og reikningn- um umsvifalaust lokað. Því spyr okkar maður hvort það verði ekki i algjörum undantekningartilvikum sem reynir á þessa tryggingu... A ^^ins og kunnugt er hafa greinaskrif Leós Ingólfssonar, starfsmanns hjá Pósti og síma, vak- ið mikinn úlfaþyt hjá yfirmönnum þeirrar stofnunar. Varsvo komið að þeir vildu að Leó léti af skrifum sínum í DV eða yrði rekinn ellá. En nú hefur staðan í málinu breyst dá- lítið. Leó er nefnilega alþýðubanda- lagsmaður og flokksbróðir hans einn, Steingrímur Sigfússon, hefur nú yfir Pósti og síma að segja... c ^^tarfsskilyrði þjófa versnuðu til muna, þegar farið var að sjón- varpa frá Seoul allar nætur. Þetta sannaðist t.d., þegar brotist var inn í verslun nokkra í Hlíðunum um daginn. Fólk i nálægu húsi var á fótum vegna Ólympiuútsending- anna og varð vart við ferðir þjóf- anna og lét auðvitað lögregluna vita hið snarasta... o inu sinni var Ivar hlújárn, riddari og krossfari, sem flæktist um með Ríkharði Ijónshjarta og barði menn og drap til hlýðni við Krist. Nú virðist ívar hlújárn hins vegar hafa sest að á íslandi og rekur sem „skriftvélavirki" skrifstofu- áhaldabúðina ívar í Skipholti. Nú bíður gjaldheimtan í Reykjavík eft- ir því að ívar ljúki krossferð sinni og gjöri svo vel og borgi vanskilin á skattinum, ellegar komi til upp- boðs... |— eir segja að heitu pottarnir í laugunum séu á íslandi sú miðstöð gróusagna sem kaffihús og knæpur eru í útlöndum. Af einhverjum ástæðum er nýi fjármálaráðherr- ann okkar sjaldnast kallaður annað en sparigrís í heita pottinum... JAPISS BRAUTARHOLT 2 VASASJÓNVARP MEÐ INNBYGGÐU MYNDBANDSTÆKI VATNSHELD VIDE0-8 MYNDAVÉL 1989 LÍNAN í HLJÓMTÆKJUM SÝNUM FULLKOMNUSTU VIDE0-8 MYNDAVÉLINA Á MARKAÐNUM D.A.T. SONY KYNNIR D.A.T. í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI SJÓNVARPSTÖÐ Á HJÓLUM X, SONY GEISLASPILARI SÁ MINNSTI SEM SÉST HEFUR 12% KYNNINGARAFSLÁTTUR AF ÖLLUM SONY VÖRUM GEGN STAÐGREIÐSLU. SÉRSTÖK GREIÐSLUKJÖR VERÐA í BOÐI 20% KYNNINGARAFSLÁTTUR AF SONY KASSETTUM KOMIÐ, SJÁIÐ OG SANNFÆRIST SONY TRAUST MERKI, TRAUSTAR VÖRUR Helgina 15. og 16. oktöber kynnum viö þaö allra nýjasta frá SONY: Sjónvörp, feröatæki, mynd- bandstæki, hljómflutningstæki, geislaspilara og síðast en ekki sízt hinar vinsælu VIDE0-8 myndavélar með afspilun. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 10-17. Verið velkomin og leyfið börnunum að koma með. I síðustu viku buðu Flugleiðir ýmsum starfshópum að nýta sér skotferð til Frankfurt. Var svo til tóm vél að fara þá um eftirmiðdag- inn og bauðst fólki farið á fimm þúsund krónur. Margir hugðu gott til glóðarinnar og var vélin svo til full. Áð var í klukkustund í Frank- furt og kontið heim aftur rétt eftir miðnætti. Allt áfengið í vélinni kláraðist á útleiðinni og þegar til Frankfurt var komið var allt lokað í fríhöfninni, en til allrar hamingju voru vínbirgðir vélarinnar endur- nýjaðar fyrir heimleiðina.... að er varla hægt að segja að straumar frá Frakklandi eða Mið- jarðarhafslöndunum hafi verið mjög fyrirferðarmiklir í íslenskri fjölmiðlun. En máski stendur það eitthvað til bóta. Árni Snævarr, fréttamaður á sjónvarpinu, hefur nú fengið skólavist í Journalistes en Europe, alþjóðlegum blaðamanna- skóla sem starfræktur er í París. Þetta er framhaldsskóli fyrir fjöl- miðlamenn sem hafa nokkra reynslu í faginu og er markmiðið að þjálfa nemendur í að starfa á Evrópuvettvangi. Það má teljast talsverður árangur að fá skólavist, því árlega sækja um mörg hundruð manns frá ýmsum þjóðlöndum, en aðeins þrjátíu fá inni. Þess má geta að einn íslendingur hefur áður stundað nám við skóla þennan, nefnilega Egill Helgason, blaða- maður hjá okkur hérna á Press- unni... þ ■ að er alltaf jafngaman að fylgjast með einkamála-auglýsing- um. í DV á fimmtudag var t.d. „dama“ að auglýsa eftir karlmanni með ákveðinn eiginleika. Hún læt- ur sig engu skipta hvort viðkom- andi er hávaxinn eða lítill, feitur eða mjór, ljóshærður eða dökkhærður — en hann verður að hafa „lesið og mikið spáð í Brennu-Njáls sögu“! Sumir kynnu að halda að þetta væri áróðursbragð þeirra hjá Svörtu á hvitu, sem gefið hafa bókina út í veglegri útgáfu... |r ■^fckOnurnar, sem sóttu Nordisk Forum í Osló í haust, eru ekki ar baki dottnar. Nú eru þær að undir- búa hátíðarsamkomu þann 2? október, sem að öllum líkinduru verður haldin á Hótel íslanúi. Þarna á að gefa konum, sem ekk' komust til Noregs, tækifæri til "ð njóta hluta þess, sem þar var boo.ð upp á, og komast í snertingu v'ð andrúmsloftið á kvennaráðste. . unni. Seinna í vetur verður sí','',•, fundaröð, þar sem teknir verða fyrir þeir málaflokkar, sem ísle . konurnar létu sig mestu skipta á Nordisk Forum...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.