Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 16

Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 14. október 1988 Eins og tryllt drykkja Hrafn Gunnlaugs- son talar um nýju myndina sína, ís- lenskan menningar- arf sœnska mafíu, blindu nálœgðar- innar og Garcia Lorca á frummál- inu. 23. október frumsýnir Hrafn Gunnlaugsson nýja bíómynd, I skugga hrafnsins. Það er stœrsta og viðamesta kvikmynd sem Islendingur hefur gert. í nóvember fer hún á mikla Evrópukvikmyndahátíð í Ber/ín, þar sem tveir af aðalleikurunum standa ef til vill til verðlauna. Nils Peter Sundgren, kvik- myndagagnrýnandi sœnska sjónvarpsins, er ekki spar á hólið. Hann segir að Hrafn sé hvað merkast- ur leikstjóra á Norðurlöndunum og líkir honum við japanska meistarann Kurosawa. Hrafn geri spennumyndir fyrir hugsandi fólk sem storki þeim fínstemmdu leiðindum sem hafi verið landlœg í norrœnni kvikmyndagerð. Og þótt myndin sé bœði rómantísk og ríkmann/eg segir Sundgren að hníf- arnir séu ekki síður þungir en í Hrafninn flýgur. Þ aö verður aö búa einhver sýn að baki hverri kvikmynd. Þaö er ekki nóg að taka bók ofan ú,r hillu og vilja sviðsetja hana. í mínum augum er leik- stjórn slíkra verka rétt og slétt handverk. Hugmyndin að í skugga hrafnsins var lengi til f mínu höfði. En ég var ekki búinn að sjá sýnina, ég sá ekki hvernig ég gæti breytt sögunni í stóra sýn. Svo er það einhvern tíma að ég er fyrir norðan og álpast út á Hjalteyri. Bara til að drepa tímann. Ég rölti þarna meðfram gömlu verksmiðj- unni og út á þessar miklu síldarbryggjur. Það var vetur og fjúk og ég var síðast af öllu að hugsa um þessa mynd. En þar sem ég stend þarna lýstur sýninni allt í einu niður og ég sé að ég er búinn að leysa myndina; allt gengur saman, trébryggjan, skemman, hafið, myndin. Ég sé skemmuna brenna, svarta rafta sem ber við hafið, í bak- sýn kirkjuna í móðu og svo sýrukerið þar sem hann kem- ur upp þessi hvíti engill með blóðið lagandi úr sér, eins og sagt er frá í Sturlungu. Eftir þessa opinberun var ég svo stressaður í flugvélinni á leið til Reykjavíkur að ég varð að reyna að segja einhverjum Akureyringi sem sat við hlið- ina á mér frá þessu. Hann var dauöskelkaður. Hvað? Ætlaði maðurinn að fara aö brenna niður alla Hjalteyri! vona hugljómun eltir þig. Hún ferðast með þér. Þú vaknar á nóttunni og hugsar — hvern djöfulinn sá ég? Þú hefur horft í augun á Glámi og ert ekki með sjálfum þér fyrr en þú ert búinn að koma draugnum af þér. Þetta mun vitja þín þegar þú síst af öllu vilt. Þetta er eins og að vera illa ástfanginn. Þú ert ekki í rónni fyrr en þú hefur farið á fjörurnar viö þá konu. Það er í raun búið að ákveða þetta fyrir þig, þú gerir þessa mynd. Og ef ég fer að gera nýja mynd, þá þarf atburður í líkingu við þetta að gerast — ég þarf að fá hugljómun, sjá sýn. ^^uðvitað var þetta hrika- lega erfitt. Þótt maður hafi þykkan skráp, þá sest margt í undirmeðvitundina sem mað- ur vildi helst gleyma. Ég veit ekki hverju hún er lík þessi sturlunartilfinning sem mað- ur fær, angistin og adrenalín- ið og svitinn sem sprettur út þegar maður sér að hestarnir eru að sökkva í for allt í kringum þig, statistarnir bún- ir að standa I tíu mínútur úti I rigningunni og farnir að skjálfa og æpa á kaffi, einn kominn með stffkrampa i EGILL HELGASON löppina og annar farinn aö grenja. Að halda þá móðnum og keyra áfram eins og allt sé í himnalagi. Augnablik sannleikans er runnið upp. Það er einfaldlega bara þessi dagur og enginn annar, þessi sviðsetti heimur kemur ekki aftur. Þarna vorum við á Gull- fossi að drukkna í bleytu; 200 statistar ofan í gjánni í kolvit- lausu rigningarveðri, stóð af hestum og þyrla Landhelgis- gæslunnar — og það er ekk- ert annað að gera en keyra daginn á enda. Þegar svona kvikmyndaskrímsli skríður af stað verður ekki aftur snúið. En allt argið og öll tortryggn- in eftir hestaatið sitja í manni, þótt maður láti eins og ekkert sé. Blaðamenn voru að reyna að ná í mig, þeir vildu fá að Ijósmynda hestana, fólk fyrir norðan varð hrætt og þorði ekki að lána okkur hesta. Þetta býr um sig í manni, hvort sem maður vill eða ekki. Annan tökudaginn á Hjalteyri fann ég líka að ég var orðinn matt- ur, ég gat ekki gefið frá mér þá geisla sem leikarinn þarf á að halda. Tæknilega var ekkert að þeirri senu, en hún var ónothæf leiklega og við fórum hérna út á sundin um haustið og skutum hana alla upp á nýtt. r Eg kem inn í kvikmyndirnar sem sögumaður. Ég hef gam- an af þvi að segja sögur. Ég ætlaði að verða rithöfundur. Það sem ég held að Nils Peter Sundgren eigi við þeg- ar hann talar um „intelIigent aktionsfilm“ er að ég legg mest upp úr frásagnargleð- inni, þetta eru allt sögur með upphaf og endi. Allar götur frá Lilju, minni fyrstu mynd, sem ég skrifaði upp úr smá- sögu eftir Halldór Laxness, held ég að aðalstyrkur minn hafi verið handritið, sagan. Undantekningin er kannski Okkar á milli, sem var fyrst og fremst formtilraun fyrir sjálfan mig. En verk eins og Óðal feðranna og Hrafninn flýgur eru einfaldar og klárar sögur. Óðal feðranna er eld- húsróman um strák í sveit sem kemst ekki burt og end- ar á að mála bæinn sinn. Sá sem málar bæinn sinn er ekki á leiðinni burt. ■ að skiptirengu máli hversu mikil listaverk menn eru að gera eða hversu djúpa hugsun þeir eru að hugsa — ef skemmtanagildið vantar ná þeir til ákaflega þröngs hóps. íslendingasögurnar hafa mikið skemmtanagildi um leið og þær búa yfir sterkri siðfræði og flytja ákveðin minni, ákveðna hefð. Snilld þessara sagna er að þær hafa stór skilaboð um leið og þær skemmta. Ég hef reynt að vinna úr andrúminu í þessum sögum, ekki verið að eltast við sagnfræði. Þeir sem starfa við að kenna ís- lenskar bókmenntir í háskól- anum hafa forðast að tala um Hrafninn flýgur nema þá helst sem kúrekamynd. Þetta var viðkvæðið þangað til menningarpáfi allra menning- arpáfa, Ingmar Bergman, kom til íslands og upplýsti að hann hefði séð myndina þrisvar. Þetta væri ein af sín- um hjartfólgnustu myndum. Skýringin var sú, sagði hann, að þarna væri fundinn aftur sagnaandi, þessi frásagnar- gleði, gleöi sögumannsins. Annars kæri ég mig kollóttan gagnvart íslenskufræðingum. Þegar hlutirnir ganga upp verður manni í raun sama. Það er miklu verra og í raun það versta sem getur komið fyrir mann að gera eitthvað sem fólk segir að sé bara ágætt. Þá er öllum sama. r I þessari mynd er ég að leita að kvenímyndinni í sög- unum. Þessar fornkonur okkar — Guðrún Ósvífurs- dóttir, Hallgerður langbrók, Melkorka — hafa alltaf verið gerðar að hásperrtum stút- ungskerlingum sem fara um með pilsaþyt. Þær hafa orðið hálfgerðar búðingskerlingar, óperukerlingar úr einhverju Wagnersævintýri. Ég hef skoðað þessa kvenímynd upp á nýtt. Þetta eru konur með vilja, járnvilja. Ég veit ekki til þess að menn hafi nokkurn tíma glímt í alvöru við þessa kvenímynd og þess vegna er ég ánægður með að Tinna fékk þessa Evrópuútnefn- ingu. Ég tek það sem vís- bendingu um að mér hafi kannskilánast að skapa þessa kventýpu. « t|#víarnir litu á Hrafninn flýgur sem menningargóð- verk. Þeir settu í hana 350 þúsund sænskar krónur og fengu það margfalt aftur. Það er búið að setja við hana spánskt, þýskt, enskt, franskt og japanskt tal — ég held að það sé varla nokkur norræn mynd í seinni tíð sem hefur verið döbbuð jafnmikið eða dreift jafnvíða. Hún fór meira að segja í almenna dreifingu á Indlandi. Sænska kvik- myndastofnunin er ríkisfyrir- tæki, svo ekki gátu þeir farið að borga mér meira fyrir hana eftir á. Þeir sögðust blátt áfram skulda mér mynd. Ég skyldi bara koma með handritið. Þannig fer þessi mynd í gang. En er hún þá ís- lensk eða sænsk? Hún er skilgreind sem íslensk- sænsk framleiðsla, höfundur- inn er jú islenskur, sagan er íslensk, hún gerist á íslandi og flestir leikararnir eru ís- lenskir. En samt er það ekk- ert sjálfgefið. Þegar mynd kemur á alþjóðamarkað er spurt um það hverjir fjár- magni hana og hverjir dreifi henni. Þótt þær 15 milljónir sem Kvikmyndasjóður lagði í myndina séu litlir peningar hjá því sem Svíar lögðu fram er það nóg til að ég held mín- um rétti og telst vera með- framleiðandi. Myndin keppir fyrir íslands hönd á Evrópu- hátíðinni. Pólitíkusum er sjaldan þakkað það sem þeir gera vel við menninguna, en þetta hefði ekki verið hægt ef Þorsteinn Pálsson, sem þá var fjármálaráðherra, hefði ekki beitt sér fyrir því aö framlag til Kvikmyndasjóðs var aukið. Kannski eru nú að komast til valda pólitíkusar af þeirri kynslóð sem skilur að kvikmyndir eru ekki bara hopp og hí, en raunveruleg og áþreifanleg listgrein. Nú skiptir það öllu máli að þessi Kvikmyndasjóður verði efldur þannig að við getum sett í gang að minnsta kosti 3—4 myndir á næsta ári. Við eigum orðið leikstjóra sem hafa möguleika á að sækja fjármagn út fyrir landstein- ana. Við erum komin í dyra- gættina með að komast inn á kortið sem kvikmyndagerðar- þjóð. Við eigum fólk sem hef- ur sannað að það hefur innri sýn. Þaö er ekkert sjálfsagt að viö eignumst íslenskt myndmál. Menn eru alltaf að tala um að það þurfi að rækta íslenska tungu. Ég held að það þurfi ekkert síð- ur að rækta íslenskt mynd- mál, sem náttúrlega er is- lenskt tungumál llka. Þetta

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.