Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 4

Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 14. október 1988 litilræði Af stöðu kynfæra Stærsta kynfærið: Milli eyrnanna. (Jóna I. Jónsd. — Helgarbl. Þjóöv.) Þjóðviljinn, blað lítilmagnans, hefur löngum verið málsvari þeirra sem bera skarðan hlut frá borði, þegar lífsins gæðum hefur verið skipt. Að undanförnu hefurdrjúgurhluti af blað- rými þessa málgagns sósíalisma, þjóð- frelsis og verkalýðshreyfingar verið helgað- urtveim þjóðfélagshópum sem búavið bág kjör. Annarsvegar eru það 15% bandarísku þjóðarinnar sem teljast búa við afkomu, sem er fyrir neðan bandarísk fátækramörk. Hafa of litlar tekjur (Á.B. Þjóðv. 11. okt. sl.). Hinsvegar hinn uggvænlegi fjöldi ólán- samra manna, sem standa andspænis þeirri nöturlegu staðreynd að getnaðarlim- urinn er ófullnægjandi. Þeir hafa of iítið tippi (Jóna Ingibjörg Jónsdóttir Þjóðv. 7. okt. sl.) Það má segja að Þjóðviljinn hafi, að undanförnu, öðru fremur, verið helgaður þeim sem eiga lítið undir sér. Ég er ekki alveg klár á því hvar fátækra- mörkin eru dregin í Ameríku, en mér segir svo hugurað það sem þareru kölluð sultar- laun þætti mörgum íslendingi góð kjör. Víst er að ef fátækramörkin á íslandi eru dregin þar sem Hagstofan hefur reiknað út að vísitölufjölskyldan þurfi að ramba til að eiga fyrir nauðþurftum, þá eru fleiri en 15% íslensku þjóðarinnar fyrir neðan fátækra- mörkin. Sakarekki að geta þess að samkvæmt út- reikningum Hagstofunnar þarf fjögurra manna fjölskylda — vísitölufjölskyldan — 150.000 fyrir nauðþurftum á mánuði og svo geta menn reiknað út hvort þeir eru undir eða yfir fátækramörkum. Það skyldi þó aldrei vera að megnið af ís- lenskum launamönnum sé undir fátækra- mörkum hér á íslandi en aðeins 15% í Ameríku. Ef til vill snýr Þjóðviljinn sér að því að athuga kjör landans þegar búið er að af- greiða örbirgðina í Bandaríkjunum. — Sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín, sagði skáldið forðum og því er ekki að neita að eitt og annað hefur í gegnum tíðinaorðið til að létta þurfalingum örbirgðina. Kynlífió hefur að scmnu oft verið þrauta- lending hins fátæka manns og þessvegna fer vel á því að Þjóðviljinn helgi vikulega hálfa skáksíðu blaðsins umfjöllun um skaufastærð almennings í landinu. „Kynlíf“ er í höndum kynlífsfræðingsins Jónu I. Jónsdótturog um síðustu helgi var okkur dyggum lesendum öreigamálgagns- ins tjáð að mesta áhyggjuefni vinnandi stétta í dag væri tippastærðin, undir yfir- skriftinni: — Stærsta kynfærið: Milli eyrnanna. Greinarhöfundurkveðst ekki vera kunnug tippalengd mannaá íslandi, segir hinsvegar orðrétt að „staðreyndirnar i þessu máli séu þær að líkt og andlit séu tippi mismunandi að stærð, lit og lögun og hafi þarafleiðandi mismunandi útlit“. I Bandaríkjunum virðist hún þekkja betur til og segir að meðalstærð tippa í Banda- ríkjunum, þegar tippið er slappt, sé um 8,3 sm —10,8 sm en um 12,7—17,8 sm í stinn- ingu. Það er athugavert hvað skríbentar Þjóð- viljans þekkja stöðu almennings í Banda- ríkjunum miklu beturen á íslandi. Fánaberar sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar hafa lengi klifað á því að menn eigi ekki að sætta sig við orðinn hlut. í grein Jónu er önnur hugmyndafræðileg áhersla. Hún segir orðrétt: — Sættist við tippin. Meira máli skiptir að vera góður elskhugi en að hafa stórt tippi. Til eru karlmenn sem halda að þeir séu sjálfkrafa æðislegir elskhugar bara útaf tippisstærðinni. Þeir eru ekki enn búnir að uppgötva að stærsta kynfærið er á milli eyrnanna. Og áður segist hún hafa rætt um fyrir- bærið að: — vera jákvæð til píkunnar. Ég get ekki að því gert að þegar ég var að lesa þessaágætu og tímabæru kynlífsgrein í Þjóðviljanum varð mértíðhugsað til Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar og þess hvernig þeir væru í framan þegar þeir læsu í öreigamálgagninu þetta nýja hug- myndafræðilega innlegg í umræðuna um stöðu vinnandi stétta í landinu. Hvað sem þeir gömlu hugsa, þá er grein Jónu tímabær hvatning til þeirra iauna- manna, sem eru með lítil tippi, að láta ekki hugfallast. Enginn þáttur alþýðlegrar velferðar er okkur óviðkomandi. Vera kann að ein- hverjum finnist að þegar þjóðarhagur krefst launalækkunar, launafrystingar, gengisfell- ingar og kjaraskerðingar, þá séu aðrir hlutir brýnni en að skrifa hughreystingargreinar fyrir menn með tveggja sentímetra löng tippi og velta vöngum yfir því með hvaða ráðum hugsanlegt sé að lengja liminn. Það er staðreynd að mikil örvænting hefur gripið um sig í landinu útaf litlum tippum og menn eru ekki mönnum sinnandi útaf því hvað lítið er undir þeim. Þjóðviljinn ereinmitt vettvangurinn til að ræða þessi mál og hugmyndafræðingar Al- þýðubandalagsins já og Alþýðusambands Islands ættu að taka nótís af því hve lam- andi þaðerfyrirstéttabaráttunaí landinuog samstöðuna, ef alþýða landsins er dægrin löng haldin botnlausri örvæntingu útaf því hvað hún er með lítinn tittling. Manni er nær að halda að skynfærið sé ekki lengur á milli eyrnanna. PRESSU €l_— - dag mikil og byltingarkennd skýrsla frá nauðgunarmálanefnd sem starfað hefur um alllangt skeið til að gera tillögur um úrbætur við meðferð nauðgunarmála. I nefnd- inni eiga sæti Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi, Guðrún Agnars- dóttir alþingismaður, Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur, Ás- dís J. Rafnar, formaður jafnréttis- ráðs, og Jónatan Þórinundsson prófessor. Skýrslan sjálf er yfir 300 bls. og mun koma út í bókarformi eftir nokkrar vikur. Þá mun sérstök rannsókn Sigrúnar Júliusdóttur á kynferðisafbrotum koma út í bók frá Máli og menningu fyrir jólin. í kjölfar alls þessa er svo væntanlegt heildarfrumvarp til breytinga á hegningarlögunum þar sem áhersla verður lögð á að auka og bæta refsi- vernd barna og herða að miklum mun viðurlög við kynferðisafbrot- um... a ^^^amalkunnugt íþróttafélag i Reykjavík stendur mjög á fallanda fæti þessa dagana. Knattspyrnu- mennirnir í Þrótti kolféllu ofan í þriðju deild nú í haust, handknatt- leiksmenn í Þrótti leika með hálf- gert skraplið í þriðju deild og í raun eru það blakmennirnir einir sem halda uppi merki félagsins, sem oft hefur getað státað af góðum árangri. Það mun meðal annars hafa komið til tals hjá Þrótturum að leggja niður handknattleiks- deildina, en þó mun að lokum hafa verið ákveðið að gera úrslitatilraun til að byggja upp frambærilegt lið. Annars mun það vera talsvert um- talað vandamál í íþróttahreyfing- unni, bilið sem alltaf er að breikka milli ríkra félaga sem hafa efni á því að kaupa til sín stjörnuleikmenn og —þjálfara og þeirra félaga sem mega bíta í það súra epli að sjá sína bestu menn hverfa í raðir stórveld- anna... A inhverju sinni þótti það mest skemmtun á íslandi að hlýða á karlakóra og jafnvel ennþá betra að syngja í karlakór. Ýmsir karlakórar úti á landi hafa dáið drottni sínum síðustu árin og nú virðast karlakór- 1 arnir hér á mölinni eiga nokkuð undir högg að sækja. Þannig aug- lýsa nú Karlakórinn Fóstbræður og Karlakór Reykjavíkur grimmt eftir söngmönnum, en uppskeran er ekki mjög ríkuleg, að því er okkur skilst. Ungir íslenskir karlmenn virðast semsagt telja tíma sínum betur var- ið annars staðar en í karlakór... þremur dögum siðla septembermánaðar lauk gjald- þrotaskiptum hjá sex fyrirtækjum á Akureyri. Ágætlega gekk að inn- heimta upp í forgangskröfur, en upp i 24 milljóna króna almennar kröfur greiddust aðeins tæplega 400 þúsund eða 1,6 prósent...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.