Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 28

Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 28
Föstudaíjúr W. öktóbe'rl988 dagbókin hennar úti á lifinu Andrúmsloftið ekki nógu magnað Kæra dagbók. Það sprakk allt hérna á heimilinu um daginn. Ég var í sakleysi mínu á leið á ball, en þegar ég kvaddi liðið í sjónvarpsherberginu var eins og bombu hefði verið kastað þar inn. Bara af því að ég var í mínípilsi, með svart naglalakk og svartan varalit! Og mér var harðbannað að yfirgefa svæðið fyrr en ég hefði tek- ið málninguna af mér og farið í önnur föt. Ég kemst ekki yfir það hvað þess- ir foreldrar manns eru ömurlegir. Ég veit ekki betur en þau hafi sjálf verið í eilífu stríði við sína foreldra út af svona alls konar tískumálum, en núna er eins og þau hafi barasta fæðst fullorðin. Það er ekki eitt gramm af skilningi til í heilanum á þeim. Pabbi segir að þetta sé ekkert sambærilegt við síða hippahárið á honum, sem foreldrar hans voru að tryllast út af á sínum tíma. (Amma á Einimelnum sagði mér sko að hún hefði einu sinni klippt pabba í svefni, þegar hann var í MR. Hann fór ekki í skólann í nærri tvo mán- uði, heldur fékk sér læknisvottorð hjá einhverjum kölkuðum lækni og las utanskóla!) Og mamma segir að líkhvíti varaliturinn og biksvörtu ælæner-strikin á augnlokunum hafi verið „hátíð" og „sakleysið uppmálað" miðað við svarta nagla- lakkið mitt. Hún gat hins vegar ekkert svarað því af hverju pabbi hennar og mamma gengu þá af götlunum, þegar hún málaði sig svoleiðis. Mesta lógikkleysið finnst mér nú samt þetta með pilsið. Ég hef nefni- lega séð milljón myndir inni í albúmi af mömmu í nákvæmlega jafnstuttum kjólum. (Þær eru þar ekki lengur, sem er vægast sagt mjöööög dularfullt!) En amma á Aragötunni reddaði mér aldeilis vel í því máli. Égskrapp til hennar í dag og var eitthvað að vandræðast út af þessum skilningslausu foreldrum mínum, en viti menn... Amma dró þá upp smápjötlu, sem hún hafði ætlað að nota í afþurrkunarklúta en var ekki búin að klippa niður. Þetta var sko gamalt pils af henni móður minni, takk fyrir kærlega, og mun styttra en mitt! Ég fór nátt- úrulega strax í það og mætti þannig i kvöldmatinn og uppistandið þar var alveg nákvæmlega eins og ég átti von á. Mér var hótað öllu illu og pakkið var orðið sótrautt í framan, en þá læddi ég út úr mér hvaða pils þetta væri. Vááá, maður. Mamma hljóp grenjandi inn í svefnherbergi, en pabbi fékk krampakast af hlátri og lagðist í gólfið. Ég held, að stríð- ið sé unnið. Jibbíjei... Dúlla í gamla daga, þegar útvarpið var svo til einasta skemmtun sauðsvarts almúgans hér á landi, voru á dag- skrá gömlu gufunnar skemmti- og spurningaþættir allskonar sem nutu fádæma vinsælda. Svo vin- sælir voru þessir þættir að þegar þeir voru í útsendingu tæmdust gjörsamlega götur borgarinnar og allra bæja og þorpa náttúrulega líka. Loka var flestum kvikmynda- húsum og öðrum skemmtistöðum og eigendur þessara staða hugsuðu útvarpinu þegjandi þörfina. Fjöl- skyldur sameinuðust fyrir framan viðtækin — allar erjur gleymdust, rafmagnað loftið fylltist spennu, fólk hélt niðri í sér andanum þegar þulurinn kynnti: ...og hér er kom- inn stjórnandi þáttarins, Svavar Gests! Og þá varð allt vitlaust, klapp og flaut, öskur og læti. Svona var þetta viku eftir viku, mánuð eft- ir mánuð, ár eftir ár, alltaf jafn- vinsælt. Síðan kom sjónvarpið og fólk missti áhugann á þessum þáttum og Svavar sjálfsagt líka. Þættirnir voru byggðir upp á léttu gríni og glensi; stjórnandinn sagði fimmaurabrandara, stuttir leikþættir fluttir, tónlist og síðast en ekki síst spurningakeppni. Oft- ast voru fengin hjón til að keppa sín á milli. Svavar lagði nokkrar léttar spurningar fyrir fólkið og keppnin fólst í því að sá eða sú sent var á undan að hlaupa að þar til gerðri bjöllu og hringja henni — og vita svarið að sjálfsögðu — vann sér inn hundraðkall eða svo fyrir hvert svar. Oftar en ekki var niikill handagangur í öskjunni þegar keppendur réðust á bjölluna frægu og veltust á gólfinu og reyndu að koma út úr sér réttu svari. Maður stóð á öndinni við útvarpstækið, svo mikil var spennan. Nú hefur Hótel ísland fengið Svavar Gests til að reyna að ná upp þessari stemmningu og býður upp á Sunnudagskvöld með Svavari Gests þar sem Svavar sprellar í anda gömlu útvarpsþáttana, spjallar við gesti, að ógleymdri spurninga- keppni eins og þeirri sem áður er lýst. Tónlistarmenn koma í heim- sókn og síðan er dansað til klukkan eitt eftir dynjandi harmónikkutón- list Örvars Kristjánssonar og hljómsveitar hans. • Tilgangurinn með þessu öllu saman er, eins og Svavar sagði, að gefa fólki kost á að skemmta sér í rólegra andrúmslofti en boðið er uppá á föstudags- og laugardags- kvöldum. Fólkið sem mætti sl. sunnudags- kvöld á Hótel ísland var greinilega búið að gleyma þessari stemmningu og allri spennunni sem var í kring- um útvarpsþættina. Kannski það hafi aldrei kynnst henni. Nema hvað, Svavar birtist á sviðinu ný- strokinn og fínn, kannski pínulítið stressaður, sagði nokkra fimntaura- brandara, óskaði eftir sjálfboðalið- um í spurningakeppnina, kallaði síðan Fjórtán fóstbræður á svið og þeir þóttust syngja nokkur lög af væntanlegri hljómplötu — alveg ágæt lög, allt í lagi með það. Síðan kom brandarakallinn Jóhannes Kristjánsson og gerði grín að stjórnmálamönnum og öðru fyrirfólki og líf tók að færast í salinn. Svavar hresstist til muna og spurningakeppnin hófst. Eitthvað var Svavar óheppinn með keppend- ur. Fólk vissi ekki svör við einföld- ustu spurningum og það náðist aldrei þetta magnaða andrúmsloft sem einkenndi gömlu útvarpsþætt- ina. Og hvar var bjallan góða? Ég saknaði hennar. Hún hefði kannski getað bjargað keppninni. Annars er ástæðulaust að örvænta. Þetta er fyrsta skemmtunin og á eftir að slípast og sjálfsagt verður Svavar heppnari með áhorfendur næst. P.s. Ég vil taka það fram að mér finnst Svavar Gests með fyndnari mönnum og hló að öllu sem hann sagði, en það er víst ekki nóg. GEORG MAGNÚSSON í BÆJARBÍÓI Sýn. laugard 15/10 kl. 17.00 Sýn. sunnud. 1(6/10 kl. 17.00 Midapantanir í sima 50184 allan sólarhringinn. SKJALDBAKAN KEMST ÞANGAÐ LÍKA Höfundur Ámi Ibsen Leikstjóri Viðar Eggertsson Leikmynd Guórún S. Svavarsd. Tónlist Lárus Grímsson Lýsing Ingvar Björnsson Leikarar Theodór Júlíusson og Þráinn Karlsson. 3. sýn. föstud. 14/10 kl. 20.30 4. sýn. laugard 15/10 kl. 20.30 Miðasala opin frá kl. 14.00—18.00 Simi 24073 Sala aögangskorta er hafin. EUKKAJSINN ALPÝÐULEIKHÚSIÐ ÁimuiiduHl v/Freyfugötu' ELSKHUGINN Höfundur: Harold Pinter. 22. sýn. í kvöld kl. 20.30. 23. sýn. laugardag kl. 20.30. 24. sýn. sunnudag kl. 16.00. Síðustu sýningar! Miðapantanir allar sólarhringinn í síma 15185. Miðasalan í Ásmundarsal opin tveimur timum fyrir sýningu. Sími 14055.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.