Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 13

Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 13
Föstudagur 14. október 1988 .13 Göngulagið segir sína sögu Þeir eru alltaf aö rannsaka alla skapaða hluti I Ameríku. Nú hefur t.d. verið gerð könnun á göngulagi fólks I tengslum við árangur þess á framabrautinni. Útkoman reyndist sú, aö frama- gosar taka stór skref og sveifla svolítið höndunum. Fólk með slíkt göngulag er líka álitið sjálfsöruggt, hamingjusamt, vingjarnlegt og metorðagjarnt. Ef þú tekur stutt skref og lætur lappirnar þvælast um á gang- stéttinni telur fólk þig hins veg- ar óvingjarnlega og óljósa per- sónu. Ertu hjónabands- manngerð? Sálfræðiprófessor við há- skólann í Buffalo hafði umsjón með viðamikilli rannsókn ágiftu og ógiftu fólki í þeim tilgangi að athuga hvort einhver munur væri á þessum tveimur hópum. Þeir voru raunar töluvert ólíkir. Fólk í hjónabandi var alvar- legt, raunsætt, áreiðanlegt, skipulagt, samviskusamt, sam- vinnuþýtt, jarðbundið og tók til- lit til tilfinninga annarra. Þeir, sem hvorki voru í sambúð né hjónabandi, voru allt öðruvísi; viðkvæmir, áhugasamir, trygg- lyndir, hjálpsamir og fóru auð- veldlega úr skorðum, þegar ágreiningur kom upp. En siðari hópurinn hugsaði fyrst og fremst um eigin þarfir og hags- muni. Sagði prófessorinn að fólk, sem hefði einkenni þeirra ógiftu, gengi þó oft í hjónaband. Þau sambönd entust hins vegar sjaldnast nema skamman tíma. Háðsjúklingar Margir þjóðfélagshópar aðrir en áfengissjúklingar hafa getað notað aðferðir AA-manna með góðum árangri. Sem dæmi má nefna fólk, sem hefur tilhneig- ingu til að borða of mikið og of oft. Það hefur stofnað með sér samtök, sem á íslensku nefnast Ónefnd átvögl eða ÓÁ. Og nú berast þær fréttir að fólk, sem þjáist af kaldhæðni, hafi tekið höndum saman undir nafninu Sarcastics Anonymous (Ónefndir háðfuglar?). Það ku vera í tísku í Bretlandi um þessar mundir að rekja — eða láta rekja — ættir sínar. Sí- fellt fleiri láta skrá sig í ætt- fræðifélög og auðvitað hafa þeir áhugasömustu látið sér detta í hug að kanna forfeður fræga fólksins. Mun þá hafa komið í Ijós að Díana prinsessa er skyld Humphrey Bogart og Breta- drottning áfjarskyldan ættingja að nafni Nancy Reagan. Hvrtlaukurínn Það er kannski óþarfi að ýta frekar undir hvítlauksát íslend- inga, sem ku nú þegar gleypa lyktarlausa laukbelgi af kappi. En við látum þetta samt flakka. Visindamenn við Brigham Young-háskólann segja að hvit- laukur hafi læknað eftirfarandi með 100% árangri: Rhino-virus, sem veldur kvefi. Inflúensuveir- una Parainfluenza 3, Herpes simplex 1 og Herpes simplex 2, sem leggst á kynfæri fólks. Næsta skref er síðan að kom- ast að því hvaðaefni í hvítlaukn- um er svona áhrifaríkt í barátt- unni við veirurnar. Þá verður hægt að framleiða pillur við framangreindum kvillum. Stress og stress Það er greinilega ekki sama hvort maðurerundirálagi ivinn- unni eða í einkalífinu, ef marka má nýlega könnun á stressuð- um konum. Streita í vinnu virtist valda eftirfarandi einkennum: höfuðverk, meltingartruflunum, háum blóðþrýstingi og örum hjartslættí. En konur, sem áttu erfitt heima fyrir, sögðust finna fyrir þunglyndi, sorg, svefntrufl- unurtt og almennum áhyggjum. Síðarnefndu áhrifin valda vist meiri skaða, samkvæmt um- sjónarmönnum rannsóknarinn- ar. Þú rekur þig á ýmis óþægindi ef rafmagnið fer! Varla er hægt að hugsa sér betri eða þægi- legri orku en rafmagnið. Hljóðlaust og öruggt bíður það í leiðslunum, reiðubúið að verða við óskum okkar um næga birtu, hrein föt, hressandi kaffisopa eða stundar- korn fyrir framan sjónvarpið. Þeir sem draga að greiða rafmagnsreikn- inginn verða fyrir óþægindum. Háir dráttar- vextir leggjast á skuldina og ef lokað er fyrir rafmagnið standa þeir allt í einu uppi án helstu lífsþæginda, nánast í myrkri miðald- anna! Þá er ekkert mikilvægara en rafmagnið sem hvarf úr leiðslunum — og ekkert sjálf- sagðara en að greiða fyrir það! ^ 'J Láttu rafmagnsreikninginn hafa forgang! ft RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI 68 62 22 Athugasemd Elsku Pressa Mikið höfum við nú haft gaman af því að lesa þig, við munum meira að segja eftir því þegar við sáum fyrsta tölublaðið. Það var nú í henni N-Ameríku, meira að segja í Tampa, Florida. Okkur var mjög skemmt, en í dag lásum við þig; í þessu 6. tölublaði er smámoli um okkur á baksíðu. Okkur þykir mikill heiður að vera dáðasta hljómsveit landsins, en hvort því fylgja völd og fé má lengi deila um. En það er ekki til- gangur þessa bréfs að ræða heims- yfirráð okkar eða dauða heldur myndbandagerð okkar. Þú elsku Pressa heldur því fram að við séum byrjuð að sniðganga „óþekkt“ íslenskt kvikmyndagerð- arfólk við gerð myndbanda okkar, og að við í frægðinni leitum til er- lendra aðila; sem sagt að svíkja lit, en elsku Pressa af hverju athugar þú ekki staðreyndir. Um þessar mundir erum við að klára mynd- band við lagið Mótorslys, leikstjóri Óskar Jónasson, framleiðandi Frostfilm. íslenskt fólk. Eftirfar- andi listi er yfir þau myndbönd sem við höfum gert: Ammæli: Friðrik Þór Friðriks- son/Myndbandagerð Reykjavíkur. Cold Sweat: Óskar Jónasson/ Smekkleysa sm. hf. Deus: Óskar Jónasson/ Myndbandagerð Reykjavíkur. Luftgitar: Spermi/Myndbanda- gerð Reykjavíkur. Ammæli #2: Kristín Jóhannes- dóttir/Saga Film. Mótorslys: Óskar Jónasson/ Frostfilm. Af þessari upptalningu má sjá að við höfum ekki sniðgengið „óþekkta“ íslendinga. Og við frek- ari eftirgrennslan kemur í ljós að allir þessir aðilar hafa fengið borg- að í samræmi við þá fjármuni sem við höfum haft þá stundina undir höndum fyrir gerð viðkomandi myndbanda. Auk þess sáum við okkur fært í fé- og valdagræðgi okkar að styrkja að hluta til nýja ís- lenska smákvikmynd, SSL25, nú i sumar. Elsku Pressa, þú minnist á bandaríska fyrirtækið Propa- ganda, það er rétt að við leituðum til þeirra, þó aðallega til Sigurjóns Sighvatssonar, í von um góðar ráð- leggingar og hugsanlegt samstarf. Af samstarfi varð ekki vegna tíma- skorts en ráðleggingar fengum við. Sem sagt engin viðskipti hafa farið fram rnilli Sykurmolanna og Propaganda, einungis samskipti. Þannig að þú sérð, elsku Pressa, að málflutningur þinn er úr lausu lofti gripinn og ekki byggður á rétt- um staðreyndum. En ætli það hafi ekki verið frekar einhvers konar öfund sem hrakti þig út í að skrifa þessa vitleysu, því oftast er léttara að gera slæma hluti en góða! í von um að sorppressumennska hverfi! Heimsyfirráð eða dauði! F.h. Hugleysu T.M.H.F. & Smekkleysu S.M.H.F.' Árni Ben.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.