Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 31
r 31
Föstudagur 14.
siónvarp um helgina
SJÓNVARPIÐ
föstudag kl. 21.00
DERRICK
Aðalhlutverk: Horst Tappert.
Vikulega fáum við að fylgjast með
þýska lögregluforingjanum Derr-
ick. Sem fyrr er nóg að gera hjá vini
okkar og oftar en ekki þarf hann að
leggja höfuðið í bleyti þegar hann
vinnur að erfiðum sakamálum.
Félagi hans, Harry Klein, gerir
einnig sitt besta til að komast að
sannleikanum og handsama þá
seku.
STOÐ 2
föstudag
í SPORIIM FLINTS * */!
Bandarísk 1967. Leikstjóri: Gordon
Douglas. Aðalhlutverk: James
Coburn, Lee J. Cobb og Jean Ha/I.
Hópur kvenna sem reka heilsuhæli
á Virginíueyjum hefur í hyggju að
ná heimsyfirráðum. Konurnar eru
sérfræðingar í fegrunaraðgerðum
og fara því létt með að búa til eftir-
líkingu af Bandaríkjaforseta og
hafa skipti á þeim raunverulega og
platforsetanum. Bandaríska leyni-
þjónustan er að vonum áhyggjufull
vegna þessa og aðalhetjan þeirra,
hann Flint, reynir hvað hann getur
til að koma í veg fyrir að kvensun-
um takist ætlunarverk sitt.
SJÓNVARPIÐ
föstudag kl. 22.00
ÞRJÁTÍU OG ÁTTA
Austurrísk-þýsk 1986. Leikstjóri:
Wolfgang Gliick. Aðalhlutverk:
Tobias Engel, Sunnyi Melles, Heinz
Frixner og Lotte Ledl.
Mynd þessi gerist í Vín á árunum
fyrir seinni heimsstyrjöld, á hinu
forna yfirráðasvæði Flabsborgara,
þar sem nasistar leggja í rúst heims-
mynd hugsandi manna. Þessi mynd
var tilnefnd til Óskarsverðlauna
sem besta erlenda myndin árið
1986.
SJÓNVARPIÐ
laugardag kl. 21.15
SMÁFÓLK
Bandarísk 1969.
Þetta er bráðsmellin teiknimynd
sem höfðar til allra aldurshópa.
Hún fjallar um ævintýri Kalla
Bjarna og félaga hans. Greyið hann
Kalli er mjög seinheppinn en þó
ekki á öllum sviðum, því honum
hefur tekist að afla sér mikilla vin-
sælda meðal almennings í teikni-
myndasögunni um Smáfólk.
ÞEIR BESTU
Bandarísk 1986. Leikstjóri: Tony Scott. Aðalhlutverk: Tom Cruise,
Kelly McGillis, Anthony Edwards og Tom Skerritt. Aðalhetja myndar-
innar, Maverick (Tom Cruise), er ungur og djarfur flugmaður. Hann er
sendur ásamt félaga sínum á námskeið í flugskóla bandaríska flotans,
en þangað fara aðeins þeir bestu. Myndin lýsir harðri keppninni milli
flugmanna í skólanum og eldheitu einkalífi Mavericks utan skólans. í
myndinni eru þrumugóð atriði tekin í háloftunum og tónlistin er saga
út af fyrir sig. Þetta er spennandi og skemmtileg mynd sem sló öll
aðsóknarmet í kvikmyndahúsum árið 1986.
STÖÐ 2 laugardag kl. 21.35
Bandarísk 1976. Leikstjóri: Mel Brooks. Aðalhlutverk: Mel Brooks, Marty Feldman, Dom De Luise, Anne :
Bancroft, auk þesssem PaulNewman, Lizu Minnelli og Burt Reynolds bregðurfyrir. Leikstjóri nokkur (Mel
Brooks) fær þá hugmynd að gera þögla mynd og koma þannig á óvart í hinni hörðu samkeppni kvikmynda-
iðnaðarins. Hann fær forstjóra fyrirtækisins sem hann starfar hjá til að samþykkja gerð myndarinnar og þá
er hafist handa. Mel Brooks fer með stórt hlutverk í þessari mynd auk þess sem hann skrifaði stóran hluta
handritsins og leikstýrði myndinni. Þetta er mynd i anda hinna gömlu þöglu ntynda.
STÖÐ 2 föstudag kl. 21.55
ÞÖGUL KVIKMYND
STÖÐ 2
laugardag kl. 23.55
DÁÐADRENGIR
Bandarísk 1986. Leikstjóri: John
Byrum. Aðalhlulverk: Michael
O’Keefe og Paul Rodrigues.
Gamanmynd um Jake sent er ungur
og ástfanginn af fallegri stúlku, og
það sem meira er, stúlkan er einnig
skotin í honunt. En lífið er ekki ei-
lífur dans á rósum. Stúlkukindin á
von á arfi, en aðeins ef hún upp-
fyllir ákveðnar kröfur sem fylgja
með í pakkanum. Þær eru að hún
finni sér auðugan og veluppalinn
herramann og giftist honum. Nú
eru góð ráð dýr því Jake er hvorki
prúðmenni né heldur á hann sand
af seðlunt. Vinur hans reynir að
hjálpa honum og Jake gerir allt
hvað hann getur til að ganga i
augun á foreldrum stúlkunnar sem
hann elskar, en það gengur ekkert
alltof vel.
STÖÐ 2
sunnudag kl. 14.25
ÓPERA MÁNAÐARINS
Ópera októbermánaðar er Heim-
koma Ódysseifs. Höfundur hennar
er tónskáldið Claudio Monteverdi,
en hann er elsta tónskáldið sem
samið hefur óperur sem heyrast
jafnan i dag. Heimkoma Ódysseifs
er þekktasta ópera Monteverdis og
er hún í 5 þáttum. Formáli verksins
inniheldur athugasemdir guðanna
og ýmissa persónugervinga en
óperan sjálf rekur niðurlag
Ódysseifskviðu Hómers.
Flytjendur eru Thomas Allen,
Kathleen Kuhlmann, Alejandro
Ramirez, James King, Manfred
Schenk, Delores Ziegler, Robert
Tear og Kurt Rydl. Stjórnandi er
Jeffrey Tate.
STÖÐ 2
laugardag kl. 01.20
BRANNIGAN * *vi
Bresk 1975. Leikstjóri: Douglas
Hickox. Aðalhlutverk: Jolm
Wayne, Richard Attenborough,
Judy Geeson og Mel Ferrer.
Glæpamaður flýr til London til að
forðast að Scotland Yard framselji
hann til Bandaríkjanna. Lögreglu-
maður frá Chicago er kallaður til
aðstoðar við leit að glæponinum.
Ágætis spennu- og afþreyingar-
mynd.
SJÓNVARPIÐ
laugardag kl. 22.40
TAGGART - MEÐ KÖLDU
BLÓÐI
Skosk 1987.
Leynilögreglumaðurinn Taggart
rannsakar nú mál ungrar konu sem
myrti eiginmann sinn vegna
ótryggðar Itans við sig, að hennar
sögn. Eftir skamman tíma kemst
hann að því að málið er ekki eins
einfalt og það lítur út fyrir að vera
og ýmislegt kemur ekki heim og
saman við frásögn ungu konunnar.
SJÓNVARPIÐ
sunnudag kl. 18.00
TÖFRAGLUGGINN
Hér er svo sannarlega á ferðinni
augnakonfekt barnanna, þar sem
Bella Ieikur á als oddi. Á milli þess
sem hún bregður á leik eru sýndar
teiknimyndir.
STÖÐ 2
sunnudag kl. 23.55
PÓSEIDONSLYSYÐ * * *
Bandarísk 1972. Leikstjóri: Ronald
Neame. Aðalhlutverk: Gene Hack-
man, Ernest Borgnine, Red
Buttons, Shelley Winters, Pamela
Sue Martin og Roddy McDowall.
Þessi vinsæla mynd þykir vera bæði
spaugileg og spennandi. Lúxus-
skipið Póseidon ferst á leið sinni frá
New York til Grikklands. Við fylgj-
umst með atburðarásinni og far-
þegunum þar sem þeir reyna að
bjarga lífi og limum og komast frá
sökkvandi skipinu.
SJÓNVARPIÐ
sunnudag kl. 19.00
SJÖSVEIFLAN
Rokkarar takið ykkur stöðu!
Á sunnudagskvöld verður sýndur
þáttur með snillingunum Bob
Dylan og Tom Petty. Þátturinn var
tekin upp á tónleikum sem kapp-
arnir héldu í Ástralíu í mars 1986.
Við fáum að heyra öll bestu lög
þeirra og gætum við því notaö
tímann í margt verra en að sjá þenn-
an sjaldgæfa og spennandi atburð.