Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 2

Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 26. janúar 1989 PRES$U ASGEIR TÓMASSON HEL6A í U6UJ- WtKKOKBKKKSBBBtUMSMBBStKKBOBBt SPEOLI Umsjónarmannaskipti hafa orðið að sjónvarps- þættinum Ugluspegli. Kol- brún Halldórsdóttir hefur kvatt í bili og Helga Thor- berg tekið við stjórntaumun- um. Hún kvaðst í næsta þætti, sem er á sunnudags- kvöldið kemur, ætla að fjalla um mjúka manninn og kanna hvort hann sé hin nýja karlímynd. Jafnframt ætlar Helga að velja stúlku mán- aðarins og er allsendis ófá- anleg til að skýra nánar frá því vali. Sjón er því sögu rík- ari. Helga Thorberg leikkona. Ur leikritinu Og mærin fór i dansinn... Steinn Magnússon og Bára Magnús- dóttir i hlutverkum sinum. LEIKUSTARNEMAR FRUMSÝNA Stúlkurnar Alice, Beth, Nita og Phil hljóta aö vera kerlingar í krap- inu. Aö minnstakosti hefur Debbie Horsfield, ungur breskur leikrita- höfundur, skrifað um þær þrjú leik- rit. Nemendaleikhús Leiklistar- skóla íslands hefur einmitt veriö aö æfa eitt þeirra aö undanförnu og nú skal frumsýna i kvöld í Lind- arbæ. Verkið heitir á frummálinu True, Dare, Kiss. íslenska nafniö er hins vegar Og mærin fór ( dans- inn... Það er samansett úr stuttum myndum úr lífi söguhetjanna, — fjallar um ungt fólk í nútímasam- félagi. Þaö eru fjórða árs nemendur Leiklistarskólans sem bera hitann og þungann af sýningunni. Þeir hafa þegar sett eitt verk á sviö í vet- , urog eigaeitt eftirenn. Þaöerglæ- nýtt, eftir Ólaf Hauk Símonarson og haföi enn ekki hlotið nafn síö- ast er fréttist. Kristín sýnir í Nýhöfn Myndlistarsýningarnar eru tekn- ar að blómstra að nýju eins og önn- ur liststarfsemi eftirstutt og laggott jólafrí. Kristín Þorkelsdóttir opn- aði til dœmis fjórðu einkasýningu sína á laugardaginn var í Nýhöfn við Hafnarstrœti. Sýningin kallast Birta. Kristín erfyrst og fremst þekkt- ust sem stjórnandi einnar sudrstu auglýsingastofu landsins, AUK hf. Hún segist hins vegar „leggjast út“ hluta úr sumri á ári hverju ásamt manni sínum. I útlegðinni, fjarri allrisiðmenningu, málarhún vatns- litamyndir og hann tekur Ijósmynd- ir. Á sýningu Kristínar eru að þessu sinni myndirsem hún málaði ífyrra og hitteðfyrra. Þœr eru til sölu. Sýningunni lýkur 8. febrúar. Kristín Þorkelsdóttir ásamt einum gesta sinna við opnunina á laugardag- inn var. Hann heitir Henry Gránz. Pressumyndir: Einar Ólason. Höröur Vil- hjálmsson, fjár- málastjóri ríkis- útvarpsins, og hjónin Einar Örn Stefánsson og Ásta Ragnheið- ur Jóhannes- dóttir voru með- al gesta við opn- un sýningarinn- ar. Maraþontónleikar eru velþekkt f'yrirbæri í poppinu. Hins vegar mun fátíðara að heyra i Kristni Sigmundssyni, Jónasi lngimund- arsyni, Einari Jóhannessyni, Jó- hönnu Þórhallsdóttur, Wilmu Young, Sigurði I. Snorrasyni og Hljómeyki á slíkum konsertum. Þau ætla þó að syngja og leika maraþon hjá Tónskóla Sigur- sveins við Hraunberg á laugardag- inn ásamt fjölda annarra þekktra söngvara og tónlistarmanna. HúsTónskóIans við Hraunberg er hið fyrsta hér á landi sem sér- staklega er byggt sem tónlistar- skóli. Þar hófst kennsla árið 1975 en það er ekki fyrr en á þessu ári sem það er allt tekið í notkun. Enn vantar stóla og Ijósaútbúnað í sai skólans og er efnt til mara- þontónleikanna til að létta undir með skólanum fjárhagslega. Enginn aðgangseyrir er að tón- leikunum en tekið verður við frjálsum framlögum. Tónleikarn- ir hefjast klukkan þrettán. velkomin i heiminn! 1. Þessi unga dama kom i heim- inn á afmælisdegi föður síns, 18. janúar. Hún er þriðja dóttir Guö- rúnar Vilhjálmsdóttur og Hauks Geirmundssonar og var 17 merkur og 56 sm við tæðingu. Myndir: Magnús Reynir. 6. Þessi drengur, sem er annar sonur Helgu Bjargar Björnsdóttur og Guttorms Magnússonar, fæddist 23. janúar. Hann vó 15 merkur og var 53 sm langur við fæðingu. 2. Myndarstúlka, frumburður Ragnheiðar Ragnarsdóttur og Bárðar Arnar Bárðarsonar, fædd- ist 22. janúar. Stúlkan var 15 merk- ur að þyngd og 50 sm löng. 7. Ég nenni nú ekkert að opna augun meira. Er þetta ekki nóg? Bróðir minn getur skoðað þessa mynd af mér. Mamma okkar og pabbi heita Birna Sigurðardóttir og Ingi Karl Ingibergsson. Ég er stelpa ef þið sjáið það ekki og var 16 merkur og 52 sm þegar ég fæddist. 3. Hér er ég mættur, þriðja barn foreldra minna, þeirra Ernu Bjarg- ar Baldursdóttur og Ólafs Inga Óskarssonar. Ég á eina systur og einn bróður. Ég var 14 merkur og 52 sm þegarég fæddist 19. janúar. 8. „Ooooooo — hvað ég er of- boðslega syfjuð! Ég var nú iíka búin að vera hér í nokkra daga þegar Ijósmyndarinn mætti. Eg fæddist 18. janúar og var þá 13 merkur og 51 sm. Mamma mín heitir Anna Guðrún Norðfjörð og pabbi minn heitir Jón Ingi Georgs- son og ég er fyrsta barn þeirra.“ 4. Nú er bróðir minn búinn að fá systur. Mamma min heitir Líney ívarsdóttir og pabbi Ólafur E. Ólafsson. Ég fæddist á mánudag- inn, 23. janúar, og var þvi bara eins dags gömul þegar Ijósmyndarinn tók þessa mynd. 9. „Hæ. Er ég ekki töffaralegur, ha? Ef þið bara vissuð hvað ég þurfti lítið að hafa fyrir að fara í þessa stellingu! Ég er fjórða barn foreldra minna, sem heita Ingi- björg Guðnadóttir og Gunnar Þorsteinsson. Ég á einn bróðurog tvær systur sem eru miklu eldri en ég, yngsta systir mín er orðin 13 ára. 5. Ég er líka annað barn forelda minna. Heima á ég systur og for- eldrar okkar heita Kristín Helga- dóttirog Kaj Durhuus. Ég fæddist á föstudaginn var, 20. janúar, og var 17,5 merkur og 53 sm langur. Pressan minnir alla nýbakaða foreldra á að þeir geta fengið birta mynd af barninu sínu í blaöinu, ef þeir senda okkur Ijós- mynd. Heimilisfangiö er: PRESSAN, Armúla 36, 108 Reykjavik.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.