Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 13

Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 26. janúar 1989 13 spáin vikuna 26. jan. — 1. febr. (21. mars — 20. apríl) Komandi vika verður mjög ánægjuleg hjáþér. Gamlar minningarvaknaaftur og þótt örlitið fjölskylduvandamál komi uþþ geturðu leyst það með því að tala út um hlutina. Þú munt sannreyna á næstu dögum að fall er fararheill. Þótt einhver vilji hindra þig i að ná markinu muntu yfirstíga þá hindrun auðveldlega. (21. apríl — 20. mai) Þú verður duglegri næstu dagana en þú hefurverið lengi og skalt nýtaþérork- unatil að Ijúkaverkefnum sem hafasetið á hakanum. Árangurinn lætur ekki á sér standa og sjálfum liöur þér betur. Yngri persóna innan fjölskyldunnar þarf óskertaathygli þina.Sýndu hvaöatilfinn- ingar þú berð til hennar. Hk (21. maí —r 21. ji'mi) Vandamál milli tveggja eldri persóna verða til að ýtaduglega við þér. Þú lendir i hringiöunni án þess að ætla þér það og verðuraðtakaáhonumstóraþinum til aó fólk geri ekki úlfalda úr mýflugu. Mundu að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Reyndu að halda jafnvæginu, erfiðleik- arnir verða úr sögunni fyrr en þig grunar. (22. jiíni — 22. jiíií) Vertu alveg hreinskilinn þegar þú ræðir við einhvern þér nákominn um hvaðatilfinningar þú berð til hans. Þaðer engum til góðs aö upphefja „látbragðs- leik“ á alvarlegum augnablikum. Það geta ekki allir lesið milli línanna svo þú skalt umfram allt vera heiðarlegur. Sam- ræðurnar munu að minnsta kosti hreinsa andrúmsloftið og ýta öllum get- gátum á braut af beggja hálfu. dM. tv (23. jiili — 22. úgúst) Enginn veit betur en þú sjálf(ur) hvað þér er fyrir bestu. Láttu þvi ekki stöðva þig á leið aó takmarkinu, en hiustaðu hins vegar á heilræði sem þú færð. Gömul loforð er best að efna sem fyrst. Blandaðu fortiðinni þó ekki of mikið inn i framtiðardraumana, slikt getur ekki gengið upp. M (23. dgiísl — 23. sept.) Það er mjög mikilvægt fyrir þig að velja rétta aðila til aö ræða vió i þessari viku. Engin breyting verður á högum þinum ef þú leitar ekki lausna á réttum stöðum. Reyndu að skipta þér ekki af deilum meðal vinnufélaga þinna og gættu þess umfram allt aó segja ekkert sem auðvelt er að misskilja eða rang- túlka, þér i óhag. (24. sepl. — 23. okt.) Vikan framundan bíður eftir þér, full af nýjum málefnum. Svo virðist sem lukku- hjóliö sé aó snúast þér i hag svo um munar. Þú endurnýjar kynni við mann- eskju sem var þérmikils virði fyrir nokkru og vinátta ykkar á eftir að leiða margt gott af sér. Brostu framan í tilveruna þvi hún brosir svo sannarlega við þér. (24. okl. — 22. nóv.) Gamlir vinir verða áberandi i lifi þinu i þessari viku. Þú hélst að þeir hefðu gleymt þér, en raunin verður önnur. Til aö samband ykkar verði gott að nýju verður þú að leyfa þinum innra manni að koma i Ijós. Haltu þig á heimaslóðum um helg- ina og forðastu margmenni. (23. nóv. — 21. des.) Þegar þér gefst nú tækifæri til að lita i eigin barm sérðu fljótlegaýmislegt sem betur mætti fara. Þú hefur verið of gjarn á að kenna öðrum um vanliöan þina, en nú snýst dæmið við. Vertu viss; þótt þér finnist erfitt aö horfast i augu viö málin til að byrja með veróur það þér og öðrum íyrir bestu þegar fram liða stundir. (22. des. — 20. juniiur) Heimilið og fjölskyldan ættu að hafa forgang i lífi þínu núna. Þér veitir ekki af að stíga á bremsurnar, ekki aóeins að hægja á þér heldur stöðva allar fram- kvæmdir um stundarsakir. Forðastu um- gengni við neikvætt og stjórnsamt fólk sem vill sífellt leiðbeinaþér i málum sem varða einkalif þitt. (21. jamíur — 19. febriiur) Þér hefur fundist framhjá þér gengið á vinnustað og öðrum úthlutað verkefnum sem þér með réttu ber. Einhver þér eldri er ekki allur þar sem hann er séður og þú skalt leita til hinna yngri eftir stuðningi. í einkalifinu gengur hins vegar allt eins og samkvæmt uppskrift og þú átt ánægjulegar stundir heima fyrir. (20. febriíar — 20. mars) Róleg vika er framundan. Hana væri æskilegt að nota til að undirbúa stór verkefni sem þarf að leysa úr. Þótt þau virðist víós fjarri eins og er veistu aó fenginni reynslu að timinn reynist oft knappur þegaráhólminn er komiö. Helg- in veróur viöburöalitil en þægileg. lófalestur AMY ENGILBERTS í þessari viku: Sóló (kona, fædd árið 1927, sem ekki vill láta birta fæðingardag sinn) LÍFSLÍNAN MEÐ AUKALÍNU (1); Þessi kona hefur þurft aö fara snemmaaðheimaneðahefura.m.k. þurft að standa ung á eigin fótum. Um miðbik ævinnar hefur líka verið ætlast til mikils af henni og hún hef- ur þurft að taka á sig miklar byrðar innan fjölskyldunnar. Þegar konan fer að nálgast 65 ára aldur fer lifið hins vegar aó verða henni mun auð- veldara. Siðastliðið vor og sumar (1988) voru að öllum líkindum allerfitt tímabil í lífi þessarar konu. Árið 1987 gæti einnig hafa verið fremur flókið hjá henni. En það fara sem sagt betri tímar i hönd hvað varðar heimilisaðstæður. ALMENNT: Þetta er mikil tilfinningavera og lætur tilfinningarnar ef til vill stjórnasérumof. Svo þyrfti hún líka að vera svolítið sjálfstæðari. Þessi kona þarf að fara betur með mag- ann, meltingarfærin og bakið. Það er eins og þessi manneskja hafi margsinnis þurft að byrja uþp á nýtt á einhvern hátt. Og hún hefur eflaust kynnst „basli" í gegnum tiö- ina. HVAÐ MEÐ ÞIG? EJ' þií vill lála lesa úr þínuin lófa skallu senda TVÖ Ijósril af hœgri hendi og skrifa eitthvert lykilorð aftan á þau, ásamt upp- lýsinguin utn kyn og fœöingar- dag. Utanáskriftin er: PRESSAN-- lófalestur Árnuilu 36 108 Reykjavík iNGÓLFSSON Andri Már Ingólfsson fram- kvæmdastjóri hefur verið mik- ið í fjölmiólum undanfarna daga í kjölfar þess aö hann sagöi skiliö við ferðaskrifstof- una Útsýn. Hann stýrir nú Ferðamiðstöðinni hf. — skrif- stofu sem skiptir um nafn ein- hvern næstu daga. Andri Már er viðskiptafræðingur að mennt en áhugamál hans eru fjölmörg auk verslunar og við- skipta. Hann svarar hér nokkr- um spurningum. í framhjá- hlaupi. Persóna sem hefur haft mest áhrif á þig. Þessi ererfið í fljótu bragði. Heilagur Frans frá Assísí, Lee lacocca og Martin Gray koma þó upp í hugann. Hvenær hefurðu orðið hraeddastur á ævinni? Ég man ekki eftir neinu slíku tilfelli. Hvenær hefurðu orðið fegn- astur á ævinni? Eftir siðasta prófið úr Há- skóla íslands. Hvers gætirðu síst verið án? Bóka. Hvað finnst þér krydda til- veruna mest? „Intellectual" félagsskapur. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Nöldur. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Að kynnast nýrri menningu. Hvað vildirðu heist starfa við annað en þú hefur að aðal- starfi nú? Tja, ætli ég vildi ekki helst skella mér i rit- eða fræðistörf. íframh jáhlaupi ANDRI MÁR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.