Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 15

Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 26. janúar 1989 15 Athugasemd frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins Upplýsingar eða auglýsingar? Heiðraði ritstjóri! Árétting og leið- rétting í allri vinsemd: Pressan gerir í næstsíðasta tölu- blaði athugasemd við bréf mitt til blaðsins um verðkannanir. Gögnin sem ég birti eru víða notuð erlendis í því skyni að almenningur geti myndað sér skoðanir á sem réttust- um forsendum. bað kom mér á óvart, að hinn ágæti ritstjóri Pressunnar skyldi í stuttu svari líta á þetta framlag sem afskiptasemi og hugsanlegt áróð- ursbragð frá leigupenna bænda- stéttarinnar. Ég bið ritstjórann og Iesendur afsökunar ef vangavelt- urnar höfðu á sér að einhverju leyti hroka- og fyrirskipanasvip, sú var nú ekki aldeilis ætlunin, né var ver- ið að „verja“ landbúnaðinn. Ég tel samt eðlilegast að geta um mismunandi opinber gjöld á mat- væli í verðsamanburði milli landa og varasamt að draga stórfelldar ályktanir um verðmun af fáum vörutegundum. Skattheimta út- skýrir ekki allan verðmuninn, það er dýrt að framleiða ýmis matvæli hér og dreifa þeim. Um það er ekki og erlendis ÍNJfllfÖR rVðFALT nvPAPil íða | umfangsmikilli alþjóðakönnun ágreiningur. Ég verð einnig að leiðrétta eitt atriði: „Upplýsingaþjónusta bænda“ er ekki til. „Upplýsingaþjónusta land- búnaðarins" starfar í samræmi við lagagreinar Alþingis um fram- leiðsluráð frá 1985, þar sem segir að það skuli miðla upplýsingum urn landbúnaðinn og framleiðsluvörur hans. Starf upplýsingaþjónustunn- ar beinist því fyrst og fremst að öfl- un og miðlun ýmiss konar gagna fyrir margs konar aðila, innan land- búnaðarins og utan, og má þar nefna hagtölur, greinargerðir, þýð- ingar, nefndarstörf, samstarf við útlönd og þess háttar. Eignaraðilar upplýsingaþjónustunnar eru á ann- an tug talsins og má þar m.a. nefna Skógrækt ríkisins og Landgræðslu ríkisins. Reynt hefur verið frá 1986 að marka Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins hiutlausan þjónustu- farveg án áróðurs og auglýsinga- mennsku. Ef eitthvert „ímyndar" markmið er haft að leiðarljósi er það einfaldlega að landbúnaðurinn og framleiðsluvörur hans fái notið sannmælis. Med þökkum fyrir birtinguna Ólafur H. Turfason, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landhúnaðarins. * Verð miðast við einstakling í tveggja manna herbergi á hótel Italia. Staðgreiðsluverð. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum FLUGLEIÐIR Éá. Söluskrifstofur Flugleiðá: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100. Frá Heimspekiskólanum Samræöu- og rökleikninámskeiö fyrir 10—15 ára krakka hefjast í næstu viku. Innritun og upplýsingar í síma 688083 kl. 16—22 daglega.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.