Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 11

Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. janúar 1989 11 ilH G SPARITAU skrautið sé listin og allt annað stælar. Mér finnst oft litið á til- finningar í listum sem eintóma stæla. Ég held að ákveðin geðveiki eða geggjun sé örvandi og líka ögr- andi. Það er oft einhver áskorun í henni, þ.e.a.s. að lækna sjálfan sig af henni og síðan virkja hana til þess að miðla henni. Ég held að geggjunin sé sammerk okkur öll- um. Síðan þegar einhver hefur komið geggjun sinni í eitthvert form þá miðlar hann henni og get- ur hreinsað aðra. Ég held að allar þesar breytingar í nútímaþjóðfé- lagi krefjist þess að fólk tali meira saman. Það þarf ekki endilega að vera í samtölum. Það getur verið í formi myndlistar eða ritlistar, ein- hverjum merkjum, táknmáli. Mér finnst þetta samtalsform vera það sem er mest spennandi við mynd- listina. Að geta rætt við einhvern með formum, litum. Einn dag gerir einn maður mynd. Síðan kemur annar maður og segir: — Ég veit svarið við þessari mynd. Svo svarar hann myndinni. Þetta er samband þar sem ekki eru notuð orð heldur form og litir. Tungumál myndarinnar er sveigjanlegt, margvíslegt. Það er hægt að flokka það niður í þætti. í dag t.d. tölum við um fegurð formsins og fegurð efnisins og fegurð samsetningar hinna ýmsu efna. Raunveruleg frásögn mynd- arinnar er ekkert endilega aðal- atriðið. Aðalatriðið getur verið fegurð formsins og efnistakanna. Eða einhver hugsun og þar með meining o.s.frv. En þennan mun verður að gera greinilegan. Flestir íslendingar sjá vel muninn á bók- menntum, hvað þessi bók er, hvaða tungumál hún talar. Og þó augun séu fljótari að sjá mynd en festa sig í texta í bók þá er hún ekki numin á því augnabliki sem hún er séð. Það þarf að gefa myndinni tíma. Hún er ekkert fyr- ir skyndikynni. Það er óþolandi að heyra fólk segja: — Mér finnst Erró bestur! Erró er góður myndlistarmaður, en það er ekki hægt að bera hann saman við ólíka listamenn. Það er ákveðin óþolinmæði og þröng- sýni að álíta að það sé bara einn gluggi á heiminum og allir séu að horfa útum hann á sama augna- bliki. Maður er örugglega mjög barnalegur að vilja benda fólki á þetta. Annars verð ég svo hátíð- legur þegar ég tala inná segul- band. Næstum því einsog stjórn- málamaður í framboðsræðu. En sko, að leyfa sér að njóta einhvers, það eru fríðindi. Sum- ir... — nei ég ætla ekki að segja „sumir“. Þegar maður segir „sumir“ þá er einsog maður skipti heiminum í tvennt, þá sem maður þekkir og þá sem maður þekkir ekki, og þess vegna aðeins til tvær manngerðir. En hver og einn býr lengi að þessu að geta slappað af. Meðtekið það sem er að gerast og notið þess. Ég er ekki að segja að allir þurfi á myndlist að halda, það er ekki krafa mín. Ég vil bara ekki að myndlist verði fordæmd. Hún verður að fá tækifæri. — Og afhverju fórst þú í myndlist Daníel? — Mér líður oft þannig að ég hafi neyðst tilað fara útí myndlist. Annars hefði ég orðið til vand- ræða. Að stunda myndlist er ákveðið leyfi en ekki einsog sum- arleyfi. Að segja að það sé köllun segir ekki neitt. Hin kristilega köllun, einsog við þekkjum hana úr biblíusögunum, var ákall til út- valins einstaklings þarsem hann fékk það embætti, í krafti guðlegs valds, að fúnkera í þágu almenn- ings. Það er hverjum manni í sjálfsvald sett hvort guðdómurinn er honum vítamín eða ekki. Ég tel köllunartal ekki vera listamannin- um til framdráttar. Það er einhver afsökunarblær yfir því. — Þú talar um geggjun, Daní- el, eru listamenn ekki venjulegt fólk? — Listamenn eru sjálfselsku- djöflar. Þeir eru það, einsog venjulegt fólk. Það má segja að verkið Skaufnali sé nokkurs konar sálu- messa yfir minu eigin holdi i Ijósaskijpt- unum. Enda lifi ég tvöföldu lifi, einsog allir eðlilegir menn. — Fría þeir sig þá venjulegu lífi? — Já, þeir gera það samt. Þeir lenda alltaf á einn eða annan hátt í útlegð. — Kemur lífið þér við? — Já, að vissu marki. Sjálfs- elska mín velur handa mér verk- efni. Annars finnst mér mjög gott að sofa. Og það kannski rennir stoðum undir þann grun minn að hið daglega líf sé mér óbærilegt. Stundum dreymir mig svo mikið að mér finnst það vera nóg. — Daníel, verkin þín... — Verkin mín einkennast mest af efnistökum en ég vinn líka með „nostalgískar" hugmyndir sem ég fæ. Ég held það sé þrá eftir ein- hverju skáldlegu. Myndirnar eru margar hverjar minnisvarði um ákveðin augnablik þarsem mæt- ast „nostalgía“ (óþolandi sökn- uður) og síðan ákveðin sjúk af- staða til þeirra. Myndirnar mínar verða ekki til tilþess ég geti gleymt þessum augnablikum, heldur er þetta formbreyting á þeim. Einsog ég sé að reyna að ná tökum á þessunt sjúkleika — eða þrá — með þvi að gera minnisvarða um hann. Síðan get ég sagt: — Ég er búinn að afgreiða þetta mál. Alltaf þegar ég hef lokið við verk þá finnst mér myndast viss andúð á þeim. Ég hef enga löngun tilað umgangast þau meira. Ég vil helst að þau hverfi. Ég vil geta sagt: — Ég á enga sök á þessu, myndin er augnabliksæði. Samt þykja mér verkin mín frekar heil- brigð, að-sjá. Þau hafa fengið lækningu. Það er ekki hægt að aðskilja verkin og mann sjálfan. Einu sinni hélt ég að það væri hægt að vera hlutlaus, en það er ekki hægt, það eru svik. En ef við tökum sem dæmi verkið Skaufhala sem er á sýning- unni og er ljómandi gott verk og fjallar um þetta skringilega uppá- tæki tófunnar að rúlla sér niður brekkur þegar mikið liggur við. En tófan í þessari mynd er á leið- inni til borgarinnar. Hún er ein- hvers konar fulltrúi bæjarbósans, sem er á leiðinni þangað tilað gamna sér. — Aurora Borealis, hvað þýðir það? — Norðurljós, á latínu. — Maður þarf að kunna latínu til að fara á sýningu hjá þér? — Já. Helst. Það eru norðurljós, morgun- himinn, akur og bleikur akur í myndinni, en það er tilað hjálpa tófunni til að staðsetja sig, samt er hún að rúlla eitthvert annað. Ég gæti hafa gert tófuna þannig að hún væri að rúlla í tilgangsleysi og sleppt öllum staðsetningum. En ég vildi gera hana slóttugri en tii- efni stóð til. Að rúllið í henni væri einsog rúll mannsins. Einhvers konar flótti, — niður í bæ. Mynd- in gerist i Ijósaskiptum morguns og nætur þegar borgartófan er á leiðinni eitthvert, bæði í andanum og búknum. Það má segja að verkið Skauf- hali sé nokkurs konar sálumessa yfir mínu eigin holdi í Ijósaskipt- unum. Enda lifi ég tvöföldu lífi, einsog allir eðlilegir menn. — Er það eðlilegt að rúlla í morgunsárinu? — Persónulega finnst mér lýs- ingarorðið „eðlilegur“ skrítið orð. Því eins getur maður spurt: — Hvurs eðli er það að vera eðli- Iegur? — Ha? — Hver er viðmiðunin? Hvers eðli er verið að miða við, þegar talað er um eitthvað eðlilegt? Er verið að miða við eðli prests sem í stólræðu sinni spáir í dyggðir og lesti holdsins? Ef svo er þá er svar- ið nei. Því það sem er eðlilegt er eðlilegt gagnvart kringumstæð- unum og engu öðru. Þess vegna er tófumanninum eðlilegt að rúlla óskilgreindur í ljósaskiptunum, á leiðinni í bæinn. — Er þá til eitthvað óeðli- legt? — Nei. Það eina sem mér þætti óeðlilegt væri að hverfa af yfir- borði jarðar og líkamnast sem einhver Páll út í bæ. Það væri mjög óeðlilegt. Sennilega mjög tragískt. ■ Kristín Omarsdóttir • •• 68 5168. Hvalrengi Bringukollar Hrútspungar Lundabaggi Sviðasulta súr Sviðasulta ný Pressuð svið Svínasulta Eistnavefjur Hákarl Hangilæri soðið 515,- 590,- 570,- 821.- 720,- 379,- 490,- 1.590,- 1.555,- Hangiframpartur soðinn 1.155,- Úrb. hangilæri Úrb. hangiframpartur Harðfiskur Flatkökur Rófnastappa Sviðakjammar Marineruð síld Reykt síld Hverabrauó Seytt rúgbrauð Lifrarpylsa Blóðmör Blandaður súrmatur Smjör 15 g í fötu Þorratrogið Opið alla virka daga Föstudaga Laugardaga 965.- 721.- 2.194,- 43,- 130,- 420,- 45,- flakið 45,- stk. 78,- pk. 41,- pk. 507,- 427,- 389,- 6.70 550,- 9—18.30 9—19.30 10—16.00

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.