Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 8

Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 26. janúar 1989 VIKUBLAP Á FIMMTUDÖGUM Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonanson Ritstjóri Jónína Leósdóttir Fréttastjóri Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn <?g skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Filmur og prent. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuöi. Áskriftargjald: Pressan og Alþýöu- blaðiö: 800 kr. á mánuði. Verð f lausasölu: 100 kr. eintakið. Skýrari línur til hægri og vinstri Umrót í stjórnmálum og stjórnarskipti breyta ekki klassískum viðfangsefnum flokkanna í efnahagsmál- um. Ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir því að ná tökum á vaxtafrelsinu og halda peningakostnaði lands- manna og fyrirtækja innan skynsamlegra marka. Á móti stríða hagsmunaöfl þeirra sem eiga fjármagnið og pólitískir liðssveinar Sjálfstæðisflokksins í stjórnarand- stöðu. Stjórnvöld standa frammi fyrir því að forða gengis- fellingu án þess að missa tök á efnahagsþróuninni og til varnar kaupmætti launafólks sem hefur farið hríðfall- andi á undanförnum mánuðum. Á móti stendur hávær kór atvinnurekenda sem vill skyndilausn til bjargar og forystumenn Sjálfstæðisflokksins sem vilja stórfellda gengisfellingu eftir pöntun Félags iðnrekenda. Ráðherrar berjast við gapandi gjá í ríkisbúskapnum. Enn sem fyrr er boðaður niðurskurður en bjargráðið verður ætíð aukin tekjuöflun með hærri sköttum. At- vinnurekednur kvarta undan ofsköttun og forsvars- menn þeirra ásamt forystu Sjálfstæðisflokksins hrópa á aðhald í ríkisrekstri og minni umsvif hins opinbera. Ráðamenn verða sem fyrst að komast að niðurstöðu um það hvaða forsendur eigi að liggja til grundvallar launaþróuninni næstu mánuði nú þegar kjarasamning- ar eru að hefjast á ný. Ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í öllum þessum málum munu skerpa línurnar á milli hægri og vinstri í íslensk- um stjórnmálum. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sýnt sérstöðu sjálfstæðismanna skýrt með yfirlýsingu sinni í sjónvarpi í vikunni þar sem hann viðurkenndi að hann tilheyrði hópi hörðustu gengisfellingarpostula þjóðarinnar og að hagsmunir atvinnurekenda ættu að eiga forgang við lausnir í efnahagsmálum. Ef ríkis- stjórnin ætlar að standa undir nafni sem félagshyggju- stjórn til vinstri verður hún að gjörbylta stefnu síðustu ára: Flemja hinn frjálsa peningamarlyað, forðast gengis- kollsteypur og verja launin og temja sér nýtt tungutak í samskiptunum við hreyfingar launafólks. í kálgarði Grindvíkinga Der var en skikkelig skippermand som skulle gá ud efter öl. hín pressan „Þorsteinn Pálsson og kó i for- ystu Sjálfstæðisflokksins virðast íoksins hafa rankað við sér eftir rothöggið sem þeir greiddu sjálf- um sér i haust leið þegar Sjálf- stæðisflokkurinn sprengdi upp eigin ríkisstjórn." — Úr leiðara Þjóóviljans. „Þjóðir þriðja heimsins geta lært margt af Taivan-búum. En við íslendingar getum lika lært sitt- hvað af þeim. Eitt er, að þróunar- aðstoð kemur því miður aðeins að gagni (ef hún gerir það einhvers staðar), að viðtakendur hennar hafi réttan skilning á verkaskipt- ingu rikis og markaðar. Ella gerir slík aðstoð illt verra, eins og i Tansaniu og víöar.“ — Hannes Hólmsteinn Gissurarson um efnahagsundrið Taivan. „Kynlif er einu sinni mikilvæg- ur hluti góðs samlífs karls og konu og ástæðulaust að útiloka það.“ — Guðmundur H. Frlmannsson í bókadómi i Frelsinu. „Þaö er óumdeilt meðal fiski- fræðinga að skiðishvalir éta al- mennt ekki fisk. Það eru tannhval-; irnir sem gera það, meö góðri lyst vonandi." — Yfirlýsing frá Hvalavinafélaginu. „En það er auðvitað dálitið áhyggjuefni fyrir okkur sem vinn- um i málum eins og skólamálum, ef við þurfum að keyra á flugeld- um og auglýsingastofum til að koma okkur á framfæri." — Svavar Gestssog menntamálaráö- herra i viðtali viö Vestfirska fréttablað- ið. „Finnst þér jafnvel hálfóhugn- anlegt að Alþýðubandalagið skuli vera komið í slagtog við loddar- ann Ámunda?“ — Blaðamaður Vestfirskafréttablaðs- ins spyr Svavar Gestsson. „Hinum megin við götuna, undir svörtuloftum, er Seðla- bankinn þar sem starfa 166 manns — þar af að minnsta kosti 150 við að naga blý- anta.y/ — Jón Baldvin „á rauðu ljósi“. „Ég hef ekki orðið rík á þessum rekstri. í besta falli hef ég orðið andlega rík. “ — Hjördis Gissurardóttir, gullsmiður og kaupmaöur, í DV-viðtali. „Menn þurfa liklega að vera töluvert vel á sig komnir til að lesa 125 blaðsíðna ræðu á einni kvöld- stund eins og borgarstjórinn Dav- íð Oddsson gerði á borgarstjórnar- fundi á fimmtudaginn." — Vikverji Morgunblaðsins. „Það er orðið óþolandi ástand i málefnum einnar þjóðar þegar óvissan er það eina sem vissa er fyrir og aldrei hægt að vita noKK- urn veginn hver stefnan er næsta dag.“ — Magnus Mariasson i umræðugrein i Alþýðublaðinu. „Matiö á þvi hvaö er fréttnæmt er sem betur fer í höndum fjöl- miðlanna en ekki stjórnmála- mannanna." — Agnes Bragadóttir blaðamaður.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.