Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 9

Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. janúar 1989 9 Óprúttnir aðilar hafa safnað fé í nafni nýstofnaðra samtaka, sem nú hafa kœrt uppátœkið til RLR. sviku TANNLJEKNUM Giróseðlarnir, sem tannlæknarn- ir fengu senda, voru sendir í nafni „Samtaka um fraeðslu". I desember síðastliðnum virðist einhverjum hafa dottið í hug að fjármagna jólaútgjöldin með því að senda tannlæknum gíróseðla í nafni nýstofnaðra samtaka, sem ætla að aðstoða alnæmissjúklinga. En það er hætt við að brosið renni brátt af þessum bíræfnu aðilum, því rannsóknarlögreglan er komin í málið. PRESSAN frétti fyrir skemmstu af nokkrum tannlæknum, sem i desembermánuði voru beðnir að styrkja nýstofnuð samtök til að- stoðar alnæmissjúklingum með fjárfragilagi upp á 4—5 þúsund krónur. Beiðnin kom fyrst sím- leiðis og í sumum tilvikum talaði karlmannsrödd, en í önnur skipti var það kvenmannsrödd. Erindið sögðu þau það, að safna framlög- um frá einstaklingum í heilbrigð- isstéttunum til að fjármagna starfsemi nýju samtakanna. Gíró- seðill myndi síðan berast fljótlega í kjölfar símtalsins. Það kom líka á daginn. Skömmu seinna barst gíróseðill i pósti. Tannlæknarnir voru að sjálfsögðu grandalausir og eflaust hafa margir þeirra, sem fyrir þessu urðu, farið og greitt seðilinn — enda málefnið gott. Þegar PRESSAN hafði sam- band við forsvarsmenn hinna nýju samtaka brá þeim hins vegar heldur betur í brún. Þeir könnuð- ust nefnilega ekki við neitt fjár- öflunarátak. Og nú hafa þeir kært málið til Rannsóknarlögreglu rík- isins, sem vinnur þessa dagana að því að upplýsa hverjir léku þenn- an ljóta leik. Póstgíróreikningurinn, sem tannlæknarnir greiddu framlög sín inn á, er númer 687847. Sá reikningur er skráður á nafn „Samstarfshóps um fræðslu”. Hver svo sem þessi „hópur” er, þá er hann a.m.k. ekki á vegum fólksins í alnæmissamtökunum, sem er að vonum afar áhyggju- fullt yfir þessu máli. Þetta virðist tiltölulega ný að- ferð við að svíkja út peninga, samkvæmt upplýsingunt Helga Daníelssonar hjá RLR. Hann sagði, að stundum væri eitthvert smásvindl í gangi, eins og þegar krakkar ganga í hús og selja merki eða happdrættismiða og stinga afrakstrinum í eigin vasa. Það væri hins vegar nýtt af nálinni að menn stofnuðu gíróreikning og sópuðu þannig að sér fé. Ekki er þó víst að þetta sé al- gjört einsdæmi, þvi PRESSAN hefur haft fregnir að öðru l'élagi sem lenti í svipuðu máli á síðasta ári. Það virðist því óhætt að hvetja fólk til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu, áður en það í góðmennsku sinni reiðir al' hendi fé til líknarmála. En það er kannski einmitt alvarlegasti hluti þessa uppátækis. Ef þetta veldur því að menn hika áður en þeir sjá af peningum í þágu góðs málefn- is, þá hala þessir óprúttnu náung- ar ekki einungis skaðað einstakl- ingana, sem urðu persónulega fyrir barðinu á þeim. Þeir liafa einnig komið höggi á hvern ein- asta lítilmagna í þjóðlelaginu. ■ Sendingar ASTRA-hnattarins hefjast í nœsta mánuði INNRÁS 16 NÝRRA SJÓNVARPSSTÖÐVA í dag geta íslenskir sjónvarpsáhugamenn náð sjón- varpssendingum a.m.k. þriggja fjarskiptahnatta, ECS 4, ECS 5 og INTELSAT V 5. Á þessum hnött- um eru stöðvar eins og Sky Channel (blönduð skemmtirás), MTV (24 tíma tónlist), Sat1, RTL plus og 3 sat (þýskar stöðvar með blönduðu efni), Children’s Channel (barnarás) og margar fleiri. En í byrjun febrúar fer í gang sjónvarpshnötturinn ASTRA, sem á að verða 16 sjónvarpsrásir. Meðal stöðva sem þarna verða eru sjónvarpsstöðvar í eigu fjölmiðlarisans Ruperts Murdoch. Þær sjón- varpsstöðvar sem vitað er að þegar hafa tryggt sér að- gang að sjónvarpshnettinum eru: ASTRA-regnhlifarnar eru áhrifamikið auglýsingatrix eigenda gervitungls- ins. Þær vekja athygli á því að til að ná sendingum frá ASTRA-hnettinum, i Bretlandi og á meginlandi Evrópu, þarf aðeins disk á stærð við venjulega regnhlíf. Það ducfar vist ekki hér á landi en æ fullkomnari móttakarar gera búnaðinn einfaldari og sifellt ódýrari. Móttökubúnaður á 200 pund! The Disney Channel Stöð sem sendir út, eins og nafnið bendir til, efni frá Walt Disney, þ.e. barnaefni og fjölskyldudag- skrá, 18 tíma á dag. Aðeins er ætl- ast til að horft verði á þessa stöð á Bretlandseyjum, en möguleiki verður fyrir íslendinga að horfa á hana fyrstu mánuðina eða allt þar til hún byrjar að senda út ruglað. Lifestyle Stöð sérstaklega ætluð heimavinnandi húsmæðr- um. Hún sendir út blandað efni, m.a. fræðsluefni, viðtalsþætti, matreiðsluþætti o.fl. Stöðin send- ir I dag út í 6 tíma yfir daginn en hyggst lengja útsendingartímann eitthvað. Screensport Sjónvarpsstöð sem sendir eingöngu út íjörótta- efni. Þar er um að ræða sendingar frá t.d. golfmótum eins og US OPEN og BRITISH OPEN, tenn- is, akstursíþróttir ýmiss konar, knattspyrnu o.fl. Stöðin hefur yf- irleitt sýnt þessa atburði í heild en ekki eins og sumar stöðvar gera að sýna aðeins stuttar glefsur frá þeim. Stöðin hyggst senda út í 24 tíma á sólarhring, eftir að hún flytur sig yfir á ASTRA. Eurosport Önnur íþróttastöð sem mun senda út frá ASTRA. Hún mun senda út í samvinnu SKY TELEVISION og stöðva í EBU, m.a. BBC. Stöðin mun senda út til að byrja með í 18 tíma á dag en lengir svo dagskrána í 24 tíma. Efnið verður úrval af íþrótt- um bæði frá Evrópu og annars- staðar úr heiminum. Sky Movies Stöð sem kemur til með að senda út kvikmyndir 18 tíma á dag. Þar verða myndir m.a. frá fyrirtækjum eins og TOUCHSTONE og TWEN- TIETH CENTURY FOX. Eins og Disney Channel mun þessi stöð senda út til að byrja með óruglað, en kemur svo til með að selja af- notin í pakka með Disney Chann- el á 12 pund eða um l.OOO kr. Stöðin er einnig ætluð eingöngu til móttöku á Bretlandseyjum. Sky Channel Stöð sem sent hefur út nokkur síðastliðin ár til kapalkerfa og nær í dag til um 30 milljón heimila um alla Evrópu. Stöðin sendir út blandaða afþrey- ingardagskrá, m.a. framhalds- þætti, sjónvarpsmyndir, íþróttir, fréttir, tónlist og barnaefni. Hún sendir út í 18 tíma á dag. Sky News 24 tíma fréttir. Scansat TV3 Þessi stöð verð- ur með tvær rásir á sínum snærum á ASTRA. Þær verða líklega báð- ar sendar út ruglaðar og aðeins verður leyfilegt að horfa á þær I Skandinavíu. Filmnet Stöð sem sendir ein- göngu út kvikmyndir, því miður aðeins ætluð Skandinavíu og Benelux-löndunum, og sendir út ruglað I þokkabót. Þarna verða að öllum líkindum tvær rásir í viðbót frá Bretlandi og fjórar frá Þýskalandi, en það hef- ur ekki enn verið staðfest. Einnig verða þarna stöðvar sem ekki senda út nema dagpart. Það verða: Arts Channel Stöð með menningarlegt efni, ballett, jazz, óperur og fræðsluefni af ýmsum toga. Sendir út 3 tima á dag. Landscape Channel Þessi stöð er einstök, því hún sendir út mjög fallegar myndir úr náttúr- unni og þeim fylgir tónlist eftir ýmsa meistara klassískrar tónlist- ar, en einnig eftir popptónlistar- menn sem spila svokallaða „instrumental” tónlist. European Business Channel Viðskiptastöð. Kindernet Barnaefni á hoi- lensku. Það er nokkuð ljóst að islensk- um sjónvarpsáhorfendum gefast þarna auknir valmöguleikar. Þarna finna eflaust flestir eitt- hvað við sitt hæfi og í fæstum til- fellum þarf að hafa áhyggjur af afnotagjöldum, því rekstur flestra þessara stöðva er greiddur nteð auglýsingatekjum. Sendingar frá ASTRA-hnetlin- um munu valda enn einni gjörbylt- ingunni í gervitunglasjónvarpi Evr- ópubúa og sú breyting mun ugg- laust stórauka notkunina hér á landi. Markaóssérfræóingar ASTRA hyggjast ná til milljóna heimila í Bretlandi, Skandinavíu og á megin- landinu með mun ódýrari móttöku- búnaði en áður hefur þekkst. Full- yrða þeirað nota megi móttökudisk sem er aðeins 60 sm að þvermáli og allt í allt kostar ódýrasti móttöku- búnaðurinn um 200 bresk pund eða sem svarar til tæplega 18 þúsund ísl. króna. Verkfræðingur hjá Pósti og síma segir að enn hafi engar prófanir ver- ið gerðar á því hér á landi hvort svo lítill móttökudiskur nægi til að ná sendingunum hérlcndis, en til þessa hafa 1,2 metra diskar verið algert lágmark til að ná sendingum Eut- elsat- og Intersat-hnattanna. Söluaðilar móttökudiska hér á landi eru fremur vantrúaðir á að hægt verði að notast við 60 sm „regnhlífardiska” hér þegar send- ingar ASTRA-hnattarins hefjast. Hins vegar væri ekki útilokað að 90 sm diskur nægði. í öllu falli má bú- ast við að móttökubúnaðurinn vegna þessara sendinga verði mun ódýrari en til þessa hefur þekkst. í dag kosta ódýrustu diskarnir með nauðsynlegum búnaði frá 88 til 120 þúsund kr. Fullkomnari stereóbúnaður er mun dýrari. Sí- fellt er verið að þróa sterkari mót- takara í diskunum og á skömmum tíma hefur verðið orðið æ viðráðan- legra fyrir áhugamenn um gervi- hnattasjónvarp. Nú er talið að nærri 'áti að um 300 til 400 mót- töl udiskar séu á öllu landinu. Þáer að verða töluvert um það að sami diskurinn sé nýttur fyrir fjölbýlis- hús eða kapalkerfi á þéttbýlisstöð- um úti á landi. í upphafi mun ASTRA-hnöttur- inn senda út efni á 16 rásum og má ætla að innan fárra mánaða verði á þriðja tug sjónvarpsstöðva farnar að senda út efni sitt á geislum ASTRA. Það sem gerir ASTRA- hnöttinn líklegan til vinsælda hér á landi er hversu mikið enskt efni verður í boði. ASTRA er alþjóðleg eign sjónvarpsstöðva og sendir ein- göngu út sjónvarpsefni. Til þessa hafa sjónvarpstunglin einnig verið með rásir fyrir fjarskipti og það verður því erfitt úrlausnar fyrir Póst og sima að ráða fram úr því hvort ASTRA fellur undir fjar- skiptalög. Til þessa hefur verið skylt að skrá alla móttökudiska hjá Pósti og síma en ASTRA er ein- göngu sjónvarpshnöttur sem hefur innrás sína inn í islenska sjónvarps- menningu eftir mánaðamótin, hvað sem hver segir, og söluaðilar mót- tökudiska eru þegar farnir að búa sig undir sölusprengingu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.