Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 22

Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 22
es 22 Kaliforníu að þar fékk maður alltaf logn með sólskininu, ólíkt því sem tíðkast hér í Reykjavík, þar sem alltaf er norðanstrekkingur með sólinni!“ í MYNDLISTARSKÓLA Á NÝJAN LEIK Þegar þau fluttu til Reykjavíkur árið 1964 sótti Sigurbjörg kvöld- námskeið í Myndlistarskóla Reykjavíkur, en meðan hún bjó í Bandaríkjunum hafði hún einnig sótt teiknikennslu, sem útlending- um var boðið ókeypis upp á. „í Myndlistarskólanum kenndi Hringur Jóhannesson mér teikn- ingu og olíumálun og Skarphéðinn Jónsson kenndi vatnslitamálun,” segir hún og aðspurð segist hún hafa jafngaman af hvoru tveggja: „Þó finnst mér meiri vandi að mála með vatnslitum að þvi leyti að það er auðveldara að laga olíuliti ef eiit- hvað fer úrskeiðis.” Hún sótti nám- skeið hjá Myndlistarskólanum í nokkur ár, tók sér eitthvert frí, en hélt náminu svo áfram. Þar með hafði annar draumurinn ræst, en hinn var enn eftir: mennta- skólanám. Sigurbjörg hafði ekki gleymt þeim draumi frekar en hin- um og þegar hún sá auglýsingu frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í ársbyrjun 1972, þess efnis að setja ætti á stofn öldungadeild, var hún ekki lengi að taka ákvörðun um að láta skrá sig. Hún var þá nýorðin ekkja og öll börnin flutt að heiman nema yngsti sonurinn. „Mér fannst mjög gaman að setjast á skóla- bekk,“ segir hún, „og fannst síður en svo erfitt að byrja að læra að nýju þótt ég væri komin á sjötugs- aldur. Það eina sem mér fannst vera galli við námið var hraðinn á öllu. Ég átti fullt í fangi með að fylgjast með stærðfræðinni af þeim sökum, en hins vegar var ég vel sett í tungu- málum og hal'ði líka verið áliuga- söm um sögu alla tíð og lesið mér til í henni. Við vorum þó nokkuð full- orðin þarna og nemendurnir voru á öllum aldri.“ Sonur Sigurbjargar, sem bjó enn heima, var lærður vélvirki og þar sem Sigurbjörg var hætt að keyra bíl á þessum tíma bauðst hann til að aka henni til skóla og frá: „Það endaði með að honum fannst alveg jafngott að koma bara i skólann með mér,” segir Sigurbjörg og brosir. „Hann lauk stúdentsprófi 1977 og síðan sagnfræði úr Háskóla ísiands." MÁLAR AÐEINS ÞAÐ SEM FALLEGT ER En þá snúum við okkur að mál- verkasýningunni sem opnuð var á Mokkakaffi á afmælisdegi Sigur- bjargar. Sjálf segir hún að það hafi aldrei hvarflað að sér að setja upp sýningu á verkum sínum, en tengdasonur hennar, Haukur Guð- laugsson, söngmálastjóri Þjóð- kirkjunnar, nefndi það fyrst við haná: „Haukur nefndi þaó við mig í haust að nú skyldi ég safna saman öllum verkum mínum og opna sýn- ingu á áttræðisafmælinu,” segir Sigurbjörg. „Mér fannst þetta al- gjör fjarstæða og sagði að mynd- irnar væru alls ekki nógu góðar til að hægt væri að sýna þær opinber- lega. En það hlustaði enginn á mig!” segir hún og hlær. „Haukur fór með myndirnar í innrömmun og fékk góða gagnrýni á þær. Hringur Jóhannesson, fyrrum kennari minn úr Myndlistarskólanum, setti sýn- inguna upp l'yrir mig og það var gaman að því þegar hann sá eina myndina og sagði: „Heyrðu! Er þetta ekki mótífið hans Skarphéð- ins?” Jú, ég hélt það nú, myndin var máluð 1965. Ég benti honum líka á aðra mynd á sýningunni, sem hann mundi ef'tir að ég hafði málað niðri við höfn þegar ég var í skólanum hjá honum!“ En þarna eru ekki aðeins myndir frá skólaárunum. Þarna eru margar landslagsmyndir og Snæfellsjökull er greinilega ofarlega í huga lista- konunnar, líkt og Bandaríkin: „Ég vil bara mála það sem mér þykir fallegt,” segir hún. „Ég hef engan áhuga á að mála einhverjar fígúrur sem eru ekki neitt neitt..!’ Á sýningunni er ekki aðeins að sjá vatnslitamyndir, olíuverk og krítarteikningar eftir Sigurbjörgu. Þar gefur líka að líta tréskurð eftir hana og þegar hún er spurð hvenær hún hafi lært þá list kemur í ljós að hún byrjaði að læra hjá Hannesi Flosasyni tréskurðarmeistara í kringum 1970 og hefur verið að læra hjá honum af og til síðan, nema hvað hlé varð á meðan öld- ungadeildarárin vörðu. Sigurbjörg hefur fest margar ferðaminningar sínar á léreft. Þar á meðal frá ferð til ísrael, þangað sem hún fór í ferðalag með kirkjukór Akraness árið 1977, minningar frá Colorado og Kaliforníu, Þingyallasveit og frá Austfjörðum. Colorado, já. Sú ferð er varla dæmigerð fyrir margar ömmur. Þangað hélt Sigurbjörg fyrir fimm árum til að heimsækja dótturson sinn og unnustu hans, sem þar voru við háskólanám: „í háskólanum var boðið upp á námskeið í listum og ég sótti eitt slíkt í vatnslitamálun í þrjá mánuði. Á meðan bjó ég ásámt unga fólkinu í litlu húsi, ætl- uðu tveimur námsmönnum..!* Já, það eru varla margar 75 ára ömmur sem leggja á sig svona langt ferðalag á eigin vegum. Ennþá færri eru þær sjálfsagt ömmurnar og langömmurnar sem taka sig til, eins og Sigurbjörg gerði, og opna málverkasýningu á áttugasta afmælisdaginn sinn, umkringdar börnum, 25 barnabörnum og 4 langömmubörnum. „Ég held þeim þyki bara gaman að þessu!” svarar hún þegar hún er spurð hvort þeim þyki annnan ekki svolítið sérstök. Þegar hún lítur nú yfir lífshlaup sitt segir hún að sjálfsagt hefði hún aldrei kunnað við sig til lengdar í starfi hárgreiðslukonu, en öðru máli gegni um listina: „Jú, ég hefði örugglega verið ánægð með að helga mig listinni, á því er enginn vafi,” segir hún hiklaust. FÖTBOLTAR FÓTBOLTASKÓR IÞRÓTTASKÓR IÞRÓTTATÖSKUR MARGAR GERÐIR IÞRÓTTABÚNINGAR ÆFINGAGALLAR TRIMMGALLAR Topp gæði og vérð rJtoálM ÁRMÚLA 36, REYKJAVÍK, SÍMI 82166 OG 83830. G8Gf isúnsj .9S lugsbuimrni-i Fimmtudagur 26. janúar 1989 n IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS. Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun. Fræöslumiöstöö iðnaðarins: 30.jan. -4. febr. 6.-10. febr. 7.-11. febr. 13.-15. febr. Þök og þakfrágangur. Námskeið ætl- að byggingamönnum, bæði meist- urum og sveinum. 30-40 kennslu- stundir. Virka daga kl. 15-19, laugar- daga kl. 8:30-16. Steypuskemmdir. Námskeið ætlað iðnaðarmönnum, verkfræðingum og tæknifræðingum í byggingariðnaði. 60 kennslustundir. Dagl. kl. 9-15:30. Gluggar og glerjun. Námskeið ætlað húsasmiðum. 18 kennslustundir. 7., 8. og 9. febr. kl. 16-20,11. febr kl. 9-12. Hljóðeinangrun. Námskeið ætlað iðnaðarmönnum, hönnuðum og öðr- um áhugamönnum. 18 kennslu- stundir. Dagl. kl. 13-17. Verkstjórnarfræðslan: 30.jan. 3. febr. 6. febr. 10. febr. 15. febr. 17. febr. 17. febr. Oryggismál. Farið yfir ábyrgð stjórn- enda, viðhald öryggismála, gott hús- næði, kostnað vegna slysa o.fl. Námskeiðið er haldið á Vesturlandi. Stjórnun breytinga og samskipta- stjórnun. Fjallar um stjórnun breyt- inga, starfsmannaviðtöl, hegðunar- vandamál, virkni starfsmannao.fi. Innkaupa- og lagerstjórn. Skipulagn- ing innkaupaog lagerstjórnunar, mat á lágmarksbirgðum, birgðaskráning, just-in-time-kerfið o.fl. Tíðniathuganir og hópafköst. Farið yfir hvernig meta má afköst hópa, hagræðingu vinnustaða, afkasta- hvetjandi launakerfi o.fl. Vöruþróun. Helstu þættirvöruþróun- ar, hlutverk verkstjóra, hugmyndaleit og mat hugmynda, þróun frumgerðar og markaðssetning. Multiplan-forrit og greiðsluáætlanir. Farið yfir undirstöður áætlanagerðar með PC-tölvu, kennt að nota MULTI- PLAN, greiðsluáætlanir o.fl. Nám- skeiðið er haldið á Akureyri. Verkefnastjórnun. Farið er yfir undir- stöðu verkefnastjórnunar, hlutverk verkefnisstjóra, undirbúning og skipulag helstu verkefna o.fl. Rekstrartækni: 30. jan.-1. febr. 6.-11. febr. 9. febr. 14. febr. Stefnumótun • skapið fyrirtækinu bjartari framtíð. Námskeió ætlað stjórnendum er bera ábyrgð á rekstr- arlegri afkomu fyrirtækja. 16 kennslustundir. Stofnun og rekstur fyrirtækja. Nám- skeið ætlað þeim sem hyggjast stofna fyrirtæki, hafa þegar stofnað fyrirtæki. Einnig haldið sérstaklega fyrir konur. Staðlar — betri samkeppnisstaða. Mikilvægi staðla fyrir fyrirtæki í út- flutningi, lækkun framleiðslukostn- aðar, aukin gæði o.fl. Strikamerki. Námskeið ætlað mönn- um sem hafa umsjón með umbúðum í dreifingar- og framleiðslufyrirtækj- um, prenturum og umbúðahönnuð- um. Önnur námskeið: I febr.lok (2 dagar) 23. febr. Al og álblöndur — vinnsla, hönnun og efnisval. Námskeið ætlað verk- og tæknifræðingum og öðrum sem fást við efnisval tengt hönnun og vöruþró- un. Val og innkaup á stáli. Námskeið ætl- að verk- og tæknifræðingum og öðr- um sem fást við stálinnkaup. Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðn- tæknistofnunar. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma 68 7000. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.