Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 10

Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 26. janúat 1989 Viðtal við Daníel Þ. Magnússon myndlistarmann MENNINC ER EINS O en œtti að vera eins og gólftuska Það er vetur og á veturna á íslandi er hægt að tala svo mikið. Það er notalegt afþví allt er svo dimmt. Um leið og dagurinn er byrjaður er hann búinn og dimm- an kemur. Það er hægt að hugsa svo mikið í dimm- unni og tala. í dimmunni þarf maður að tala. í Nýlistasafninu við Vatnsstíg stendur nú yfir sýn- ing Daníels Þorkels Magnússonar myndlistarmanns, en þar sýnir hann verk á veggjum unnin í tré og fleira. Daníel útskrifaðist úr myndmótunardeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1987 og hefur síðan í haust haft vinnustofu i húsi Myndhöggvarafélagsins á Korpúlfsstöðum. Við Daníel settumst niður og töluð- um i fimm klukkutíma. Settumst niður og bjuggum til viðtal. T.d. töluðum við um hvernig talað er um menningu: EFTIR KRISTÍNU ÓMARSDÓTTUR — ...ég man allt í einu eitt atriði, segir Daníel, varðandi leiki barna. Fjölskyldufaðirinn hefur kortéri áður flúið skræki barn- anna og lagst í sófa inni í stofu. Börnin koma óðar og æpa á hann: — Megum við nota þig í læknó? En t’aðirinn sem vill með öllum ráðum kaupasérfrið byltir sér og mælir til þeirra: — Elsku börnin mín, þið megið til með að umgangast mig, sofandi á sófan- um, sent liðið lík ellegar dauð- vona. Því líffæri mín, ofan og neðan kviðarhols, eru sem næst úrkula vonar um frið í þessum sófa. Bórnin æsast upp um allan helming og taka strax til við að þvo hinn sveitta og þvala líkama föðurins uppúr súr og basa, tilað undirbúa i réttri röð krufningu hins úrvinda föður. Þegar hér er komið sögu eru börnin orðin rjóð í kinnum, því það tækifæri að fá volgt föðurlík á sjúkraskrá læknaleiksins er alger nýlunda. Faðirinn greinir í svefnrofunum æsing barnanna og mælir: — Nú ligg ég undir grænni sótthreins- aðri skikkju ykkar frumlega lík- húss og leik dauðan föður ykkar, þó svo að öll lífræn hlutföll milli oss séu lífinu í vil, því hefur ekki líf ykkar sprottið af sæði mínu og afgangi líkama míns? Börnin mót- mæla í einum kór og lemja með samstilltum smelli á eistu föður- ins. — Persónulega sé ég menn- inguna í þessu ljósi. Menningarumræða er komin í forni minningargreina. Það er alltaf verið að taka á henni einsog einhverju voðalega brothættu, með hönskum, úr fjarlægð. Flún er rétt uppí hendurnar á fólki sem er treyst fyrir því að allt fari vel. Menningin fær aldrei að reyna neitt á sig. Flún er aldrei opin og notuð. Fiún er einsog eitthvert sparitau en ætti miklu frekar að vera notuð einsog gólftuska. Ég skil vel þreytu þeirra sem segja: — Æ, menningarmál! Af- því það er talað um hana í svo væmnum tóni. Það er einsog hún sé eitthvað óhöndlanlegt sem eng- um nema einhverjum útvöldum komi við og sé einkamál þeirra. Ég held að menning sé ekki þann- ig. Hún er ekki tilbúningur. Eitt- hvað hátíðisdagalegt. Hún gerist á öllum dögum. Oftast úti á götu en ekki í fjölmiðlum. En útafþví hér er kalt og dimmt verður hún líka að fara boðleiðina gegnum fjölmiðla. Og ekki bara hér, held- ur alls staðar í heiminum. Þó fólk búi í borgum þá er ekkert styttra milli manna nú en þegar voru sveitirog vegalengdir. Fólk verður að fá að vita hvað er að gerast. Það verður að vera stöðug um- ræða i gangi um menningu og þá ekki á þessum hárfínu nótum, þarsem fólk talar einsog af skyldu en ekki áhuga, — og engin furða, þegar viðhorfið til menningar er einsog það er. Mér er það þvert um geð að vera að væla. Það er bara partur af kjörum listamanna að þeir hafi vettvang til þess að koma hugmyndum sínum á fram- færi þar sem opið og næmt og ábyrgt fólk sinnir málum. í dag t.d. þá er yngra listafólk, í tónlist, leiklist, ritlist, myndlist, að gera mikið. Þessa hluti er verið að kæfa. Það er litið á þau sem einhverja „krakka“! Þetta sé óábyrgt hjal. Það er ekki tekið mark á því. Kannski af því það er verið að halda í einhverja menn- ingarglansmynd sem einkennist af gæruskinnsleikritum, grobbi í ævisöguritun og síðan velteiknuð- um módelmyndum. — En þarf þá menning nokkra fjölmiölun þegar hún gerist „átómatískt“? — Alþýðuskýringin segir okk- ur að við eigum að njóta eftir hjartanu og þannig flokka Iistir í slæma og góða list, allt eftir duttl- ungum hjartans. Ég er á öðru máli. Ég tel að skynsemin verði að deila við hið mállausa hjarta, þess vegna finnst mér listaumræða nauðsynleg. Hjartað vill flokka án umræðu, með fljótfærni. En þaðerlíkafulltafvellu. Þaðgetur verið móttækilegt fyrir næstum því öllu. Mér finnst hjartað vera mállaust en skynsemin geta út- skýrt og rökstutt. Þess vegna er ekki hægt að treysta á hjartað eitt og sér. íslendingar eru mjög óþroskað- ir í að nema sjónrænar listir. Við höfum ekki hefðina. Það hefur hingað til verið álitin góð og gild list það sem greinilega er mjög vandasamt að gera og þessi hugs- unarháttur er enn ríkjandi. En hann er líka ákveðin lífssýn. Burt- séð frá öllum flinkheitum: — Hvar setur maður manneskjuna sjálfa í listina? Á hún að vera með, eða á hún ekki að vera með? Við- urkennir listamaðurinn tilfinn- ingar sínar og geðveiki? Eða við- urkennir hann þær ekki og vill hylma yfir manneskjuna með því að horfa á skrautið og segja að

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.