Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 19

Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 19
PRESSU mynd einar Ólason Fimmtudagur'26. janúar 1989 19 Líf eftir dauðann SÖNNUNIN Þetta geróist áriö 1946, þegar ég var nýkominn til Islands frá Sviþjóó, en þangað höföum við hjón- in komist 1943 frá stríös- hrjáðu Þýskalandi. Viö bjuggum með fyrsta barn- ió okkar í gömlu timbur- húsi í Skerjafiröinum. Þetta var mjög einkenni- lega byggt hús, því svefn- herbergið var ( austur- enda þess, en úr því var gengió til suðurs inn í stofu og síðan út á gang og þaðan inn í eldhúsið. Þarna var töluverður rottugangurog voru þetta blásvartar rottur, sem mér skilst að hafi borist hing- að með skipum setuliðs- ins. Þærvoru bókstaflega um allt og skutust stund- um fram úr skápunum, þegar við opnuðum þá, eða sátu undir eldhús- borðinu, þegar við kom- um inn I eldhús. Konan mín var náttúrulega afar hrædd við þetta, svo ég tók mig til einn daginn og keypti rottugildru hjáJes Ziemsen. Um kvöldið, áð- ur en við fórum að sofa, settum við gildrunaá mitt eldhúsgólfið og létum vænt spikstykki í hana. Svo er það um nóttina að mér fannst ég rísa á fætur, ganga út í stofuna, fram á gang og inn í eld- hús — án þess að hurðirn- ar væru nokkur fyrir- staða! Það var töluvert bjart í eldhúsinu, enda gerðist þetta um sumar, en um leið og ég var kom- inn inn í eldhúsið var eins og ég væri negldur niður. Ég horfði strax á gildruna og í nokkurri fjarlægð frá henni sáég litla, blásvarta rottu. Rottan þefaði út i loftið og hnitaði stóra hringi í kringum gildruna. Hún skaust áfram og snar- stansaði á milli, eins og rottur gera, því hún fann sjálfsagt lyktina af spik- inu, en leit ekki við mér, þó hún færi alveg framhjá mér. Ég var mjög vakandi og fannst ákaflega skrýt- ið að rottan skyldi ekki finna mannaþefinn af mér. Það var eins og hún tæki ekkert eftir því að ég væri þarna og það ein- kennilega var, að mér fannst ég alveg sjá hvað hún hugsaði. Hún var greinilega að hugsa um að ná í spikið í gildrunni, en samt var einhver beyg- ur í henni. Það var eins og hún fyndi ósjálfrátt að hætta væri á ferðum, án þess að gerasér grein fyr- ir því I hverju hún væri fólgin. Þá fór ég að hugsa sem svo: „Herra minn Guð, ég erkominn úrlíkamanum!” Undireðlilegum kringum- stæðum ætti rottan að hafa orðið vör við mig, t:d. þegar ég opnaöi hurðina, en hurðin var lokuð. Ég hafði aldrei opnað hana, þó ég stæði þarna inni í eldhúsinu! Mér fannst ég samt sem áðuraldrei hafa verið betur vakandi og al- veg yfirmáta skýr og ákvað að fylgjast nú bara vel með öllu, sem fram færi. Ég skynjaði mjög aug- Ijóslega hugarstríð rott- unnar því nær sem hún kom gildrunni, og fann löngun hennar í spikið. Loks greip hún svo eftir bitanum og í því skall bog- inn yfir hana og hún gaf frá sér lítið tíst. Þessi blá- svarti líkami lyppaðist síðan niður, en á sama augnabliki sá ég bláa móðu stíga upp af rott- unni og byrja strax að mynda nýjan líkama, sem var snjóhvítur. Hvíta rott- an, sem þannig myndað- ist, steig þarnæst niðuraf gildrunni, horfði undrandi á blásvarta líkamann og hristi höfuðið í forundran. Hún skildi greinilega ekk- ert hvað var að gerast. Á sama augnabliki fann ég, að þarna var verið að uppfylla ósk, sem ég hafði átt allt frá barn- æsku. Ósk um að fá að sjá upprisuna með eigin aug- um. Biblían var jú alltaf að predika um upprisuna og mig langaði ávallt að fá að sjá þetta. Mig hafði alla tíð langað til þess. Og þar sem ég stóð þarna í eld- húsinu í Skerjafirðinum varð ég þess fullviss, að þessi rotta var notuð til að sýna mér þetta. Hvíta rottan skaust ekki eins og sú svarta. Hún gekk tígulegum skrefum, hægt og rólega, framhjá mér, en stansaði nokkrum sinnum og hristi höfuðið. Síðan gekk hún út eldhúsgólfið og hvarf. þar í bláa móðu — og skyndilega var ég kominn inn í líkamann í rúminu mínu. Þó var þetta enn jafnskýrt fyrir mér og sú staðreynd að ég sit núng hérna og tala við þig, Jón- ína! Ég vakti konuna mina og sagði henni frá þessu öllu og spurði hvort við ættum ekki að fara fram og kíkja í gildruna, því þar hlyti sönnunin að liggja. Hún þorði það nú ekki, svo við biðum til morguns og fórum þá inn í eldhús. Ég hafði sagt nákvæm- lega fyrir um í hvaða stell- ingum rottan lægi og það passaði algjörlega! Fyrir mig var þetta persónuleg sönnun um það að látinn lifir — hvort sem það er dýr eða önnur lifandi vera. Það er allt í framþróun og helduráfram göngu sinni. Þessi atburður hafði geysilega mikil áhrif á mig og styrkti mig í því, sem kristin trú kennirokk- ur: þ.e. að við lifum líkams- dauðann. En það eru ekki bara einhverjir útvaldir, sem lifahann, heldurvirð- ist þetta eiga við um allt llf.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.